Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 7
Sunnudagur 6. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 //Erfingi Patricks" eftir K. M. Payton. Mál og Menning 1979 Þýöandi: Silja Aöalsteinsdúttir. Verö: 5.915 kr. (alm.) 5.025 kr. (fél.) ,,Erfingi Patricks" er þriðja og síðasta bókin í bókaflokknum um Pat- rick Pennington. Áður eru út komnar bækurnar „Sautjánda sumar Pat- ricks" og „Patrick og Rut". Silja Aðalsteins- dóttir hefur flutt allar bækurnar sem fram- haldssögur í útvarpi. Daníel Þorsteinsson, 16 ára, Neskaupstað: Peningar og sambönd sem gilda Bókin fjallar um tvitugan pi- anóleikara, Patrick Penning- ton, kallaður Pat, og sameigin- lega erfiðleika hans og Rutar, 17 ára konu hans. Rut verður ólétt, og þau giftast eftir mikið þóf við foreldra Rutar. Þeim, foreldr- unum, var illa við Pat, þvi hann hafði lent i fangelsi skömmu áður fyrir að lemja lögregluþjón i rot. Var hann þar með stimpl- aður glæpamaður. Einnig koma við sögu prófessor Jón Hamp- ton, sem I byrjun bókarinnar kenndi Pat, en svo urðu þeir ó- sáttir er Rut varð ólétt. Prófess- orinn vildi eiga Pat algjörlega, en hann sætti sig ekki við það; Clarissa sem er ung stúlka sem Pat hafði verið með i fyrri bók- um, —faðir hennar, Julian Car- gill-Smith er gifurlega stórt númer i tónlistarbransanum. UM BÓKINA Umsj Gudr Árnad' Erfingi Patricks eftir K.M. Payton Clarissa skýturhvað eftir annað upp kollinum til þess að reyna að eyðileggja samband Rutar og Pats, beint eða óbeint. Með sinni miklu afbrýöisemi verður hún hálfgerð imynd hins illa, en þó ekki algjör. Pat hlaut mjög slæmt uppeldi, enda flúði hann heimili sitt ung- ur að árum. Uppeldið býr lengi i honum. Kemur það oft berlega i ljós, til dæmis þegar hann þarf að beygja sig fyrir lögreglunni og hann er ásakaöur um eitt- hvað sem hann hefur alls ekki gert. Bók þessi finnst mér mjög skemmtileg aflestrar og alls ekki vera eingöngu unglinga- saga þótt hún fjalli um ung- linga. Einnig tel ég að hún sé ætluð kvenkyninu jafnt sem karlkyninu. Hún fjallar um mikið og sterkt tilfinningalif og er afar skemmtilegt að sjá hvernig höfundi tekst að láta til- finningar ýmissa i ljós án þess að gera söguna væmna á nokk- urn hátt. Sögupersónurnar eru mjög mannlegar að minum dómi. Þarna fyrirfinnast engin algjör ofurmenni (súpermenn) og heldur engir algjörir skratt- ar. Þó svo Clarissa sé slæm þá birtist þarna að minnsta kosti ein góð hlið á henni. Eitt finnst mér sérstætt við þessa bók, og það er hvernig höfundur notar ýmis þekkt tón- skáld og tónverk, t.d. sónötu i h- moll eftir Liszt, mjög erfitt verk sem Pat stöövaðist eitt sinn i á miðjum tónleikum, og var það mikið áfallfyrir hann. Höfundur lýsir ýmsu þessu likt mjög vel, og held ég að fyrir tónlistarfólk, kannski sérstaklega pianóleik- ara.sé þetta skemmtilega skrif- uð bók. Vandamálin i þessari sögu eru mjög eðlileg, þ.e. alls engin gervivandamál, — t.d. vandinn sem Pat og Rut lenda i þegar Rut verður ólétt, húsnæðis- vandamál, og það að verða að komast áfram með þvi að skriða fyrir öðrum. Höfundur lýsir mjög vel sálarstriði Pats þegar hann er að berjast við einhver erfið verk, þarf að æfa og æfa, aftur og aftur, marga tima á dag. Og svo þarf hann að vinna með þessu til þess að sjá fyrir Svanhildur Óskarsd, Bókin er mjög skemmtileg af- lestrar, atburðarásin lipurlega rakin nema á stöku stað þar sem hún dettur niður eins og ég kem að bráðum. Persónum er yfirleitt lýst af raunsæi — þær eru manneskjur meö sina galla og kosti eins og gerist og geng- ur. Undantekning frá þessu er Clarissa, fyrrverandi vinkona Pats. Hún er gerð að