Þjóðviljinn - 10.01.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagurinn 10. janúar 19804>JÓÐVILJINN — StÐA 5
Ný þingmál:
Sektarhámark
verði þrjátíu
miljónir kr.
Frá þvi að þing kom saman
eftir jólaleyfi hafa eftirtalin þing-
mál verið lögð fram:
þingsjá
1) Frumvarp um breytingu á
lögum um Framkvæmdastofnun
rikisíns. Með frumvarpinu eru
gerðar tillögur um að auka tekjur
Byggðasjóðs til að leysa fjár-
hagsvanda Rafmagnsveitna
rikisins.Breytingarnar munu fela
i sér 3 miljarða tekjuaukningu.
Flutningsmaður er Eggert Hauk-
dal.
2) Eggert Haukdal flytur einn-
ig þingsályktunartillögu um að-
stoð við fiskflutninga milli Þor-
lákshafnar, Selfoss, Eyrarbakka
og Stokkseyrar.Miðar tillagan að
þvi að veitt verði fé i þessu skyni
á fjárlögum fyrir árið 1980 og
eftirleiðis, þar til brú er komin á
Olfusá við Óseyrarnes.
3) Karl Steinar Guðnason end-
urflytur tillögu sína frá þvi á síð-
asta þingi um að rannsakað verði
hvort hagkvæmt sé að starfrækja
tollfrjálst iðnaðarsvæði við Kefla-
víkurflugvöll.
4) Landbúnaðarráðherra flyt-
ur frumvarp um að framlengja
heimild ráðherra til að leyfa
slátrun i ólöggiltum sláturhúsum,
enda verði slátrun framkvæmd á
viðunandi hátt.
5) Dómsmálaráðherra flytur
frumvarp um hækkun á hámarki
fésekta. Lagt er til að sektarhá-
mark hegningarlaga verði hækk-
að i 30 milljónirkróna, en það var
áður 5 milljónir.
6) Þá flytur dómsmálaráð-
herra frumvarp um breytingu á
almennum hengingarlögum til
þess að unnt sé að fullgilda af Is-
lands hálfu samning sem gerður
hefur verið á vegum Evrópuráðs-
ins um varnir gegn hryðjuverk-
um.
Frumvarp um Sinfóníiihljómsveit
rætt á Alþingi:
Kostnaðar-
skiptingin
er umdeild
Samkvæmt stjórnarfrumvarpi
sem lagt hefur verið fram á Al-
þingi um Sinfóniuhljómsveit is-
lands er gert ráð fyrir að Reykja-
víkurborg og nokkur nágranna-
sveitarfélög (Kópavogur, Hafn-
arfjörður, Garðabær og Seltjarn-
arnes) greiði 25% af stofn- og
rekstrarkostnaði hljómsveitar-
innar. í máli mcnntamálaráð-
herra kom hins vegar fram að
nokkur þessara sveitarféiaga eru
andvig þessu ákvæði. Sagðist ráð-
herra vilja freista þess, að lausn
fyndist á málinu i meðförum Al-
þingis sem viðunandi væri fyrir
alla aðila.
Frumvarp þetta var flutt undir
lok siðasta þings af þáverandi
menntamálaráðherra, Ragnari
Arnalds, en ekki tókst að afgreiða
það vegna anna þingsins. Við um-
ræður um málið i gær lagði Ragn-
ar Arnalds áherslu á að frum-
varpið yrði samþykkt óbreytt og
að tala hljóðfæraleikara yrði ekki
skorin niður vegna skammsýnna
sparnaðarráðstafana. Alexander
Stefánsson og Ingvar Gislason
lýstu einnig yfir stuðningi við
frumvarpið, en Birgir tsieifur og
Albert Guðmundsson gerðu at-
hugasemdir við kostnaðarskipt-
ingu þess. Lárus Jónsson taldi
nauðsynlegt að athuga fjármála-
lega hlið málsins sérstaklega.
Karvel Pálmason benti á að ekki
væri siður þörf á að styðja ýmsa
aðra starfsemi en Sinfóniuhljóm-
sveitina.
FRETTASKYRING
Atburðir íAfganistan
Carter Bandaríkjafor-
seti lýsti því yfir í gær, aö
innrásin í Afganistan
væri alvarlegasta ógnun
viö heimsfriðinn siðan
heimsstyrjöldinni síðari
lauk. Þetta hljómar að
sönnu undarlega i munni
æðsta manns þess ríkis
sem sprengdi Hanoi og
Haiphong i tætlur fyrir
fáum árum. En hitt er
vist, að innrásin hefur
gífurlegar keðjuverkanir
um heim allan, eins og
önnur hver frétt, sem
berst inn á borðið, ber
vitni um.
1 raun og veru er kalt strið
hafið að nýju af fullum krafti.
Sú saga var sögð eftir innrás
Sovétmanna i Tékkóslóvakiu
1968, að sovéskur og bandarisk-
ur sendiherra hefðu hist og rætt
málin. Sá sovéski á að hafa
sagt: Þið hafið dollarana. Við
höfum bara skriðdreka.
