Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 3
Föstudagurinn 11. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Kjararádstefna ASÍ í dag: Kosningar á Alþingi A fundi sameinaðs Alþingis i gær var m.a. kosið i nokkrar nefndir og ráð. Kosningu i flugráð hlutu eftirtaldir: Albert Guðmundsson alþingismaður, Steingrimur Hermannsson alþingismaður og Skúli Alexandersson alþingismaður. Varamenn voru kosnir Guðmundur Guömundsson slökkviliðsst jóri, Ragnar Karlsson og Vilhelm Júliusson verkstjóri. Sigurður J. Briem fulltrúi var kosinn framkvæmdastjóri Söfnunarsjóðs tslands til 6 ára eða frá 1. jan.1980 til 31. des 1985. Norðurlandaráð í Norðurlandaráð voru kosnir sem aðalfulltrúar eftirtaldir þingmenn: Matthias Á. Matthiesen, Sverrir Hermannsson, Ólafur Jóhannesson, Páll Pétursson, Stefán Jónsson og Arni Gunnars- son. Varamenn þeirra voru kosnir Geir Hallgrimsson, Gunnar Thoroddsen, Halldór Asgrimsson, Davið Aðalsteinsson, Hjörleifur Guttormsson og Eiður Guðnason. | Næst sam- i komulag | um verð- i bótamál? i dag kl. 10 hefst á Hótel Loft- ■ leiðum kjaramálaráðstefna J ASt, sem frestað var I desem- Ibermánuði, og eru nú taldar auknar likur á sameiginlegri ! stefnumörkun i kjarakröfum | sambandsins. Undanfarið hefur ■ mikið verið fundað innan verka- I lýðshreyfingarinnar til undir- a búnings ráðstefnunni, — 26 J manna nefndin fundaði i gær og Imiðstjórn ASt kemur saman kl. 9 i dag áður en ráðstefnan hefst. ■ Kjaramálaráðstefnunnar, I sem ætlað er að ljúki i kvöld, ■ hefur verið beðið með nokkurri Þessa mynd tók -eik við upphaf fundar 26 manna nefndar ASt i gær, en nefndin leggur tillögur sinar fyrir kjararáðstefnuna I dag. eftirvæntingu, þar sem tals- verður ágreiningur varð milli einstakra aðildarfélaga sam bandsins á kjaramálaráðstefn- unni i desember og tókst ekki að ljúka henni m.a. af þeim ástæð- um. A þingi Verkamannasam- bandsins um siðustu helgi var hins vegar samþykkt stefnu- mörkun, sem ætlað er að auð- veldi samkomulag um verð- bótamálið, sem verið hefur helsti ásteytingarsteinninn. Þar var sett fram krafa um að laun á bilinu 230-300 þúsund krónur fái sömu krónutölu i visitölu- bætur og miðist þær við 300 þús- und króna laun. Laun á bilinu 300-400 þúsund krónur fái fullar visitölubætur, en hærri laun en 400 þúsund krónur fái sömu krónutölu og 400 þúsund króna laun fá. Krafa þessi er sett fram með þvi skilyrði að sama kerfi gildi fyrir önnur launþegasam- bönd. -AI Umboösfulltrúaembœttiö gæti eins kallast „Aöstoöarmaöur ráöherra 5? Ég tel að þetta ný ja em- bætti umboðsf ulltrúa sé fyrst og fremst mannafla- aukning í dómsmálaráðu- neytinu og geti verið til góðs sem tengiliður þess við almenning en að um- boðsfulltrúinn geti haft áhrif á dómsathafnir eða sé líkt embættum umboðs- manna á Norðurlöndum tel ég ekki rétt. Þess vegna gæti embætti Finns Torfa Stefánssonar alveg eins heitað aðstoðarmaður ráð- herra, sagði Már Péturs- son formaður Dómarafé- lags íslands í samtali við Þjóöviljann í gær. segir Már Péturs- son, formaöur Dómarafélagsins í morgunpóstinum 4. janúar lýsti Finnur Torfi Stefánsson hvert hann áliti hlutverk sitt i hinu nýja embætti og kom þar fram að hann áliti skyldu sina að taka við kvörtunum þeirra sem eiga um sárt að binda i skiptum við dómstóla og gera ef ástæða þætti til viðkomandi embættis- mönnum tiltal i sendibréfsformi. Þá taldi hann að hlutverk fulltrú- ans væri samsvarandi starfi um- boðsmanns þjóðþinga á Norður- löndum og viðar. 1 gær skrifar svo Steingrimur Gautur Kristjánsson héraðsdóm- ari grein i eitt dagblaðanna og telur þessi ummæli fallin til að gefa ranga mynd af verkaskipt- ingu dómstóla og stjórnvalda hér á landi og feli i sér villandi upp- lýsingar um hlutverk umboðs- manna þjóðþinga. I samtalinu við Má Pétursson i gær lýsti hann sig hjartanlega sammála grein Steingrims. Samkvæmt stjórnarskránni fara dómstólar með einn af þrem- ur höfuðþáttum rikisvaldsins og eru sjálfstæðir þannig að enginn getur sagt dómara fyrir verkum i meðferð máls. Undirmaður dómsmálaráðherra getur þvi ekki agað dómstóla landsins. I grein Steingrims kemur fram að munurinn á störfum umboðs- fulltrúans, sem i raun er ekki annað en stjórnarráðsfulltrúi, og umboðsmanna þjóðþinga á Norðurlöndum geti vart orðið meiri. Sá fyrrnefndi heyrir alfar- ið undir pólitiskan ráðherra þ.e.a.s. framkvæmdavaldið. Um- boðsmenn þjóðþinga eru hins vegar settir til að hafa hemil á framkvæmdavaldinu og taka við kærum borgaranna út af misbeit- ingu þess — en ekki dómstóla. GFr. Sildarverksmiðja rikisins 1 stjórn Sildarverksmiðju rikisins voru kosnir eftirtaldir sem aðalmenn: Þorsteinn Gislason skipstjóri, Einar Ingvarsson bankafulltrúi, Jón Kjartansson, Sigurður Hlöðversson og Hallsteinn Frið- þjófsson. Sildarútvegsnefnd 1 Sildarútvegsnefnd voru kosnir eftirtaldir aðalmenn: Guðmundur Karlsson alþingism., Kristmann Jónsson og Birgir Finnsson fyrrv. alþingsim. Vara- menn þeirra voru kosnir Unn- steinn Guðmundsson skrifstofu- stjóri, Þorleifur Björgvinsson og Haukur Þorvarðsson netagerðar- maður. Menntamálaráðuneytið um skólakostnaðinn: Greiöslustaöan er nú síst lakari en undanfarin ár í frétt, sem menntamála- ráðuneytið sendi frá sér i gær vegna yfirlýsinga i fjölmiðlum um reikningsskil rikissjóðs vegna Skaftár- hlaup þegar í rénun Skaftárhlaup sem hófst aðfaranótt miðvikudagsins virðist i rénun nú þegar, enda talið ósennilegt að það yrði mikið, þar sem óvenju stutt er frá siðasta hlaupi, sem var i september. Megna fýlu leggur nú af ánni og hún er sementslituð. rekstrarkostnaðar skóla, segir m.a. að eðli málsins samkvæmt hljóti rikissjóður oftast að vera i nokkurri skuld við sveitarfélög, þótt þær skuldir séu ekki i öllum tilfellum gjaldfallnar. A s.l. ári fóru greiðslur rikis- sjóðs vegna rekstrar grunnskóla um 630 milj. króna fram úr verð- bættum fjárveitingum fjárlaga, segir i frétt ráðuneytisins. Hins vegar sé greiðslustaða fræðslu- umdæma mjög misjöfn, eða frá þvi að vera innan fjárlaga til þess að fara tæpar 250 miljónir fram úr verðbættum framlögum. Ráðuneytið segir að reikningar sem bárust fyrir 20. nóvember hafi verið afgreiddir um mánaðamótin nóvember/ desember, en reikningar sem bárust eftir þann tima og fram i miðjan desember hafi verið afgreiddir til greiðslu um áramót. Að lokum segir i frétt mennta- málaráðuneytisins, að með þessu hafi verið reynt að jafna greiðslu- streymi milli rikissjóðs og sveitarfélaga án þess að auka skuldir rikissjóðs við sveitarfélög þegar á heildina er litið, jafnhliða þvi sem reynt hafi verið að tryggja að ekki yrði farið fram úr heildarfjárveitingum til mennta- mála. Við hvort tveggja hafi verið staðið. „Greiðslustaða rikissjóðs gagnvart sveitarfélögum vegna rekstrar grunnskóla er sist lakari um þessi áramót en verið hefur undanfarin ár. Frávik frá verð- bættri heildarf járveitingu ráðuneytisins eru innan við 1%.” Björn staöfestir frétt Þjóöviljans Mcð yfirlýsingu sinni til fjármálaráðhcrra staðfestir Björn Friðfinnson allt sem kom fram i frétt Þjóðviljans i gær. Samtalið var tekið upp á segul- band og hið eina sem á milli ber i yfirlýsingu Björns og þvi sem haft er eftir honum er að hann sagði, að mismunur vegna lækkaðs framlags Jöfnunarsjóðs væri 180 miljónir, en ekki allt að 180 miljónir, eins og Björn heldur fram í yfirlýsingu sinni. Orðrétt sagði Björn Friðfinnsson um reikninga sjúkrastofnana:„...i þriðja lagi hefur Tryggingastofnunin vegna fjárskorts ekki getað sýnt okkur sömu fyrirgreiðslu um áramót eins og undanfarin ár. Við þurfum að leggja út vegna þeirra (þ.e. sjúkrahúsa) núna i desember- mánuði um einn miljarð, sem við eigum svo að fá greitt i janúar.” Fyrirsögn fréttarinnar og „hugleiðingar um fallega reikninga Reykjavikurborgar” eru að sjálfsögðu blaðsins og ekki á ábyrgð Björns Friðfinnssonar á nokkurn hátt. -eös Auglýsing um próf dómtúlka. fyrir skjalaþýðendur og Þeir, sem öðlast vilja réttindi sem skjalaþýðendur og dómtúlkar, eiga þess kost að gangast undir próf, er haldin verða i febrúar n.k., Umsóknir skal senda dóms- og kirkju- málaráðuneytinu fyrir janúarlok á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást. Próftökum verður veittur kostur á leið- beiningum um frágang skjala og þýðingartækni á nokkurra tima námskeiði fyrir próf. Við innritun i próf greiði próftaki gjald, er nemur helmingi gjalds fyrir löggildingu til að vera dómtúlkur og skjalaþýðandi. Gjaldið, sem nú er kr. 12.720, er óaftur- kræft, þó að próftaki komi ekki til prófs eða standist það ekki. Dóms og kirkjumálaráðuneytið, 8. janúar 1980. TILKYNNING um eftirgjöf aðflutningsgjalda af bifreiðum til öryrkja Ráðuneytið áréttar hér með, að frestur til að sækja um eftirgjöf aðflutningsgjalda af bifreiðtil öryrkja skv. 27. tl. 3. gr. tollskrárlaga rennur út 1. febrúar 1980 og skulu því umsóknir ásamt venjulegum fylgigögnum hafa borist skrifstofu öryrkjabandalags lslands fyrir þann tima. Fjármálaráðuneytið, lO.janúar 1980.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.