Þjóðviljinn - 20.11.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.11.1979, Blaðsíða 5
ÞriOjudagur 20. nóvember 1979 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 5 (aupmannahöfn: Borgar- yfirvöld hætta við notkun epoxy Kaupmannahöfn (Information) Borgaryfirvöld i Kaup- mannahöfn hafa ákveöiO aö hætta viö notkun epoxy- efnisins til að húöa ker i nýju hreinsunarstöðinni Lynett- en. Jafnframt hefur Sam- band danskra bygg- ingarmanna aflýst verkfalli i hreinsunarstöðinni. Verkfall byggingarmanna hefur staðið i tvo mánuði og var krafan sú, að hætt væri við notkun epoxy. Danski Félagsdómurinn hafði úr- skurðað verkfallið ólöglegt og dæmt verkalýðssamtökin i sektir. Þau héldu verkfall- inu samt sem áður áfram, og var vinna ekki enn hafin fyrir helgina. Borgaryfirvöld stóðu þvi frammi fyrir þeim valkosti, að láta lögreglu rjúfa verkfallið, eða að hætta við áform um að nota epoxy- efnið. Talið er að borgaryfirvöld hafi verið trauð til að sæta þeim ákúrum að hafa neytt verkamenn i lögreglufylgd til að vinna með krabba- meinsvaldandi efni. Opinberlega skýringin á eftirgjöf borgaryfirvalda er að athuganir hafi leitt i ljós, að hægt sé að nota önnur efni en epoxy, til að loka yfirborði keranna i hreinsunarstöð- inni. Samningaviðræðum Sam- bands byggingarmanna og borgaryfirvalda um lausn á Lynetten-deilunni, er ekki að fullu lokið, en verkfallinu var aflýst þegar borgaryfirvöld féllust á að hverfa frá notkun epoxy. Gífurlegar oliubirgðir í jörðu i Sovét Malmö, Sviþjóð (Reuter) Olíuauðlindir Sovétríkj- anna eru tvöfalt meiri en talið hefur verið á Vestur- löndum/ og nær því jafn- miklar og olíuforði Saudi- Arabiu/ segir í rannsókn- arniðurstöðum sænskra sérfræðinga sem birtar' voru í gær. Sænsku sérfræðingarnir sögðu að fundnar hráoliubirgðir i jörðu i Sovétrikjunum hafi árið 1978 ver- iö 150 miljarðar tunnumála, eða fjórfalt meiri en oliubirgðir i Bandarikjunum og aðeins minni en birgðir Saudi-Arabiú, sem taldar eru 160 miljarðar tunnu- mála. Sænska ráðgjafarfyrirtækið Petrostudies, sem hefur sérhæft sig á sviði sovésks oliu- og gas- iðnaðar, segir að þessar niöur- stöður gjörbreyti myndinni af oliubirgðum heimsins. Segir fyrirtækiö að rannsakaðar hafi verið allar opinberar sovéskar skýrslur varðandi oliumál sem komið hafa út undanfarin 20 ár. „Sovétrikin hafa visvitandi gefið til kynna mikið minni oliubirgðir i jörðu, en raun er á. Það er þvi mjög óliklegt að Sovétrikin muni þurfa á oliuinnflutningi að halda á næstu 10 árum. Þvert á móti vilja sovésk yfirvöld auka útflutning — einkum unninna oliuafurða — til Vesturlanda, til að eignast er- lendan gjaldeyri til kaupa á iðnaðarvörum, tækni og land- búnaðarafuröum”. Sovétrikin eru mesti oliufram- leiöandi heimsins, og hafa verið frá árinu 1974. Þau framleiða nú 11,9 miljón tunnumál á dag og flytja út þriðjung framleiðslunn- ar, segir i sænsku skýrslunni. DANSKUR ÞINGMAÐUR: Yill láta banna epoxy 89 efni i dönskum efnaiönaði talin valda krabbameini Borgarvfirvöld Kaupmannahafnar