Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — Þ.’ÓÐVILJINN Sunnudagurinn 13. janúar 1980. Alþjódamál á sunnudegi Eftir Arna Bergmann Um hvað er barist i Afganistan? Svarið sýnist liggja i augum uppi. Það er tekist á um áhrifasvæði, um hernaðarlega aðstöðu.það er spurt um oliuflutn- ingaleiðir frá Persaflóa. Þetta eru þeir hlutir sem mest er um fjallað. En yfirleitt eru Afganir sjálfir þá látnir sitja á hakanum, rétt eins og þeirra mál skipti litlu, rétt eins og þær striðandi fylkingar sem tekist hafa á i landinu siðan þar var gerð bylting i apríl 1977 hafi ekki öðru hlutverki að gegna en að vera peð i tafli. Zia Pakistanforseti: Viö treyst- um á Kina. Um hvað Sovéskir hermenn á götum Kabúl. er barist í Afganistan? Meðal flóttafólks Nú i vikunni sendi fréttastofan Reuter frá sér frójilega frásögn frá flóttamannabuðum Afgana iPakistan.En tugir og hundruö þúsunda hafa flúið striðið og búa i tjöldum rétt við landamærin. Slik frásögn er að sjálfsögðu ekki ná- kvæm eða itarleg úttekt á þvi fólki sem flúið hafði borgara- styrjöldina og nú siðast innrás- ina. Að sjálfsögðu hatar það Sovétmenn eins og pestina. En það er ekki siður athyglisvert að heyra hvað það hafði að segja um afstöðu sina til þess sem verið hefur að gerast i landinu. Einn sagði: áður var ég rikur landeig- andi, nú er ég beiningamaður. Annar segir: þessir fuglar i Kabúl sem bræður minir eru að berjast við.þeir tala af viröingarleysi um Kóraninn (helga ritningu Múhameðstrúarmanna), þeir segja að Kóraninn sé úrelt bók. Enn aðrir voru fullir meö áhyggj- ur: Þeir sögðu að nú yrðu stúlk- urnar sendar i skóla, kannski yrði kvenfólkið tekiö og sent i læri i Moskvu! Reutersmaðurinn taldi sig verða mjög greinilega varan við áhyggjur af þvi, að þau bylt- ingaröfl sem komust til valda i april 1977 mundu breyta stöðu konunnar i múhameðsku sam- félagi. Viðmælendur hans vildu bersýnilega geyma kvenfólkiö innan dyra, fela það bak við blæju og svartan kufl — eins og Kho- meini hinn persneski. þeir hafa viljað útrýma ólæsi og gera aðrar þær umbætur sem miðaldalegt stjórnarfar og þröngsýnt klerkaveldi hafði tafið fyrir. Borgarastyjöldin hefst sið- an vegna þess, að innanlands er meira en nóg af öflum sem af ýmsum ástæðum, stéttarlegum og trúarlegum, vilja andæfa þess- ari þróun, og geta þau fengið lið- sinni manna sem reiðast þvi hve byltingarstjórnin vill fara geyst i sakirnar. Auk þess gerist það Pakistan og USA En þegar risaveldi er komið með mikið herlið sitt inn 1 þessi átök, þá er eins og allt þetta gleymist fyrir heimspólitískum afleiðingum atburðanna. Litum aðeins á þetta nánar. Þegar sovéskir fréttaskýrendur eru aö réttlæta innrásina i Af- ganistan segja þeir sem svo: week á dögunum, setur hann traust sitt fyrst og fremst á Kin- verja. Ég vil ekki halla mér að risaveldunum, segir hann, ég kýs þriðju leiðina, og hornsteinn þeirrar stefnu eru tengsli okkar viö Kina. Kinverjar og Rússar Sovésk blöð hafa reyndar ekki gleymt aðgeta þess, að Kinverjar hafi séð uppreisnarmönnum gegn