Þjóðviljinn - 20.11.1979, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 20.11.1979, Qupperneq 3
Þriöjudagur 20. nóvember 1979 'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Nýja hraöfrystihúsið á Patró veröur meöal fyrstu bygginganna sem tengjast fjarvarmaveitunni — Ljósm. G. Svbj. Fjarvarmaveita á Patreksfirði Fyrstu húsin tengd í desember? Oliukreppan og hinn óheyrilegi kyndingarkostnaður, sem af henni hlýst hefur oröið til þess að menn leita nú gjarnan leiöa til þess að lækka hann. Hér i blaðinu hefur veriö sagt frá fjarvarma- veitu ísfiröinga og inn á sömu braut eru nú Patreksfirðingar aö feta sig. Hugmyndin er fólgin i þvi að nota þann kælivatnsvarma, sem disilvélarnar mynda en sem nú fer bara út i himingeiminn, eng- um til neinna nota. Stefnt er að þvi að tengja fyrstu húsin á Pat- reksfirði nú i desember, ef veður- far og vinnuafl leyfir. Eru það vinnslustöðvarnar á Vatneyrinni: vinnslustöð Skjaldar hf., Ver- búðir Patrekshafnar, vinnslustöð Vesturrasta hf., fyrirhuguö vinnslustöð Hraðfrystihúss Pat- reksfjarðar, Bátaiðjan og svo sundlaugin. Olfar B. Thoroddsen, sveitar- stjóri á Patreksfirði, en hjá hon- um fengum við þessar upplýs- ingar, kvaðst ekki vilja fullyrða um hvað þetta lækkaði kynd- ingarkostnað mikið en sú upphæð væri veruleg, miðað við oliukynd- ingu. Stefnt væri að þvi smátt og smátt að tengja mest alla byggö- ina á Patreksfirði f jarvarmaveitu oger þá gert ráð fyrir þvi að orka fáist frá sameiginlegu orku- öflunarkerfi fjórðungsins. — mhg Útvarpsráð fimmtugt Merk timamót eru hjá útvarps- ráöi f dag, fimmtiu ár sföan ráöiö héltsinn fyrsta fund, 20. nóv. 1929. Á þessum S0 árum hefur ráöiö haldiö 2441 fund. (Jtsending frá Kíkisútvarpinu hófst hinsvegar ekki fyrr en rúmu ári siöar, 20. desember 1930, þannig aö 1980 er afmælisár Rfkisútvarpsins og verður þeirra timamóta minnst á margvfsiegan hátt i dagskránni á árinu. Fyrsta áriö var útvarpsráð að- eins skipað þrem mönnum og var Helgi Hjörvar fyrsti formaður þess. Arið 1930 voru samþykkt á alþingi ný lög um útvarp rikisins og stjórn þess skilin frá stjórn Landsimans. Samkvæmt þeim lögum varð útvarpsráð fimm manna og þeir tilnefndir af: Há- skólanum, prestastefnu, barna- kennurum, samtökum útvarps- notenda og einn tilnefndur af ráðherra. Fyrstu 10 árin rikti nokkur óvissa um skipan út- varpsráðs og löggjafinn gerði til- raunir með kosningaskipan. Þannig var fyrrnefndri tilhögun breytt með nýjum útvarpslögum 1934 og útvarpsráð gert sjö manna. Alþingi skyldi kjósa þrjá, jafnmargir skyldu kosnir i al- mennum kosningum meðal út- varpsnotenda og loks skyldi ráðherra skipa formann. Arið 1939 var þessu breytt og siðan þá hefur Alþingi kosið alla útvarps- ráðsmenn. Með tilkomu sjónvarps árið 1966 varð mikil breyting á verk- sviði útvarpsráðs er fylgjast þurfti meö dagskrárgerð tveggja fjölmiðla og móta dagskrárstefnu beggja og samræma hana. Staöa ráðsins breyttist einnig með nýj- um útvarpslögum árið 1971. Þá var sjálfstæði stofnunarinnar aukið, dagskrárhlutverkið skil- greint og ráðinu falið endanlegt vald um dagskrárefni og ráðið einskorðað við ritstjórn dagskrár. Arið 1975 varð sú breyting á kosningu útvarpsráös að útvarps- ráðsmenn skuli kosniir á Alþingi eftir hvejar alþingiskosningar. Formenn útvarpsráðs hafa verið þessir: Helgi Hjörvar 1929-1935, Sigfús A. Sigurhjartar- son 1935-1939, Jón Eyþórsson 1939-1943, Magnús Jónsson 1943-1946, Jakob Benediktsson 1946-1949, Ölafur Jóhannesson 1949-1954, Magnús Jónsson 1954-1957, Benedikt Gröndal 