Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 8
Föstudagurinn 11. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagurinn 11. janúar 1980. A síöasta ári seldusti islenskuni markaöi vörur fyrir 772 milj. króna. (Ljósm.-.gel) tslenskur markaöur hefur gcfiö út póstlista I 10 úr og á slöasta ári seldist eftir pöntunum skv. honum fyrir 50 milj. króna. Hér eru starfs- Forsiöa póstiistans sem isienskur markaöur gefur út og dreifir erlendis. A síöasta ári bárust pantanir eftir listanum fyrir 50 miljónir króna. TRADiTiOSIM. KSiöi • HtNÍSMtimo JWEATESS / SÍATtSISE PRlCt JM.0Ö-M5O! •iáMAHJ ____j. ICEMART KEFLAVIK INTERNATIONAL AIRPORT, ICELAND Siöustu vikurnar höfum við haldið okkur gangandi með þvi að selja eftir póstlista sem við höfum gefið út árlega i 10 ár. A siðasta ári seldum við fyrir 50 miljónir króna eftir pöntunum skv. honum. — Hvernig er verölagningin? — Verðið er að jafnaði um 7% hærra en i verslunum i Reykjavik en þó er varan milu ódýrari en i Bandarikjunum. — Er ekki gifurlegur fjöldi sem hefur fariö hér um búðina á hverju ári? — Jú. Ég get getið þess til gamans að gerð hefur verið könnun á þvi erlendis hvar fólk hefur heyrt getið um islenskar vörur og langflestir höfðu heyrt getið um þær vegna kynna af búðinni hérna. — En skapar það ekki viss vandkvæöi aö mikil ös myndast þegar flugvélarnar koma en svo er tómt þess á milli? — Jú, það er nú ekki svo gott að hægtsé að loka t.d. einn daginn en hafa opið annan þvi að flugvélar koma á hverjum degi. Eins og ástandið er núna er flugvél annan daginn klukkan 8 á morgnana en hinn daginn kl. rúmlega 5. ösin stendur i hálftima i senn og þá þarf aö vera nóg af afgreiðslu- fólki þvi að um 200 farþegar eru yfirleitt með hverri vél. — Helduröu aö Flugleiðir hafi fengið farþega vegna Islensks markaðar? — Ég er i litlum vafa um það og hef reyndar orðið var við að farþegar sem ferðast nú með Flugleiöum yfir Atlantshafiö án viðkomu á Keflavikurflugvelli telja sig svikna vegna þess að þeir ætluðu að koma hér við til að kaupa islenskar ullarvörur. Þegar fólk fer yfir Atlantshafið litur það á alla möguleika sem einn pakka og þar er íslenskur markaður örugglega oft með i dæminu. — En hvaö um Frfhöfnina? — Auðvitað eru samtvinnuð vandamál hjá þessum tveimur fyrirtækjum. Ef eitthvert vit væri i þessu öllu saman ætti að reka þau saman. Við buðumst á sinum tima til að taka yfir rekstur Fri- hafnarinnar og hefðum örugglega getað rekið hana á mun hag- kvæmari hátt en nú er gert. -GFr. , ,Ætli ekki Rætt við tvær starfsstúlkur hjá íslenskum markaði Viö búumst við því þá og þegar að okkur verði sagt upp vegna þessa sam- dráttar á flugleiðum, sögðu tvær afgreiðslu- stúlkur í íslenskum markaði í samtali við Þjóðviljann þar sem þær voru að raða upp í hillur en þá stundina voru engir viðskiptavinir. Þetta eru þær Erla Zakaríasdóttir og Emma Hanna Einars- dóttir. Þær eru sammála um að verslunin sé alveg Ijómandi staður til að vinna i þó að álagið yfir mestu annatímana sé oft mikið. Þá er unnið uppundir 20 tíma á sólar- hring og ef margar flug- vélar koma í einu geta orðið á 2. (júsund manns í versluninni á sama tíma. Mest er umferðin á sumrin og langt fram eftir hausti en fyrstu mánuði ársins er rólegast. En nú eru sem sagt alvarlegar blikur á lofti. Ætli maður fái ekki að f júka segja þær. Allar starfsstúlkurnar eru úr Keflavik og nágrenni og atvinnu- við fáum að fjúka Dökkt útlit framundan Viðtal við Jón Sigurðsson forstjóra íslensks markaðar á Keflavíkurflugvelli Ég verð aö segja eins og er aö þaö er geysilegur kvlöi I mér þvi aö meö þessum samdrætti á flugi yfir Atlantshaf meö viökomu hér er i raun og veru kippt grundvell- inum undan tslenskum markaöi. En það þýöir ekki að gefast upp og ég er þegar farinn aö þreifa fyrir mér með að fá verslunar- pláss erlendis, sagði Jón Sigurösson forstjóri tslensks markaöar á Keflavikurflugvelli I samtali við Þjóöviljann fyrr i vikunni. — Hverjir eru