Þjóðviljinn - 20.11.1979, Side 7

Þjóðviljinn - 20.11.1979, Side 7
Þriðjudagur 20. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Popp-pólitík eða raunhæfa stéttapóHtík? SIÐARI HLUTI Fyrri hluti þessarar ritsmlöar birtist hér i blaöinu sunnudag- ] inn 18. nóvember sl. Þar var fjailað um sósialismann sem I réttindamál hvers einstaklings og undankomuleiö úr stéttveldi. j Kosningaréttur væri hluti stærri heildar er nefna mætti almenn- an áhrifarétt manna á lifsskilyrði og lifsgæöi. Ójöfnuöur auð- valdsþjóöfélagsins verður auösær viö athugun á stéttbundnum þáttum áhrifastööunnar. Hugsjón sósialista um menningu og ! frelsi er nátengd þvi eöli kosninga aö öll atkvæöi séu talin jafn- j gild, hver kjósandi jafngóöur öörum. Lýöræöisbarátta sósialista j er meöal annars fólgin i þvi aö kosningar veröi áhrifameira j brcytingatæki en borgaralegir pólitikusar vilja vera láta. Til ] þess að svo gcti oröið þarf aö kveikja saman sjálfsprottnar vit- \ undarhreyfingar hvers- tima og umbyltingarkröfur sósialista. Baráttuaðferðir sósialista i verkalýösmálum og stjórnmálum ] þurfa að mótast af þessari sýn. , Lýöræöisbarátta sósialista gengur I þá átt aö gera kosninga- réttinn aö áhrifameira tæki en hann nil er, aöallega meö þvi aö v setja ýmsa þá þætti undir almannastjórn, sem nú eru undir fjármagnsstjórn. Enn fremur felst þaö i stjórnmála- þátttöku okkar sósialista aö Hjalti Kristgeirsson skrifar: viö leitumst við aö gera allar linur skýrari og greiða úr mál- efnaflækjum. Það er vitanlega eitt megin atriöið i þvi að kosningarétturinn verði virkur og marktækur réttur og kjós- andinn hafi möguleika 'á þvi að velja fulltrúa eftir málefnum, og menn komist ekki upp meö innantómt glamur. 1 annan staö þarf kjósandinn aö hafa trygg- ingu fyrir þvi aö sá flokkur eöa frambjóöandi sem hannkýs, hagi sér siðan, eftir aö hann er búinn aö fá umboö, I samræmi viö kosn- ingaloforö sin og stefnuskrá. Þetta — að kjósandi geti kosiö málefni —er meginatriöiö í þvi aö þingpólitik sé i eölilegum tengsl- um viö stéttapólitikina i landinu og þar meö þau stéttaátök sem fram fara utan þingræöisramm- ans, svo sem á vettvangi kjara- baráttu láglaunafólks. Þetta er aö visu ekki hægt að tryggja meö neinum formlegum hætti, en sósfaliskur flokkur getur ekki tal- ist áhrifamikill, ef honum tekst ekki aö koma málefnabaráttunni i þetta horf. Þaö er hlutverk sliks flokks aö koma i veg fyrir, aö raunhæf stéttabaráttupólitik, byggð á málefnum, hverfi i skuggann fyrir einhvers konar popp-pólitik hugsjónasnauöra valdas treitumanna. Þetta var um inntak stjórnmálabaráttunnar. sem tryggingu fyrir tengslum þing- pólitikur og stéttapólitikur. Þá erkomiöaö formgerö málsins, en hún felst i kosningaskipaninni. Formiega skilyröiö sem þarf aö uppfylla til þess aö pólitisk styrk- leikahlutföll á þingi endurspegli meö sómasamlegu móti stétta- átökin i landinu, er þaö, aö stjórnmálaflokkarnir og önnur framboö til þings fái þingmanna- tölu I hlutfalli viö heildarat- kvæöastyrk á landsvisu. Þessi heildarhlutföll á milli atkvæöa- magns og þingmannafjölda yfir landiö hafa verið i þokkalegu horfi siöan 1959, miklu betri en þar áöur. Þess vegna var kjördæmabreytingin 1959 stórt framfaraspor, og miklu máli skiptir að varöveita þann ávinn- ing og raunar bæta hann heldur.ef aöstaöa er til. (Hér er felldur niöur all-langur kafli I erindi Hjalta um saman- burö á þingmannatölu og kjósendatölu milli flokka og kjördæma. Hjalti kvaöst aöhyllast þá stefnu aö allt landiö yröi gert aö einu kjördæmi. Aö þeirri skipan hlyti þó aö veröa langur aödragandi, ma. vegna réttmæts ótta fólks viö svokallaö Reykjavikurvald sem I raun væri ekkert annaö en samheiti