Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 7
Föstudagurinn 11. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Húsiö var rifiö milli jóla og nýjárs. tþróttafélagiö Þór fékk Noröurpólinn I þrettándabrennu sina. Neðarlega á Oddeyrinni á Akureyri hefur nær alla þessa öld staðið hús sem bar heitið Norðurpóll. Nafn þess var letrað á framhlið þess og athugull vegfarandi hefur vafa- laust veitt því athygli að stafsetningin var forn. Það vantaði u í nafnið. Þar stóð: NORÐRPÖLL. Sem flest önnur gömul hús er uppi stóðu á því herrans ári 1979 átti Norðurpóllinn sér litríka söguf og sagan segir þar hafa búið allar mann- gerðir samfélagsins, rikir og snauðir. Þar var einatt glatt á hjalla og mun um tíma hafa þótt full frjáls- lega gengið um siðferðis- dyrnar? ástaratlot kvenna voru sögð föl við sann- gjörnu verði í því húsi. En þó aö Noröurpóllinn hafi vissulega átt sér merka sögu sem ekki veröur rakin hér þá var hann fyrir okkar kynslóð fyrst og fremst verðmætur sem fulltrúi sins tima i húsagerðarlist. Ger- semum þessarar tegundar fækk- ar jafnt og þétt i landinu. Skyn- samlegar leiðir i húsfriðunarmál- um eiga sér ennþá of fáa tals- menn. Norðurpóll kemur við sögu i æviminningum Tryggva Emils- sonar i bókinni „Baráttan um brauðið” segir svo: ,,í minum skammdegisönnum við að hrófa upp húskofa á blásn- um og berum melhól var það einn dag að ég gekk ofan á Eyri til fundar við föður minn sem þá bjó á Norðurpól viö Gránufélagsgötu, ásamt Guðnýju Jónsdóttur, sinni gömlu ráðskonu, og Mundiönu dóttur hennar. Þegar ég kom þar að húsi var faðir minn aö rölti ut- an dyra og gekk hægum skrefum, honum var sýnilega þungt um gang. Við tylltum okkur á tré- tröppur viö húsið og spjölluðum þar saman um stund, en þá fann ég að hans gamli, skæri sam- ræðugeisli var að ganga til viðar. t þessu okkar taii kom ég meö þá hugmynd að fá hann til að safna saman visum sinum og öðrum kviðlingum með það fyrir augum að varðveita sem mest af þvi frá glötun gleymskunnar. Vel tók hann þeirri hugmynd og hét mér þvi aö skrifa það upp sem enn bjó i huganum, en hann mundi visur sinar margar allt frá æskudögum og urðum við ásáttir um að ég tæki siðan við handritinu og freistaði þess að fá þvi útgefanda. Svo kvöddumst við þarna yið tröppurnar og þá hét ég þvi.tað koma fljótt aftur i heimsókn og sjá hvað til hefði tinst, en ég vissi að nokkuð átti hann i handrituiþ i gömlum kompum og á gulnuðum Möðum. Daginn eftir sem var ellefti nóvember 1936, fékk ég þau boð á hádegi að hann faðir minn væri liðið lik, hann varð bráðkvaddur i rúmi sinu þá um morguninn, það var hjartað sem brast.” Saga þessa húss verður ekki rakin hér. Það er nokkur sárabót aö siðustu ævidagar þess voru viðburðarikir og munu atburöir þeirra daga geymast á filmum i leikriti Jökuls Jakobssonar „Vandarhögg”. Noröurpóll var rifinn milli jóla og nýárs. Enginn hafði sýnt þvi á- huga að taka húsið og koma þvi fyrir á nýjum og heppilegum stað< þrátt fyrir það aö bæði Kaupfél- agEyfirðinga sem átti húsið og bygginganefnd Akureyrar væru reiðubúin að leggja nokkuð af mörkum til að svo mætti verða. I- þróttafélagið Þór fekk þaö i þrett- ándagleði sina. A iþróttasvæöinu fuðraði það upp eins og hvert ann- að óhrjálegt spýtnabrak og drasl. Vonandi a’ð áhorfendum hafi hlotnast bæði ylur og ánægja af bálförinni. Myndirnar hér á siðunni þarfn- ast ekki skýringa. Þær sýna sið- ustu ævidaga Noröurpólsins. Myndin af honum heilum er tekin nokkrum áður en hinar stórvirku vinnuvélar koma á vettvang og tortima húsinu á nokkrum klukkutimum. Það er flutt á i- þróttasvæði Þórs og verður valkflstur i þrettándabrennu. Hverjum skyldi koma i hug aö hin óhrjálega spýtnahrúga sem blas- ir við i vetrarkuldanum hafi eitt sinn verið viröulegt hús? Það loga glatt i bingnum og á horfendur eru ekki langt undan. Þar eru lika álfar, jólasveinar, púkar og tröll aö ógleymdum álfakóngi og frú hans. Allt eins og vera ber á þrettánd- anum. Niður á Eyri hefur rýmkað um kjötiönaðarstöð KEA en ekkert minnir lengur á aö þarna hafi staðið glæsilegt hús. — hágé. Eftir liggur óhrjáleg spýtnahrúga i snjónum. Eskifjörður: Ný og fullkomín sjúkra- bifreið Um siöustu áramót var Eskifjaröardeild HKÍ af- hentur nýr og fullkominn sjúkrabill. Þetta á sér nokk- urn aödraganda. Um ára- mótin 1977/1978 setti dóms- málaráðuneytiö reglugerö þess efnis að lögreglan úti á landsby gðinni hætti öllum sjúkraflutningum. Aö þessu geröu blasti viö mikiö vand- ræðaástand i þessum mál- um. Þá var það að Lionsklúbb- ur Eskifjarðar haföi for- göngu um að nokkur félaga- samtök á staðnum tóku höndum saman og keyptu sjúkrabil. Þau samtök sem hér eiga hlut að máli eru auk Lionsklúbbs Eskifjaröar sem hefur lagt fram 1700.000 kr. Rauðikross tslands með 4.200.000 kr. Verkamannafél. Arvakur 1500.000 kr. Slysa- varna rdeildin Hafrún 1913.650 kr. en af þvi er minningagjöf um Gunnar Larsson frá Sigmundarhús- um i Helgastaðahreppi að upphæö kr. 227 þús. Kven- félag Helgastaðahrepps hef- ur lagt fram 34.000 kr. Kven- félagið á Eskifirði 216 þús- und kr. af þvi gaf einstakl- ingur Tryggvi Eiriksson 110 þúsund kr. Alls hafa þvi borist 9.529.650 kr. en endanlegt kaupverð bilsins er 11.500.000 kr. ■ Sú starfsnefnd sem skipuð var til aö annast kaup bilsins hefur snúið sér til fyrirtækja á Eskifirði og farið fram á Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.