Þjóðviljinn - 20.11.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.11.1979, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir í/m íþróttirbM íþróttir v J R Umsjón: Ingólfur Hannesson V J Víkingarnir ósigrandi? Víkingur sigraði Hauka örugglega i fyrsta „stórleik” vetrarins f handboltanum, 25-17. Sigur Vikinganna var nokkuö öruggur allan tim- ann og virðist nú vera að koma upp sú staða að Vikingur sé að ná upp algjöru vfirburðaliði í islenskum handknattleik. Það kemur væntan- lega i ljðs á næstu vikum. Steinar skoraði fyrsta mark þessa leiks fyrir Vikingana, 1-0 og fljótlega fylgdu 2 önnur i kjölfar- ið, 3-0. Vikingur hélt siðan foryst- unni næstu minúturnar, 5-3, 7-5 og um miðbik hálfleiksins hafði Haukum tekist að jafna 7-7. Aftur var jafnt skömmu seinna, 8-8, en Vikingunum tókst að ná 2 marka forskoti fyrir hálfleik, 11-9. Arni og Steinar skoruðu siðan 2 fyrstu mörk seinni hálfleiks fyrir Viking, 14-10. „Þá er þessi leikur búinn,” skaut landsliðsþjálfarinn Jóhann Ingi að undirrituðum. Yfirburðir Vikinganna jukust enn, 17-12, 21-14 og þegar upp var staðið hafði Vikingur unnið stór- sigur, 25-17. Haukarnir reyndu nú leikkerfi i þessum leik og tókst framkvæmd þeirra bærilega framanaf. Siðan fór að bera mjög á ýmsum mis- fellum og^voru sumir leikmanna með hugann svo rigbundinn við „kerfiil”áð þeir gleymdu að gripa boltann. Þá fannst mér það koma mikiö niöur á leik þeirra að Andrés Kristjánsson, sá harð- skeytti linumaður, var látinn leika fyrir utan. Vikingarnir léku mjög vel að þessu sinni, einkum var skemmtilegt að sjá til þeirra i seinni hálfleik þegar yfirburða- stöðunni var náð. Kerfisbundinn leikur þeirra býður oft upp á mun fleiri möguleika en „kerfið” eitt segir til um. Þegar lið er farið að geta nýtt sér þá möguleika má segja að það sé oröið illsigrandi, einkum ef varnarleikurinn er i góðu lagi, eins og hjá Vikingum. I annars jöfnu liði Vikings bar mest á Arna, Steinari og Þorbergi. Mörk Vikinganna skoruðu: Steinar 7, Arni 6/4, Þorbergur 4/1, Páll 3, Ólafur 2, Erlendur 1, Sigurður 1 og Guðmundur 1. Fyrir Hauka skoruðu: Hörður 6/4, Stefán 2, Sigurgeir 2, Andrés 2, Arni 3, Þorgeir 1 og Ingimar 1. Sigurkarfan skoruð á síðustu sekúndunni Þegar UMFN sigraði Val 88:87 1 úrvalsdeildinni Kristján Agústsson, Val.. var hreint óstöðvandi i Njarðvik á laugardaginn og skoraði 30 stig. „Ég var i mjög góðu færi undir körfunni þegar boltinn barst til min og það var ekki miklum vandkvæðum bundið að biaka boltanum i körfuna. Um leið og knötturinn hafnaði þar gall við merki þess að leiknum væri lokið,” sagði Gunnar Þorvarðar- son Njarðvikingur eftir sigurleik UMFN gegn Vai á iaugardaginn, 88-87. Mikil rekistefna varð siöan út af þvi hvort karfan sem Gunnar skoraði i lokin væri gild eöa ekki. Það tók dómarana, Sigurð Val og Þráin, rúmar 15 min, að kveða upp úrskurð sinn. Þegar hann loksins kom var hann á þá lund að karfan skyldi gilda og þar með sigur UMFN. Leikur liðanna var nokkuð sveiflukenndur i fyrri hálf- leiknum. UMFN tók forystuna 16- 10, en Valur var ekki lengi að jafna og komast yfir 22-16. Njarðvikingar náðu undirtökunum enn, 33-32 og 37-36, en Valur hafði yfir i hálfleik 46-41. Yfirburðir Valsmenna héldu áfram að aukast i seinni hálfleiknum og munurinn varð mestur 13 stig 60-47. Þá byrjuðu Njarðvikingarnir að saxa smátt og smátt á forskotið, 70-67 og á 18. min höfðu þeir jafnað, 78-78. Valur náði forystunni aftur, 84-78 og 87-82. Þá voru 48 sek til leiksloka. Jónas og Guðsteinn