Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 11
Sunnudagurinn 13. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 lönd, sem eru aö stíga sin fyrstu spor til sjálfstæðis eftir aldalanga nýlendukúgun.Þau eru nær dæmd til að lenda annað hvort i klóm Bandarikjanna eða Sovétrikj- anna. Sigurinn skiptir mestu — Ariö 1972 fór fram þjóöarat- kvæðagreiðsla um þátttöku Noregs i EBE. Hver er helsta ástæðan fyrir þvi að Norðmenn höfnuðu slikri aðild? — Fyrst og fremst hugarfars- breytingin á sjöunda áratugnum. Sjötti áratugurinn einkenndist af gallhörðum MacCarthy-isma, en áratugurinn þar á eftir var hin mikla uppreisn gegn öllu kerfinu. Ef þjó&aratkvæðagreiðslan hefði farið fram aðeins nokkrum mánuðum fyrr, hefði Noregur sagt já við aðild að EKE. Onnur meginástæða tel ég vera að Yerkamannaflokkurinn, Alþýðu- sambandið og leiðtogi sósialdemókrata Einar Gerhardsen gerðu sér ekki grein fyrir hinum nýja tima. Verka- mannaflokkurinn hélt að trúin á flokkinn og flokksvélina væri það óhagganleg; að ef flokkurinn hefði einu sinni samþykkt aðild að EBE gerði norska þjóðin það einnig. Þar að auki snerist allt peningavaldið á sveif með EBE- aðild. Ahangendur EBE sváfu þvi vært og efuðust ekki um aö málið væri komið i höfn. Timarnir voru hins vegar breyttir, uppreisnin gegn gömlú verðleikamati var hafin. Þjóðaratkvæðagreiðslan varð að martröö fyrir krata og peningabáknið. — Hefði verið öðruvisi umhorfs i Noregi ef landið hefði gengið i Efnahagsbandalagið? — Nei/ munurinn hefði ekki verið mikill. Baráttan gegn EBE, og sigurinn var miklu meira virði heldur en árangurinn. Það hafa veriö gerðir efnahagssamningar við erlend riki sem allt að þvi jafngilda inngöngu i EBE. Noreg- ur er þannig staðsettur i heimin- um að við verðum að aðlaga okk- ur kapitaliskum viðskiptum. Og þó; kannski hefði verið ööru- vlsi umhorfs i Noregi að ein- hverju leyti. Atvinnuleysi hefði verið meira. Noregur hefði ekki getað haldið jafn mörgum vinnu- stöðum gangandi i heimskrepp- unni I dag ef það hefði veriö aðili að EBE. Aöildarlönd EBE hefðu einnig haft meiri áhrif á oliumál Norðmanna og óheft samkeppni i viðskiptamálum hefði veriö meiri. Orientering — Eftir sigur EBE-andstæðinga 1972, sameinast vinstri flokkar i kosningabandalag, — SV (Sosialistisk Valgforbund). Gamli SF-flokkurimrleysist upp, málgagn hans Orientering er lagt niður. Bandalagið vinnur mikinn sigur i kosningunum 1973, fær 16 þingsæti. A sameiningarþingi Bandalagsins 1975 i Þrándheimi verður bandalagið að flokki, (Sosialistisk Venstreparti — SV) en siðar kljúfa kommðnistarnir sig út. Við kosningarnar 1977 býður SV mikið afhroð og kemur aðeins tveimur mönnum á þing. Hefðu sósialistar staðið sterkar I Noregi ef þeir hefðu ekki gengið i kos n in ga ba nd a la g með kommúnistum og öðrum vinstri flokkum, en haldið gamla Sósialiska Þjóðarflokknum til streitu og málgagni hans Orientering? — Sósiallski Þjóðarflokkurinn hefði haft færri meðlimi i dag en SV, en mun fleiri kjósendur. 