beygðu sig fvrir Sambandi danskra byggingarmanna og hverfa frá notkun hins hættulega epoxy-efnis. Epoxy er eitt af hættu- legustu efnunurri/ og þaö ætti aö banna notkun þess algjörlega, sagði danski þingmaðurinn og vinnu- verndarsérfræöingurinn Magnus Demsitz í viðtali viö danska dagblaðið Information s.l. föstudag. Magnus Demsitz er einn af fulltrúum danska Alþýðusam- bandsins i danska Vinnuverndar- ráðinu. Kveðst hann munu tjá þessa afstöðu sina til notkunar epoxyá fundi Vinnuverndarráðs- ins i þessum mánuði. 1 viðtalinu segir Magnus að rannsóknir hafi þegar sannað eða leitt sterkar lik- ur að þvi að 89 efni sem notuð eru i efnaiðnaði, valdi krabbameini. Þeirra á meðal er epoxy. Danski þingmaðurinn segir að sumir muni svara að það sé hægt að nota varúðarráðstafanir til að hlifa starfsmönnum við áhrifum þessara efna. En hann svarar þvi til að það sé ekki hægt að ætlast til að menn vinni i 8 klukkustundir á dag klæddir eins og geimfarar. Hann vill láta útiloka algjörlega sum efni, en setja mjög strangar öryggisreglur um önnur, t.d. að menn vinni i hæsta lagi eina til tvær klukkustundir með efni, sem vitað er að séu hættuleg. Jafn- framt séu framleiðendur hvattir til að leita að hættuminni efnum til notkunar i efnaiðnaðinum. Magnus Demisitz segist ekki efast um, að aukning krabba- meinsdauðsfalla i iðnrikjunum, sé nátengd stóraukinni notkun krabbameinsvaldandi iönaöar- efna. Hann segir að það sé aug- ljóslega þjóðfélaginu til hagsbóta að stórauka vinnuvernd, m.a. með þvi að taka fyrir notkun slikra efna. Samband danskra byggingar- manna mun á næstunni gangast fyrir rækilegri kynningu á niður- stöðum bandarisku rannsóknar- innar á krabbameinsáhrifum epoxy, en þær birtust i banda- riska timaritinu Canccr Research i mai 1979. Einnig segir Samband byggingarmanna, að i ljós hafi komið að öryggisreglur um notk- un epoxy séu alls ófullnægjandi. Hópur visindamanna við Kaup- mannahafnarháskóla hafi með tilraunum nýlega sannaö að epoxyæfnið fari i gegnum þá hanska sem danskir verkamenn hafa notað á einni til þrjátiu minútum. FRAMBOÐSLISTAR í Reykjaneskjördæmi til alþingiskosninga í des. 1979 A-listi Alþýðuflokksins 1. Kjartan Jóhannsson, ráðherra, Jófríðarstaðarvegi 11, Hafn- arf irði. 2. Karl Steinar Guðnason, fyrrv. alþ. maður. Heiöarbrún 8, Kef lavík. 3. Olafur Björnsson, útgerðarmaður, Drangavöllum 4, Kefla- vik. 4. Guðrún H. Jónsdóttir, bankamaður, Digranesvegi 40, Kópa- vogi. 5. Ásthildur Ölafsdóttir, skólaritari, Tjarnarbraut 13, Hafnar- f irði. 6. örn Eiðsson, fulltrúi, Hörgslundi 8. Garðabæ. 7. Ragnheiður Rikharðsdóttir, húsmóðir, Byggðaholti 49, Mos- fellssveit. 8. Jórunn Guðmundsdóttir, húsmóðir, Hliðargötu 31, Sand- gerði. 9. Gunnlaugur Stefánsson, fyrrv. alþ. maður, Austurgötu 29, Haf narf irði. 10. Emil Jónsson, fyrrv. ráðherra, Hrafnistu v/Skjólvang, Haf narf irði. B-listi Framsóknarflokksins 1. Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri, Norðurtúni 4, Keflavik. 