Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagurinn 13. janúar 1980. * unglingasíðan • Umsjón: Olga Guðrún Árnadóttir Þessa mynd teiknaði Rúna Asgeirsdóttir sérstaklega fyrir unglingasiöuna. Viö þökkum henni innilega fyrir. Meira um unglinga í dreifbýli 20. des. 1979 Ég veit ekki hvernig ég á aö ávarpa þig — ykkur, svo ég sleppi þvi bara. Ég sleppi lika áramótauþpgjörinu, enda mjög liklegt aö þetta bréf berist ekki fyrr en seint og siöar meir. Til- gangurinn var nd eiginlega sá aö láta heyrast i mér, lýsa ánægju minni meö unglinga- siöuna og sérstaklega meö þá stórgiæsilegu hugmynd aö láta ungiingana SJALFA gagnrýna unglingabækur. Mig langar lika ofsalega (og framkvæmi hér meö) aö bjóöa mig fram sem gagnrýnanda eða umfjöliunar- kraft. Ég er 13 ára. Er þaö of ungt fyrir ungiingaslðuna? Viö 13 ára erum nú lika unglingar. Og mér finnst aö þiö ættuö ekki að einskorða ykkur við aldurinn 15-18 ára. Alitilagi aö fara niöur fyrir 15, sem þiö lika hafiö gert, hér er Sif, 14 ára. Ég er alveg sammála Jesús sem villmikla pólitiska umræöu og VIDHORF BEGGJA. Og mér þætti alveg óguriega gaman aö heyra viöhorf Ihaldsbarna tii herstöövamálsins margfræga, þó ég hafi svosem heyrt þaö ( þaö stendur HERINN BURT á úlpunni minni). Ojamm. Einsog þú sérö bý ég útá landi. Og okkur hafa veriö gerö alltof lítil skil I allskonar ung- bbéf lingaefni. Þetta er gömul tugga, en Unglingasiöan ætti nú aö iáta til sin taka og breyta þessu eitt- hvaö. Égsting uppá simtöium ef þú nennir ekki aö feröast. Og ég Itreka umsókn (uhumm) mina. ? hefur þegar veriö send bók til umfjöllunar, enda er svo sannarlega ekkert þvi til fyrir- stööu aö 13 ára gamlir krakkar fái pláss á unglingasiðunni og njóti viröingar til jafns við þá sem eldri eru. Unglingaslöan setur engin aldurstakmörk, — þaö efni sem okkur er sent og taliö eiga erindi á þessa slöu verður birt, án tillits til aldurs sendanda. Ég hef einlægan áhuga á að fjalla um málefni unglinga úti á landsbyggöinni, ekki siöur en þeirra sem búa á höfuöborgar- svæðinu, og er alveg vitlaus 1 ferðalög (þírátt fyrir sjúklega flughræðslu), en þar sem ég er einsömul viö umsjón slðunnar og bundin viö ýmis önnur störf hér I Reykjavik hef ég ekki get- aðgert neinarreisur útá land til að safna efni. En Ur þessu ætla ég að reyna að bæta sem fyrst, og þá heimsækja alla lands- fjórðunga (bjartsýnin lengi lifi!). Mér líst vel á tillögu þlna um simaviötöl, en til þess aö hún komist I gagnið verða menn aö senda unglingasiöunni nafn og slmanúmer. Þá er hægur leikur aö slá á þráöinn. Bestu kveðjur, Olga Guörún. Látið ekki eins og þið lifið á annarri plánetu Kæra unglingasiða! Þarsem okkur gamlingjunum var boöið að leggja orö I belg, undir nafninu vitringar, get ég ómögulega staðist freistinguna. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona tækifæri. Nú, svo ég komist að efninu, þá hefur mér skilist bæði af lestri síðunnar og nærtækum heimildum, að vandamál ungl- inga og gamlingja sé i aðalat- riðum það sama: Aö reyna aö umgangast sem árekstraminnst persónur sem vita allt og geta allt. Aðeins sýnist mér að þetta böl sé heldur léttbærara unglingum, þar sem þeir hafa vanist hinni alltvitandi persónu frá þvi þeir muna eftir, en i til- felli okkar gamlingjanna sprett- ur hún upp óforvarindis, eftir að hafa verið sæmilega til friðs ár- um saman. Þetta er gifurlega erfitt. Og maður leiöist út á þá braut að hugsa sem svo að unglingsárin séu rétt eins og hver önnur jólatrésskemmtun hjá öllu þvi andlega og likam- lega puði sem er hlutskipti gamlingjans. Að vera ábyrgur gagnvart sjálfum sér og öðrum, reyna að vera sjálfstæður, reyna að vera heiðarlegur, reyna að vera manneskja i moldviðri neysluþjóðfélagsins, fyrir utan að dunda við að vinna fyrir fjölskyldunni og koma nokkrum ungmennum til manns. En svona er lifið. Mér hefur dottiö nokkuð i hug sem gæti máske létt þessum sárþjáðu hópum lifið. Sjáið þið til, þar sem nú unglingsárin eru nú aðeins 6 eða 8 ár, en aðrir hlutar ævinnar 70 eÖa 80, væri þá ekki mikiu hagkvæmara aö unglingarnir leituöust viö aö kynna sér heim fulloröinna i stað þess aö viö stöndum á hausnum viö aö reyna að hugsa eins og þeir? Nei, fleygið ekki blaðinu strax! Þvi ef ykkur er alvara með að breyta einhverju i þessum gamla heimi, þá verðið þið að þekkja hann og þekkja hann vel. Eyðiö ekki dýrmætum árum i aö láta sem þið lifið á annari plánetu. Meö þvi gerið þiö engum greiða nema verslunarauövaldinu sem