Þjóðviljinn - 20.11.1979, Síða 12

Þjóðviljinn - 20.11.1979, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. nóvember 1979 gerir hvitum kleift aö biöa meö aö koma hvitreita biskupnum á framfæri. Sjálfsagt var 8. — 0-0 þvi eftir 9. 0-0-0 getur svartur ______________ieikiö 9. — d5 eöa jafnvel 9. — Umsjón: Helqi ólafsson Rxd4 10 Bxd4 Be6 o.s.írv.) ----- ——_________ 9, 0-0-0 0-0 Leynimakk í V. -Þýskalandi 4skák Aöur en milUsvæöamdtin i Riga og Rio De Janeiro hðfust geröu keppendur margt til aö þjáifa sig sem best fyrir hinar erfiöu keppn- ir. Tveir af þeim sigurstrang- legri, Hort og Hubnerháöu leyni- legt einvigi I V-Þýskalandi HUbner vann 3 1/2 v. gegn 2 1/2 v. og hvort sem þau úrslit hafa haft slæm áhrif á Hort eöur ei, þá hætti hann viö fyrirhugaöa þátt- töku sina I Riga, sem aö vonum veikti mdtiö mjög. Höbner hélt hinsvegar glaö- hlakkalegurtil Rio, þar sem hann krækti sér i sæti i Áskorenda- keppninni eftir mikinn barning þó. Af úrslitum einvigsins og nokkurra móta má ráöa aö Hort er i öldudal um þessar mundir og hefur engan veginn náö sér á strik eftir aö hann vann Vá.verðlaun á skákmótinu íLone Pine. Slíkt má teljast eölilegt þvi flestir skák- menn eiga viö andstreymi aö striöa einhverntimann á ferli sin- um. HUbner tók forystuna i ein- viginu þegar i staö með sigri I 1. skákinni. 2. skák varð jafntefli en i þeirri 3öu náöi Hort aö jafna metin. Siöan kom jafntefli, þá sigur HUbnersog aö lokum jafn- tefli. 1. skák einvigisins gekk þannig fyrir sig: Hvitt: Robert HUbner Svart: Vlastimil Hort Sikileyjarvörn 1. e4-c5 2. Rf 3-d6 4. d4-cxd4 4. Rxd4-Rf6 5. Rc3-g6 6. Be3-Bg7 7. f3-Rc6 8. Dd2-Bd7?! (Þessi vixlun á hinni heföbundnu leikiaröö á ekki viöi'bessari stööu þvi einmitt þessi biskupsleikur 10. h4-Hc8 11. g4-Da5 12. Kbl (Þaö munar aö sjálfsögöu ansi miklu fyrir hvitan aö þurfa ekki aöþvælastmeöbiskupinn á fl út á c4 eins og venjan er i þessu ’afbrigöi) 12. .. Hfd8 13. Rb3-Dc7 14. h5-Be6 15. hxg6-fxg6 16. Bh3-Rd7 17. Rd5-Bxd5 18. Dxd5 + -Kh8 19. C3-RÍ8 20. f4-e6 21. Db5-b6 22. g5-Ra5 23. f5-Rc4 24. Bcl-a6 25. Dxa6-Dc6 26. Bfl! -exf5 (En ekki 26. — Dxe4+ 27. Bd3 o.s.frv.) 27. Dxc4-Dxc4 28. Bxc4-Hxc4 29. exf5-gxf5 30 Hhf 1 (Vinnur peö. Staða svarts veröur vonlausari með hverjum leikn- um. Skyldi þaö eitthvaö hafa aö gera meö vfxlunina á leikjaröð- inni.) 30. .. Be5 31. Hxf5-Re6 32. Hf7-Hg8 33. Hb7-Rxg5 34. Hh 1 !-Hg4 35. Bxg5-H8xg5 36. Hhxh7+-Kg8 37. Hhd7-Hgl + 38. Rcl-Bg7 39. Hd8+-Bf8 40. Hbb8-Hfl 41. a3! — Hort gafst upp. Eftir aö kóng- urinn hviti kemst i skjól á a2 er aöstaöa svarts vonlaus. Einvígi hatursins endurtekid? A laugardag var dregiö um þaö hverjir tefla saman i fyrstu um- ferö áskorendaeinvigjanna. Friörik ólafsson forseti FIDE sá um dráttinn i Amsterdam. Mesta athygli vaktiaö þeir Petrosjanog Kortsnojlenda saman, en eins og menn rekur eflaust minni til tefldu þeireinnig saman I siöustu áskorendakeppni og var sú viöur- eign kölluö „einvigi hatursins”. Aö ööru leyti - fór drátturinn þannig: Tal teflir viö Poluga jevsky, Portisch viö Spassky, Adorjan viö HUbner, 1 undanúrslitum teflir sigur- vegarinn úr einvigi Tal-Polugajevsky viö sigurvegar- ann Ur Kortsnoj-Petrosjan. Sigurvegarinn úr Spassky-Portisch mætir sigur- vegaranum úr Adorjan-Hflbner. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar, einnig viðgerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simi 41070 Blikkiöjan Ásgaröi 7/ Garðabæ önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum fost verötilboö SIMI 53468 Vaxtagreiöslur Iönaðardeildar SÍS fyrstu 9 mánuöi ársins voru 40% af upphæö greiddra vinnu- launa. V axtagreiðslur hækka um 85%milli ára Flestum mun Ijóst orðiö hvaö hávaxtastefnan sem fylgt hefur veriö hérlendis undanfariö hefur valdið framleiðslufyrirtækjunum stórkostlegum erfiöleikum. Þetta á ekki sist viö um þau fyrirtæki, sem framleiöa til útflutnings og þurfa aö standa undir verulega þungri vaxtabyröi á sama tima og þau þurfa aö keppa viö erlend fyrirtæki, sem búa við fjár- magnskostnaö, sem ekki er nema brot af þvi, sem islensku fyrir- tækin þurfa að taka á sig. Samkvæmt upplýsingum Hjartar Efríkssonar, framkvstj. Iðnaöardeildar SÍS nema vaxta- greiöslur deildarinnar fyrstu 9 mánuöi þessa árs — aö frátöld- um sameignarfyrirtækjum — 730 milj. kr. A sama timabili í fyrra voru vextirnir 396 milj. kr. Nem- ur hækkunin milli ára þannig hvorki meira né minna en nær 85%. Kvaö Hjörtur þetta vera orðinn gifurlegan þungan bagga á rekstri deildarinnar og til saman- buröar mætti geta þess, aö á fyrstu 9 mánuöum þessa árs hefðu launagreiðslur deildarinn- ar verið 1887 milj. og heildarsala hennar 6430 milj. kr. Þaö, sem af er árinu, eru vextirnir þvi orönir nær 40% af þeirri upphæð, sem deildin hefur greitt starfsfólki i vinnulaun. Hjörtur kvaö þaö skoöun sina, aö ein út af fyrir sig véeri há- vaxtastefnan vonlaust tæki til að lækna verðbólguna, hún væri þvert á móti verðbólguhvetjandi ef ekki kæmu fleiri aögeröir til. Hjá Iönaöardeild heföi þessi vaxtabaggi þau áhrif, ásamt öör- um innlendum kostnaöarliðum, sem sifellt væru aö hækka af völdum veröbólgunnar, einkum þjónustu, vinnulaunum og hrá- efni, aö svo liti nú út sem iðn- rekstur ætti ekki lengur neina starfsmöguleika hér á landi viö rikjandi aöstæöur. Hann kvaö þaö útilokaö aö láta endana ná saman á meöan forsendurnar fyrir þess- um rekstri væru eins slæmar og þær væru nú orönar og i reynd væri veriö að brjóta niöur fyrir- tækin meö þvi stefnuleysi sem rikti i þessum málum og setja all- an rekstrargrundvöll þeirra i framtiöinni i stórhættu. — mhg Umsjón: Magnús H. Gislason 22%fram- leidslu- aukning hjá Sambands- frystihúsunum Dalvík: Frá áramdtum til miös oktdbermánaöar jdkst fram- leiösla á frystum boifiski hjá Sambandsfrystihúsunum um 20% og framleiösla allra frystra afuröa um 22% miðað viö sama timabil s.I. ár, aö þvl er segir I