á vald- stofnunum auösins, en viö þaö vald ætti alþýöa landsins i höggi á vettvangi stéttabaráttu og stétta- stjórnmála. Hjalti rakti nokkrar staöreyndir um búsetubreytingar sem hafa átt sér staö á meðan kjördæmamörk og tala þingmanna úr kjördæmum hefur veriö óbreytt). íslenska þjóðfélagið sem stértarleg heild Tölurnar um tilfærslu kjósenda frá landsbyggöinni til þéttbýlis- svæðanna viö Faxaflóa sunn- anveröan siöustu 20 árin vekja ekki aöeins spurninguna um þaö, hvort bæta þurfi viö þingmanna- tölu þessara f jölgunarsvæöa. Þær vekja einnig spurningu um lifs- skilyröi á þeim svæðum landsins þar sem f jölgunin er undir lands- meöaltalinu, þar sem náttúrleg fjölgun f er aö mestum hluta út af svæöinu — fólk flyst brott. Hvaö er fólkiö aö flý ja, hvers er þaö aö leita? Svariö er ósköp einfalt: Þaö er aö flýja lakari lífsskilyröi ogleita til betri lifsskilyröa. Fólk fer þangað sem atvinna er, skil- yröi til skólagöngu, menningar- lifs, samskipta, þar sem félagsleg þjónusta er látin i té osfrv. Viö þekkjum rökin fyrir þessum þjóöfhitningum sem hafa veriö aö ganga yfir allt frá þvi fyrir siöustu aldamót. Vikjum nú aftur aö samhengi kosningaréttar og annarrar áhrifastööu fólks. Þaö er oft sagt aö kosningaréttur landsbyggðar- fólks sé meiri en okkar þéttbýlis- fólks, þar eö landsbyggöin sendir tiltölulega fleiri menn á þing en viö gerum. Þessi mismunur er staöreynd. En hitt er lika staö- reynd aö þessi riflegi skammtur landsbyggöarinnar af þingmönn- um vegur ekki upp á móti þeirri lakari stöðu er landsbyggðin býr viö miöaö viö okkur, aö þvi er tek- ur til annarra áhrifamöguleika en kosningaréttarinseins.Þaöer þvi matsatriöi og fer eftir stööu athugandans hverju sinni hvort hann kýs fremur aö segja: „Til litils hefur landsbyggðarfólkið fleiri þingmenn en þéttbýlis- búarnir!” — eöa: ,,Ætli lands- byggöinni veiti nokkuö af öllum þessum þingmönnum sinum!” Sjálfur hallast ég aö þvi aö sóslalistum beri aö lita á málin i miklu viðara samhengi en þessu, þótt greining á áhrifastööu sé spor i áttina. Spyrja má : Heföi veriö rétt aö láta annes og eyjar, þúfur og blásin börö hafa áfram þann kosningarétt sem landsbyggöin haföi snemma á öldinni og láta kaupstaöarfólk aldrei fá meiri áhrif en sem svarar flatarmáli lóöa og lendna þéttbýlisins? Eöa hvernig stendur á þvi aö sósialistum og stjórnmálaöflum verkalýösins i landinu var svo umhugaö um þaö sem þau kölluöu endurbætur á kjördæmaskipun og kosningalöggjöf og komst i framkvæmd 1934, 1942, 1959? Tii þess aö svara þvi þarf aö lita á þjóðfélagsþróunina sem þá var aö eiga sér staö. Hiö stéttskipta auövaldsþjóöfélag var aö skapast á tslandi meö bæjum og annarri þéttbýlismyndun. Um þaö var aö ræöa aö tryggja þaö, sem hiö fyrra kosningafyrirkomulag tryggöi ekki, aö verkalýöurinn heföi kosningaréttaráhrif i hlut- falli viö fjölda sinn og þjóöfélags- afl aö ööru leyti. Þaö þurfti aö sjá til þess aö hiö stéttskipta þjóöfélag kæmist inn i þingiö, svo aö stéttaátökin i landinu endur- spegluöust á átakavettvangi flokkastjórnmálanna. Þaö var þvi réttindamál fólks er bar uppi hina nýju þjóöfélagsskipan, ekki aðeins hér viö Faxaflóa heldur og úti um allt land, aö kjördæma- skipan og kosningafyrirkomulag leyföi stéttastjórnmálunum aö komast inn á þing. Þetta var i rauninni býsna nauösynlegt fyrir borgarastéttina líka, þvi aö ekki var auövelt aö semja um pólitísk- ar málamiölanir og timabundin vopnahlé sem hún þurfti gagnvart verkalýösstéttinni, nema verkalýöurinn heföi sina pólitisku fulltrúa á vettvangi þar sem þeir gætu mætt borgara- fulltrúunum. Aö þessu sögöu, er þá ekki einboöiö aö einnig nú beri aö fjölga fulltrúum mesta þéttbýlis- ins i