Herlið lendir á Kabúlflugvelli Það sem gleymist Þetta minnir allt rækilega á það, að þegar Taraki og félagar hans tóku völdin i april 1977 þá var það ekki gert til að gera sovéskum leiðtogum stórvelda- taflið skemmtilegra : þeir voru aö sprengja stiflu sem hafði komið i veg fyrir að land þeirra spreytti sig i nútimanum. Þeir hafa sett það á oddinn að skipta upp landi, jafnan við byltingu, að minni- hlutaþjóðir i rikinu hugsa sér til hreyfings, vilja sjálfsforræði eða aðskilnað jafnvel (þetta hefur einnig gerst i Iran, þar sem bylt- ingin laut forystu klerka en ekki vinstrisinna) — og hinir nýju valdhafar eru neyddir til að berjast á mörgum vigstöðvum i senn m.a. til að koma I veg fyrir að rikið leysist uppi margar ein- ingar. Stjórnvöld landsins sættu ihlutun og skemmdarstarfsemi sem var skipulögöfrá Pakistan. Þar „eiga andafgöngsk afturhaldsöfl aöal- hreiður sin” segir V. Svetlof (APN) og hnykkir á með þvi að segja að á bak við allt saman sé bandariska leyniþjónustan, CIA. Nú þarf enginn að efast um að Bandarikin hafa reynt að gera vinum Sovétmanna i byltingar- stjórninni I Kabúl lifiö leitt. Slik ihlutun með leyniþjónustuglæfr- um og laumulegum vopnasend- ingum er allt aö þvi regla i sam- skiptum risaveldanna: þú áreitir vini mina, ég læt þina vini ekki i friði. En óliklegt má telja, aö Bandarikjamenn hafi getað haft sig mikið i frammi á landa- mærum Pakistans og Afganistans — einfaldlega vegna þess aö það hefur verið mjög grunnt á þvi góða milli stjórnar Zia ul-Haq forseta og Washingtons. Pakistan er löngu komið út úr nánu sam- starfi við Bandarikin, sem hafa tekiö fyrir hernaöaraðstoð þang- að á þeirri forsendu aö Pakistanir væru að koma sér upp atóm- bombu (Zia segir aö það sé lygi), og einnig hafa þeir reitt forsetann mjög til reiöi með þvi að fetta fingur út i brot gegn mannréttind- um I Pakistan. Zia ul-Haq hefur þvi haslaö sér völl meðal hlut- lausra rikja, og eins og kemur fram I viðtali við hann i News- stjórninni i Kabúl fyrir vopnum og þjálfun — eitt þeirra segir að það sé eitt „skelfilegasta leyndarmál” Pakistans að þar séu kinverskir liðsforingjar á landa- mærunum að þjálfa afganska „glæpamenn”. Nú þegar fjölmennur sovéskur her berst i Afganistan munu Cart- er og Zia að öllum likindum fall- ast i faðma og vopnasölubanni til Pakistans hefur þegar verið aflétt i reynd. En sleppum Amerikön- um I bili og hugsum til Kinverja. Þeir styöja með ráðum og dáð uppreisnarmenn, Sovétmenn styðja vini sina i stjórninni i Kabúl. Það sem fyrr var sagt hér I greininni bendir til þess, að ef við skoðum afganskt þjóðfélag út af fyrir sig, þá sýnast vinir Sovét- manna heldur gæfulegri til um- bóta á þjóöfélaginu en þeir her- skáu synir Múhameðs spámanns sem Kinverjar styöja. En þessi staöa, að tvö kommúnistariki, sem bæði kalla Marx og Lenin til vitnis um ágæti sitt, styðja sitt hvorn aðilann I borgarastyrjöld, segir I raun og veru næsta fátt um þeirra hugsjónamennsku eða þessháttar. Kinverjar eru að sjálfsögðu ekki að hjálpa uppreisnarmönn- um