Sambandsfréttum. Framleiösla húsanna af bolfiski var 26.980 lestir á þessu timabili en framleiöslan á öllum frystum afuröum 29.390 lestir. Aö þvi er varöar bolfiskfram- leiösluna þá jókst hún hjá frysti- húsum I öllum landsfjóröungum en mest þó á Austurlandi eöa um 35% en slðan kom Suö- vesturland meö 27% aukningu. —mhg. Fundur um jafnréttismál Hinn 2. nóv. var ahidinn aö Dalvik fundur um jafnréttis- mál, aö þvl er Norðurland segir okkur. Fundarboöun var meö þeim hætti, aö konur einar voru hvattar til aö mæta. Þær f jdrar konur, sem aö fundinum stdöu töldu eðlilegt, aö kvenfdlkiö ræddist viö dtruflaö af karlpen- ingnum, svona i fyrstu lotu. Soffia Guðmundsdóttir, bæjarfulltrUi á Akureyri, var gestur fundarins og flutti þar erindi sem m.a. fjallaði um þrdun jafnréttisbaráttunnar undanfarin ár. Siöan hófust frjálsar umræöur. Kom svo fljótlega máli fundarmanna aö kjör verkakvenna urðu aðalum- ræðuefniö. Var þess aö vænta meö hliðsjón af þvi, að 1. nóv. hófst vinna i frystihúsi KEA á Dalvik eftir 3ja mánaöa stööv- un, sem varö vegna breytinga á húsinu. Viö þær fengu karl- mennirnir vinnu en konunum visaö á atvinnuleysisbæturnar. „Þetta er bæöi gömul saga og ný”, segir i Noröurlandi. Og hlaðiö heldur áfram: „Konan er nefniiega ekki fyrirvinna. (Hvaö skyldi hún gera viö kaup- iö sitt?) Þá er furðulegur mis- múnur á bótarétti karla og kvenna, þar sem karlar eru ávallt taldir fyrirvinnur, en konur ekki,nema eiginmaöurinn sé nánast aumingi”. Svo fór, aö iitill timi reyndist afgangs til umræöna um önnur þau mál, sem ástæöa væri þó til aö fjalla um á slikum fundi. En þær 20konur,sem fundinn sátu, hafa ekki hugsaö sér aö láta hann veröa þann fyrsta og siö- asta. „Af nógu er aö taka”, segja þær. sj/mhg Uthlutun úr Menningarsj. KHB A siöasta aöalfundi Kaupfélags Héraösbúa var sú breyting gerö á fyrirkomulagi úthlutunar úr Menningarsjóöi félagsins, aö stjórn félagsins var faliö aö ráöstafa fé úr sjóönum. Fundurinn lagöi til sjóösins, af tekjuafgangi ársins 1978hálfa aöra milj. kr. Stjórnin úthlutaöi siöan fé úr sjóönum til eftirgreindra aöila: Til Ungmenna- og Iþrótta- sambands Austurlands klr. 150 þús. Til Hjaltastaðarkirkju kr. 250þús. Til Rögnvaldar Erlingssonar, viöurkenning vegna frumsýn- ingar á leikritinu Sunneva og sonur ráösmannsins kr. 300 þús. -mhg. Námskeið Samvinmiskólans Um þessar mundir hafa kennarar Samvinnuskdlans veriö aö halda námskeiö fyrir starfsfólk samvinnufélaganna víðsvegar um landiö. Aö jafnaöi eru haldin 1—2 námskeiö á viku og eru þaö fyrst og fremst al- menn verslunarnámskeið fyrir afgreiöslufólk. Fleiri námskeiö eru á döfinni, m.a. er fyrirhug- aö tveggja daga námskeiö i skiltagerö i Bifröst nú um miöj- an nóv. Komiö er út litprentaö veggspjald meö upplýsingum um þau námskeiö, sem Sam- vinnuskólinn hefur aö bjóða. Hefur þvi veriö dreift á vinnu- staöi samvinnufélaganna viös- vegar um landiö. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.