Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. janúar 1980 Ölympíuleikar, refsiaðgerðir og fleira þesslegt Refsa Rússum? Nú er aö hefjast mikið i- þróttaár, nánar tiltekið Ólym- piuár. Og af þvi að Olympiuleik- arnir eiga að vera i Moskvu, þá er eins og nærri má geta þegar farið að deila um þá á pólitisk- um vettvangi. Við sáum það nokkrum sinnum i fyrra, að það mátti lesa um það áskoranir, að réttast væri að hundsa þessa leika, mæta ekki — og tilgang- urinn átti að vera sá aö refsa Rússum fyrir það að þeir ekki virtu mannréttindi. Þessar á- skoranir komu úr ýmsum átt- um. Hér heima tóku þær reynd- ar á sig nokkuð undarlegan svip stundum — tækifærið var notað til að skammast út i oddvita SIS og ASl á þeirri forsendu að feröaskrifstofa þessara aöila mun annast flutninga á islensk- um olympiugestum til Moskvu — á hinn bóginn skammaöi eng- inn islensku Ólympíunefndina, sem sér um sjálfa iþróttaþátt- tökuna — sjálfsagt var það vegna þess, að sú nefnd er undir forystu Sjálfstæðismanns. Margir syndaselir Nú sýnist nokkuð ljost aö hvorki hér né annarsstaðar eru likur á þvi að menn fari aö hundsa þessa Ólympiuleika svo nokkru nemi. Aðalástæðan er vafalaust sú, aö syndaselir eru of margir i pólitiskum heimi, ef menn ættu að fara að refsa stjórnvoldum fyrir að þau ekki færu að þeim kröfum sem menn helst vilja gera til að tryggja þegnum frelsi, þá mundi iþróttaheimurinn blátt á- fram leysast upp á skammri stund i gagnkvæmum bönnum og fordæmingum. Engu að síður var i sambandi við þetta mál hreyft ýmsum hlutum sem ekki er úr vegi að skoða. beir sem vildu helst hundsa Ólympiuleika i Moskvu sögðu á þá leið, að þessi iþróttahátið veröi sovéskum yfirvöldum tækifæri til að auglýsa þá mynd sem þau vilja helst gefa af land- inu og breiða með Pótémkin- tjöldum yfir meöferð á andófs- mönnum og fleira það sem illa þolir dagsbirtu. Og i öðru lagi sé það land ekki ólympiuhugsjón- arinnar virði. Hvernig fær þetta staðist dóm reynslunnar? HM í Argentínu Þekktasta dæmið um viðleitni til þess að mótmæla iþróttahátiö vegna mannréttindamála er ekki nema tveggja ára gamalt. Þá var haldin heimsmeistara- keppni i knattspyrnu i Argent- inu, og heyrðist þá mikil gagn- rýni, ekki sist frá vinstri, sem leit svo á að með þessari hátíð væri veriö aö breiöa yfir glæpi herforingjastjórnarinnar i Argentinu, sem þykir flestum stjórnum verri um þessar mundir: þar hafa um 15 þúsund- ir manna horfið á undanförnum árum og hafa aö likindum verið myrtir flestir. Heimsmeistara- keppni þessi fór að sönnu fram — en varla mun hún hafa orðið illræmdum stjórnvöldum Argentinu til mikils framdrátt- ar i almenningsáliti — sjálf keppnin dró athygli mjög að hlutskipti hinna „horfnu” og var mikið um þau mál skrifaö. Moskvu — en þaö dæmi sem nú var nefnt sýnist að minnsta kosti alls ekki benda til þess að alþjóðleg iþróttakeppni þurfi að slæva áhuga manna á vanda- málum i viðkomandi landi — svo mikið er vist aö það sýnist ekki á valdi viðkomandi stjórn- valda hvort svo fer. A uglýsing kvæma „andlitslyftingu” við hátiðleg tækifæri. Þaö ættu allir að vita og gætu reiknað sig áfram út frá þeirri fyrirfram- vitneskju. Þjóðarstoltið Hérna er lika komið að einu mjög mikilvægu atriðí i sam- Potemkintjöld eru gamalt og nýtt vandamál. baö efast aö sjálfsögöu enginn um að Sovét- menn munu gera sitt besta til