Þjóðviljinn - 09.01.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.01.1980, Blaðsíða 3
Miövikudagurinn 9. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Inuit Nunaat — Land mannanna Grœnlensk sýning í Norræna húsinu 1 dag verður opnuð i Norræna húsinu sýning á grænlenskum listaverkum. Sýningin er sett upp i tilefni af þvi að Grænlendingar fengu heimastjórn á s.l. ári, og var hún opnuð i Juiianehaab á Grænlandi þá, en hefur siöan veriðsýnd á nokkrum stöðum þar i landi. Til Islands kom sýningin frá Grænlandi. Reyndar meö viðkomu i Kaupmannahöfn, vegna þess að samgöngur milli Islands og Grænlands eru engar, að sögn Eriks Sönderholms, forstöðumanns Norræna hússins. Héðan fer sýningin til Færeyja, og verður siðan sett upp á öllum hinum Noröurlöndunum. Danski listmálarinn Bodil Kaalund var einn aöalhvata- maðurinn að þessari sýningu, og er hún hingað komin til að setja hana upp og halda fyrirlestur um grænlenska list n.k. laugardag. Bodil Kaalund er mjög fróð um grænlenska list og hefur m.a. ritað bókina „Grönlands Kunst”, sem Politiken-forlagið i Kaupmannahöfn gaf út. Bodil Kaalund var meðlimur i sérstakri sýningarnefnd sem valdi muni á þessa farandsýn- ingu, en meirihluti nefndar- manna var Grænlendingar. Listaverkin eru fengin úr ýmsum Allt skipulag undir einn hatt Borgarskipulag ReyKjavíkur kemur í stað Þróunarstofnunar og skipulagsdeildar A fyrsta fundi borgarstjórnar nú eftir áramótin voru staöfestar nýjar samþykktir fyrir skipu- lagsnefnd borgarinnar og nýja stofnun, „Borgarskipulag Reykjavikur” sem nú tekur við störfum Þróunarstofnunar og skipuiagsdeildar borgarverk- fræðingsembættisins, sem lagðar verða niöur. Sigurður Harðarson, formaður skipulagsnefndar sagði f samtali við Þjóðviljann að helsti ávinn- ingurinn af þessu nýja fyrir- komulagi,sem farið var aöundir- búa fljötlega eftir að nýi meiri- hlutinn tók við i Reykjavik, væri að starfsemi, sem Þróunarstofn- un og skipulagsdeild heföu til þessa annast, yröi nú betur sam- ræmd og undir einni stjórn. Starfsmenn beggja stofnananna verða nú starfsmenn Borgar- skipulagsins og forstöðumaður þess verður Guörún Jónsdóttir, sem gegnt hefur störfum for- stöðumanns Þróunarstofnunar frá fyrri hluta ársins 1979. Embætti skipulagsstjóra Reykja- vikurborgar verður lagt niöur, en þvi befur Aðalsteinn Richter gegnt um árabil. Sigurður sagði að Þróunar- stofnun hefði upphaflega verið stofnuð til að annast endurskoðun á aöalskipulagi borgarinnar en með timanum hefði stofnunin einnig annast ýmis önnur verk- efni m.a. haft yfirumsjón meö skipulagi nýrra byggingasvæða. Skipulagsdeildin hefur hins vegar annast deiliskipulag og skipulag i eldri hverfum borgarinnar, sinnt framkvæmdastjórn fyrir skipu- lagsnefnd, séð um söfnun skjala og veitt upplýsingar um skipu- lagsmál. Sagði Sigurður að oft heföi i raun verið spurning um undir hvora þessara stofnana ein- staka mál ættuað heyra og breyt- ingin nú væri þvi einföldun á kerf- inu og tryggði greiöari afgreiðslu. Samfara þessu var gerð sú breyting á reglum um skipulags- nefnd, að starfsmenn Borgar- skipulagsins tiinefna nú einn mann úr sinum hóp til setu á fundum nefndarinnar og jafn- framt var fulltrúum Skipulags- stjórnar rikisins fækkað i 1 úr 2 á sömu fundum. Helstu verkefni Borgarskipu- lagsins eruskv. samþykktinni, að hafa frumkvæði og umsjón með endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavikur, gerð deiliskipulags nýrra hverfa og endurskoðun á deiliskipulagi eldra hverfa, — að annast samskipti viö Skipulags- stofnun höfuðborgarsvæðisins, undirbúning funda skipulags- nefndar og sjá um afgreiðslu ákvarðana hennar, — að fylgjast með framkvæmd skipulags, ann- ast rannsóknir i þágu skipulags, standa fyrir kynningu á skipulagi fyrir almenning og önnur þau störf sem borgarráð og skipu- lagsnefnd kunna aö fela stofn- uninni. -A1 rv Bodil Kaalund er höfundur bókar- innar „Grönlands Kunst”. Hér er hún að sýna Erik