skoruðu siðan fyrir UMFN, 87-86. Valsmenn misstu boltann vegna stifrar pressu UMFN og á siðustu sekúndunni tókst Njarö- vikingunum aö tryggja sér sigurinn 88-87. Kristján og Torfi voru yfir- burðamenn i liöi Vals, en þeir eins og aðrir leikmenn liðsins léku vel á köflum, en gerðu sig seka um ljótar villur þess á milli. Arni Indriðason átti góðan leik gegn Haukum og skoraði 6 falleg mörk. Gunnar, Guðsteinn og 'l’ed voru atkvæðamestir i liöi UMFN. Stigahæstir Valsmanna voru Kristján 30, Torfi 21 og Dwyer 12. Fyrir UMFN skoruðu mest Ted 33, Gunnar 22 og Guðsteinn 18. Úr einu í annað Öruggur sigur FH FH sigraði HK i hörkuleik i ■ 1. deild handboltans i Hafnar- Ifirði á laugardaginn. Þetta var hörkuleikur i orðsins fyllstu merkingu þvi sumir • leikmanna, áhorfenda og for- Iráðamanna félaganna áttu erfitt með að hemja sig. FH-ingarnir sigruðu 23-17 ■ eftir að staðan hafði verið 11-9 Iþeim i vil i hálfleik. Pétur Ingólfs og Kristján skoruðu 5 mörk hvor fyrir FH, en Ragn- ■ ar 8/6 var markahæstur HK- manna. Valur og Fram sigruðu Tveir leikir voru i 1. deild kvenna um helgina. Valur sigraði FH örugglega 21-17. Valur va’r.yfir i hálfleik 11-9. I hinum leiknum sigraði Fram Viking 18-11, einnig öruggur sigur. Laugdælir á toppnum Laugdælir halda sæti sinu á toppi 1. deildar blakmanna, en um helgina sigruðu þeir Stú- denta 3-1 (14:3, 15:9, 9:15 og 15:9). Stúdentarnir voru aftur á ferðinni kvöldið eftir og töp- uðu þá fyrir Vikingum nokkuð óvænt 2-3 (15:12, 15:10, 11:15, 8:15 og 16:14). Vikingur sigr- aði einnig I kvennaflokki i leik þessara liða 3-2. Liverpool að ná yfirburðastöðu Englandsmeistarar Liver- pool skutust upp á topp ensku l.deildarinnar um helgina eft- ir góðan sigur gegn Totten- ham, 2-1. Terry McDermott _ skoraði bæði mörk Liverpool. ^ A sama tima gerðu Man. Utd. og Crystal Palace jafntefli 1-1 (Swindlehurst-Jordan) og Nott. Forest tókst að tapa á heimavelli gegn hinu slaka liði Bristol 0-1. Úrslit leikja 1. deildar urðu þessi: Arsenal-Everton 2-0 Aston Villa-Stoke 2-1 Bolton-Manchester C 0-1 Derby-Ipswich 0-1 Leeds-WBA 1-0 Liverpool-Tottenham 2-1 Manchester U-Crystal P 1-1 Middlesb-Bristol C 1-0 Norwich-Southampton 2-1 Nott. For.-Brighton 0-1 Wolves-Coventry 0-3 Staða efstu liða 1. deildar er nú þannig: Liverpool 15 8 5 2 32-12 21 ManchUtd 16 8 5 3 20-11 21 Crystal P 16 6 8 2 23-15 20 Nott For 16 8 3 5 26-18 19 KR-UMFN i kvöld Stórleikur verður i úrvals- deildinni i körfuknattleik i kvöld þegar KR og UMFN eig- ast við i Laugardalshöllinni. Leikurinn hefst kl. 20. KR-ingarnir eru með ýmis- legt til skemmtunar auk leiksins t.d. mun Hljómplötu- útgáfan kynna nýjustu is- lensku plötur sinar, 3 fram- boðsgarpar úr hverjum flokki verði heiðursgestir og reyna e.t.v. með sér i vitakeppni. Semsagt, fjör i Höllinni i kvöld. Jóhannes skoraði Jóhannes Eövaldsson skor- aði mark i leik sinum meö Cel- tic um helgina, en þá sigruðu þeir Hibs, 3-0. Arnór og félag- ar hjá Lokeren sigruðu 10-1 i sinum leik um helgina, en Standard gerði jafntefli á úti- velli 1-1. Stórkostlegur lelkur KR færði þeim stórsigur gegn IR „Þegar að lið vinnur eins stóran sigur og við gegn tR-ing- unum er ljóst að góð þjálfun er undirstaðan. Þá er mórailinn hjá okkur frábær, við vinnum saman eins og ein iiðsheild og allir eru virkir,” sagði KR-ingurinn ungi Agúst Llndal sem átti sannkallað- an stórleik þegar KR sigraði ÍR i úrvarsdeildinni I körfuknattleik á sunnudaginn 102-69. Þetta er mesti munur á þessum tveimur stórveldum