til að Kóraninn haldi áfram aö setja lög I Afganistan. Og Sovét- menn eru ekkiað stefna sambúö- inni viö Bandarlkin i háska til Tölva til sölu Til sölu er PDP 11V03 tölvumiöstöö (CPU) með 56 kilo- byte-minni og RX-11 seguiplötustöð fvrír tvær 240 kilo- byte-plötur. Einnig fylgja aðlögunareiningar fyrir 5 skjái og RT-11 stýrikerfi með FORTRAN og BASIC. Tölvan fæst afhent eftir nánara samkomulagi, væntanlega á öðrum ársfjórðungi 1980 Hún var keypt ný i ársbyrjun 1978 og er áætlað endurnýj- unarverðmæti hennar 7,66 miljónir kr. Nánari upplýsingar gefur Asmundur Jakobsson I sima 83600. ORKUSTOFNUN þess að ungar stúlkur i þessu afskekkta fjallalandi geti lært að lesa. Það dettur engum i hug i alvöru. Þessir kommúnisku risar er með hugann við pólitisk áhrif, bandalög, hernaðarstöðu og annað þessháttar. Þeir sem leggja eitthvað á sig til að finna út úr gjöröum þeirra eitthvað sem menn vildu kalla rétta marxiska stefnu, þeir geta eins mokað sandi i botnlausa tunnu. Afriska dæmið Annað dæmi sem bendir i svip- aða átt eru afskipti Sovétmanna af átökum milli Sómaliu og Eþió- piu, Eþiópiustjórnar og aðskiln- aðarsinna i Eritreu. Allir telja þessir aðilar sig vera að starfa i sósialiskum anda — auk þess sem allir eru þjóðernissinnar eins og þeir eru langir til. Sovétmenn hafa með þvi aö styðja fyrst Sómali og Eritreumenn og siðan Eþiópiustjórn hafa að sjálfsögðu ekki verið að spyrja um það, hver aðilinn færi með skástar hugsjón- ir, heldur blátt áfram það, hvern- ig aðstoð við striðandi aðila gæti treyst þá sjálfa I sessi þarna i námunda við oliuafla heimsins. Carter neytir færis Bandarikjamenn geisa mikið þessa daga — en engum óvitlaus- um manni dettur i hug heldur, aö þeir séu að berjast fyrir lýðræði i Afganistan eða klerkdóminum þar. Þeir nota tækifæri, sem i aðra röndina er kærkomið, til að hressa upp á stööu sina við Persa- flóa og suðurlandamæri Sovét- rikjanna, endurheimta herstöðv- ar, stækka aörar, verða sér út um nýjar. Um leið er bersýnilega reynt að róa aö þvi öllum árum, að láta ótiðindi frá Afganistan- þvinga menn inn á hugsunarhátt kalda stríðsins: sá sem er ekki með mér er á móti mér. Veldu þér blökk að hallast að — þriöja leiöin er ekki til. Að þvi verður mikið spurt á næstunni, hvort slikur hugsunar- háttur mun sigursæll verða og mun mjög reyna á þolrif allra þeirra sem ekki vilja láta neyða sig inn i faðmlag stórveldis. Einn höfðingi var á dögunum aö svara spurningum Newsweek einmitt um þessi mál, Hussein Jórdaniu- konungur. Enginn engill er Huss- ein, öðru nær, en honum tókst all- vel að koma fyrir sig oröi. Viku- ritið spuröi, hvort Jórdania vildi nú ekki bjóða Bandarikjunum herstöðvar I tilefni innrásarinnar. Nei, sagði kóngsi. Vikuritiö sagði þá, aö Sovétmenn hefðu bæki- stöðvar i Eþiópiu, Suöur-Jemen, Afganistan og viðar, og hvort Bandarikin ættu ekki að fá svipaða fyrirgreiðslu i nálægum rikjum? Allar þessar stöövar ætti aö leggja niður, sagöi kóngurinn litli. AB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.