að útlendum gestum falli Moskva sem best i geð. Þeir munu mála húsin, þeir munu reisa nýbygg- ingar, þeir munu efla þjónustu- kerfið, enda mun það sem fyrir eralls ekki geta tekið á móti þvi álagi sem tugir og hundruð þús- unda erlendra gesta eru. Hvort þetta verður svo Sovétmönnum til frægðarauka skal ósagt látið. Ólympiuleikar eru orðnir svo mikið fyrirtæki aö borgirnar sem halda þær eru að sligast undan þeim. Svo var til dæmis með Montreal siðast. Til eru þeir sem halda að erfiðleikar Moskvumanna verði enn stærri og óviðráðanlegri. En hvernig sem það er: það væri ekki sann- gjarnt að gleyma þvi, að hvern- ig sem stjórnvöld eru á litinn, og hvernig sem okkur líkar þeirra Árna Bergmann skrifar . Wí//(/< bandi við hugmyndir manna um hvernig unnt sé að refsa illum stjórnendum með þvi að setja lönd þeirra i einskonar sam- skiptabann, hvort sem er á sviði iþrótta, viðskipta eða meö öðr- um hætti. Viö skulum i þvi sam- bandi ekki endilega hafa hug- ann við tiltekna ráðamenn til dæmis i Sovét, heldur lita mál- ið á nokkuð breiðari grundvelli. Það er nokkuð löng reynsla fyrir þvi að þegar eitthvert riki ersett t.d. i einhverskonar efna- hagslegar refsingar til þess ekki sist, að fá almenning i viökom- andi riki upp á móti herrum sin- um, þá er eins vist að sú við- leitni misheppnist með öllu Þegar Rússar eða Italir, eða Spánverjar eða þá Albanir, fá ekki lán eða viðskipti hjá fyrr- verandi samskiptaaðilum sin- um þá dregur almenningur yfir- leitt ekki þær ályktanir af þvi, aö hann þurfi að losa sig við stjórnendur sina. Pétur og Páll munu miklu heldur lita á við- komandi bönn eða refsiaögeröir eöa einangrun sem móðgun við sig sem tilheyrandi ákveðinni þjóö. Hans þjóðarstolt er sært. Hann á ekki i neinum vanda meö að sýna sjálfum sér fram á það, að það væri miklu nær að refsa einhverjum öðrum eða ekki siöur. Eins vist, að þessir sömu Pétur og Páll taki upp þykkjuna fyrir sina stjórnendur einmitt á þeirri forsendu, aö all- ir séu þeir i sama þjóðernisbáti, sem utanaðkomandi aðilar eru að reyna að hvolfa. íslendingar og stjörnusportið Það er þvi margt sem rennir stoðum undir það að útilokunar- herferðir af þessu tagi séu dæmdar til aö mistakast — og skiptir þá ekki höfuðmáli hver i hlut á. Hitt er svo annaö mál, að það getur vel verið ástæöa til þess fyrir islendinga að endur- skoöa afstöðu sina til þátttöku i Olympiuleikjum eöa öðrum iþróttahátiðum af svipaðri stærðargráðu. Astæðan væri þá fyrst og fremst sú, að sú gamla ólympiuhugsjón áhugamennsk- unnar er fyrir löngu rokin út i veður og vind. Þetta þýðir m.a. að iþróttamenn frá landi eins og okkar eru yfirleitt i allt annarri stöðu en þeir sem keppa viö þá. Við erum ennþá tiltölulega ná- lægt áhugamennskunni og þar með eru okkar menn að þvi er allar forsendur til árangurs varðar i allt annarri stöðu en keppinautarnir, sem hjá öllum iþróttaveldum njóta gifurlegar fyrirgreiðslu og launa ef ekki i þessari mynd þá i hinni. I þess- um efnum getur skapast það ástand að það sé bæði hlálegt og fáránlegt að bjóða með þátttöku i stórstjörnumótum upp á sam- anburð sem á sér ekki neinar skynsamlegar forsendur. AB * sunnudags pistill Alexander Zinoviev: The Yavvning Heights. Translated i'rom the Russian by Gordon Clough. The Bodley Head 1979. Skáldsaga Zinovievs kom fyrst út á rússnesku i Sviss 1976 og nefndist „Ziyayushchie Vysoty”. Höfundurinn fæddist 1922, verkamannssonur. Hann vakti athygli leynilögreglunnar sem unglingur vegna hæpinna at- hugasemda um persónudýrk- unina á Stalin. Hann var þess- vegna sendur á geðheilsustofnun og sfðar i fangelsi, til betrunar og uppbyggingar. Hann tók þátt i styrjöldinni, fyrst i riddaraliðinu, siðar i vélaherdeildum og loks sem flugmaður. Eftir styrjöldina tók hann að stunda heimspeki við háskólann i Moskvu og varð brátt i fremstu röð sovéskra heimspek- inga og var virtur af stjórn- völdum samkvæmt þvi. Þegar þessi bók birtist i Sviss var hann þegar svipitur starfi sinu, rekinn úr kommúnistaflokknum og er nú landflótta. Hann hefur auk þess- arar skáldsögu skrifað satiru, sem nefnist eitthvað á þessa leið: „Hin skínandi framtiö”. Auk þess liggja eftir hann verk varðandi logik og heimspeki. Skáldsaga Zinovievs vakti strax mjög mikla athygli, þegar hún kom út i Sviss, og hann hefur sjálfur birt umsagnir og yfir- lýsingar, sem gefa til kynna ástæðuna fyrir þeirri botnlausu svartsýni, sem kristallast i sögu hans, og jafnframt afstöðu hans til rikjandi afla i Ibansk, sem hefur tekist, samkvæmt sögu hans, að byggja upp svo gegnrotiö samfélag og svo hundleiðinlegt að sjálfsmorð virðist eina úrræöið meðal þeirra, sem ekki hefur tekist að sljóvga og heilaþvo. En jafnvel sjálfsmorðið er útilokað, þvi að þeim sem fremja sjálfs- morð, er lögð sú skylda á herðar að taka með sér eigin ösku, þegar þeir ganga út úr sjálfsmorðs- stofnuninni, að afloknu sjálfs- moröi. Svo að rétt og fullkomin framkvæmd sjálfsmorðs, eftir gildandi lögum, er útilokuð. Auk þess verður sjálfsmoröskandidat- inn að sækja um leyfi hjá réttum stjórnvöldum og tekur oft tals- veröan tima að fá úrskurð um leyfi til þess arna, en þó gerist hitt oftar, að maður, sem hyggur á sjálfsmorö, er handtekinn áöur en hann kemst svo langt að sækja um leyfiö. Hann þarf ekki nema hafa imprað á þessari löngun sinni við eiginkonu, vinkonu eða besta vin sinn, þaö nægir til þess aö málið kemst i hendur eftir- litsins og maðurinn er handtekinn og dæmdur á geðheilsustofnun, eöa jafnvel i fangelsi fyrir að sýna yfirvöldunum og samfélag- inu slika fyrirlitningu, að vilja hverfa af vettvangi. Þetta er algengara, þvi að samkvæmt félagsfræðilegum rannsóknum eru það alltaf nánustu vinir eða fjölskyldumeðlimir, sem koma upp um ófélagslegar hvatir eöa langanir borgarans. Saga Zinovievs er vægöarlaus satira, fyrirlitning hans á sam- félagsháttum ibanskra er algjör, eina svar hans við ástandinu er kuldahlátur. Svik, lygi, hræsni, fals og fleðulæti ásamt vænum skammti af ruddaskap, mann- drápum og illvilja og öfund eru þeir andlegu innviðir, sem viröast rikjandi i Ibansk. Höfundur lýsir þessu öllu óbeint, fáránlegar framkvæmdir hins opinbera eru taldar stórvirki, fiflslegar stað- hæfingar félagsfræðinnar eru nefndar félagsvisindi, visinda- rannsóknir i liffræði, sem leiða til algjörrar vitleysu, eru hafnar til skýjanna og visindaritgeröir, sem innihalda rugl eða marg- tuggnar, stolnar staðhæfingar, eru taldar valda timamótum i visindalegri hugsun. Allt gengur út á að afla sér velvilja stjórn- valda, aukasposla og sérréttinda. Embættismenn notfæra sér aðstööu sina til hins ítrasta, yfir- kontóristar ráðuneytanna taka Framhald á bls. 17.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.