Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagurinn 13. janúar 1980. Jólahaldiö er liöiö og eins og jafnan áöur fyrst I janúar sýn- ast öll ánægjuleg tiBindi óra- langt í burtu hvort sem litiB er fram eöa til baka. ÞaB rignir, vindar gnauöa, og Geir Hall- grimsson reynir aB mynda þjóB- stjórn. Vonir og veruleiki Islendingar reyna helst aö skemmta sér viö aö halda áfram um stund læröum deil- um um þaö hvort nýr áratugur sé byrjaöur eöa ekki. Það er meinlaust gaman auðvitað. En allt i kringum okkur munu menn, vegna þess hvernig þeir nota sin tungumál, telja að nýr áratugur sé hafinn. Blöð hafa byrjað að spá fyrir honum og eru yfirleitt svartsýn. Ajatolla Komeini og innrásin I Afganist- an fylgja mönnum inn i nýtt ár, eöa þann áratug sem Islending- ar vilja skjóta á frest, og þykir hvorugur förunauturinn spá góðu, sem vonlegt er. Þetta tvennt sem nú var nefnt er reyndar staðfesting á þvi að vonir hafi ekki ræst. Þegar menn fyrir nokkrum árum bundu miklar vonir við það, að lönd i þriðja heiminum steyptu innlendum harðstjórum, fornu lénsveldi og höfnuðu þeim bií- skaparháttum arðráns sem rik og voldug stórveldi höföu skammtað þeim — þegar menn bundu vonir við slik tiðindi, þá áttu þeir á öðru von en þvf að i staðinn kæmi kierkaharðstjórn eins og i íran, eða þá stórvelda- ihlutun af nýjum toga eins og i Afganistan. Trú, vísindi Á þriðjudagskvöldið voru mættir i stjónvarpi nokkrir vis- indamenn sem höfðu fengið Nöbelsverðlaunin. Meðal þeirra voru trúmenn, bæði gyðingar og fylgjandi Múhameðs. Sænski spyr jandinn sem stjórnaði þætt- inum notaði tækifærið til þess að spyrja þá hvernig þeir kæmu heim og saman trúarhugmynd- um og þeim staðreyndum sem þeir styddust við i visindastarfi. Þeir voru i svörum sinum helst á þeim buxum, að engum væri greiði gerður með þvi að reyna að blanda saman þessum tveim sviðum. Þeir vildu hvorki nota visindin til að skjóta i kaf „óvisindalegar” helgisögur og likingar ritninga, né heldur vildu þeir iðka andlega fimleika i þvi skyni að tina til eitthvað af visindalegum staðreyndum sem gætu verið hentugar málsvörn fyrir sína trú. Það er ágætt að láta tslend- inga heyra umræðu af þessu tagi, einmitt vegna þess hve iðnir þeir jafnan eru við að gera sér graut úr fróðleiksmolum, þjóðtrú og þvi sem eftir situr i þeim af bibliusögum með þeim afleiðingum að þeir sitja uppi með eitthvert gutl i sinum and- lega maga sem hvorki er tril né heldur visindi. Þessi sérstæða grautargerð getur þegar best lætur verið þjóðleg skemmtun, afþreying. En oftar er hún hvimleið, þvi miður, ekki sist vegna þess að henni fylgir gjarna mikill sjálfbirgingshátt- ur, hugtakaruglingur og jafnvel siðferðileg ringulreið. Að spyrja rétt Við þetta getur lika tengst sú árátta aösetja upp spurningar á hæpinn hátt. Nú kemur upp i hugann almanaksgrein sem kollegi Sigurdór skrifaöi hér i Sunnudagsblaðið fyrir viku. Hann var snakkillur út I presta og trúarleiðtoga vegna þess að þeir teldu sig hafa fundið sann- leikann um guð. Hvernig getur einhver maður sagt: minn guö er sá rétti? spyr Sigurdór. Hvaða