Þjóðviljinn - 10.01.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.01.1980, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 10. janúar — 7. tbl. 45. árg. OLÍUVIÐRÆÐURNAR HÓFUST í GÆR: Bretar hafa ekki boðið fast verð — Nefna þess í stað svo nefnt aðalmarkaðsverð á 100 til 125 þús. lestum afgasolíu síðar áþessu ári islenska ólíuviöskipta- nefndin, ásamt Þórhalli Ásgeirssyni og forráða- mönnum oliufélaganna, hóf í gær samningafund með bresku samninga- nefndinni sem kom til landsins í fyrrakvöld. Stóð fundurinn fram eftir degi og verður viðræðunum haldið áfram í dag og stefnt að því að Ijúka þeim fyrir kvöldið. 1 samtali við Þjóðviljann i gær sagði Ingi R. Helgason hrl., sem sætiá ioliuviðskiptanefndinni, að það hefði komið fram i viðræðun- um i gær, að Bretarnir eru ekki tilbúnir til að gefa upp neitt fast verð á þeirri oliu, sem þeir segj- ast vera tilbúnir að selja Okkur siðari hluta þessa árs. Þar er um að ræða 100 til 125 þúsund lestir af gasoliu. Aftur á móti nefna þeir svo nefnt aðalmarkaðsverð. 1 gær tókst ekki að umreikna hve mikið íslendingar myndu hagnast á þeirri verðviðmiðun á móti Rotterdamverðinu. Sagði Ingi, að i dag yrði reynt að reikna það dæmi. Þá hefur breska samninga- nefndin boðið fslendingum uppá viðræður um aðrar oliutegundir en gasoliu og verður það mál reifað i dag. Einnig hafa þeir boðið uppá langtima samninga og til að byrja með samning til eins eða tveggja ára. Miðað við fyrri viðræður oliu- viðskiptanefndar við Breta er stefnt að þvi að samningagerð ljúki fyrir 15. janúar nk.. — S.dór Biðog tafirhafa veriðtiðarhjáflugfarþegum á Keflavikurflugvelli á undanförnum mánuðum. Það hafoi þessi ágæti uiaður fengið að reyna og séð það ráö vænst að stytta bioina með blundi, en aiinars var dauf- legt um að litast i biðsal flugafgreiðslunnar er Þjóðviljinn var þar á ferðf fyrradag. Vm fátt er nú meira rætt en samdrátt hjá Fiugleiðum og uppsagnir starfsfólks. Þjóðviljinn ræðir i dag við Jón óskarsson flugstöðvarstjóra á Keflavlkurflugvelli um ástandið þar og heimsækir einnig Frihöfnina. SJÁ OPNU. Sighvatur reynir að fegra rikiss jóðsdæmið með áróðursbrögðum. Staða ríkissjóds: Neikvœö um 26,7 miljarða Sighvatur Björgvinsson fjármálai áðherra hefur gortað mjög af góðri fjár- hagsstöðu rikissjóðs nú um áramótin. Aftur á móti hafa forráðamenn sveitarfélaga, skóla og ýmissa rikisfyrir- tækja kvartað undan ógreiddum skuldum og reikningum, sem rikissjóður á að greiða. Þjóðviljinn kannaði málið og kom i ljós að heildarstaða allra reikninga rikissjóðs var neikvæð um 26 miljarða 679 miljónir króna. Að sögn Höskuldar Jónssonar ráðuneytisstjóra i fjármálaráðuneytinu var staða rikissjóðs gagnvart Seðlabankanum þannig um áramót, 31. desember: A hlaupareikningum voru innistæður upp á 6 miljarða og 24 miljónir en heildar- staða allra reikninga var I minus uppá 26 miljarða 679 miljónir króna. 3. janúar voru innistæður á hlaupa- reikningum 2 miljarðar 465 miljónirog skuld rikissjóðs við Seðlabankann nam þá 30 miljörðum 238 miljónu'm króna. Sagði Höskuldur að þarna skiptu mestu launa- greiðslur rikisins 1. jan. en 3. janúar 1979 var skuld rikissjóðs við Seðlabankann 31 miljarður 649 miljónir þannig að staðan var heldur betri núna. —eös/Al Sjá baksíðu Viðrœðunefhdin um JanMayen-máUð: Beðiö um fund í 3ja sinn Nákvæmlega ekki neitt hefur verið aðhafst i viðræðunefndinni um Jan Mayen-málið siðan stjórnarrofið átti sér stað I haust, en einmitt þann sama dag og Al- þýðuflokkurinn rauf stjórnina var haldinn fundur i nefndinni. 'l'vi- vegis siðan hefur ólafur Ragnar Grimsson, sem sæti á I nefndinni, óskað eftir þvi við Benedikt Grön- dal utanrikisráðherra, að nefndin yrði kölluð saman, enda hafa stórtfðindi verið að gerast í þessu máli, en i bæði skiptin hefur til- mælum ólafs verið hafnað. 