Þjóðviljinn - 20.11.1979, Side 15

Þjóðviljinn - 20.11.1979, Side 15
Þriðjudagur 20. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Didier Haudepin i hlutverki sinu i „Hefndin gleymir engum”. Hefndin gleymir engum Jean Marin heldur áfram að hefna sín á þeim sem hann tel- ur eiga sök á dauða unnustu sinnar, i franska sakamála- flokknum „Hefndin gleymir engum”, sem er á skerminum i kvöld. 1 öðrum þætti, sem sýndur var fyrir viku, sagði frá þeim Trincant-hjónum. Karlinn hafði haldið framhjá. Þegar hann hætti þvi kom viðhaldið óboðið i veislu heim til hjón- anna og þvingaði Trincant til að skrifa ávisun. Seinna fór hann heim til vinkonunnar, en Sjónvarp kl. 22.35 þá hafði hún verið myrt. Þar- með var karlinn lentur i klandri miklu, en Jean Marin hafði hefnt sin. Nú eru eftir þrir af þeim fimm, sem voru farþegar i flugvélinni foröum. — ih TÓNLIST FRÁ VÍETNAM Askell Másson hefur um nokkurt skeið verið með þætti i útvarpinu sem nefnast Þjóðleg tónlist frá ýmsum töndum. t kvöld verður útvarpað fyrri þættinum af tveimur um tónlist frá Vietnain. Þjóðleg tónlist i Vietnam er gifurlega fjölbreytt, sagði Askell. Þar ber aöallega á einkennum frá tónlist Kinverja, en einnig er þar að finna sterk áhrif frá tón- listJapana, Kóreumanna, Mongóla og Indverja. I Vietnam hafa þróast mjög merkileg afbrigði af hljóð- færum sem tfðkast i öllum þessum löndum, og kynni ég nokkur þeirra i þættinum. 1 þessum fyrri þætti mun ég aðallega fjalla um hirðtónlist Vietnama, ásamt sigildri leik- hústónlist þeirra, en báðar þessar tegundir tónlistar eru að hverfa, og eru mjög litiö iökaðar i Vietnam i dag. 1 siðari þættinum mun ég svo f jalla um alþýðutónlist og sigilda tónlist. Þess má geta, að tónlist i Vietnam má skipta gróflega i þrjá hluta: Alþýðu- tónlist, sigilda tónlist og hirð- tónlist. Þessar þrjár tegundir tónlistar skiptast, siðan i mjög margar greinar, svo sem • * < Askell Másson kynnir tónlist frá Vietnam. Útvarp kl. 22.15 sorgartónlist, skemmtitónlist og leikhústónlist, svo eitthvað sé nefnt, sagði Askell að lok- um. — ih Þjarmað að f ramb j óðendum Nú er að færast hiti i leikinn, enda nálgast kosningarnar óð- fluga. í kvöld og annað kvöld leggja franibjóðendur undir sig skerminn i þáttunum „Setið fyrir svörum” sem ómar Itagnarsson stjórnar. — Ég er eiginlega bara varðhundur þarna — sagði Ómar. — Ég á að sjá um að öllum sé gert jafnhátt undir höföi, allir fái jafnlangan tima og að spurningarnar séu spurningar, en ekki ræður. Nöfnum þeirra, sem þátt taka i umræðunum, verður haldið leyndum fram á siðustu stund. 1 kvöld verða það full- trúar Alþýðubandalagsins og Sjónvarp kl. 20.35 Alþýðuflokks, en annað kvöld fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsókni'r. Talsmenn hvers flokks sitja íyrir svörum i 30 minútur, en spyrjendur verða til nefndir af andstöðuflokkum þeirra. Aðeins talsmenn þeirra fjögurra lista, sem bornir eru fram i ölium kjör- dæmum, fá að vera með i þessum spurningaleikjum. — ih Hringið í síma 8 13 33 kl 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík. frá lesendum Snúumst gegn leiftursókní r „Þegar aðrir þenja kjaft, þá vil ég tala lika” — sagði Káinn forðum, og sama hugsa ég og fleiri hinir gömlu gigtarskrokk- ar. Nú i háskammdeginu er geng- ið til Alþingiskosninga, en á meðan lafir við völd vesæl lepp- stjórn ihaldsins og undirbýr jarðveginn i þeirri von að það fái völdin, en „ekki er nú sopið kálið þótt i ausuna sé komið.” En vera mætti að von sú brygð- ist, ef þjóðin heföi vit á að forða sér frá þeim háska. thaldiö var eitt sinn við stjórnvölinn nær þvi 3 kjörtima- bil og hafði kratana sem hækju og gaf sjálfu sér hið virðulega nafn „viðreisnarstjórn”. Ekki fékk sú stjórn svo nauman tima að hún gæti ekki bætt eitthvað úr þvi sem aflaga fór. En hver var