Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓ'ÐVILJINN Föstudagurinn 11. janúar 1980. Miðnætursýning i Austurbæjarbiói i kvöld kL 23.30. Næst siðasta sýning. Miðasala i Austurbæjarbiói frá kl. 4 i dag. — Simi 11384 VID BORGUM EKKI VIÐ BORGUM EKKI ALÞVÐULEIKHÚSIÐ Gamlar bækur til sölu Á Skólavörðustig 20, Reykjavík, verslum við með islenskar og erlendar bækur i öllum grein- um: Nýkomiö m.a.: Andvökur 1—4 eftir Stephan G., Saga Islendinga i Noröur- Dakota, Islandsklukkan (frumútg. i skinnbandi), Ævisaga sr. Jóns Steingrimssonar (alskinn), Byggð og saga eftir Ólaf Lárus- son, Upptök sálma eftir Pál Eggert og flestar aðrar fylgibækur árbókar Háskólans, Spakmæli Guömundar Daviðssonar, Nýalar Helga Pjeturss 1—6 (skinnb.).Saga Eiriks meistara Magnússon- ar, Þuriður formaður eftir Brynjúlf á Minna-Núpi, Inkarnir i Perú, Landnám i Skaftafellssýslu, Spor i sandi eftir Stein Steinarr (frumútg. m. kápu i úrvals handunnu skinnbandi), Rubaiyat Omars Kayans (þýð. Magnúsar Asg., tölusett eintak. frumútg. i alskinni), Stjörnufræði Ursins, þýðing eftir Jónas Hallgrimsson, Viðey 1836, Ljóð Páls ólafssonar, Grima 1—10 (ib.), Saga Kommúnistaflokks Ráðstjórnarrikjanna, Amma, komplet, Digte eftir Gunnar skáld Gunnarsson (fyrsta bók höf. á dönsku), Arbækur Ferðafélagsins 1928—1929, 1930,1938 og siðan, Úr fylgsnum fyrri aldar 1—2, Vatnaniður Björns Blöndals, Þjóðlifsmyndir, Sagnaþættir Þjóðólfs, Illgresi eftir Orn Arnar- son, Látra-Björg eftir Helga Jónsson, Ég læt sem ég sofi og Samt mun ég vaka, æskuljóð Jóhannesar úr Kötlum, Arnesþing 1—2, Skólaræður sr. Magnúsar Helgasonar, Harmsaga ævi minnar 1—4 eftir Jóhannes skáld Birkiland, Verk Jóhanns Sigurjóns- sonar 1—2, Við sundin blá, æskuljóð Tómasar (tölusett úg.), Alþýðubókin eftir Halldór Laxness (útg. sem Ragnar i Smára lét prenta af aðeins 30 eintök, nr. 9 af þeim 30), Afmælisrit til Ólafs prófessors Lárussonar, Þættir úr sögu Reykjavikur, Reykjavik 1786—1936 eftir Jón biskup, Viðhafnarútg. Fjalla-Eyvindar á dönsku (m. myndum úr kvikmyndinni), Kötlugosið 1918, Áfang- ar eftir Daniel Danielsson, Afangar Sigurðar Nordals 1—2, Frumstæðar þjóðir og Orðið, 1.—12. árg. i skinnbandi. Kaupum og seljum allar islenskar bækur, gamlar og nýjar, heil söfn og einstakar bækur. Gefum einnig út verölista yfir islenskai bækur ööru hvoru. Sendum bækur i póstkröfu hvert sem er. Vin- samiegast hringiö, skrifiö eöa Iltiö inn viö tækifæri. Bókavarðan — Gamlar bækur og nýjar — Skólavörðustig 20, Reykjavik. Simi 29720. Húsráðendur athugið! Höfum á skrá fjölda fólks sem vantar þak yfir höfuðið. , Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 Opið: Kl. 13-18 alla virka daga,simi: 27609 Launahvetjandi kerfi í samvinnuverslun 1 Landpósti i gær var nokkuö sagt frá kaupfélagsstjórafund- inum, sem haldinn var nokkru fyrir jól. Var m.a. drepiö á ávarp viöskiptaráöherra, Kjartans Jóhannssonar,og ræöu Erlends Einarssonar, forstjóra. En á fundinum fluttu þeir einnig erindi Júlíus Kr. Valdi- marsson, framkv.stj. Vinnu- málasambands