011 átök innan bandalagsins, málamiðlun og ágreiningur tók mikinn tima og þrek, sem bitnaði á þingmannatölu okkar i kosn- ingunum 1977. Hið nýja málgagn SV — „Ny Tid" hefur nU sama upplag og þegar Orientering var upp á sitt besta. En Orientering var mun skemmtilegra og betra blað. Orientering var fyrst og fremst dagblað góðra fagmanna, sem kunnu til verka sem frétta- menn og blaðamenn. Stærsti glæpurinn var að leggja niðUr það blað og stofna nýtt. Það er alltaf Finn Gustavsen á sveitabýli sinu. Þar undirbjó hann allar kosningar- baráttur og safnaði kröftum fyrir komandi átök. hættulegt að brjóta niður eitthvað sem hefur fengið fótfestu meðal almennings. Ég held að þegar Orientering fór i gröfina, þá fór flokkurinn okkar einnig i gröfina. ísland og SÞ — t bók þinni minntist þú á ár þin hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar drepur þú á, þegar Norður- lönd greiddu um það atkvæði 1974 hvort Yassir Arafat ætti að fá leyfitil að ávarpa Allsherjarþing- ið. Þar segir orðrétt: „Telex - skeytin þutu fram og til baka yfir Atlantshafið og milli höfuðborga Norðurlanda. Helsinki var þegar með skýra afstöðu til málsins, Stokkhólmur hér um bil lika, en Kaupmannahöfn og Osló voru enn á báðum áttum. Reykjavik beið átekta eins og venjulega þangað til hin Norðurlöndin höfðu greitt atkvæði". Er þetta reynsla þin af vinnubrögðum tslands hjá SÞ? Gustavsen hlær. — Þetta var nú skrifað sem vin- samlegt grin. En öllu gamni fylg- ir nokkur alvara. Þetta er reynd- ar sannleikurinn um lslandr það er eins og önnur NATO-lönd háð ákvörðunartöku stærri aðila. Af Norðurlöndunum er það aðeins Finnland og Sviþjóð sem þurfa ekki að fylgja NATO og EBE að málum. Það liggur einnig i aug- um uppi, að smáþjóð eins og Islendingar fylgja eins sam- norrænni stefnu og auðið er. Noregur er á sama hátt háður ákvörðunartöku erlendra rtkja; t.d. i málefnum landa fyrir botni Rætt við Finn Gustavsen fyrrv. formann Sóslalíska Þjóðarflokksins í Noregi Miðjarðarhafs fylgja Norðmenn ávallt Israelsmönnum. Sendiráð Israels stjórnar meira og minna utanrikisstefnu Noregs á þessu sviði. Bönd þessara tveggja landa eru með sérstökum hætti, þarna spilar siðari heimsstyrjöldin inn I, rótfesta kristinnar trúar i Noregi og sérstaða toppmanna i Verkamannaflokknum sem eru gyðingar t.d. Hakon Lie. Hins vegar eru skoðanir embættis- manna Noregs oft upp á kant við þá stefnu sem þeir verða að fram- fylgja opinberlega. Mesti glœpurinn — Það hefur vakið nokkra reiði i Noregi að i bók þinni kallar þú „bátafólkið" —flóttamennina frá Vietnam — „Vændishúsaeigend- ur Lyhdon B. Johnsons, hers- höfðingja og aðrar mellur"? — Ég vil taka það fram að það er ekki ég sem hef samið þessa mannlýsingu; þetta er bein til- vitnun i forsætisráðherra Astraliu. Við getum ekki skilið hörmungar flóttafólksins frá Vietnam, nema gera okkur grein fyrir glæpaverkum Bandarikj- anna þar i landi. Þegar friður komst loksins á, var landið i rúst. Bandarikjamenn lofuðu m.a. 3.2 •niljarða dollara aðstoð við upp- byggingu landsins, en sviku það loforð. Fátæktin og eymdin varð mikil, yfirvöld neyddust til að skammta hverjum manni 13 kiló af hrisgrjónum á mánuði. Þar að auki áttu sér miklar náttúruham- farir sér stað, vatnsflóð og storm- viðri. Bandarikjamenn höfðu byggt upp mikla neysluhyggju meðal Vietnama og lofaö þeim gulli og grænum skógum ef þeir flýðu landið. Það er ekki nema von að þeir leituðu að betri k.iör- um og legðu út i tvisýna og hættu- lega ferð sem endaði oft með skelfingu og hörmungum. Loforð Bandarikjanna um nýtt og betra lif er mesti