Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 3
Sunnudagurinn 13. janúar 1980. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3 hvurandsk. petta er ekkert veró Umferðin er banvæn ekki sist i Japan. A síðasta ári létust 8356 manneskjur i umferöinni þar i landi. En þött þetta sé há tala, geta Japanir huggað sig við að þeir eruá réttri leiö, þvi tiu árum fyrr eða 1969, létu 16.769 menn lif- iö i umferðarslysum i Japan. Miðað við árið 1978 voru dauða- slysin á siöasta ári 334 færri. Var Errol Flynn njósnari nasista? Var bandaríski leikarinn Errol Flynn njósnari fyrir Hitler? Rithöf undurinn Charles Highham hefur fest ævi leikarans heims- fræga á blað og gefið út í mikilli bók sem kemur i aprílmánuði, heldur því fram að Flynn hafi verið njósnari nasista. Flestir kannast við Errol Flynn ekki sist fyrir hlutverk hans i kvikmyndum sem Hrói höttur og Bood skipstjóri. Hins vegar munu fullyrðingar Highhams koma mörgum á óvart ef þær hafa við rök að styðjast. Fimm þúsund leyniskjöl Höfundur bókarinnar heldur þvi fram, að verkið sé byggt á fimm þúsund skjölum sem enn hafa ekki komið fram i dagsljósið opinberlega. Hins vegar hefur verið létt leyndinni af skjölunum nýlega, samkvæmt bandariskum lögum um fyrnd leyniskjala. Bók- in heldur þvi fram að Errol Flynn hafi verið njósnari nasista i fimm ár. Starfsmaöur FBI sagði við bandarisku pressuna i þessu sambandi: „Næst komumst við sennilega að þvi, að John Wayne vann fyrir KGB.” Andúð á Gyðingum Höfundurinn segir frá bvi i bók- inni, að Flynn haíi haft beint samband við Eleanor Rosevelt forsetafrú til að biðja hana um að beita áhrifum sinum til þess að þýskum vini hans, sem var njósn- ari i USA, yrði komið úr landi eftir árásina á Pearl Harbour. Bókin segir einnig frá þvi að Flynn hafi talið Warner Bros kvikmyndafélagið á að kvik- mynda hluta af myndinni ,,Dive Bomber” á Pearl Harbour 1940. Flynn sendi siðan kvikmyndina til Japana, i þvi skyni að þeir gætu kynnt sér ýmis tækniatriði varðandi bandarisk móðurskip, og undirbúið þannig betur árás sina. ,,Ég tel”, segir höfundurinn, ,,að Flynn hafi haft sérstaka ánægju af þvi að Warner Bros gerði þessa mynd.” Skýringin var að Jack Werner var gyðingur. og Flynn á að hafa verið mikill and- stæðingur gyðinga. M.a. segir höfundurinn að Flynn hafi oft hrópað ,,út með Júðann” ef Werner birtist þegar upptökur áttu sér stað. Slúðurbækur i tísku Bókin um Errol Flynn er eitt JAPAN: 8356 létust í umferðar- slysum dæmi um þá tisku sem viröist ganga yfir Bandarikin um þessar mundir og beinist helst að þvi að gera fornar Hollywoodstjörnur að grunsamlegum persónum. A siðustu fimm árum hafa verið skrifaðar bækur sem halda þvi fram að Montgomery Clift hafi verið geðveikur kvnvillingur. Joan Crawford sadisti og Marlon Brando afleitur elskhugi. Einn þriðji bókarinnar um Flynn fjall- ar um starfsemi leikarans fyrir nasista, tveir þriðju um drykkju- sýki hans og ástarsamband við bæði kynin. Errol Flynn var fæddur i Astraliu og var breskur borgari. Höfundur slúðurbókarinnar um Flynn heldur þvi fram að ástæðan t'yrir þvi að hann hafi ekki verið sendur úr landi á sinum tima sé .sú, að hann benti óvitandi bandariskum yfirvöldum á marga njósnara Þjóðverja i siðari heimsstvrjöldinni. Ekkt er Errol Flynn (hægri) i dæmigerðum leik. Hér kljáist hann ekki fýrir liönd nasista,heldur leikur gegn Henry Daniell i myndinni „Sea Hawk” frá árinu 1940. minnst á þa siaðrevnd i bökinni að Errol Flynn lék veigamikil hlutverk i mörgum bandariskum kvikmyndum sem tóku afstöðu gegn nasisma og fasisma á striðsárunum. Splunkunýr Skoda 1980 á kr. 2.690.000.- á meðan gengið helst óbreytt. — þetta er ekkert verð - A þessu frábæra verði bjóðast aðeins örfáir bílar, svo nú er um að gera að panta strax. rsss JÖFUR HF. Þú hringir eða kemur og hann Rúnar Skarphéðins tekur einn frá fyrir þig. UMBOÐSM. AKUREYRI: Sniöill h.f. óseyri 8 Akureyri AUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SIMI 42600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.