algerri grýlu sem varla á nokkuð til nema vonsku þó falleg sé. (Flagð undir fögru skinni). Af þessu finnst mér atburðarásin biða hnekki þar sem Clarissa þessi kemur mikið við sögu. Að öðru leyti er innri gerð bókarinnar nokkuö raunsæ. Persónurnar eru raunverulegar og þó aðstæður séu óvenjulegar lýsir bókin umfram allt erfið- leikum i sambúð og mannlegum samskiptum yfirleitt. Þess vegna eru vandamálin sem tek- in eru til meöferðar kannski Rut og barninu. Þessa bók held ég að maöur geti lesið sem sjálf- stæöa heild, en hún getur lika veriö einhvers konar óbeint framhald af hinum tveimur fyrri bókum. Hún kemur manni til þess aö hugsa um óréttlæti ýmiss konar, t.d. það að Clar- issa fær aö spila hvar sem er og hvenær sem er, en Pat þarf að berjast fyrir þvi ásamt umboðs- manni sinum. Þar eru það pen- ingar og sambönd sem virðast gilda, en ekki hæfileikar. 15 ára, Reykjavík: svipuðþeim sem við glimum við sjálf. Hins vegar sé ég ekki i fljótu bragði neinar niðurstöður höfundar úr þessum pælingum. Lesandanum er látið eftir að svara allmörgum spurningum og boðskapurinn hangir kannski örlitið i lausu lofti. Það sem helst stakk mig við lesturinn er jafnréttispólitikin. Rit þetta béT ekki með sér neinn byltingaranda i þeim efnum nema siður sé. Konan er hér óumdeilanlega sú sem fórnar sér fyrir eigin- manninn og einleikaraframa hans. Ekkert i bókinni bendir til þess að þetta sé óæskilegt eða ó- eðlilegt. Spurningin er hvort sagan hefði ekki verið öðruvisi TAKK FYRIR m Daniel Þorsteinsson Svanhildur óskarsdóttir ef Rut heföi *erið hinn ungi og upprennandi pianisti.... Erfingi Patricks fjallar að mestu um ung hjón. Pianósnill- inginn Pat og eiginkonu hans, Rut. Lýst er hinum miklu stakkaskiptum i lifi þeirra þeg- ar barn kemur til sögunnar og lifsbaráttan hefst fyrir alvöru. Nú er ónefndur still bókarinn- ar sem er bráðfallegur á köfl- um. Þýðingin er mjög góð, svo og frágangur. Þrátt fyrir áður- nefnda hnökra er bókin um- hugsunarverð. Niðurstaðan verður þvi sú, að nokkur ástæða sé til að bjóða Erfingja Patricks velkominn i heiminn. Þakkir til Máls og menningar f yrir bækurnar, Svan- hildar og Daníels fyrir gagnrýnina, og þeirra sem þegar hafa lýstsig reiðubúin að Ijá unglingasíðunni lið í frekari bókmenntapælingum í framtiðinni. Konan fórnar sér fyrir frama eiginmannsins Móðir hvetur til byltingar! Hæ! Þó ég sé vist enginn unglingur lengur (33ja!) þá má ég til meö að hripa ykkur þarna á ungl- ingasiðunni nokkrar linur. Ég má ekki til þess hugsa að þess- ari einu blaösiöu sem ætluö er krökkunum veröi kippt út úr blaðinu. — Ég vil bara hvetja alla kúgaða og ekki kúgaða leiða og hress? .iglinga til þess - að skrifa! Þao þarf varla að vera heilsiðugrein til að vera með. En mér datt nú annað i hug i þessu sambandi, sem er: eru svo margir krakkar sem lesa dagblöðin?? Þarf ekki að auglýsa siðuna sérstaklega?? Lima hana upp á veggi i sjopp- um eða eitthvað svoleiðis? — Þegar ég var á minum erfiðasta aldri leit ég aldrei i dagblað — nema þá til að lita lauslega yfir bi óauglýsingar og tók þá kannski skrýtlurnar með i leið- inni. Þó voru öll blöðin lesin á okkar heimili. Foreldrar minir eru gamlir og ég man ekki eftir þeim öðruvisi. Ég gat aldrei rætt málin við þau Ég held að mamma hafi verið — og sé ennþá — sú alfeimnasta manneskja sem ég hef kynnst — og þó hef ég i raun og veru aldrei kynnst henni miklu meira en i sjón. Þó bjó ég með henni i a.m.k. full 17 ár, minus nokkur sveitasumur og 3 vetur á heima- vist. Það var nú ekki verið að fræöa mann um kynlif og lifið yfirleitt. Maður varö aö þrauka þetta sjálfur. Kynlif var