samvinnu- félaganna og Sigurður Auðuns- son, hagræðingarráðunautur um launahvetjandi kerfi i sam- vinnuverslun (Július) og þá möguleika, sem fyrir hendi eru i sambandi við slikt kerfi (Sigurður). Stangaveiöimenn í Keflavík Komast undir þak Föstudaginn 3. nóv sl. efndi Stangaveiöifélag Keflavikur til kvöldfagnaöar fyrir féiagsmenn og gesti i tilefni þess aö félagiö var aö taka i notkun félags- heimili aö Suðurgötu 4-a i Kefla- vík. Að því er Suðurnesjatfðindi herma var fjölmenni mætt við þetta tækifæri. Meðal annarra voru mættir flestir stjórnar- og varastjórnarmenn Landssam- bands stangaveiðimanna, er færðu félaginu að gjöf fagra borðfánastöng með fána Lands- sambandsins. Þá var einnig mættur Hákon Jóhannsson, formaður Norðurlandasam- bands stangaveiðimanna. Samkoma þessi var hin ánægjulegasta og voru menn sammála um, að húsnæðið væri i alla staði hið vistlegasta. Húsnæðið er i eigu Sparisjóðs- ins i Keflavík og er það leigt félaginu til nokkurra ára. Húsið var i slæmu ástandi þegar félagið tók það á leigu. Hófust framkvæmdir við standsetningu þess i marsmánuði og var hluti þess tekinn i notkun sl. vor. I húsinu eru tvö skrifstofu- herbergi og er Verkstjórafélag Suðurnesja með annað og Stangaveiðifélagið með hitt. Þá hefur einnig verið innréttaður samkomu- og fundasalur i húsinu og er hann hinn skemmtilegasti. Meiri hluti af vinnu við breyt- inguna var unninn af félags- ,mönnum i sjálfboðavinnu, en þrátt fyrir það er kostnaðurinn við breytingarnar orðinn mikill. Félagið efndi til happdrættis til fjáröflunar, til að standa straum af kostnaðinum við breytingarnar og var þátttaka i þvi mikil meðal félagsmanna, eða nálægt 10%. Þá gaf einri félagi kr. 100 þús. upp i breyt- ingakostnaðinn og vill stjórn félagsins færa öllum þeim, sem lögðu hönd á plóginn, bestu þakkir fyrir veitta aðstoð. Með opnun þessa félags- heimilis er brotið blað i hinni næstum 22ja ára sögu félagsins, en stofnfundur þess var haldinn 28. febr. 1958. Fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð: Formaður: Sigurður Erlendsson, varaform. Sigtryggur Guðmundsson, ritari Ingimar Ingimarsson, gjaldkeri Karl Óskarsson, f jármálaritari Haukur Þórðarson. Félágsmenn eru nú um 220 og hefur þeim fjölgað mjög ört hin siöari ár, enda framboð veiðileyfa meira en áður var. Til dæmis má geta þess að á boðstólum hjá félaginu voru á sl. sumri yfir 1000 stangardagar i lax og sjóbirting, þrátt fyrir missi Haukadalsár, sem var mikið áfall fyrir félagið. Mikill hugur er i mönnum að bæta sér upp þann missi með nýjum veiðisvæðum, og verða notuð öll tiltæk ráð til að svo megi verða. Fyrirhugað er að félags- heimilið verði opið félagsmönn- um og gestum þeirra eitt kvöld i mánuði. Yrðu þá fluttir fyrir- lestrar um fiskirækt og laxveiði og sýndar laxveiðikvikmyndir. Ennfremur verður húsiö leigt fyrir minni fundi, veislur og spilakvöld. Stjórn félagsins færir ráða- mönnum Sparisjóðsins i Kefla- vik sinar bestu þakkir fyrir góðan skilning á málum félags- ins, þvi án þess hefði þessi draumur ekki