svo viöskilnaðurinn? Skuldasöfnun fram úr öllu hófi, fólksflótti i stórum sil og atvinnuleysi sem mest mátti verða. Ekki efast ég um að menn hafi tekið eftir hvernig málflutningur aðalmálgagns ihaldsins, Morgunblaðsins, hef- ur verið. t hvert sinn er það lendir i stjórnar andstöðu er það orðið svo eldheitt verka- lýðsblað sem mest má vera, en sé það i stjórnarandstöðu kveð- ur við annan tón. Þá skal skór- inn ofanaf verkalýðnum og hann plokkaður sem mest má verða. Er hægt að vera falskari en þetta? Ekki skal ég trúa þvi fyrr en ég tek á, að aldraö fólk og ör- yrkjar séu búnir að gleyma þeirri kjarabót sem Alþýðu- bandalagið veitti okkur undir forystu Magnúsar Kjartansson- ar, sem þá var tryggingamála- ráðherra, og við fáum aldrei fullþakkað. Hinir svonefndu vasapening- ar okkar voru greiddir siðast i september og voru þá 40.800 krónur. Þetta er að visu mikil upphæö, en dýrtiðin er mikil og við þurfum nú bæði föt og skó á meðan við höfum fótaferð og upphæð þessi á að endast i 3 mánuði og þarf allrar aögátar með ef duga skal eftir þvi veröi sem á öllu er og hrekkur tæpast til, þeim sem tóbaks neyta þó litið sé. Nú hefur bæði heyrst og sést að uppvakningar ihaldsins væru farnir að boða leiftursókn gegn lifskjörum manna um munu það vera verkalýður, aldraöir og ör- yrkjar sem sókn þeirri verður harðast beitt gegn ef að vanda lætur. Ekki má styggja hina riku, þá getur fylgið veriö i voða. Gegn leiftursókn þessari verður fólkið að snúast með öfl- ugri gagnsókn svo að drauga- fylkingunni verði makleg ráðn- ing veitt, svo að munaö verði lengi. Þeir hafa aldrei ferið tal- in nein þjóðarprýði. Og þaö get- um við gert meö þvi einu aö efla af öllum mætti Alþýðubanda- lagið á komandi kjördegi þó kaldur vetur blási. Fram til sig- urs, félagar allir! Hveragerði 15.-ll.-’79 Gamli Við njótum betur þess sem við skiljum „Þjóðviljalesandi og sannur sósialisti” skrifaði sl. laugardag i dálkinn athugasemd við orðaiag lnghásá iþróttasiðu þar sem hann talur um „fimleika- langhunda sjónvarpsins”. Vil ég taka undir með honum, að svo sannarlega er ekki ástæða til að atyrðast út i þaö, þá sjaldan að eitthvað annað er sýnt i iþrótta- þáttum sjónvarpsins en þessi eilifi fótbolti, handbolti og körfubolti. Einmitt iþróttir eins og fimleikar, listhlaup á skautum og fleira þessu skylt höfða mjög til almennings sem sýningar- atriði og eru enda þakkarvert sjónvarpsefni og vinsælt mjög viða um lönd. En þegar IngH svarar þvi til, að hann og margir aðrir séu orönir leiðir á að sitja yfir stöðluöum æfingum fimleikamanna hefur hann mikiö til sina máls. En þar er fyrst og fremst við stjórnendur islensku sjónvarpsþáttanna að sakast, sem ekki láta fylgja myndunum neinar skýringar, þannig að allflestir islenskir sjónvarpsahorfendur hafa litla hugmynd um hvaö er verið að gera, þótt margt af þvi sem sýnt er sé augnayndi. Aðrar stöö ;ar láta þetta ekki henda. Þar er útskýrt hvað fram fer og fólk lærir að gera greinarmun á þvi sem vel er gert og þvi sem miöur fer. Eins þekkir það umferð skylduæfinga (staðlaðra) og frjálsu umferðina, þar sem vissulega þurfa að koma fyrir ákveönar listir, en iþróttamaöurinn byggir upp röðina og „sýninguna” eftir eigin höfði (og þjálfara sins) oft við tónlist sem hann velur sér. Þetta á lika við um listskautalþróttina, sem allir hafa gaman af að sjá, en hefðu enn meiri ánægju af ef þeir fengju skýringar og lærðu smámsaman sjálfir að gera upp á milli keppenda. Astæðan fyrir að handbolti og fótbolti njóta vinsælda sem sjónvarpsefni er m.a. hve margir skilja hvað þar er að gerast. Sama gildir um aðrar greinar, en þar hefur sjónvarpið brugðist uppfræðsluskyldu sinni. -vh. Margrét Guðmundsdóttir leikari varð fyrir barðinu á okkur á laug- ardaginn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.