nokkuð sem tilheyrði hjónabandinu. A.m.k. gat ég ekki betur skilið en svo væri, þvi þegar ég kom heim i fööurhúsin með tilvon- andi eiginmann þá var búið um okkur sitt i hvoru herberginu! Þeim sið var ekkert breytt, þó svo að aldrei hafi verið notað nema annað herbergið. Þar sem ég veit vel að hjá flestum unglingum er samband- iö við foreldrana álika þunnt og það var hjá mér og minum, þá vona ég að þeir reyni nú að snara i framkvæmd byltingu i þeim málum og þá er gott að hafa eigin blaðsiðu til að bera fram skoðanir og reyna að hræra aðeins upp i hálfdauðum foreldrum sem hafa aldrei lifað yngri en 25 ára, eftir þvi sem best verður séð. Ég þarf lika á þvi að halda að lesa siðuna, svo ég gleymi ekki. Dóttir min er bráðum 12 ára og ekki má ég svikja hana þegar á reynir. Við erum reyndar góðar vinkonur og ræðum saman um okkar vandamál, sem eru þess vegna ekki svo stór að við ráðum ekki við þau i sameiningu. Svo hef ég hér skilaboð til for- eldra: Segið börnum ykkar aldrei að haga sér eins og full- orðið fólk! Það er það sama og segja þeim að hringa sig saman og drepast. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að i raun verð- ur maður ekki fullorðinn fyrr en maður leggur sig pent i gröfina. — Unglingarnir mega lika gjarnan muna þetta vel svo þeir verði ekki að gamalmennum um leið og þeir skriða yfir tvi - tugt. Takk fyrir kærlega og bless! Kona sem finnst hún vera ofsa ung og hress. Svar Húrra fyrir svona hressum mæðrum! Það væri sannarlega gott ef fleiri foreldrar sem lesa þessa siðu vildu stinga niður penna og tjá sig um þau mál sem snerta unglinga. Til dæmis foreldrar sem eiga i erfiðleikum með að umgangast eigin börn — kannski gætu lesendur siðunnar aðstoðað i slikum tilvikum með góðum ráðum. Foreldrar, hjálpið til við að brúa kynslóða- biliö! Sýnið áhuga á málefnum krakkanna ykkar og sendið linu! í reiptogi við feimni og fram- taksleysi Unglingasiðan hefur nú lifað af röska tvo mánuði, og allt bendir til þess að hún eigi nokkra framtið fyrir sér. Les- endur eru heilmikið að taka við sér, bréfum fjölgar, nokkra sjálfboðaliða höfum við fengið til að fjalla um bækur (viljum gjarnan fá fleiri), og allir sem unglingaslöan hefur leitað að- stoðar hjá hafa brugðist mjög vel við, og margir hverjir lagt á sig töluverða vinnu. A þessu splunkunýja ári væntum við þess að enn muni vænkast hagur unglingasiðunnar, efni og hug- myndir muni streyma i póst- hólfiö, og áhugafólk um út- breiðslu siðunnar muni auglýsa hana viö hvert tækifæri, svo að lesendahópurinn vaxi og dafni. Við erum i reiptogi við feimni og framtaksleysi, — það þarf sam- stillt átak til að sigra! ATHUGIÐ! Hvers kyns efni er unglinga- siðunni kærkomið: Pólitik, ljóð, lifsreynslusögur, smásögur, vandamálabréf, skammir, hrós, lýsingar á daglegu lifi ykkar (gætu orðið til þess að auka skilning fullorðinna á ykkur, og eins gætuð þið orðið margs vis- ari hvert um annað, t.d. dreif- býlisunglingar um Reykjavik urkrakkana og öfugt). Þeir sem ef til vill gætu hugsað sér að tjá sig i viðtali geta sent inn nöfn og heimilisföng ásamt simanúm- eri, eða hringt i sima 81333 (Þjóðviljinn) og fengið upp gef- ið simanúmerið mitt og haft samband við mig beint. Þið þurfið heldur ekki aö pæla hvert i sinu horni, — hvernig væri t.d. að þið tækjuð viðtöl hvert við annað, við kennarana ykkar, foreldra ykkar, fólkið sem vinnur i kaupfélaginu, krakkana sem bera út blöðin, o.s.frv.? Það efni sem kemur frá ykkur sjálfum er skemmti- legast, og á þvi vil ég byggja þessa siðu fyrst og fremst. Bless á meðan Olga Guðrúi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.