Sem minnir á það, að bæði
heit og köld strið má heyja með
ýmsum ráðum. Sovétmenn reka
sina skriðdrekapólitik i Afgan-
istan. Bandarikjamenn svara
með þvi að neita að selja Sovét-
mönnum 17 miljónir lesta af
korni, sem áttu að fara til að
fóðra búpening. Zbigniew
Brzezinski, öryggismálaráð-
gjafi Carters, telur sig vita að
þetta sé áhirfamikið vopn: þessi
riftun kornsölu dæmir sovésku
þjóðirnar, segir hann, til að
minnka kjötneyslu sina um
fimmtung á næsta ári.
berg-
mála
unt
allan
heim
verkanir af þvi sem gerist i Af-
ganistan. Pakistan, næsti
granni Afganistans, hefur um
hrið talist hlutlaust riki, en var
áður ináinni hernaðarsamvinnu
við Bandarikin. Innrásin i
Afganistan er sögð freista Zia
hershöfðingja, æðsta manns
landsins, til að styrkja her sinn
— og Carter er fyrir sitt leytj
reiðubúinn til að senda honum
vopn enda þott bandarisk lög
banni honum að selja vopn til
rikis sem er að reyna að koma
sér upp kjarnorkuvigbúnaði.
Leiðir munu finnast til að snið-
ganga þau lög: þvi ekki að
senda vopnin um Kina? En allt
er þetta málum blandað. Ef Zia
þiggur bandariska aðstoð
versnar staða hans i Samtökum
hlutlausra rikja. Ef Vestur-
kenndu báðar, að stærstu
vandamál samtimans eiga ekki
rætur að rekja til hugsanlegra
árásarfyrirætlana mótherjans.
Dollarakreppan verðbólgan og
atvinnuleysið eru miklu alvar-
legri mál bandariksum þegnum
en fyrirætlanir Kremlverja.
Svipað gildir um Sovétmenn:
það skiptir mestu fyrir þá ann-
arsvegar að halda áhrifasvæði
sinu i Austur-Evrópu og hins-
vegar að fá nokkurt svigrúm til
að sinna þörfum þegna sinna
fyrir bætt lifskjör, um leið og
öryggi landsins væri tryggt.
Hæpin þróun
Information telur að Vestur-
veldin hafi fyrir sitt leyti ekki
tekið tillit til þessara frumþarfa
Sovétmanna (sem hljóti að
koma á undan öllum hugsanleg-
um vangaveltum um það hverj-
ir stefni að heimsyfirráðum).
Hernaðarsamstarf milliNató og
Kina er i örri þróun, vestræn
riki selja Kina bæði nýtisku
vopn og aðra tæknivöru. Að-
vestan hefur erfðafjandinn,
vesturþýski herinn eflst, er
þriðji öflugasti her i heimi.
SALT-samningurinn, sem fól i
sér, að dómi blaðsins, verulegar
hernaðarlegar tilslakanir af
Rússa hálfu, hefur ekki fengist
samþykktur. Meira en svo: i
Bandarikjunum hefur að und-
anförnu verið blásið til stórauk-
ins vigbúnaðar. Þá hafa Sovét-
menn ekki fengið þau kjör i við-
skiptum sem þeir hafa sóst eftir
— á þeim grundvelli að þeir ekki
virði mannréttindi. Kinverjar fá
miklu betri fyrirgreiðslu — og
spyr enginn þá um mannréttindi
og frelsi.
Sum viðbrögðin kitla svolitið
hláturtaugarnar, mitt i allri
þessari dapurlegu alvöru. Eins
og þegar við spurðum það i gær,
að danska stjórnin heföi setið á
fundi og ákveðið að refsa Rúss-
um ekki fyrir innrásina!
Sá sem sáir vindi...
En Sovétmönnum er sjálfsagt
ekki hlátur i hug. Ýmsar refsi-
aðgerðir Carters koma sjálfsagt
illa við þá. En ef þeir upp-
skera fyrir utan þær einnig ein-
hverskonar hernaðarsamstarf
Bandarikjanna og Kina, og svo
stóraukinn flotastyrk Banda-
rikjanna á Indlandshafi þá er
hægt við að einhverjum i Kreml
finnist að útreikningar á áhætt-
unni sem tekin var hafi i raun
verið mjög i skötuliki.
Keðjuverkanir
Pakistan getur verið eitt af
mörgum dæmum um keðju-
veldin eru of örlát við Zia I
vopnasendingum, þá fara Ind-
verjar, sem átt hafa i nokkrum
styrjöldum við Pakistani, að
ókyrrast. Og þannig mætti lengi
áfram telja.
ósigur beggja
Algengast er um þessar
mundir að saka Sovétmenn um
útþenslustefnu og þar með
basta. Danska blaðið Infor-
mation tekur með nokkrum
hætti öðruvisi á þeim málum i
nýlegum leiðara. Information
telur, að innrásin i Afganistan
sé i raun ósigur fyrir pólitiska
foringja bæði i austri og vestri.
Þeir hafi i orði hyllt spennuslök-
un en i raun grafið undan henni.
Eigi Bandarikin stóran þátt i aö
svo fór.
Slökunin, segir þar, byggði á
þvi, að báðar stórveldablokk-
irnar hefðu sameiginlegra
hagsmuna að gæta. Þær viður-
Gamlar leikreglur
Undir lokin segir leiðarahöf-
undur á þessa leið:
„Þeir sem hafa gagnrýnt
kaldastriöstilhneigingar i
bandariskri utanrikispólitik
hafa lengi varað við þvi, að ef
Sovétmenn telji frumhagsmun-
um sinum i hættu teflt, þá muni
„haukum” i Kreml vaxa afl
með þeim afleiðingum að þeir
hættu á djarflegra tafl i þriðja
heiminum. Ihlutunin i Afganist-
an getur verið merki um að
Sovétmenn muni nú af meira
kappi en fyrr taka þátt i taflinu
um framtið þriðja heimsins —
eftir þeim leikreglum sem
Vesturveldin hafa skapað með
itrekaðri hernaðarihlutun.”
Svo velta menn vöngum; á
meðan rennur blóð eftir slóð i
Afganistan og enginn veit hve
löng sú slóð verður.
—ÁB.
J