rétt hefur Sigurbjörn biskup til að telja ajatollah Komeini hafa rangt fyrir sér I trúmálum? Og svo framvegis. Nú er það i sjálfu sér ekkert Um spásagnir og óvissan tíma undarlegt, aðmenn leiði hugann að spurningum sem þessum: með hvaöa rétti eru staðhæfing- ar bornar fram? En framhaldið verður allt 1 skötulfki nema mennhafi það jafnan i huga að staðhæfingar eru ekki allar sama eðlis. munks rabbia. og gyðingaprests, Varfærni En vlkjum aftur að visinda- mönnunum sem fengu Nóbels- verðlaun. Það hefur að þvi mig Þegar visindamaður gerir til- kall til að hafa rétt fyrir sér um upphaf efnisheimsins, þá gerir hann það væntanlega i ljósi þeirrar þekkingar sem er sam- eiginlegur starfsvettvangur hans og annarra visindamanna — um leið og allir gera sér grein fyrir þvi að sú þekking er breytileg eftir þvi sem rann- sóknarmöguleikar breytast. Staðhæfingar um „rétta” stefnu i stjórnmálum eða félagsmálum eru ekki bornar fram með öðr- um „rétti” — en þeim, sem verður til þegar leitað er sam- nefnara fyrir hagsmuni ákveð- ins hóps manna. Um leið og menn fara aö láta eins og stjórnmálabarátta sé visindi, eins og stundum hefur gerst, þá er voðinn vis. Staðhæfingar um trúmáleruenn annarrar ættar; þær eiga sinn „rétt” i upplifun nokkurra eilifðarspurninga inn- an ramma ákveðinnar hefðar. Menn hafa áður fyrr reynt að sanna eða afsanna trúarlegar staöhæfingar með sama hætti og þeir væru að fást við Pý- þagórasarreglu eða efnagerð, en árangurinn hlaut, eðli máls- ins samkvæmt, að veröa skelfi- lega rýr. „Hvert orö hans er hlandkoppur og það vel fullur” segir Heine i háðslýsingu sinni á miðaldakappræðu kristins minnir verið nokkuð fastur liður i samræðu fyrirrennarra þeirra sem einnig hafa verið sýndar I islenska sjónvarpinu, að fara með spásagnir. Við höfum um skeið Úfað þá tima, að raunvis- indamenn eru öðrum fremur taldir búa yfir þeirri þekkingu sem geri mögulegt aö segja fyrirum framtiðarþróun a.m.k. á vissum sviðum. Þeir vita meira en aðrir um orkugjafa og likur á þvi að hægt verði að nýta þá með nýjum og hagkvæmum hætti innan visstima —og af þvi er að sjálfsögðu hægt að draga ýmsar ályktanir. Viðmælendur sem við heyrð- um á þriðjudagskvöldið voru óvenjulega hógværir i þessum efnum. Þeir gerðu ráð fyrir nýjungum i orkumálum, en fóru ekki náið út i þá sálma. Þeir Arna Bergmann skrifar voru sumir óhressir yfir þvi, að mengun og kjarnorkuslys hafi skapað andúö á raunvlsindum, en þeir viðurkenndu um leið aö sú andúð væri eðlileg og það væri ekki ástæða til þess að al- menningur tryði sérfróðum mönnum I blindni. Þeir voru i nokkuð góðu jafnvægi og hvorki hrokafullir né heldur auðmjúkir fyrir hönd sinna fræða. Einn þeirra mælti með þvi aö vis- indamenn brytust út úr þrengsl- um sérhæfingarinnar, legðu nokkuð á sig til að eignast yfir- sýn. Beiskir drykkir Raunvisindamenn sýndust sem sagt hikandi viö að fara i spá- mannskufla. En hvað um stjórnmálafræöinga og hag- fræðinga og það fólk? Þeir sýn- ast einnig vilja segja heldur færraen f ieira. Vinstri helming- ur þeirra a .m.k. var bjartsýnn i spásögnum sinum þegar