Þjóðviljinn - 20.11.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.11.1979, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN ÞriDjudagur 20. nóvember 1979 —— r Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. Q'l Kvöldsími Oi JjJ er 81348 - Forsmekkur aö vetrarkosningum: Komust ekki á framboðs- fundinn Frambjóöendur eru nú farnir aö fá forsmekkinn af þvi hvernig vetrarkosningar geta oröiö ef veöurguöirnir eru landsmönnum ekki hliöhollir. A laugardags- kvöld uröu menn i Borgarfiröi eystra af framboösfundi vegna þess aö frambjóöendur komust ekki á áfangastaö. Sr. Sverrir Haraldsson, sóknar- prestur þar eystra, sagöi i sam- tali viö Þjóöviljann i gær aö fram- bjóöendur heföu lagt af staö frá Egilsstööum, en er þeir komu i Unaós bilaöi ýtan sem átti aö ryöja þeim braut. Sverrir Her- mannsson, einn ákafasti talsmaö- ur vetrarkosninga, gafst þá strax upp og snéri viö. Frambjóöendur Alþýöubandalagsins komust tölu- vert áleiöis upp i Vatnsskarö áöur en þeir uröu aö snúa til baka, en frambjóöendur Framsóknar- flokksins komust alla leiö upp á skaröiö og áttu þá aöeins hálfs- annars tima göngu á áfangastaö, en kusu aö snúa viö. Engum sögum fer hins vegar af Bjarna Guönasyni, frambjóöanda Alþýöuflokksins, og telja illar tungur þar eystra aö hann hafi oröiö úti i skaröinu. t _ Sr. Sverrir sagöi i samtalinu aö frambjóöendurnir heföu átt kost á að komast meö varöskipi frá Seyöisfiröi, en ekki treyst sér meö þvi vegna slæmrar veöurspár. — GFr. Bruni á Siglufirði t gærmorgun um kl. 6.30 varö þess vart aö eldur var laus I gömlu timburhúsi aö Hvanna- braut 29 á Siglufiröi. Hús þetta stóö autt en var veriö aö stand- setja þaö. Aö sögn lögreglunnar á Siglu- firöi skemmdist húsiö mikiö aö innan en greiölega gekk þó aö slökkva eldinn eftir aö hans varö vart. Alitiö er aö hann hafi veriö lengi búinn aö vera f húsinu þegar rúöur tóku að springa og fólk tók eftir þessu. t fyrrakvöld voru eig- endur hússins, stöövarstjóri Pósts og sima og kona hans, aö brenna einhverju rusli i húsinu og er álitið aö rör hafi ofhitnaö og eldurinn kviknaö af þvl. HUs þetta var flutt frá Danmörku 1919 og kallaö gamli skólastjórabú- staöurinn. —GFr 1 ■ I j Alþingiskosningarnar 2. og 3. des.: \Um 15.000 á röngum \ | stað í kjörskránni \ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I t alþingiskosningunum 2. og 3. desember n.k. veröur kjörskrá- in miöuö viö manntal 1. desem- ber 1978 en á þvl eina ári sem frá þvi er liöiö má ætia aö um 15 þúsund manns hafi skipt um heimilisfang og þetta fólk getur ekki kært sig inn á kjörskrá meö sitt rétta núverandi heimilis- fang og veröur þvi ýmist aö kjósautan kjörstaöar eöa fara á kjörfund á þeim staö sem gamla heimilisfangiö er. Hér er annaöhvort um aö ræöa aö fólk hafi fhitt sig innan kjördæmis eöa milli kjördæma. Sá sem hefur t.d. á þessu ári flutt frá Hafnarfirði til Reykja- vikur veröur annaöhvort aö kjósa I Hafnarfiröi eöa utan kjörstaöar hér i Reykjavlk. Sá sem hefur flutt úr Vesturbænum t.d. um slðustu áramót I Breiö- holt veröur að fara á kjörstaö I Vesturbænum. Þar sem allra veöra von er I byrjun desember eru þeir kjós- endur sem flutt hafa á árinu milli f jarlægra staöa hvattir til aö kjósa utan kjörfundar sem allra fyrst til aö