Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 1
Föstudagur 11. janúar — 8. tbl. 45. árg. Ríkissjóöur sveltir Tryggingastofnunina: Skuldar fímm og hálfan miljarð kr. Sighvatur hefur ekkert gert í málinu á valdatima kratastjórnar Samiö um olíukaup við Breta: 100 þús. lestir á þessu ári Fjárhagsstaða Tryggingastofn- unar rikisins hefur verið óvenju slæm undanfarin misseri og ekki hefur hún breyst til batnaöar ú sioustu mánuðum. Skuld rikis- sjóðs viö Tryggingastofnunina er enn um fimm oghálfur miljaröur, samkvæmt upplýsingum Eggerts G. Þorsteinssonar forstjóra stofn- unarinnar i gær. Eggert sagði að uppgjör hefði ekki farib fram, en skuld rikis- sjóðs væri óbreytt frá i vor e6a um 5 1/2 miljarður. Tómas Arna- son, þáv. fjármálaráðherra, setti þá starfshóp til að kanna þetta mál og komst hann að þess- ari niðurstöðu. „Staðan er óbreytt eftir þvi sem ég best veit," sagði Eggert. Hér er um að ræða samansafn- aðar skuldir allt frá árinu 1972. Aform Tómasar Arnasonar voru að greiða skuldina i áföngum, en eftir stjórnarskiptin hefur ekkert verið gert frekar i málinu að sögn Eggerts G. Þorsteinssonar. . „Stofnuninni er haldið gang- andi, þannig að hægt sé að standa við allar löglegar skuldbindingar við bótaþega," sagði hann og bætti þvi við, að lausnskuldamál- anna hlyti að tvinnast s'aman við gerð nýrra fjárlaga. „1 nýju f járlögunum er lagt til að létta þessum skuldum af i beinu framhaldi af tillögum Tóm- asar Arnasonar i fyrri stjórn," sagði Eggert. „En fjárlög hafa ekki verið samþykkt og I heild er staðan óbreytt." -eös Þessi mynd var tekin þegar Islendingar og Bretar hófu samningafund um oliuviðskipti. (Ljósm. —gel—) Eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum i gær stóðu yfir viðræður miili ís- lensku olíuviðskiptanefnd- arinnarog breskrar nefnd- ar frá fyrirtækinu BNOC um oliukaup Islendinga f rá þessu fyrirtæki. Viðræðunum lauk i gær og var þarákveðið að Islendingar fengju 100 til 125 þúsund lestir af gasoliu á þessu ári á hinu ' svonef nda „mainstream" verði, en verðlag á þeim markaði var mun lægra á sl. ári en á Rotterdammarkaði, auk þess sem „mainstream" markaðurinn er ekki eins háður sveiflum og hinn. 1 framhaldi af þessum viðræð- um nú, verður gengið frá endan- legum samningsdrögum, og er stefnt að þvi, að það verði fyrir lok þessa mánaðar. Þess má geta, að breska rikisfyrirtækiö Bnoc selur eingöngu oliu innan- lands i Bretlandi, og mun þetta fyrsti oliusölusamningur sem fyr- irtækið-gerir við erlenda aðila. — S.dór Póstránið i Sandgerði Handtekinn en sleppt aftur t gær var piltur i Sandgerði handtekinn og beðið um varð- haldsúrskurð yfir honum vegna póstránsins i Sandgerði. Síðan gerðist þaðsíðdegis i gær, að piltinum var sleppt aftur og varðhaldsúrskurðurinn afturkall- aður. Að sögn Johns -Hills rann sóknarlögreglumanns f Keflavik var ástæðan fyrir þessu sú, að við yfirheyrslu yfir piltinum kom i ijós að ástæðulaust þótti að hafa hann i gæsluvarðhaldi. Að sögn Johns hefur ekkert miðað í málinu og ekkert það komið fram sem gefur vlsbend- ingu um hver hafi verið þarna að verki. — S.dór Okkur var heldur betur kippt úr sam- bandi í gær hér á Þjóðviljanum þegar viðgerðarmenn frá símanum slógu upp tjaldi sínu fyrir utan húsið og hóf u störf. Sama hvernig hallóað var í símann, — ekkert svar. Svo blaðamenn og aðrir voru á þönum um bæinn til að ná beinu sambandi eða fá lánaða síma, en þeim sem ætluðu að ná i okkur gengur vonandi betur í dag — eða svo lofuðu tjaldbúar. —Ljósm. — gel —' Fiskverð enn ehki ákveðið: Alþingi fær ekki gögn Enn þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um fiskverð, þrátt fyrir að liðinn er nú nær hálfur mánuður frá þeim tima sem ætlast er til að fiskverð liggi fyrir. Sjávarútvegsráðuneytið hefur framlengt þann frest sem yfirnefnd verðlagsráðs hefur til að ákveða fiskverð til 18. jan. n.k. Þá hafa þingmönnum ekki verið látin nein gögn I té um málið þó að Ijóst sé að þetta mál hljóti að koma til kasta Alþingis þar sgm þingið þarf að gera vissar ráð- stafanir samhliða ákvörðun fisk- verðs. Þeir Svavar Gestsson og Matthias Bjarnason gagnrýndu þessa málsmeðferð mjög á Alþingi i gær og lögðu á það áherslu að ekki væri hægt að ætlast til þess að Alþingi afgreiddi á færibandi frumvörp frá rfkisstjórninni sem snertu málið. Lagði Svavar á það áherslu að rikisstjórnin tryggði að mikilvæg mál eins og ákvörðun fiskverðs gætu fengið eðlilega umfjöllun i þingflokkun- um. -þm. „Barátta" Vilmundar gegn spillingu rœdd á alþingi Réð flokksbróðurinn sem umboðsfulltrúa Gengur þannig þvert á fyrri yfirlýsingar „Vilmundur Gylfason hefur nií gengið á bak fyrri yfirlýsinga um baiáttu gegn spiUingu og rotnuðu þjóðfélagskerfi og tekið upp þau vinnubrögð er hann fordæmdi mest i tfð rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar, og þannig geng- ið I bandalag með gamla sam- tryggingakerfinu". Þannig fórust Ólafi Ragnari Grlmssyni orð utan dagskrár á Alþingi I gær er ha nn r æddi um þá siðustu embættisveitingu dóms- málaráðherra að ráða flokks- bróður sinn Finn Torfa stefánsson fyrrv. alþingismann i embætti umboðsfulltrúa i dómsmálaráöu- neytinu. Minnti Ólafur á stóryrði Vilmundar áður fyrr um nauðsyn baráttu gegn spillingu og mikil- vægi þess að teggja af flokkspóli- tiskar embættisveitingar. I þessu sambandi las ólafur upp úr grein sem Vilmundur hafði ritað i' Dag- blaðið 7. júli 1978 er hann gagn- rýndi veitingu embættis hiisa- meistara rikisins. 1 þessari blaðagrein sagði Vilmyndur m.a.: „Það er auðvitað ögrun, þegar rikisstjórnj sem beðist hefur lausnar og stjórnar aoeins sem bráðabirgðastjórn, heldur áfram að útdeila gæðingum sinuni bitl- ingum." Þá beindi Ólafur þeirri fyrir- spurn til Vilmundar hvort þessi embættisveiting væri fyrirboði Framháld á bls. 13 Finnur Torfi Stefánsson, flokksbróðir dómsmálaráðherra og nýskipað- ur umboðsfulltrúi, var á vappi I þinghúsinu i gær og sést hér (tv.) á tali við Halldór Blöndal lögfræðing. — Ljósm. — eik —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.