Þjóðviljinn - 09.01.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.01.1980, Blaðsíða 15
Umræður um barnabækur — Viö ætlum aö ræöa um barnabækur, — sagöi Elfa Björk Gunnarsdóttir, Borgar- bókavöröur, sem er umsjón- armaöurVökuIkvöld, — og þá einkum um þaö, hvaö er á boö- stólum af bókum fyrir islensk börn I dag. — t tengslum viö alþjóðlegu barnabókasýninguna aö Kjar- Elfa Björk Gunnarsdóttir, borgarbókavöröur stjórnar Vöku I kvöld. Sjónvarp kl. 22.00 valsstööum I fyrra voru haldn- ir nokkrir fundir þar sem saman komu ýmsir þeir aöilar sem látasig varöa börnog bæk ur, rithiSundar, bókasafns- fræöingar, kennarar og bóka- útgefendur, og ræddu máliö frá ýmsum hliöum. Þessi Vöku-þáttur er um margt svipaöur þeim fundum. Þeir sem taka þátt í umræö- um Vökueru: Gunnvör Braga, Silja Aöalsteinsdóttir, Þórir S. Guöbergsson, örlygur Hálf- dánarson bókaútgefandi og Andrea Jóhannsdóttir bóka- safnsfræöingur, auk Elfu Bjarkar, sem stjórnar umræöunum. — Viö vonumst til aö hægt veröi aö fara i stóru lfnurnar i málinu, en láta smáatriöin eiga sig. Þaö hlýtur aö vera gagnlegt aö setjast niöur og skoöa þaö sem á boöstólum er, athuga t.d. hlutföllin milli Is- lenskra barnabóka og þýddra, ræöa um fjölþjóölega sam- prentiö, sem er ekki af hinu illa i sjálfu sér, en mikiö veltur á aö þaö sé notaö á réttanhátt. Markmiöiö er aö vekja um- ræöur, sem gætu haldiö áfram aö þættinum loknum. Þetta er mál sem snertir okkur öll, þvi öll erum viö uppalendur á einn eöa annan hátt, — sagöi Elfa Björk aö lokum. — ih. ÍJr myndinni um StikilsberjaFinn, sem sjónvarpiö sýnir i kvöld Á bökkum Missisipi Sjónvarpið sýnir I kvöld bandarlsku myndina Stikils- berja-Finnur (Huckleberry Finn) sem byggö er á hinni si- gildu sögu eftir Mark Twain. Sagan um Finn hefur nokkr- um sinnum veriö kvikmynduö. í fyrsta sinn geröist þaö 1919. En myndin sem sýnd veröur i kvöld var gerö áriö 1939. Aöal- hlutverkiö leikur Mickey Roo- ney, og var hann þá 19 ára, en haföi leikiö I kvikmyndum siðan hann var 6 ára. Þar áöur hafði hann leikiö á sviöi, siöan Sjónvarp kl. 20.30 var tveggja ára! Söguna um Stikilsberja- Finn kannast flestir við, a.m.k. af afspurn, enda er þetta sígild saga og hefur ver- iö þýdd á flest tungumál. Hún fjallar um drenginn Finn og ævintýri hans á bökkum Miss- issippi-fljóts. — ih. Smásaga eftir Tove Ditlevsen Kristin Bjarnadóttir leikari les i kvöld smásöguna Skeiöa- hnifur eftir Tove Ditlevsen, i þýöingu Halldórs G. Stefáns- sonar. Tove Ditlevsen var i hópi vinsælustu rithöfunda Dana þar til hún lést fyrir örfáum árum. Hún var fædd 1918 I Kaupmannahöfn og fyrsta ljóö hennar birtist á prenti 1939. Þaö hét ,,Til dána barnsins mins”. Frægust varö Tove fyrir lýsingar á bernsku sinni og bernskuumhverfi (t.d. skáldsagan Barndommens Gade, 1943). Hún skrifaöi lika margar bækur um ástina og samskipti kynjanna. Um margra ára skeið haföi hún það starf meö höndum aö Tove Ditlevsen Útvarp kl. 22.35 svara iesendabréfum og gefa örvængingarfullu fólki holl ráö á siöum eins af dönsku viku- blööunum. t þessu starfi varö hún einkar vinsæl og þótti gefa manneskjuleg og skýr svör, byggö á hennar eigin lifereynslu, sem var umtals- verö. Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík Hættu að rífast, Pétur! A tslandi er til stofnun sem heitir SINE — Samband Is- lenskra námsmanna erlendis. Litil tíðindi hef ég spurt af því þaö sem af er vetri, ef frá eru taldar leiöinlegar deilur Péturs Reimarssonar, formanns SÍNE útaf kosningabréfi Alþýðu- bandalagsins til námsmanna erlendis og þvf framtaki þess að kæra námsmenn erlendis inn á kjörskrá fyrir kosningarnar. Ég er einn þeirra sem not- færði mér þessa þjónustu Al- þýöubandalagsins og kann þvi þakkir fyrir, þó aö ööru leyti sé ég ekki illa haldinn af hrifningu yfir þeim selskap. Mér var ekki kunnugt um aö SÍNE gæti gert slika hluti. Ég hef nefnilega set- ið f útlöndum í allan vetur, reynt að fylgjast með stjórnarkrepp- um og öörum kreppum heima og séö meö hryllingi i fjölmiðl- um af skerinu að e.t.v. veröi lánshlutfall námslána lækkaö I vetur. Alltaf hefur mabur verið að biöa eftir nótu frá SINE um ástandiö i lánamálunum. Náttúrlega án árangurs. Ein- asta lifsmarkið sem viö hér úti I kuldanum urbum vör við var auglýsing f Þjóöviljanum um fund i SlNE-deildinni heima, út- af „alvarlegu ástandi i lána- málunum”. Fyrir auralitla námsmenn úti i heimi er hreint ekki uppörv- andi aö fá fréttir af framtiöinni á slikan hátt. önnur kveöja barst okkur lika. Á sneplinum frá LÍN var okkur tilkynnt aö sjóöurinn hefði greitt StNE fé- lagsgjaldiö fyrir okkur, mörg þúsund krónur náttúrlega. En langeygur er ég orðinn eftir bréfinu frá Petri og co. Fyrst ég er á annað borð byrj- aður aö geövonskast langar mig að segja litla sögu af „þjónustu” SINE vib meðlimi sina, sem er heldur I blóra við atriði úr grein Péturs Reimarssonar I Þjóðvilj- anum frá siöari hluta desember. Þar segir hann aö m.a. SINE hafi unniö upp félagsskrá úr skýrslum LtN, „snemma I haust”.” Hér kemur min ver- sjón af þvi: Mig vantabi heimilisföng tveggja námsmanna i ööru landium mánaöamótin nóv-des. Þótt annar þeirra hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir SINE á námsstaö sinum, þá fékk móöir min blessunin þau svör á skrif- stofu SINE að hvorugur þeirra væri á skránni góðu! Lái mér svo hver sem vill þótt ég hafi sterka löngun til að halda, aö Pétur Reimarsson ljúgi þvi hreinlega aö hann og aðrir StNE-meðlimir hafi „snemma i haust” unniö upp fé- lagaskrá sem hefði veriö nógu nákvæm i kjörskrárkærurnar sem deilan stóö um. Og hvernig væri nú að Pétur Reimarsson hysjaði upp um sig, hætti að rifa kjaft um kosning- ar, og sendi mér fréttir af gangi mála okkar námsmanna. — Námsmaður I Bretlandi P.S. Við erum einungis þrjú hér i borginni en vonandi ætlar SINE ekki aö afsaka framtaks- leysi sitt meö fámenni okkar. , ■ Myndin I gær var af Magnúsi Tómassyni, myndlistarmanni. Miövikudagurinn 9. janúar 1980. IÞJÓÐVILJINN — StÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.