orðið að veru- leika. Núverandi stjórn félagsins er þannig skipuð. Formaður, Friðrik Sigfússon, varaformaður Sigmar Ingason, ritari Ragnar Pétursson, gjald- keri Arnbjörn óskarsson, meðstjórnandi Sigurður Ingi- mundarson. — mhg Þar kom m.a. fram, að i margskonar launahvetjandi I kerfi hafa rutt sér mjög til rúms | hér á landi undanfarið, m.a. á ■ mörgum vinnustöðum sam- i vinnuhreyfingarinnar, og á I ýmsum fleiri stöðum eru þau nú | i undirbúningi. A vegum Vinnu- • málasambandsins hefur mikið I starf verið innt af höndum á I siðustu misserum til að geta | komið á sllkum kerfum við • afgreiðslustörf í verslunum, og I hefur aðstoðar m.a. verið leitað I til sænska Vinnumálasam- | bandsins, sem hefur um 20 ára ■ reynslu i þessu efni. Ahugi I manna á launahvetjandi kerf- I um við afgreiðslustörf i verslun- I um hefur m.a. vaknað vegna ■ þess, að þar er stór hópur sam- I tals um 20% af þvi fólki, sem I vinnumálasambandið semur I við, sem ekki hefur tök á þvi að ■ auka tekjur sinar með bónus- I vinnu eða yfirvinnu. Af þeim I sökum er þess farið að gæta, að I samkeppni um vinnuafl sé farin ■ að skapa erfiðleika á þvi, að fá I hæft fólk til starfa i samvinnu- | verslunum viða á landinu. I Július taldi, að ef ákvöröun yrði ‘ tekin á þann veg að láta til skar- I ar skriða varðandi vinnu- I rannsóknir, aukna framleiðni • og beitingu hvetjandi launa- ! kerfa i samvinnuversluninni, þá * myndi samvinnuhreyfingin á . þvi sviði vinna brautryðjenda- I starf i verslun á Islandi. Ef vel I tækist til myndi þetta jafnframt J leiða til verulega aukins kaup- ■ máttar dagvinnutekna hjá stór- I um launþegahópi innan sam- I vinnuhreyfingarinnar. Umræður um þetta efni urðu I allmiklar á fundinum. Virtust I menn á einu máli um, að hér , væri um hið merkasta málefni • að ræða, sem jafnvel gæti ráðið I úrslitum um bætta afkomu i I smásöluverslun kaupfélaganna , i framtiðinni. ■ — mhg I Rödull Um það leyti sem Landpóstur fór i jólaleyfi barst honum 4. tbl. Röðuls 1979. Ráðrúm gafst ekki til þess að rekja efni blaðsins I fýrir áramót en úr þvi skal nú I bætt. Blaöið hefst á jólahugleiöingu eftir Friðrik J. Hjartar. Hvað nú? nefnist forystugrein eftir R. Br. J.ó. segir frá sýningu umf. íslendinga á Lukkuriddaranum. I.B. ritar greinina Astir sam- lyhdra flokka. Birtur er fyrri hluti greinar Ragnars Olgeirs- sonar, bónda á Oddsstöðum um Kaupfélag Borgfirðinga 75 ára. Jón Baldur Þorbjörnsson sendir Röðli fréttabréf frá MHnchen. Framtiðin er allt og þeirra er landið erfa, nefnist viðtal við Eyjólf Magnússon. Þá sendir Ragnar Olgeirsson Halldóri Brynjúlfssyni nokkur orð ,,vegna minnisvarða Ólafs Sverrissonar” (sjá 3. tbl. Röð- uls). Guðbrandur Brynjúlfsson, Brúarlandi ritar grein um Hraunhrepp. G.Þ. segir frá Héraðsskjalasafni Borgarfjarð- ar. Ingibjörg Bergþórsdóttir ræðir við Kristleif á Húsafelli ■ um sumarbústaðarekstur hans. I Sagt er frá laxveiði á Vestur- I landi 1978 og 1979 og loks er i , blaðinu visnaþáttur. ■ — mhg I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.