eigendur tslensks markaöar? — Það eru 25 iðnaðarfyrirtæki en þar af eiga 2 fyrirtæki saman- lagt yfir 50%. Þau eru SÍS og Álafoss. Ég er dálitið hreykinn af þvi að þetta er eina fyrirtækið i landinu þar sem samvinnuhreyf- ingin og einkafarmtakiö sameinast um rekstur. — Geturöu nefnt mér einhverjar tölur um umfang þessa fyrirtækis? — Já, á s.l. ári seldist fyrir 772 miljónir króna og eru þær tölur miðaðar við bókhaldsár okkar sem er frá 1. október til 1. október. Við greiddum 105 miljónir króna i skatt og vorum 18. hæsti skattgreiðandinn á árinu. Þá má nefna að gjaldeyris- skil okkar af sölu voru 92.3% — Þið eruð þá væntanlega stór aöili í sölu ullarvarnings frá landinu? — A siðasta ári seldust ullar- vörur fyrir 20 miljónir dollara frá öllum söluaðilum en okkar hlutur var 2 miljónir dollara eða um 10%. Þess skal þó getið aö við seljum lika silfur og matvöru i tslenskum markaði og eru þær vörur með i þessum tölum. Um 72% af söluvörunum er ull en um 5% skinn. Hitt eru fyrrnefndar vörur. — Hversu margt starfsfólk er hér? — Hér vinna 23 starfsmenn. — Hefur ekki þegar orðið samdráttur I sölu? — Jú, i nóvember og desember var samdráttur upp á 20 miljónir króna miðaö við sama mánuði i fyrra. Jón Sigurösson forstjóri tslensks markaðar: Ég hugleiddi aö segja upp starfsfólki um áramót en hætti viö. Viöhöfum einfaldlega ekki efni á að missa gott starfsfólk út úr höndunum. (Ljósm.:gel) — Þurfið þið þá ekki aö segja upp starfsfólki? — Ég var mjög aö hugleiða það nú um áramótin en hætti við vegna þess að uppsagnirnar yröu þá að miðast við 1. paril en þá hefst venjulegur áannatimi hjá okkur. Hér vinnur ákaflega gott starfsfólk og viö höfum hreinlega ekkí efni á þvi að missa það út úr höndunum. — Þiö hafiö kannski efni á aö halda því? — Heildarhagur fyrirtækisins er góður svo að við þolum nokkurt tap á þessu ári. — Hverra þjóöa eru helstu viö- skiptamenn ykkar? — Það eru að langmestu leyti Amerikanar og þess vegna verður áfall okkar svo stórt núna. Erla Zakarlasdóttir: Atvinnumöguleikar eru ekki miklir I Keflavik ef maöur missir þessa vinnu og ég vil ekki vinna hjá kananum. Emma Hanna neitaöi eindregiö aö láta mynda sig. (Ljósm:gel). möguleikarnir þar eru hreint ekki miklir ef þær missa þessa vinnu. „Það eru ekki allir sem vilja fara á þennan völl”, segir Erla og á þá við vinnu hjá kananum. Hún telur Isler.skan markað alls ekki tilheyra „þessum velli” eins og hún orðar þaö og vill greinilega ekki vera bendluð við hann. Erla er búin að vinna hér I rúm 2 ár en Emma siðan 1971. Islenskur markaður var stofn- aður í ágúst 1970. Þær segja aö Bandarikjamenn versli langmest og afgreiðslu eftir póstlistum sem töluverð vinna er við, fei einnig að mestu leyti til Banda rikjanna. -GFr vidtalldagsins Norrænt samstarf um velferð barna á sjúkrahúsum Dagana 21.-23. nóvember s.l. var haldið í Gautaborg samnorrænt þing um vel- ferð barna á sjúkrahúsum. Þingið var haldið á vegum sænska heilbrigðismála- ráðuneytisins og Nordisk Halsovardshögskola í tengslum við mánaðar- námskeið fyrir starfsfólk á barnasjúkrahúsum. I lok þingsins voru stofnuð nor- ræn samtök sem enn hafa ekki hlotið nafn, en hafa það markmið að stuðla að tilfinningalegri og félags- tegri velferð barna á sjúkrahúsum. Niu Islendingar sátu þingið og voru tveir þeirra kosnir i stjórn hinna nýju samtaka, en I stjórn- inni sitja tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna. Islensku fulltrúarnir eru Helga Hannes- dóttir, barnageðlæknir á Barna- spítala Hringsins og Sigriður Björnsdóttir, myndlistarmaður og sjúkraiðjukennari. Blaða- maður Þjóðviljans hafði tal af Sigriði og spurði hana fyrst um tilurð og tilgang samtakanna. — Tilgangur samtakanna er au stuðla að bættri aðstöðu barna á sjúkrahúsum, bæöi tilfinninga- legri og félagslegri. Það er al- mennt viðurkennt af málsmet- andi fólki á þessu sviði að fram- farir þar hafi dregist langt aftur úr læknisfræðilegum framförum á undanförnum