vill halda ykkur einangruðum og plokka i friði af ykkur hverja krónu fyrir táningaföt, táningaplötur, táningabækur, táningamat og drykk o.s.frv. o.s.frv. En bestu óvinarkveðjur, Mamma (ekki I Vesturbænum). Það er ánægjulegt aö sjá aö fullorönir gefa siðunni okkar gaum. Krakkar, lesiö þetta bréf oftar en einu sinni yfir og veltiö þvi dálltiö fyrir ykkur. Þessi mamma hefur ýmislegt at- hyglisverttil málanna aö leggja hvort sem þiö eruö henni sam- mála eöurei. Hjá mér vöknuöu margar spurningar viö lestur bréfsins, m.a.: Er hugsanlegt aö þiö ungling- arnireigiö einhverjasök á þvi sjálfir hversu litiö mark er tekið á ykkur, þ.e. með þvi aö sýna störfum, skoðunum og tilfinningum fulloröna fólks- ins litinn áhuga, og loka ykk- ur af í ykkar eigin heimi þar sem fullorönum er stranglega bannaður aögangur? Er hugsanlegt aö heimur fullorðna fólksins sé ekkert sérlega aðlaðandi og þið forðist þess vegna að hafa of náin kynni af honum? Ef svo er, vitiö þið þá hvað það er sem gerir full- orðins-heiminn oftsvona grá- myglulegan og óyndislegan? Ef þið vitið það, hvers vegna reynið þið þá ekki að hafa áhrif.breyta ogbæta á meðan þið enn hafið tima til svo að þið lendið ekki I sömu grá- myglusúpunni sjálf eftir nokkur ár? Ef þið vitið ekki hvað það er sem fælir ykkur frá full- orðins-heiminum, hvers vegna reynið þið þá ekki að komast að þvi? Gerið þið ykkur grein fyrir þvi, að þetta þjóðfélag, sem þið eigiö að erfa, er ein alls- herjar vinnuþrælkunarverk- smiðja þar sem litill hópur manna rakar saman stór- gróða á meðan allir hinir hamast við að slita sér út fyr- ir ekkert? Gerið þið ykkur grein fynr þvi, að þeir hinir sömu og græða á vinnu foreldra ykkar eru önnum kafnir við að plata lúsarlaunin útúr þeim lika, með þvi að troða auglýsing- um og áróðri fyrir rándýru drasli uppi öll skilningarvit á fólki, þangað til það veit hvorki i þennan heim né ann- anogbarakaupir þaðsem þvi er sagt að kaupa? Gerið þið ykkur grein fyrir þvi, að þið eruð notuð á ná- kvæmlega sama hátt, — að það erumaskinur igangi allt i kring um ykkur sem leynt og ljóst hafa verið að heilaþvo ykkur frá fæðingu, til þess að þið getið orðið nýtir vinnu- þrælar það sem eftir er ævinnar? Gerið þið ykkur ljóst að þið þurfið að byrja að berjast fyrir betra þjóðfélagi strax áður en Uppreisnarandinn ykkar nær að skriða oni flösk- una og leggjast þar til svefns að eilifu amen? Vitið þið að enn eru til nokkur eintök af fullorðnum, sem rig- halda I skottið á Uppreisnar- öndum og yrðu vafalaust fegnir ef þið gengjuð i lið með þeim I baráttunni fyrir manneskjulegu þjóðfélagi? Gerið þiö ykkur grein fyrir þvi að þið verðið að standa saman? Börn íhaldsfólks eru ekkert öðruvísi en aðrir krakkar Jæja. Mig langar að bera fram mót- mæli út af grein sem birtist að visu fyrir soldið löngum tima, en betra er seint en aldrei. Það skrifuðu einhverjir krakkar um að það væri reynt að finna og hafa viðtöl við börn ihaldsfólks og láta þau skýra frá skoðunum sinum og öðru. Þvi var haldið fram að börn ihalds- fólks væru eitthvaö öðruvisi en aðrir og fengju ekki að mynda sér sjálfstæða skoðun. Þetta finnst mér rangt. Ég á marga vini sem erubörn ihaldsfólks og mér finnst þau ekkert öðruvisi en aðrir krakkar eöa hafa aðrar skoðanir heldur en t.d. ég, sem er örugglega ekki Ihalds- manneskja eða minir foreldrar. Jæja, éghef ekki yfir neinu öðru að kvarta, mér finnst siðan fin eins og hún er. Bless, Kvenkyns tviburi Bestu þakkir fyrir bréfiö — fintaö fá fleirisjónarmiö fram á siöunni. Unglingar fara áreiðaniega sjaldan eftir pólitiskri skoðun foreldra þegar þeir velja sér vini (til allrar hamingju!), hins vegar hallast ég að þvi, aö fólk sem hefur mjög ihaldssama lifsskoðun og lifir samkvæmt henni, hljóti aö ala krakkana sina upp eftir öörum formúlum en hinir, sem frjálslyndari eru. Og uppeldiö setur jú sinn svip á persónumótun fólks, þó áhrífin séu misjafnlega sterk. En ■ ihaldssemi og frjálslyndi eru ekki flokksbundin fyrirbæri — ég þekki fólk sem kýs Sjálf- stæðisflokkinn og er svo þræl- róttækt i hugsun og lika þekki ég ansi marga sem halda sig vera komma en eiga ekki snefil af hugsjón þegar allt kemur til alls. Þið krakkar sem eigið vini frá ihaldsheimilum: Getið þið ekki rætt þetta viö þá, fengiö þá til þess aö senda okkur linu, eöa jafnvel sjálf tek- iö smáviðtöl viö þá? Þaö væri gaman aö heyra frá fleirum skoöanir á þessu máli. Olga Guðrún.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.