Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 17
Sunnudagurinn 13. janúar 1980. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 17 visna- mál * Umsjón: Adolf J. Petersen Mitt ei þornar Mímishorn Þá er árið 1979 liðið með öllum sinum gögnum og gæðum, kost- um og ókostum. Kuldatið sem hefði fyrir tækniöld drepið bæði menn og skepnur og gerði það raunar þrátt fyrir tækniöld. Það var ekki aðeins veðráttan sem var orsök óáranar i þjóö- félaginu, það var lika ósam- lyndið i mannfólkinu; þar var hver á móti öðrum, fleiri en tveir menn voru ekki sammála um eitt eða neitt. Rikisstjórnin fór norður og niður, kratarnir rifust öllu meira innbyrðis en út á við, voru ekki einusinni sam- mála um að henda samstarfs- mönnum sinum útbyrðis af skútunni, en gerðu það samt, fóru svo sjálfir aö reyna að stjórna fleytunni, en gátu það ekki nema fá ihaldið til að hjálpa sér. Svo komu kosningar, ihaldið klofnaði i þrennt og stærsti klofningur þess var margklof- inn. Kratar rifust innan flokks- ins eins og þeir eru vanir og töp- uðu fylgi og þingmönnum. Alþýðubandalagsmenn héldu uppi hefðbundinni innanflokks- „einingu” og töpuðu fylgi og þess háttar. Framsóknarmenn smjöðruðu mest fyrir kjósend- um og juku fylgi sitt og þing- mannatölu. Þannig hélt sundur- lyndið áfram að verka á mann- fólkið. Aðeins tveir menn voru sammála, það voru þeir Bene- dikt og Geir. Sfn á milli sömdu þeir, sök þá eigi bitur. 1 leiftursókn gegn launum Geir liðs hjá Bensa nýtur. En það var viðar en á Islandi sem veðráttan og stjórnarfarið hrjáði menn og dýr. Viða i heiminum var stjórnarfarið verra en veðurfarið nyrst á Grænlandsjökli þegar það er verst þar. I bréfum frá Kanada er veðurfarinu lýst svo, að kuld- inn hafi verið það mikill, að ekki hafi verið óhætt að pissa upp við vegg þvi að þá gat allt frosið við vegginn. Samt reyna menn þar að bera sig vel og kveða úr sér hrollinn: Þó að frjósi allt scm er, eyðist jarðar gróði, reyni ég bara að berja mér og bölva svo i hljóði. Það er fleira en veðurfarið sem var i andstöðu við mannlif- ið i Kanada. Brandur Finnsson i Arborg kvað: Varla yrði betur beitt brögðum með andvigi, þó að Nóbels-væru veitt verðlaun fyrir lýgi. Pólitikusarnir eru málgefnir i Kanada eigi siður en kollegar þeirra á Islandi, og Brandur segir: Leiðist okkur þetta þjark, þar ei vex álitið, þegar Broadbent Crosby Clark kjaftar úr sér vitið. tslensku læknarnir vestan hafs skera þykkildin úr þekktum mönnum, svo sem fyrrverandi Iranskeisara og Haraldi ritstjóra. Um það kvað Brandur: Þorbjörns niðji þremil skar úr þarmi Hes Paflevar. En Jónsson læknir busa bar að botnlanga Haraldar. Þrátt fyrir kuldann kveður Brandur og hlýjar sér við gam- anmál, t.d. um Höllu og Hjört, sennilega góðgranna sina, og hefur þetta um þau að segja: Með skartið bjart I fart nú fló á fundinn artapian. Hjartar vart þá hjartað sló, hún var að narta i’ann. Veraldarundrið berst oft i tal manna á meðal, en eins og vant er, þá geta menn ekki verið sammála um það frekar en svo margt annað. Vinur okkar hér i Visnamálum, Björn Jónsson i Alftá (Man.Can), er