Sönderholm bókina. Ljósm. -eik-. söfnum i Danmörku, Sviþjóð, Grænlandi og Hollandi, og hafa sum þeirra aldrei verið sýnd á Grænlandi áður. Þannig er t.d. meö verk Arons frá Kangeq, sem nefndur hefur verið faðir græn- lenskrar málaralistar. Hann var upp á árunum 1822-69 og málaði litlar en magnaðar myndir af grænlensku þjóðlifi. Þessar myndir hafa allan timann hangið á veggjum Þjóðminjasafnsins i Kaupmannahöfn. Listaverkin eru frá ýmsum timum, allt frá gömlum, útskornum galdrastyttum eða „tupilökkum” til myndverka ungra listamanna samtimans. Þema sýningarinnar er „maðurinn i grænlenskri list”. Ef marka má af þeim listaverkum sem komin voru upp úr kössunum þegar blaðamenn fengu að skoða sýninguna i gær, gefur sýningin gott yfirlit yfir þróun mannlifsins i þessu nágrannalandi okkar, sem við þekkjum svo skammarlega litið. I elstu verkunum sjáum við baráttu veiðimannsins viö harð- vítug náttúruöfl og koma galdrar mikið viö sögu i þeirri baráttu. I yngstu verkunum er baráttan önnur, þar er það maðurinn andspænis útlendu auðvaldi, þessu nútimaskrimsli sem heggur að rótum þess þjóðlega og mannlega i grænlensku þjóðlifi. Sýningin „Inuit Nunaat” er áreiðanlega vel til þess fallin að flytja okkur lyftingu andans inn i vonarsnautt reykvískt skamm- degi. Hún verður opin til sunnu- dagsins 27. janúar. ->h Pressan: Erllngur hættir Hermann tekur við Um siðustu áramót lét Erlingur Daviðsson af rit- stjórnDags á Akureyri, eftir hartnær 30 ára vinnu i vin- garðinum. Við ritstjórastarf- inu tekur Hermann Svein- björnsson lögfræðingur, sem um skeið hefur verið frétta- maður við Rikisútvar{úð. Þegar litið er yfir 60 ára sögu Dags má meö nokkrum hætti skipta henni i tvö tima- bil. Fyrstu 30 árin var hann öðru fremur harðskeytt, pólitiskt baráttublað. Rit- stjórar hans á þeim tima, þeir Ingimar Eydal, Jónas Þorbergsson, Jóhann Frimann og Haukur Snorra- son voru meðal ritfærustu manna, sem þreytt hafa leik á hinum pólitiska orrustu- velli blaðamennskunnar. Með ritfærni sinni lyftu þeir litlu vikublaði norður á landi upp I þær hæðir, að veröa pólitiskt stórveldi. Erlingur Daviðsson hefur haft annan hátt á. Hann er maður friðarins og hins lygna sævar. Auðvitað hefur hann skrifað sléttleitar, póli- tiskar greinar i blaö sitt að þvi marki, sem skyldan bauð en ekkert umfram það. En hann héíur gert annað. Hann hefur byggt Dag upp sem gott og traust fréttablað og aflað honum viröingar og vinsælda á þvi sviði. Og þaö er lfka blaðamennska.mhg vÆ Erlingur Daviðsson Framkvæmdastjóri ísl. kaupskipa: Ekkert tap hjá okkur Frétt Þjóðviljans I gær um mikið rekstrartap og söfnun skulda umfram eignir hjá lslensk kaupskip h.f. er algjörlega úr lausu lofti gripin, sagði Sævar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri tslenskra kaupskipa I samtali við blaöiö. Árið 1978 skilaðihagnaðiog þótt hvorki við né önnur fyrirtæki séum búnirað gera upp árið 1979 þá ætti útkoman að verða mjög svipuö og þá, sagði hann enn- fremur. Ég lýsi heimildamann aö þess- ari frétt algjöran ósanninda- mann. Mat hans á eigum félags- ins er út i hött, og auk þess er i brfarii ruglað saman fjárreiöum okkar og annars félags. Að þvi er varðar staðhæfingar um að Eimskipafélagið hafi gleypt okkur þá er ekki annar fótur fyrirþvi ensáað við eigum i viðræðum við Eimskip, en þeim er ekki lokiö og engar ákvarðanir hafa hafa verið teknar — áb UMBOÐSMENN IREYKJAVI SIBS Aðalumboð, Suðurgötu 10, sim i 23130 Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, sími 13665 Hreyfill bensinsala, Fellsmúla 24, sími 85632 Versl. Straumnes, Vesturbegi 76, sími 72800 Félagið Sjálfsvörn, Reykjalundi, Mosfellssveit Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180 Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18, Garðabæ, sími 42720 Sigríður Jóhannesdóttir c/o Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, sími 50045. HAPPDRÆTTI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.