glæpurinn gagnvart þessu flóttafólki. Morgunblaðið norska, eitt mesta Ihaldsblað Noregs, gaf sér niðurstöður þjóðaratkvæðisgreiðslunnar um inngöngu I EBE fyrirfram: „Noregur sagði Já" þekur alla forsiðuna. Þegar blaöið barst um kosninganóttina i upptökusal norska sjónvarpsins, þar sem forystumenn beggja fylkinga fylgdust meö úrslitum, var veruleikinn hins vegar orðinn annar: Norska þjóðin hafnaði aðild að Efnahagsbandalag- inu. yySkammast mín" — Hvert er áíit þitt á Jan - Mayen deilu Islendinga og Norð- manna? — Vegna tilviljunarkenndrar landfræðilegu Noregs hefur land- ið getað sölsað undir sig stór haf- flæmisvoskömm er að. Ég hreint og beint skammast min sem Norðmaður gagnvart íslandi. þegar Jan Mayen-málið ber á góma. Það á við efnahagsleg vandamál að striða og ræður ekki yfir fjölbreyttum auðlindum. Norðmenn þurfa siður en svo á þessu landsvæöi kringum Jan Mayen að halda, og við gætum verið mun gjöfulli gagnvart frændriki sem íslandi. Við þykj- umst eiga nokkra steina úti i N- Atlantshafi og það á að vera ærin ástæða fyrir þvi að við sláum 200 milna lögsögu kring um skerið. Slikar aðgerðir, ef þær koma til framkvæmda, sýna ef til vill veiku hliðarnar á alþjóðlegu haf- réttarlögunum. Uppreisn œrunnar — Hvers vegna skrifaðir þú þessa pólitisku minningabók núna? Þýðir það að þú sért hætt- ur i púIitiV' — Ég skrifaði þessa bók fyrst og fremt til að vinna almennings- álitið að nýju. Eftir sjUkdóminn sem ég fékk i Mósambik áramót- in 1977/78, og var fluttur á geðhæli I Noregi, mynduðust alls konar undarlegar sögusagnir um mig. M.a. var þvi haldið fram að negrahófðingi hefði gelt mig! Ég neyddist til að koma fram i dag- blöðum eftir að ég var orðinn friskur á ný og bera slúðrið til baka. En einnig varð ég að sýna og sanna að ég var orðinn fullrar heilsu, og ég skrifaði bók um pólitiskar endurminningar siðustu tiu ara, þar sem dvölinni I Mósambik og vistinni á geðhælinu er einnig lýst. Að visu hefur mig langað til að skrifa um pólitiska atburði siðasta áratugs fyrr, en það hefur ekki orðið úr þvi fyrr en nU. Ég skrifaði fyrstu minninga- bók mina þegar ég var 42 ára, og fannst ég þurfa að bæta ýmsu við sem siðar hefur gerst. Hins vegar er bók þessi á engan hátt yfirlýsing þess eðlis að ég sé íættur i pólitik, aftur á móti er tlmi minn sennilega liöinn. Ég held ekki heldur að ég hefði áhuga á þvi aö berjast i pólitik eins og málin standa i dag. Ég vil ekki leggjast það lágt að þurfa að smjaðra fyrir fólki, og pólitíkin færist æ meira I það form. Ég hef ekki sömu þörf fyrir að berjast fyrir kjörum fólks, menn lifa betra lifi nú en áður. Launamál, sem önnur pólitisk hitamál, eru ekki jafn ofarlega á ibaugi. Aftur á móti hefði ég brennandi áhuga a að fást við utanrikismál ef ég fengi tækifæri til þess. Alþjóöleg stéttabaratta tekur meira hug minn þessa stundina en norsk innanrikispólitik. Ég vinn þessa stundina hjá NORAD (Norsk aðstoð við þróunarlöndin) og leiðist. Hef ekki áhuga á aö fletta skýrslum og pappirum allan daginn. Hins vegar hef ég þénað það vel á bók- inni, að ég get tekið mér tveggja ára fri og ætla aö gera það. Framtfðin sker Ur um það hvað ég tek mér fyrir hendur. En núna langar mig mest til að fást við þýöingar og skriftir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.