1957-1959, Sigurður Bjarnason 1959, Benedikt Gröndal 1959-1972, Njörður P. Njarðvik 1972-1975, Þórarinn Þórarinsson 1975-1978. Núverandi formaður útvarpsráðs er Ölafur R. Einarsson. Dagskrá Rikisútvarpsins hefur á þessum tima tekið miklum stakkaskiptum. A fyrsta starfsári Rikisútvarpsins var að meðaltali útvarpað tæpa fjóra tima á dag. A siöustu árum hefur dagskráin verið 16-17 timar að lengd að meðaltali. Núverandi útvarpsráð skipa: Ólafur R. Einarsson form, Arni Gunnarsson varaform., Eiður Guðnason, Eliert Schram, Erna Ragnarsdóttir, Jón Múli Arnason og Þórarinn Þórarinsson. Fundi ráðsins sitja auk ráðsmanna, út- varpstjóri, framkvæmdastjórar og þeir deildarstjórar er mest sinna stjórnun dagskrárgerðar. Fundir útvarpsráðs eru að jafnaði tvisvar i viku. Reiðhjólainnflutningur eykst um 30-40% Undanfarin ár hafa að jafnaöi selst 5-6 þúsund reiöhjól á ári hverju, en eftir að toilar af þeim voru afnumdir i sumar hefur eftirspurn stóraukist og búast má við að markaðurinn stækki um 30- 40% á næstu tveim árum. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem haldinn var í tilefni 75 ára afmælis Fálkans, en það fyrirtæki hefur um 70-80% þessa markaðar. Páli Bragason stjórnarformaður sagði, að eftir- spurnin hefði aukist svo hratt i sumar, að ekki hefði verið unnt að anna eftirspurn og hefðu margir orðið að biða eftir hjóli. Varahlutir i hjól eru hinsvegar áfram hátt tollaðir og veldur það miklu misræmi og nú er allt i óvissu um það hvað gerist i þess- um málum. Nánar verður sagt frá afmæli Fálkans siðar ál) Fálkinn framleiddi á árunum 1940-54 átján þúsund reiðhjól og sést hér eitt þeirra. Þegar innflutningur var gefinn frjáls brast grundvöllurinn undan þeirri frainleiösiu. ! Jólafundur Samtaka sykursjúka Jóiafundur Samtaka sykursjúkra veröur haldinn I kvöld I Domus Medica og hefst kl. 8.30. Mjög hefur veriö vandaö til fundarimv og má nefna meöal efnis, aö Jón Óttar Ragnarsson, dósent, flytur erindi, Kristinn Ilallsson óperusöngvari skemmtir meö léttúm söng og Svavar Gests stjórnar jólahappadrætti og gerir sitt til aö koma fólki I gott skap. Auk skemmtiatriða verður skipt verkum i sambandi við fjár- öflun, en félagið hefur sett sér ma. að kaupa tæki fyrir göngu- deild, og koma á fótstyrktar-og visindasjóði innan félagsins. Hljómplata á Esperanto Út er komin hljómplata á vegum Islenska esperanto- sambandsins meö islenskum lögum sungnum á esperanto. Er þar um að ræöa bæði kór- söngslög og einsöngslög I flutningi sönghópsins Hljóm- eykis og einstakra söngvara hans. Undirleik annast Jónas Ingimundarson. Heiti hljómplötunnar er Songpoemo pri ponto — Draumkvæði um brú, en svo nefnist kantata Sigursveins D. Kristinssonar við samnefnt ljóð ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar sem hér er i fyrsta sinni gefin út hljóðrituð. Tónverk þetta tileinkaði tónskáldiö Al- þjóðlega esperanto-samband- inu og var það frumflutt af Hljómeyki á 62. heimsþingi esperantista i Reykjavik 1977. A plötunni eru ellefu önnur lög: Þjóðlögin Sofðu unga ástin min, A Sprengisandi, Krummavisur og Ljósið kemur langt og mjótt, öll i út- setningu Jóns Asgeirssonar. Rúnaslagur eftir Ingunni Bjarnadóttur, Fylgd eftir Sigursvein D. Kristinsson, Vorgyðjan kemur eftir Arna Thorsteinsson, Vögguvisa og I fögrum dal eftir Emil Thoroddsen, Ég lit i anda liðna tið eftir Sigvalda Kaldalóns og 1 dag eftir Sigfús Halldórsson. Platan er hljóðrituð i Hljðð- rita i Hafnarfirði en pressuð i Hollandi. Dreifingu hennar er- lendis annast skrifstofa Al- þjóðlega esperanto-sam - bandsins i Rotterdam hér- lendis Islenska esperanto- sambandið (Pósthólf 1081 Reykjavik). Einnig fæst hún i Bókabúð Máls og menningar i Reykja- vik og Bóka og blaðasölunni, Akureyri. Kosningahandbók Fjölvíss komin Kosningahandbók Fjölviss, — ómissandi hjálpargagn öllum þeim sem fylgjast með kosningunum 2. og 3. desember, er komin út og fæst á blaösölustööum og bókavcrslunum um allt land. 1 Kosningahandbókinni eru fjölþættar upplýsingar um flest það sem kosningum við kemur, — ágrip af kosningalögunum og þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem fjalla um kosningarétt og kjörgengi, reglur um úthlutun uppbótarþingsæta, skrá yfir rikisstjórnir frá 1917—1979. úrslit albineiskosninea 1916—1978 og bæjarstjórnarkosningar 1958—1978. Hverju kjördæmi fyrir sig eru gerð skil með skrá yfir ibúa- fjölda 1950-1978, fjöldai kjósenda á kjörskrá, kosningaþátttöku og úrslit alþingiskosninga 1959—1978. Þá eru allir framboðslistar skreyttir myndum af efstu mönnum, raktir og að auki pláss til að skrifa tölur þegar þær berast og úrslit kosninganna i heild. Þá er að venju verðlaunagetraun um úrslit kosninganna og verða veitt 50 þúsund, 30 þúsund og 20 þúsund króna verðlaun, fyrir atkvæðatölur og þingmannafjölda, besta ágiskun um at- kvæðatölur og þingmannafjölda flokkanna. Skilafrestur er til kjördags og skal póstleggja úrlausnir eigi siðar en 30. nóvember n.k. — AI Réttindi náms á hússtjórnarsviði Félag matreiðslumanna telur aö vmsar auelvsinear frá fiöl- brautarskólum varöandi nám á hússtjórnarsviöi séu til þess fallnar að vekja hjá væntanlegum nemendum rangar hugmyndir um réttindi sem námið veitir þeim. Segir i frétt frá félaginu að auglýsing frá Fjölbrautaskólanum i Breiðholti sé til þess fallin að hún verði skilin á þann veg að tveggja ára nám við skólann veiti starfsréttindi i mötuneytum. Bent er á að þeir sem ljúka sliku námi hljóti engin réttindi um- fram annað ófaglært starfsfólk slikra stofnana. A þessu hefur verið vakin athygli i bréfum til fyrrverandi og núverandi menntamálaráðherra og fékkst það svar frá menntamálaráðu- neytinu 31. okt. sl. að nám framreiðslu- og matreiðslumanna væri nú i sérstakri athugun hjá ráðuneytinu og nefnd sem skipuð var til þess að fjalla um nám á hússtjórnarsviði fjölbrauta- skóla og i Hótel- og veitingaskóla tslands. -GFr Villur í grein um Svavar Guðnason I afmælisgrein Thors Vilhjálmssonar um Svavar Guönason, sem birtist i sunnudagsblaöi, eru nokkrar villur og eru tvær sýnu verstar. I fjórða dálki segir frá þvi að Svavar hafi verið „borinn áfram af meðfæddri seiglu og geðólgu sem skörp hugsun hefur bundiö og hamið i listrænum farvegi öflugum böndum hrynjandi spils, þótt kraumiogsjóði og fryssi í átökunum iðulega....” Þarna áttiekki að standa ,,fryssi”heldur ,,fyssi”,þótt sjóði og fyssi i átökunum. 1 annan stað hafa fallið nokkur orð niður þegar minnst er á „umfjöllun Björns TH” — og á aö vera „umfjöllun Björns Th. Björnssonar i myndlistarsögu sinni”. Við biöjum velviröingar á villum þessum. Fiskaflamiðlun verði komið á Eftirfarandi tillaga var samþykkt á 38. Fiskiþingi: 38. Fiskiþing telur nauðsynlegt að á einum stað sé hægt að fá upplýsingar um löndunarmöguleika hjá islensku fiskvinnslu- stöðvunum, þegar þannig stendur á að skip þurfi að landa hjá öðrum aðila en skipin landa venjulega hjá. Þingið telur að L.l.ú. sésá aðili sem annast ætti slika upplýsingamiölun. Framkvæmd ■ ætti að geta orðið á svipaðan hátt og hjá Loönunefnd.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.