vera öruggir um aö atkvæöi þeirra komist á áfangastað á réttum tima. Þeir sem kjósa utan kjörstaöar á kjördag og þurfa aö koma at- kvæöi sinu t.d. frá Reykjavlk til tsafjaröar eöa Neskaupstaöar, svo aö dæmi sé nefnt, geta ekki veriö öruggir um aö atkvæöi þeirra komist á talningarstaö tlmanlega. —GFr Soffanías Cecilsson útgerðarmaður á Grundarfirði: „Mun halda áfram að berjast við kerfið” — Ég er ekkert hættur og mun halda áfram aö berjast viö kerfiö, sagöi Soffanias Cecilsson útgm. á Grundarfiröi i viötali viö Þjóöviljann I gærkvöld eftir aö hafa verið dæmdur I 1200 þús. króna sekt og skipstjórinn á Grundfirðingi II., Björn Asgeirs- son, f 600 þúsund. Þaö var sýslufulltrúinn I Stykkishólmi sem kvaö upp dóm- inn i máli ákæruvaldsins gegn þeim Söffanlasi og Birni vegna hörpudiskveiöa og vinnslu sem þeir hafa stundað án heimildar, einsog rakiö hefur veriö I Þjóöviljanum. Báöum var auk þess gert aö greiöa málskostnaö. Þeir tóku sér frest til aö áfrýja málinu til hæstaréttar aö höföu samráöi viö lögmenn slna. Björn kvaöst ekki tilbúinn aö úttala sig um máliö I gærkvöld, en Soffanias sagði að veriö væri aö beita þá Grundfiröinga misrétti á röngum forsendum. Taldi hann, aö ráöuneytiö sjálft væri a.m.k. tvisvar búiö aö brjóta þau lög sem þeir væru nú dæmdir eftir, ann- arsvegar meö aö láta ekki stofn- fjársjóöi fiskiðnaöarins vita um synjun vinnsluleyfis og hinsvegar meö aö veita fyrstum allra leyfi aö nýju aöilum i Stykkishólmi, sem heföu brotiö af sér varöandi veiöarnarsl. ár.Þá sagöi hannþaö ófyrirgefanleg vinnubrögö aö ansa ekki I 10 mánuöi beiöni um leyfi og heföi ekki veriö hægt ann- aö en taka þá þögn sem samþykki. — Það eru ötul öfl sem styöja okkur I þessu máli, sagöi Sóffanias aö lokum, og viö mun- um halda áfram aö berjast fyrir sjálfsögöum rétti okkar Grund- fyröinga til auöæva Breiöafjarö- ar. —vh Hreppsnefndin í Grundarfirði: Mælir með rækjuleyfi 1 gær var haldinn fundur hreppsnefndar Eyrarsveitar i Grundarfirði, þar sem hrepps- nefndin tók fyrir þá deilu sem Soffanias Cecilsson hefur átt viö sjávarútvegsráðherra undanfariö um skelfiskveiöar I Breiöafirði. 1 samþykkt hreppsnefndar segir m.a. aö hún vilji aö þvl ástandi sem nú rikir í þessu máli ljúki sem fyrst og aö nefndin vilji beita sér fyrir farsælli lausn málsins. Leggur hreppsnefndin til að Soffaniasi veröi gert kleift aö nýta þann tækjabúnaö sem fyrir er og aö þaö veröi best gert með þvi aö veita honum leyfi til rækjuveiöa. Hér sé um hags- munamál Grundfiröinga aö ræöa sem þarfnist skjótrar úrlausnar. Heitir hreppsnefndin þvl aö vinna aö framgangi þessa máls viö sjávarútvegsráöherra á þessum grundvelli. Þá er lagt til I tillögunni, aö skelfiskstofninn á Breiðafiröi veröi rannsakaöur betur og aö Grundfiröingar fái hlutdeild úr skelf iskstof ninum. Guðmundur Ósvaldsson, sveitarstjóri I Grundarfiröi var aö þvi spuröur hvers vegna hreppsnefndin heföi mælt með rækjuveiöileyfi til handa Soffaniasi en ekki skelfiskveiöi- leyfi. Sagöi hann ekki hægt aö mæla meö skelfiskveiöileyfi nú, þar sem sá kvóti sem leyföur var viö veiöarnir væri nú þegar orðinn fullur. Aftur á móti væri Söffanias meö tæki fyrir 70 miljónir kr. sem hægt er aö nýta viö rækjuvinnslu. — S.dór. Ragnar Arnalds: Framlagiö til