2. MarkúsA. Einarsson, veðurf ræðingur, Þrúðvangi 9, Hafnar- f irði. 3. Helgi H. Jónsson, fréttamaður, Engihjalla 9, Kópavogi. 4. Þrúður Helgadóttir, verkstjóri, Alafossvegi 20 a, Mosfells- sveit. 5. Öiaf ur Vilhjálmsson, leigubif reiðarstjóri, Bólstað, Garðabæ. 6. Bragi Arnason, prófessor, Auðbrekku 1, Kópavogi. 7. Sigurður Jónsson, bif reiðarstjóri, Melabraut 57, Seltjarnar- nesi. 8. Unnur Stefánsdóttir, fóstra, Kársnesbraut 99, Kópavogi. 9. Kristin Björnsdóttir, húsfreyja, Selsvöllum 22, Grindavik. 10. Margeir Jónsson, útgerðarmaður, Háaleiti 19, Keflavik. D-listi Sjálfstœðisflokksins 1. Matthias A. Mathiesen, fyrrv. alþm., Hringbraut 59, Hafnar- f irði. 2. Olaf ur G. Einarsson, f yrrv. alþm., Stekkjarf löt 14, Garðabæ. 3. Salóme Þorkelsdóttir, gjaldkeri, Reykjahlið, Mosfellssveit. 4. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Miðbraut 29, Seltjarnar- nesi. 5. ArndisBjörnsdóttir, kennari, Sunnuflöt 14, Garðabæ. 6. Ellert Eiríksson, verkstjóri, Langholti 5, Keflavík. 7. Helgi Hallvarðsson, skipherra, Lyngheiði 16, 'ilópavogi. 8. Bjarni S. Jakobsson, form. Iðju fél. verksmiðjufólks, Asbúð 13, Garðabæ. 9. Eirikur Alexandersson, bæjarstjóri, Heiðarhvammi 12, Grindavik. 10. Oddur ölafsson, læknir, fyrrv. alþm., Hamraborg, Mosfells- sveit. G-listi Alþýðubandalagsins 1. Geir Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, Þúfubarði 2. Haf narf irði. 2. Benedikt Davíðsson, trésmiður, Vighólastlg 5, Kópavogi. 3. Védís Elsa Kristjánsdóttir, oddviti, Holtsgata 4, Sandgerði. 4. Albína Thordarson, arkitekt, Reynilundur 17, Garðabæ. 5. Jóhann Geirdal Gíslason, kennari, Faxabraut 34 c, Kef lavik. 6. Bergþóra Einarsdóttir, oddviti, Melagerði Kjalarnesi. 7. Helga Enoksdóttir, verkamaður Heiðarhraun 20, Grindavik. 8. Þorbjörg Samúelsdóttir, verkamaður, Skúlaskeiði 26. Haf narf irði. 9. Auður Sigurðardóttir, verslunarmaður, Bergi Seltjarnarnesi. 10. Gils Guðmundsson fyrrv. alþingismaður, Laufásvegi 64, Reykjavik. Q-listi Sólskinsflokksins 1. Stefán Karl Guðjónsson (8342-9534), f. 19-02-1959, nemi, Vallartröð 2, Kópavogi. 2. Valgarður Þórir Guðjónsson (9088-3992), f. 08-02-1959, nemi, Viðihvammi 27, Kópavogi. 3. Tómas Þór Tómasson (8904-8990), f. 16-08-1959, blaðamaður, Hraunbraut 20, Kópavogi. 4. Jón Orri Guðmundsson (5135-7892), f. 23-01-1959, nemi, Víði- hvammi 19, Kópavogi. 5. Barði Valdimarsson (0972-7493), f. 02-04-1959, nemi, Sel- brekku 1, Kópavogi. 6. Bjarni Sigurðsson (1231-2059), f. 04-09-1958, nemi, Fögru- brekku 41, Kópavogi. 7. Björn Ragnar Marteinsson (1345-2431), f. 20-03-1957, nemi, Ægisstíg 5, Sauðárkróki. 8. Einar Guðbjörn Guðlaugsson (1805-7131), f. 21-05-1959, nemi, Vallartröð 8, Kópavogi. 9. Gunnar Valgeir Valgeirsson (3395-1434), f. 06-09-1957, nemi, Hátúni 5, Keflavik. 10. Daniel Helgason (1566-6714), f. 24-04-1959, nemi, Esjubraut 26, Akranesi. HAFNARFIRÐI 8. NÓV. 1979 Yfirkjörstjórn Reykjaneskjördœmis Guðjón Steingrimsson Vilhjálmur Þórhallsson páll ólafsson Þormóður Pálsson Björn Ingvarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.