landinu, borgrikisins hér við Faxaflóa, svo aö stéttaátök borg- rikisins fái rétta speglun i þinginu? Viö þessu hyggst ég gefa loöin svör. Auövitaö kemur vel til greina að auka hlutdeild borgrikisins í þinginu af ýmsum almennum ástæöum, en þaö er alls ekki vist aö þaö sé nauösyn- legt meö tilliti til stétta- stjórnmálanna. Ég visa til þess sem áöur er sagt um samsvörun atkvæöastyrks og þingmannatölu flokkanna á landsvisu. Nú er þaö ekki nema hluti málsins, þaö sem hér vantar fyrst ogfremst er fræðileg pólitlsk ránnsókn á stéttasamsetningu þjóöarinnar, á hreyfiöflum stéttarbaráttunnar, átakapunktum stéttanna og áhrifum stéttaátaka á valda- miöstöövar þjóöfélagsins. Hér er verk aö vinna fyrir sósialista. Mér er nær aö halda aö þjóöf élagsleg stéttaskipting gangi nú I gegnum öll landssvæöi meö samtengdum hætti, enda þóttumtalsveröur munur sé á at- vinnuskiptingu. Stéttaátök á einu svæöi snerti þvi „Reykjavikur- valdiö” meö beinum og ótviræðum hætti, hver svo sem landfræöileg fjarlægö er frá Reykjavik. Einstök kjördæmi eru aö minu viti ekki einangruö aö þessuleyti, og þvi megi lita svo á aö fulltrúar stjórnmálaflokkanna á þingi séu marktækir fulltrúar stéttaátakanna i landinu, og skipti i þvi sambandi litlu máli hvort þeir eru meira eöa minna tengdir þéttbýliskjördæmum eöa strjálbýliskjördæmum. Ef þetta sjónarmið stenst gagnrýni, er Island stéttarlega einheild aö þvi er sjálf þjóöfélagsátökin varöar. Hins vegar er til staðar mikill aöstööumunur eftir þvi, hve langt fólk býr frá höfuöborg landsins, Reykjavik. Sá aöstööumunur er ekki fyrst og fremst s‘éttarlegs eölis. Þess vegna getur þaö vel fariö saman aö fólk sé stéttarlega sameinað yf ir öll kjördæmamörk, en þurfi á sérstökum pólitískum fulltrúum aö haida til aö reka þau margvislegu erindi sem ekki eru sérstaklega stéttareölis. Kveikjan er tilfinning umréttlæti og ábyrgð Þaö er ljóst aö hlutverk sósialisks verkalýðsflokks er margþætt i þeirri baráttu fyrir umbreytingu þjóöfélagsins til nýs ogbetra þjóöskipulags sem hann hefur á stefiiuskrá sinni. Þar er i fyrsta lagi um þaö aö ræöa aö varöveita alla þá ávinninga sem liöin tiö hefúr fært okkur, bæöi á efnalegu og menningarlegu sviöi, svo og varöandi persónuréttindi og sjálft frelsishugtakiö. Þvi er þaö aö kosningarétturinn er i okk- ar augum enn dýrmætari en fyrir borgaralega stjórnmálamenn, sem einungis telja hann persónu- legt valdastreitutæki. Kosninga- rétturinn er fyrir okkur imynd þess jafnaöar sem viö viljum stefna aö og færa út á öll sviö þjóölifsins. Þess vegna kemur ekki til greina aö umgangast kosningaréttinn af léttúö. 1 ö&ru lagi viljum viö koma á jöfnuöi i hagnýtingu annarra þátta áhrifa- réttarins, þannig aö hver einstaklingur hafi sem viötæk- asta möguleika til aö láta aö sér kveöa, án þess þó aö hann þar meö bregöi fæti fyrir aöra menn. Skilyröi þess er aö undirrót stéttaskiptingarinnar, auövalds- skipulagiö, hafi veriö leyst af hólmi meö sameignar- og samvinnuskipan. 1 stefnuskrá flokks okkar, Alþýöubandalagsins, segir aö stuðla verði aö miklu meiri útbreiöslu sósialiskrar vitundar en hingað til hafi þekkst viö þjóöfélagslegar umbyltingar. Ella veröi enginn sósialismi. Þar stendur lika að sósialismi sé ekki bara þjóðnýting og rikiseign heldur lýöræðisleg stýring at- vinnutækja. Þaö er talaö um bein yfirráö framleiöenda sem þá þurfa að vera félagslega þrosk- aðir og með meiri ábyrgðartil- finningu en kapitalisminn ætlast til aö menn hafi. e<! vona að þaö þykiekki andhælis-ieöa óflokks- legt að hampa stefnuskra flokks- ins, en af einhverjum ástæðum er þvi kveri litt á loft haidið. Spænski kommúnistaforinginn Escalante var ekki alls fyrir löngu i Þýskalandi og