Veöurstofunnar var samþykkt. A ukajjárveiting til Veðurstofunnar Var afgreidd í stjórninni Sighvatur veður reyk segir Ragnar A rnalds „Þaö eru hreinar llnur aö allir ráðherrar fyrrverandi rlkis- stjórnar höföu samþykkt auka- fjárveitingu til Veöurstofunnar vegna bættrar veöurfregnaþjón- ustu fyrir sjómenn og frá málinu haföi verið gengiö einum til tveimur mánuöum áöur en stjórnin fór frá, þótt bréfiö til Veðurstofunnar væri ekki sent fyrr en undir þaö siöasta,” sagöi Ragnar Arnalds I samtali viö blaöiö vegna þeirra dylgna Sig- hvatar Björgvinssonar fjármála- ráöherra, aö hvergi fyndist stafur fyrir þvi I fjármálaráðuneytinu aö aukafjárveiting þessi heföi verið staöfest. „Þessi mál voru rædd I rikis- stjórninni oftar en einu sinni I tengslum viö önnur réttindamál sjómanna. Og ég er sannfæröur um aö ólafur Jóhannesson er reiöubúinn til þess aö staöfesta aö frá málinu hafi veriö gengiö. Þaö hljóta því aö hafa oröiö einhver mistök hjá þeim I fjármálaráðu- neytinu úr því aö þeir finna þar engan papplr uppá aö rikisstjórn- inhafi samþykkt 30 miljón króna aukafjárveitingu. Annars er þaö meö ólikindum aö ráöherrar Al- þýöuflokksins skuli ekki telja sig hafa annað betra viö tlmann aö gera en aö þyrla upp auglýsinga- moldviöri I kringum sig og reyna að gera sinn hlut sem bestan I öll- um málum. Þeir gera sig hlægi- lega á þvl að vera stööugt aö vaöa reyk þar sem enginn eldur er undir,” sagöi Ragnar Arnalds aö lokum. — ekh. Guðmundur H. í „ljónagryfjunni” Ég var sá eini sem þorði að koma hingað Guömundur H. Garöarsson, frambjóöandi Sjálfstæöisflokks- ins f Reykjavlk og „óvinur” Rikisútvarpsins númer eitt mætti i matartlma starfsfólks útvarps- ins i gær, til aö greina frá stefnu- miöun Sjálfstæöisflokksins og þá ekki siöur hugmyndum sinum um „frjálst” útvarp, en Guðmundur hefur veriö haröastur talsmaöur þess aö útvarpsrckstur yröi gef- inn laus og öllum heimill hér á landi. Guömundur gat þess I upphafi aö hann hafi veriö eini frambjóöandi Sjálfstæöisflokks- ins I Reykjavik sem þoröi og vildi koma á þennan fund. Ahugi starfsfólks útvarpsins var mjög litill greinilega á málflutningi Guömundar, þvi aöeins 15 til 20 manns sat hann, nokkuö rokkandi hve margir voru inni hverju sinni. Aö lokinni framsöguræöu Guömundar var beöiö um fyrir- spurnir og tóku þrír aöilar til máls. Höröur Vilhjálmsson fjár- málastjóri útvarpsins tókfyrstur til máls og benti Guömundi á 3. gr. útvarpslaganna, þar sem þess er getiö aö Rlkisútvarpiö sé frjálst og óháö og beri aö gæta fyllstu óhlutdrægni I málflutningi. Guömundur sagöi útvarpiö bundiö á klafa stjórnmálaflokk- anna meö tilvist flokksskipaös útvarpsráös. Hann lýsti því aftur á móti yfir aö hann vildi efla Rlkisútvarpiö sem allra mest samfara þvi aö leyfa aörar stöövar. Pétur Pétursson þulur tók undir meö Guömundi og kvaö útvarpiö ekki frjálst. Þaö kæmi alltaf I ljós þegar i odda skærist og minntist I þvl sambandi deilunnar innan BSRB sl. vor. Loks spuröist Hermann Gunnarsson fréttamaöur fyrir um hvaö Sjálfstfl. ætlaöi aö gera til aö koma I veg fyrir skattsvik og fékk hann fá svör og loöin, nema hvaö skattsvik væru ljótur leikur. _ s.dór Dregið í Happdrætti Þjóðviljans 1. des. — Gerið skfl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.