árum. Ég hef á s.l. 4 árum tekið þátt i alþjóðleg- um barnalæknaþingum i mörgum löndum, og allsstaðar hefur það komið fram að sjúkrahúsvist geti haft skaðleg áhrif á tilfinningallf barna. Þetta er mál sem komið er á dagskrá og talið brýnt. Ivonny Lindquist, fulltrúi i sænska heilbrigðusmálaráðu- neytinu, hefur setiö öll þessi al- þjóðlegu þing og við höfum mikið rætt um möguleika á norrænu samstarfi á þessu sviði. Ivonny átti svo frumkvæðið að þvi að fá sænska heilbrigðismálaráöu- neytið til að halda þing i Gauta- borg, og nú eru samtökin semsé orðin að veruleika. Samtökin munu starfa I tengsl- um við tvenn alþjóðleg samtök: Association of the Care of Children in Hospitals og Inter- national College of Pediatrics. Fyrrnefndu samtökin eru aðal- lega starfandi i Bandarikjunum og eru i þeim bæði foreldrar sjúkra barna og starfsfólk barna- spitala. Hin samtökin eru hins- vegar samtök barnalækna, sem vinna að allskonar velfarnaðar- málum barna og gáfu t.d. nýlega út plakat sem ég hannaði og sem verið er að selja út um allan heim. Akveðið hefur verið að hagnaðurinn af sölunni renni all- ur til barna i Kampútseu. Stefna samtakanna er að byrja að mótast, og verður fyrsti stjórnarfundurinn haldinn i Finn- landi I mars. — Hvernig er ástandið I þessum málum hér á landi? Foreldrar eiga nú greiöari aðgang að spítöl- um en áður var, til aö vera hjá börnum sinum, er það ekki? — Jú vissulega hefur margt breyst til batnaðar. Ég hef ekki starfað inni á sjúkrahúsunum sið- an 1973, en ég hef unnið að þess- um málum bæði hér og erlendis, og oft talað við ráöamenn hér um hugsanlegar úrbætur, einkum i Sigríður Bjömsdóttir myndlistarmaöur sambandi við skapandi starf sjúkra barna, sem er margsann- að að hefur afskaplega mikla þýðingu fyrir velferð þeirra. Ég veit ekki til þess að til sé nein reglugerð um þetta mál, hvorki um það hvernig foreldrar geti verið hjá börnum sinum meðan á sjúkrahúsdvölinni stendur, né um neitt annað er varðar tilfinninga- lega velferð þessara barna. Það er sannað mál, að sjúkrahúsdvöl barna skapar vandamál fyrir fjölskyldur þeirra, en ekkert er gert af opinberri hálfu til að bæta þarna úr. 1 heilbrigðismálaráðu- neytinu virðist það viðhorf rlkja að þetta sé eingöngu undir yfir- læknum á barnaspitölunum kom- ið. Ég vann á barnaspitala Hrings- ins i 16 ár, og það sem ég hef verið að sýna og halda fyrirlestra um á alþjóðlegum þingum er einmitt úttekt á þvi starfi. Allsstaðar hef ég orðið vör við mikinn og vax- andi skilning á mikilvægi skap- andi starfs eða „creative therapy” á barnaspitölum. Það er staðreynd að hver ein- staklingur, og það gildir alveg jafnt um börn og fullorðna, á sér sinn innri heim, sem enginn getur tekið þátt I, ekki einu sinni for- eldrarnir. Oft er það svo, að þeg- ar erfið reynsla er annarsvegar — sársauki, hræðsla — þá er hún lokuð inni i þessum innri heimi, og ef við kennum ekki barninu að skapa og tjá sig persónulega, nýta sitt eigið afl, þá lokum við aðgangi að tilfinningalifi þess. Þegar tilfinningar eru bældar brjótast þær oft út i neikvæðri og afbrigðilegri hegðun siðar meir. Með skapandi starfi lærir barnið að ráða fram úr erfiðleikum sin- um og getur nýtt sér þá kunnáttu við önnur tækifæri. I þessu sambandi langar mig til að benda á nýútkomna bók, „Börn á sjúkrahúsi” eftir Mariu Finnsdóttur hjúkrunarfræðing, en þá bók álít ég vera mikinn feng jafntfyrir foreldra sem starfsfólk á barnasjúkrahúsum. Oft er þvi boriöviðað á spitölum sé ekki pláss fyrir skapandi starf eða fyrir foreldra sem vilja vera hjá börnum sinum og taka þátt i skapandi starfi með þeim. Þetta sögðu t.d. margir yfirlæknar á þingi sem ég sat i Argentínu. En þá sagði dr. Hugh Jolly, yfirlækn- ir á barnadeildinni i Fulham Hospital i London: „Þar sem er hjartarými, þar er alltaf rými.” Og þetta held ég aö sé megurinn málsins. Það er ekki hægt að af- saka sig meö arkitektúrnum. ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.