Þjóðviljinn - 20.11.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.11.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. nóvember 1979 Garðabær Lóðaúthlutun Óskað er eftir umsóknum i einbýlishúsa- lóðir i Hnoðraholti, Garðabæ. Eldri umsóknir endurnýist. Umsóknareyðublöð og frekari uppl. fást hjá byggingarfulltrúa kl. 9-11 f.h. virka daga nema laugardaga. Umsóknarfrestur rennur út 26. nóvember 1979. Bæjarstjóri Húsnæði óskast Herbergi eða einstaklingsibúð óskast i Reykjavik fyrir ungan mann. Góðri um- gengni heitið. Upplýsingar i sima 43428 eftir kl. 5. r Kosninga- handbókin frá FJÖLVÍS er komin í bókaverslanir um land allt l'' Kosninganæt- urnar verða ennþá meira spennandi/ ef handbókin er við höndina! Talning í 4-5 daga?!! Talning atkvæða gæti dregist um ófyrirsjáan- legan tima/ vegna veðurs og slæmrar færðar. Hafið þvi kosningahandbók Fjölvís við hönd- ina og færið inn úrslit úr einstökum kjördæm- um þegar þau liggja fyrir. • Allir framboðslistar ásamt myndum af frambjóðendum í efstu sætum listanna. • úrslit alþingiskosninga frá upphafi. • úrslit borgar- og bæjarstjórnarkosninga frá 1954—1978. Skrá yfir ríkisstjórnir á Islandi. # úrdráttur úr lögum um alþing- iskosningar og reglur um úthlutun u pp bóta r þi ng sæta. • Verðlaunagetraun. Einnig er hægt að kaupa bókina hjá Bókaútgáfunni □ Síðumúla 6/ sími 91-81290 Frá fundi Rauösokka I Félagsstofnun stúdenta. — Ljósm. Jón. Fjörugur fundur Rauðsokka: Konur í stjórnmálum Rauösokkahreyfingin gekkst fyrir fundi i Félagsstofnun stúdenta á laugardaginn var um efniö „Fleiri konur inn á þing — til hvers?”. Fundurinn var fjölsóttur og umræöur fjörugar, en mikill meirihluti fundargesta var konur. Þeir fáu karlar sem I salnum voru létu ekki á sér kræla I ræöustólnum. Til fundarins haföi veriö boöiö öllum kvenframbjóöendum i Reykjavik. Frambjóöendur Sjálf- stæöisflokksins mættu ekki, en sendu fundinum skeyti þar sem þær sögöust vera. uppteknar ann- arsstaöar. Alþýöuflokkurinn átti þarna einn fulltrúa, Ragnheiði Rikharösdó11ur . brjár Framsóknarkonur töluöu: Jónina Jónsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Þrúður Helgadóttir. Guðrún Hallgrimsdóttir var fulltrúi Alþýðubandalagsins, og einnig tóku til máls frambjóðendur Fylkingarinnar: Birna Þóröar- dóttir, Berglind Gunnarsdóttir og Hildur Jónsdóttir, sem reyndar var framsögumaöur, ásamt Sólveigu Olafsdóttur, formanni Kvenréttindafélags tslands. A fundinum kom greinilega i ljós, að ekki eru allir á eitt sáttir um það, hvernig standa beri að jafnréttismálum. Skýrust voru mörkin sennilega milli þeirra sem telja að konur eigi aö standa saman hvar i flokkisem þær eru, og hinna sem leggja áherslu á að konur eigi þvi aðeins erindi á þing að þær berjist þar fyrir jafnréttis- málum, og þvi sé alls ekki sama hvar i flokki þær séu. Alls tóku sextán konur til máls á fundinum, þar af helmingurinn frambjóðendur. Nánar verður sagt frá umræðunum á jafnréttis- siðunni n.k. laugardag. — ih. Sveinafélag húsgagnasmiöa: Mótmælt viimubrögðum Braga Sigurjónssonar A félagsfundi Sveinafélags húsgagnasmiöa 13. nóvember s.l. var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er þeim vinnubrögöum Braga Sigurjónssonar aö leggja niöur skyndilega og óvænt iðnþró- unarnefndina sem m.a. átti aö vinna aö bættri samkeppnisaö- stööu húsgagnaiönaöarins. Fundurinn telur að frekar heföi Jólakort frá „Svölunum” ,.Svölurnar’*félag núverandi og fyrrverandi flugfreyja er nú aö hefja sitt sjötta starfsár, en aöal- tilgangur félagsins er aö safna fé til liknarstarfsemi. Helsta tekju- lindin er sala jólakorta og 1.