siðasti áratugur var að hefjast: unga fólkið vildi brjóta niður fúnar stoðir, þriðji heimurinn var að vakna, Sovétrikinhöfðu sjálf sig i endurskoðun, allt virtist þetta hægstætt sósialisma sem menn ekki þyrftu að skammast sin fyrir. Niðurstaðan varð ekki vonbrigðin eintóm, en samt allt annað en glæsileg. Þeir sem hafa sett traust sitt á borgara- legt þjóðfélag, á lífsmagn kapitaliskra úrræða hafa einnig mátt svelgja beiska drykki. Kannski skiptir það mestu, hvort sem horft er til vinstri eða hægri, að sameiginleg forsenda bjartsýninnar, trúin á aukna framleiðni og hagvöxt, hefur orðiö fyrir mörgum skakkaföll- um. Og endurskoðun sú, sem vitundin um takmarkaða mögu- leika mannkyns krefst, er rétt að hefjast. Næmi skálda Stundum hafa skáld reynst furðulega næm á það sem Iiggur I loftinu, á það sem gerst gæti. Oftast eru þeirra spásagnir þá fólgnar I einhverskonar alls- herjar hrollvekju og reynast vissir hlutar hennar koma furðu kunnuglega fyrir sjónir síöar. Stundum er fyrst og fremst um hliðstæður að ræða. Sala- möndrurnar sem tékkneski rit- höfundurinn Karel Capek lætur leggja undir sig heiminn i skáld- sögu frá fjórða áratugnum, eru vissulega að nokkru leyti hlið- stæður við sigurgöngu nasism- ans á þeim tima — en þær reyn- ast llka hliðstæða við þá tækni sem fer úr böndum við mengun eða I kjarnorkustriði. Einstaka sinnum gerist það svo að rithöf- undar segja fyrir óorðin tiðindi með furðulegri nákvæmni. Ég var einmitt um áramót að lesa skáldsögu eftir rússneska gyðinginn Ilju Erenbúrg, Julio Jurenito, hún er skrifuð árið 1921.1 þessaribók.sem látin er gerast um og i heimsstyrjöld- inni fyrri, er meöal annars efnt til ráðstefnu um útrýmingu gyðinga — þetta er á þeim tima skrifaö, þegar enginn hefur enn heyrt Hitler nefndan. Auk þess kemur fyrir I sögunni bandariskur stórkapitalisti sem Cool nefnist og selur hann bæði Bibliur og vopn. I miðju striði hefur hann komist yfir nýtt og stórvirkt vopn til fjöldamorða — en hann ákveður að biöa með það til betri tima og nota það á Japani! Þetta er i raun stór- furðulegt: sagan er skrifuö eftir styrjöld þar sem Japanir og Bandarikjamenn voru banda- mennoghúner skrifuð 44árum áður ai bandariskir flugmenn köstuðu kjarnorkusprengju á Hirosima og Nagasaki. Kuldaskeið Erenbúrg gamli gafst löngu siðar upp við að finna skýringu á þessari forspá sinni. Verst er, að bæði hann sem og þeir góðir og vondir kvikmyndameistarar sem nú gera stórslysamyndir með heimsslitasvip virðast helst næmir á skelfilegar hliðar pólitiskrar þróunar og tækni- þróunar. Við lifum ekki tima fagnaðarerinda, hinnar já- kvæðu útópfu. Við erum á held- ur dapurlegum timamótum þegar likur vaxa á köldum og heitum striðum, bæði vegna þess firnalega vopnamagns sem til er i heiminum og svo vegna þverrandi auölinda. Þeir sem njóta vilja nokkurrar hlýju af hugsjón um fegurra mannlif, mega hafa sig alla viö til að tapa ekki áttum. Þeir eru einnig neyddir til að vera I stakk búnir fyrir napurt kuldaskeið. Arni Bergmann. * sunnudags pistiil

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.