1 sið- ari sinnið var hreinlega neitað um fund. I gær fór svo Ólafur fram á þaö i 3ja sinn við Benedikt, að nefndin yrði kölluð saman i íjósi þeirra tiðinda sem berast nú frá Noregi um hugsanlega útfærslu land- helgi Grænlands. Ólafur Ragnar sagði i gær, að sér þætti vitavert, þótt ekki sæti formleg rikisstjórn i landinu, að kalla nefndina ékki saman, þar sem Ijóst hefur verið allan timann að málið er mjög mikilvægt fyrir tslendinga og flókið úrlausnar. Ólafur sagði ennfremur, að vegna frétta frá Noregi um hugs- anlega útfærslu Dana á landhelgi Grænlands, sem ef til vill stafar af pressu frá EBE-löndunum, sem vilja komast á Grænlands- mið með flota sinn, þá mætti rif ja upp, að Norðmenn hafa hvað eftir annað reynt að réttlæta úrfærslu við Jan Mayen með sögusögnum um væntanlegar aðgeröir ann- arra þjóða. Nefndi hann i þvi sambandi, að sl. sumar sögöu Norðmenn Rússa vera á Ieiðinni með stóran loðnuveiðiflota á mið- in. Þetta reyndist ekki rétt, en þess I stað sendu Norðmenn sjálf- ir stóran flota á miðin. Þegar svo Norðmenn taka aö blanda Dönum og útfærslu land- helginnar við Grænland i sina röksemdarfærslu fyrir aðgerðum við Jan Mayen, þá þurfum við svo sannarlega að fhuga vandlega hvernig við bregðumst við i mál- inu, sagði Ólafur Ragnar.-S.dór Verðhjöðnunaráhrifí tillögum flokkanna ofmetin: 17 miljarða kr. gat hjá Sjálfstæðisflokki i umsögn Þjóðhagsstofn- unar um tillögur þær er lagðar hafa verið fram beint eða óbeint í nafni SjálfstæðisflokkS/ Alþýðu- flokks og Framsóknar- flokks kemur fram að stofnunin telur verð- hjöðnunaráhrif þeirra of metin. Það leiðir aftur á móti til þess að kjaraskerð- ingin er tíl muna meiri én f ram kemur i útreikningi á þeim 5 leiðum sem Morgunblaðið birti í gær. Morgunblaðið birti i gær útreikning á 5 leiðum sem fram komu i vinstri viðræðunum eða lagðar hafa verið fram i þjóð- stjórnarviðræðum og fengnar Þjóðhagsstofnun til umfjöllunar. Athygli vekur að tillögurnar eru birtar þvert ofan I þá meginstefnu Geirs Hallgrimssonar að i viðræðum sem hann stæði fyrir væri ætlunin að þróa fram heildarlausn i stað þess að efna til áróðursstriðs milli flokka um merktar tillögur. Heimildarmenn Þjóðviljans túlkuðu þetta I gær annaðhvort sem mistök Morgun- blaðsins eða sem visbendingu frá Geir Hallgrimssyni að hann teldi þjóðstjórnarviðræðurnar vonlausar og hygðist skila af sér fyrir helgina. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans er 17 miljarða gat i tillögum Sjálfstæðisflokksins. Þar er gert ráð fyrir að annaðhvort falli verðbætur á laun niður 1. mars og 1. júni eða engin laun verði verðbætt nema verð- bótavisitalan fari fram yfir 15% á timabilinu. Kjaraskeröingin i lok árs yrði þá 10.8% og verðbólgu- stig 28%, með áðurnefndum fyrir- vara um að verðhjöðnunaráhrif séu ofmetin. A móti þessu vill Sjálfstæðis- flokkurinn verja 25 miljörðum króna til þess að bæta lág- og meðaltekjufólki upp kjaraskerö- inguna. Gert er ráð fyrir 4.5 miljörðum i auknar bætur almannatrygginga, 1.5 miljarði króna i barnabætur og 19 miljörðum i lækkun tekjuskatts, með hækkun persónuafsláttar og persónubóta, eða niðurfellingu sjúkragjalds og breytingu á jaðarsköttum. Tekjutap rikis- sjóðs og útgjaldaaukningu á að mæta m.a. með sölu ríkisskulda- bréfa, en með þeim og öðrum ráðstöfunum fást aðeins 8 miljarðar króna. Eftir stendur þá 17 miljarða króna gat. Alþýðubandalagsmenn telja að útreikningar Þjóðhagsstofnunar á tillögum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hvili einnig á mjög veikum grunni og séu þar margar forsendur gefnar sem allsekki muni standast og kjara- Lítili áhugi er á þjód- stjórnar- tilraun Geirs skerðing verði i raun meiri en útreikningar sýna á blaði. Efnahagssérfræðingar flokkanna fjögurra voru á fundum i gær, en i dag kl. 3.30 hittst flokksformenn a ný til viðræðna. Enginn áhugi er á þjáð- stjórn meðai Framsóknar- og Alþýðuflokksmanna, og af hálfu Alþýðubandalagsins er slikt stjórnarform talið vonlitið. Sennilegast er i stöðunni aö annaðhvort taki við ný tilraun til myndunar vinstri stjórnar, eöa að Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur freisti þess aö mynda minnihlutastjórn, en gegn þvi er andstaða i Framsóknarflokknum. -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.