i leik sem undir- ritaður man eftir. Aðeins var jafnræði með liðun- um rétt i upphafi leiksins, 4-4, en siðan tóku Vesturbæingarnir völdin i sinar hendur smátt og smátt, 10-4, 16-8, 22-14, og 28-22. Þegar hér var komið sögu náðu KR-ingarnir stórglæsilegum leik- kafla, skoruðu hverja körfuna á fætur annarri án svars frá IR og munurinn jókst jafnog þétt, 41-24, 24.1 hálfleik var staðan 49-30 fyrir KR. I seinni hálfleiknum héldu KR- ingarnir yfirburðum sinum án mikillar fyrirhafnar, 55-34, 63-40 ogum miðbik hálfleiksins var allt byrjunarlið þeirra komið útaf, einnig Jón og Jackson. Vara- mennirnir héldu siðan áfram þar sem frá var horfið, 69-48, 78,-54 og 91-68. Undir lokin hljóp mikið kapp i Vesturbæingana, þeir ætluðu sér að ná 100 stigum og það tókst með glæsilegum enda- spretti, 102-69. IR-ingarnir hafa vart i annan tima leikiö verren ijjessum leik. Það var sama hvað þeir reyndu fæst af þvi tókst. Ekki er vafi á þvi að stóran þátt i lélegum leik þeirra áttu vægast sagt furðuleg- ar innáskiptingar, sem virtust fremur miða við aö sem flestir spiluöu heldur en að sterkasta lið- iðléki hverju sinni. Hvað um það, nú er ekkert annað að gera fyrir IR-inga en að setjast niður, ræða málin og sniða siðan agnúana af. Frábær svæðisvörn KR-ing- anna var undirstaða stórsigurs þeirra að þessu sinni. Þar voru allir mjög virkir og menn fljótir að „falla inni” eins og það heitir á fagmálinu. 1 sókninni gekk þeim flest i haginn og var skotanýting- in með eindæmum góð og var nánast sama hver i hlut átti. Jón var samkvæmt venju yfirburða- maður á vellinum, hann hefur sennilega aldrei verið betri. Þá kom mjög á óvart geysigóður leikur Agústar Lindal, hans lang- besti með KR. Allir 10 leikmenn KR skoruðu i leiknum og segir það meira en mörg orð um breiddina i liðinu. Stig IR-inga skoruðu: Jón Jör 18, Mark 17, Kristinn 14, Kolbeinn 8, Guðmundur 6, Erlendur 4 og Stefán 2. Fyrir KR skoruðu: Jón 23, Agúst 19, Geir 12, Garðar 10, Jackson 10, Birgir 8, Arni 8, Gunnar 8, Þröstur 2 og Eirikur 2. P Valsarar sterkari í lokin HeljarmikiII og góður enda- sprettur hjá Valsmönnum færði þeim sigur gegn Frain i 1. deild handboltans um helgina. Framararnir höfðu undirtökin lengst af en misstu af lestinni i iokin og máttu sætta sig við 3 marka tap 16-19. Fram tók forystuna þegar i upphafi leiksins, 4-2 og héldu henni til loka fyrri hálfleiks, 8-4 og 10-7. I seinni hálfleiknum virt- ist allt stefna i sigur Framar- anna, 13-10, en Valsmenn sigu á undir lokin, ásamt þvi að leikur Fram varð fálmkenndari með hverri minútunni sem leið. Þegar upp var staðið að leikslokum höfðu Islandsmeistarar Vals sigr- að með 19 mörkum gegn 16. Markahæstir Valsmanna voru Jón 6, Þorbjörn G. 5/3 og Brynjar 4/1. Andrðs skoraði langflest mörk Framara eöa 7 talsins. Johnson skoraði 71 sdg gegn ÍS Bandariski þjálfarinn Framara í körfuboltanum gerði sér lítið fyrir á laugardaginn og skoraði 71 stig i leik gegn Stúdentum og er það að sjálf- sögðu nýtt stigamet. Fram sigraði i ieiknum 104-92. Framararnir höfðu undirtök- in allan leikinn, 13-2, 54-46 i hálf- leik, 78-67, 90-75 og loks 104-92. Eins og nærri má geta var Johnson yfirburðamaður á vell- inum i þessum leik, en auk hans áttu Simon og Björn M. góðar rispur. I liði IS skaraði enginn verulega framúr. Johnson skoraði 71 stig fyrir Fram og næstur honum kom Simon með 15 stig. Smock var stigahæstur Stúdentanna með 44 stig, Jón skoraði 15 og GIsli 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.