Þjóðviljinn - 10.01.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.01.1980, Blaðsíða 15
Fimmtudagurinn 10. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Reyk j avíkurpistill Eggert Jónsson borgarhag- fræöingur heldur áfram með Reykjavikurpistla sína i út- varpinu i kvöld. Pistill dagsins er beint framhald af slðasta pistli, sem fluttur var 13. des. s.l. og fjallaði um þarfir sveit- arfélaga, sem hafa verður i huga vift gerð fjárhagsáætlana fyrir árið. Þeir sem láta sig hag borg- arinnar einhverju varða ættu tvimælalaust að sperra eyrun oghlusta á Eggert. Þetta gild- ir um fleiri en Reykvikinga. Megintilgangur pistlanna er nefnilega að sýna fram á tengslin milli Reykjavikur og Útvarp kl. 22.40 annarra sveitarfélaga, mikil vægi þéttbýlisins fyrir dreif- býlið.'Þettbýlið annast ýmiss- konar þjónustu fyrir dreifbýl- ið, og er mikilvægt aö menn þekki til þessara hluta áður en þeir byrja að skamma höfuð- borgina fyrir að mergsjúga dreifbýlið. I pistlum Eggerts er saman komið mikið af gagnlegum upplýsingum, sem erfitt er án að vera i umfjöllun um þessi mál. Ungverskir tónleikar í kvöld verður útvarpað beint úr Háskólabiói fyrri hluta tónleika Sinfóniuhljóm- sveitar tslands. A efnis- skránni eru tvö verk: Dansa- svita eftir ungverska tón- skáldið Béla Bartdk og Fiðlu- konsert I a-moll op. 53 eftir Tékkann Antonin Dvorák. Stjórnandi hljómsveitarinn- ar er Ungverjinn Janos Furst og einleikari á fiölu er landi hans György Pauk. Béla Bartók (1881-1945) var pianóleikariog samdi mikið af verkum fyrir pianó, en einnig fyrir hljómsveitir. Hann er þekktastur fyrir tónverk sem Útvarp kl. 20.30 sækja mikið til miðevrópskra þjóðlaga, enda varhann mikill unnandi og safnari þjóðlegrar tónlistar. Antonin Dvorák (1841—1904) var eitt stærsta nafnið i tékkneskri tónlist á nitjándu öld. Þekktustu verk hans eru sinfónian Frá nýja heiminum, slavnesku dans- arnir, húmoreskurnar og trú- arleg tónlist eins og Stabat Mater, Te Deum og Requiem. Kiistalsstúlkan tJtvarpsleikrit vikunnar verður flutt I kvöld og heitir „Kristalsstúlkan”. Höfundur þess er Edith Ranum, en þýð- inguna gerði Torfey Steins- dóttir. Með hlutverkin tvö fara Margrét ólafsdóttir og Þór- unn Magnea Magnúsdóttir. Flutningur leiksins tekur röskar 50 minútur. Nina Wéide, „kristalsstúlk- an”, hefur veriö fræg leik- kona.Ennúer hún ekki lengur ung og falleg og þar að auki á góðri leið með að verða drykkjusjúklingur. Móðirin hefur boðið fyrrverandi kær- asta Nínu, sem nú er frægur leikstjóri, til miðdegisverðar, i von um að dóttir hennar geti Útvarp kl. 21.05 tekið þráðinn upp að nýju. En oft fer sitthvað á annan veg en menn ætla. Edith Ranum er þekkt fyrir barnaleikrit sin I Utvarpi, bæði i heimalandi sinu, Noregi, og annarsstaðaráNorðurlöndum. Hún hefur einnig skrifað saka- málaleikrit og nokkrar skáld- sögur i þeim dúr. Arið 1975 hlaut hún 1. verölaun i leik- ritasamkeppni fyrir „Kett - linginn” en það var jafnframt fyrsta útvarpsleikrit hennar. Béla Bartók Margrét ólafsdóttir leikur móðurina. Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikur dótturina. Antonin Dvorák. Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík Sinum aug- um lítur hver á silfrið Þessi málsháttur kom fram i hugann þegar ég las greinar i Þjóöviljanum eftir Jan Myrdal um það sem hann sá og heyrði I Kampiítseu. En nokkru áður hafði ég séð og heyrt I sjónvarpi frásögn enskrar sendinefndar sem farið hafði til sama lands. Varla mun hægt að hugsa sér andstæöari lýsingar á sama fyrirbæri. Enska nefndin kemur að landi, sem lagt hefur verið I rilst, jafnvel höfuðborgin er sýnd mannlaus og eydd, og það sem sást af fólki eru deyjandi vesalingar, matar-og klæölaus- ir. Og raunar þeir einu sem rétta þeim hjálparhönd eru Vietnamar, sem eru að hjálpa þeim af fátækt sinni. Og þeir einu sem eru reisu færir eru i hjálparstöðvum þeim sem Víet- namar hafa komið upp. Hjá Myrdal kveður við allólik- an tón. Þarna hafði verið fyrir- myndar velferöarriki sem Viet- namar réðust inn I á þvi ári 1979 af alkunnri ofbeldishneigð og strádrápu fólkið og eyðilögðu allt sem þeir komu höndum yfir, svo þeir sem ekk.i voru drepnir strax veslast nú upp af matar- og klæöleysi. Ekki ber nú sögunum íam- an, og hverju á svo að trúa'? Reyndar var nú búið að básúna þaðút um allan heim að i Kampútseu rikti hin mesta óöld og harðstjórn, og fólkið úr borgunum hefði verið rekið út á land og ýmist verið deytt eða skiliö eftir allslaust og sett á guð og gaddinn, eins og sagt var að sumir Islendingar settu búpen- ing sinn. Myndir þær sem enska nefnd- in sýndi frá auöum og eyddum borgum bentu til aö verið gæti að þessar fregnir gætu haft við einhver rök að styðjast. Og reyndar tæpir Myrdal á þvi að eitthvað hafi verið um þennan flutning að ræða, en helst að það hafi verið til aö bjarga fólkinu. Erfitt er aö trúa þeirri mynd sem Myrdal dregur upp af Viet- nömum i grein sinni. Að þjóð sem áratugum saman hefur veriö i stöðugu striði við útlend- ar ofbeldis- og árásar-þjóðir, til að verja sjálfstæði sitt, — fyrst Frakka og sibar Kana, — fari strax og hún er búin aö reka sið- asta og versta árásaraðilann af höndum sér, og flest sár árásar- striðanna ógrædd, fari aö ráðast aðósekjuá nágranna sinn til aö búahonum sömu örlög og henni voruhuguð, af útlendum ofbeld- ismönnum. Slíkt virðist vart hugsanlegt. En hitt er ekki fjarri sanni að ætla, að þeir færu til hjálpar þeim hreyfingum i grannriTii, sem risu upp til að losa sig við illa og óþolandi harðstjórn, ef um slikt hefurveriöaö ræöa, og þaö virtust allar fréttastofur heims vera orðnar sammála um að væri. Hraðhentir ætlar Myrdal að Vietnamar hafi ver- ið, ef þeir hafa átt að geta á nokkrum vikum tæmt höfuð- borgina af öllu lifandi og hrakið fólkið i hungurdauðann og skilið eftir hvitar og berar beina- grindur manna I haugum, eins og ensku myndirnar sýndu. Slikt gerist ekki á nokkrum mánuöum og ekki á einu ári. Þessar tværfrásagnir eru svo • andstæðar að þar verður vart gerð brú á milli. Sennilega upp- lýsa síðari timar hvor frásögnin er nær sannleikanum um þá at- burði sem eru aö gerast i þessu . hrjáða landi. En þar til þaö verður, mun , hver trúa þvi sem hann telur liklegra I þessum frásögnum. G.H. Sending að sunnan (Lag: Vertu hjá mér Dísa) Landið okkar skartar í Ijóma Nató vafið og lýðræðisins þrenning er studd af varnarher. Og sendingin er komin að sunnan yfir hafið, við sjáum hana fólgna í kjarnaoddum hér. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.