flutti fyrir- lestur um leiö Spánar til sósialismans. Hann var spuröur hvaöa trygging væri fyrir þvi aö evrópukommúnismi spænska flokksins úrættaöist ekki i ósköp venjulegan og alþekktan kratisma, þetta mauk sem jafn- aöarmenn hafa gert tortryggilegt og illa þefjandi, ekki sist i Þýskalandi. Escalante svaraöi þessu og sagöi aö hollusta viö verkalýðshreyfinguna og sam- band viö verkalýösfélögin væriaö visu einn af hornsteinum flokks- ins, en þaö skildi hér ekki milli feigs og ófeigs. Hann visaði einmitt til allra vitundarhreyf- inganna i þjóöfélögum nútímans, hreyfingaungsfólksfyrir bættum lifsháttum og ööru gildismati, fyrir umhverfisvernd og menn- ingarlifi, hann visaöi til alls kyns félagsmálahreyfinga og kvenna- hreyfinga og sagöi: Þaö er samband okkar viö slikar vitundarhreyfingar sem heidur samvisku okkar og sjálfsgagn- rýni lifandi. í gagnvirkum tengsl- um viö þetta umhverfi eigum viö aö geta stýrt flokknum og kommúnistahreyfingunni i heild i rétta stefnu, svo aö okkur beri ekki af leiö á atkvæöaveiöum né sofnum viö stofnanasvefni i auðvaldsþjóðfélaginu. Þetta viöhorf hygg ég að geti veriö lærdómsrikt fyrir okkur hér uppi á Islandi. I samræmi viö þaö vildi ég leggja fram minn skerf til aö stuöla aö þvi aö umræöur um kosningafyrirkomulag tengdust sjálfum grundvellinum i öllu starfi okkar, lýöræöis- baráttunni. Sú barátta á ekki aö einskoröast viö neinar tilteknar stofnanir I þjóöfélaginu, heldur á hún aövera altæk og borin uppi af almannaþátttöku. Og þaö er réttlætistilfinning og ábyrgöartil- finning sem kyndir undir og knýr okkur til starfa, hvert á okkar vettvangi. Nefna má nokkur dæmi. Þegar verkamenn viö höfnina hér i Reykjavik veröa sér meövit- andi um ábyrgö sina á öryggi sjálfra sin viö vinnu og krefjast róttækra umbóta á þeim málum, þá er þar á ferö vitundarvakning sem krefst aðildar okkar og þess aö viö kveikjum hana saman viö pólitiskar aögeröir i stærra samhengi. — Þegar konur finna til kúgunar sinnar ogtaka aögera sér gleggri grein en áöur fyrir hinum margvislegu formum kúgunarinnar, ekki aöeins viö úti- vinnu og heimilisstörf heldur og i hugmyndaheimi hins viðtekna lifs, þá er þar á ferö vaki til nýs þjóöfélags. Þarna er ekkert smá- ræöis afl á ferö þvi að konur eru fjölmennastar allra undirokaöra hópa i þjóöfélaginu og raunar undir tvöföldu oki, en þó skulum viötaka þaö meö i reikninginn aö þar sitja ekki allar viö jafn skaröan hlut. — Þegar menntamenn taka aö kryfja samhengi hlutanna til mergjar, gerast tortryggnir á fjölmiöla- mötunina og vilja sjálfir stýra sinni eigin skoöanamótun meö þvi aö láta hugmyndir takast á viö hugmyndir, þá getur þar af sprottiö visir til nýs almennings- álits sem mikils má af vænta til umbreytingar á þjóöfélagslegri sýn. — Þegar náttúruvernd og umhverfismál gerast fyrirferöar- mikil i hugum fólks, þá fylgir þvi vaxandi skilningur á þvi, aö viö þurfum sjálf aö taka virkan þátt i mótun umhverfisins og viö berum öll ábyrgö á þvi. Þessu fylgir afskdptasemi af almennum mál- um, en hún er hornsteinn alls lýöræöis. — Ungt fólk, kornungt fólk, streymir út á götur i hvert sinn sem Þjóöviljinn kallar þaö til aðláta 1 ljós skoöunsinaá banda- riskum her og tengdum Islands viö stórveldabandalög hins vopn- aöa friöar. Þvi svellur móöur i brjósti og er óbilgjarnt i garö flokksins okkar sem þaö telur ekki miklu skárri en sjálfa hernámsflokkana. Viö deilum viö þaö um þá skoöun aö svo miklu leyti sem viöhöfum röksemdir til, en þarna er samt á ferö von okk- ar, haldogtraust, ogfátterokkur hollara en leggja eyrun viö hrópum og söngvum þessa alvarlega hugsandi fólks. HjaitiKristgeirsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.