—10. desember n.k. veröur gengiö meö þau i hús á höfuöborgarsvæöinu og þau boöin til sölu. Kortin eru ekki seld i verslunum. t frétt frá „Svölunum” segir að á þessu ári hafi félagið gefið til stofnana og úthlutað styrkjum að fjárhæð 4,4 miljónir króna. Þar af hefur Kópavogshælið fengið 2,5 miljónir en félagið gengur I þess- um mánuði frá styrkveitingu til þriggja kennara, sem hyggja á verið þörf á aö efla starf þessarar nefndar nþ,þegar framundan er harðnandi samkeppni við innflutning i þessum greinum og skorar þess vegna á iðnaðarráð- herra að endurskoða þessa ákvörðun sina. Þá var einnig samþykkt Slykt- un þar sem bent er á að innborgunarskylda á innflutt framhaldsnám erlendis i málefn- um barna með sérþarfir. Formaður félagsins er Edda húsgögn hafi komiö islenskri framleiðslu og launafólki i hús- gagnaiðnaðinum til góða en tilefni ályktunarinnar var frétta- tilkynning frá Verslunarráði þar sem krafist er niðurfellingar inn- borgunarskyldunnar. A fundinum var uppsögn samn- inga samþykkt með öllum at- kvæöum. — GFr Gisladóttir Laxdal og formaður fjáröflunarnefndar er Ragna M. borsteins. Nokkrar „Svölur”, — fyrrverandi og starfandi flugfreyjur viö frágang jólakortanna. Athugasemd frá Álverinu Athugasemd vegna viðtals við Kolbein Sigur- jónsson, álsteypumann, i Þjóöviljanum 11. nóvember 1979: I viðtalinu gætir á fjórum stöðum nokkurs misskilnings eöa beinlinis er rangt frá skýrt eða eftir haft varðandi eftirfarandi: 1. öryggisreglur og búnað. 2. Ráðningu öryggisfulltrúa. 3. Hreinsitæki og lokun kera. 4. Tekjur og launataxta i steypu- skála 1. Sagt er, aö sumum öryggis- reglum sé nánast ógerlegt aö fylgja, og ef starfsmenn hengdu öll öryggistæki á sig, sem reglur mæla fyrir um, væru þeir varla gangfærir, hvaö þá vinnufærir. Ennfremur að það sé gott fyrir fyrirtækið, að þessar reglur séu svona ýtarlegar, af þvi að þá megi ávallt kenna broti á öryggisreglum um slys, sem verða. barna er hallað réttu máli. öryggisbúnaður getur að visu i algjörum undantekningartilvik- um veriö eitthvað til trafala viö hreyfingu, en það er fráleitt aö hann hindri gang eða vinnu. Tilgangur öryggisreglna og bún- aðar er aö koma I veg fyrir slys, en ekki að skella skuld á þá, sem fyrir slysi verða. 2. Það er rétt hjá Kolbeini, að frá upphafi hafi verið starfandi öryggisfulltrúi á vegum fyrir- tækisins. Siðastliðið sumar var svo gerð sú breyting, að hann er nú starfsmaður sameiginlegrar nefndar verkalýðsfélaganna og ISAL. Það er þvi misskilningur, að sérstakur öryggisfulltrúi hafi verið ráðinn til starfa á vegum verkalýðsfélaganna. 3. I þeim hluta viðtalsins, sem fjallar um andrúmsloft i kerskála og hreinsun þess, gætir misskiln- ings. Hið rétta er, að nú er unnið Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.