á öndverðri skoðun við Einar Pálsson um Veraldarundrið og skrifar vini sinum um málið á eftirfarandi hátt: Þvi frá greina þjóð ég má, þótt á mig fleinar skyllu, fantur meina fallinn lá flatur i Einars villu. Mitt ei þornar Mimishorn, við mæðu spornar fundum, ef við nornafræðin forn fæ mér ornað stundum. Tiðagengis gnægta veig gumar lengi dáðu, himinengja hvelfdan teig hauðri tengja náðu. Aldnir fróðir sögur sömdu, settu Ijóðum gersemar, þeim i óðum helga hömdu hulda sjóði fortiðar. Varla list það minnkar merka margt að lista háttalag, það allra lista afreksverka eykur lystisemdarbrag. Segist varla sagan bitri, seggir spjalla fræðin há, Einar karlinn öllum vitri um þau fjallar, en nær ei tjá. Þetta telst til þjóðarsmánar þegar kvelst vor hugsun frjáls. Vist þeim gelst scm ei afplánar. Aþján felst i vörnum máls. Það heyrir vist til undantekn- inga að menn kveðist á eða sendi frá sér ljóðabréf núorð- ið. Það er sem þeir hafi lagt það niður og sá siður heyri fortiðinni til. Um það kveður Björn: Oss er margt til lista lagt i ljóðhendingum, en búnir þó að týna takt i tilsendingum. Björn hefur ekki týnt taktin- um og yrkir tilsendingar eins og þessi Streitulausn bendir til: Illt er að vita þig i þvi þrældómsstriti kifsins. Kveð ég hita karlinn i, kveiki á vita lifsins. Leiðri streitu legðu frá, laugaðu þreytu úr sinni, eirðu heitum arni hjá með unaðsveitu þinni. Skarpt þá runnið skeiðið er skal þér sunna orna, sævar unnir seytla þér sestum að brunni norna. Já, þeir i Kanada kveða i sig hitann, kvarta ekki þó þreytan leggist i kroppinn þegar kvöld- ar, eins og Káinn kvað: Fækka sporin, kemur kvöld, kuldi sólarlagsins, hefi ég borið hálfa öld hita og þunga dagsins. Lifsins hrekkja laumuspil lamar frið i hjarta, hefi ég ekki hingað til haft þann sið að kvarta. Nú eigum við kannski von á fleiru vestan frá Kanada, hver veit? Hérmeð er leitað til lesenda Visnamála og þeir beðnir að hlaupa undir bagga ef þeir geta og botna þennan visuhelming. Raunar mega menn ráða þvi hvort þeir hafi þetta sem fyrri- part eða seinni hluta, en gæta þó miörimsins: Fellur gengi, felast ráð Fróns i þrengingunum. Látið nú sjá að ennþá geti landinn leikið sér að hend- ingum. — Gangi ykkur vel! Karpov orðinn pabbi Heimsmeistarinn I skák, Anatoly Karpov kemur út úr fæðingardeild númer 25 með nýfæddan son sinn I örmunum. t fyigd með honum er kona hans Irina og móöir skákkappans. Eins og myndin sýnir virðist skákmeistarinn ánægður með erfingjann, og getur eflaust ekki beðið eftir þvi að kenna honum mann- ganginn. Kommúnisminn lengir lífið Mcöalaldur Kinverja hækkar æ meira. Meðalaldurinn i Kina verður æ hærri, segir i nýrri könnun sem gerð hefur veriö um ævialdur kin- verja. Karlmenn í Shanghai geta búist við þvi að verða sjötugir, en kvenmenn enn eldri eða rúmlega 75 ára. Þessar tölur sýna og sanna, að Kínverjar lifa að meðaltali jafn lengi og t.d. Bandarikjamenn og Japanir. Ævialdur karlmanns I ÚSA er 68. 2 ár og kvenmanns 75.9 ár. Hins vegar verða japanskir karlmenn að meðaltali rétt rúm- lega 71 árs en konurnar 76.3 ára. Til samanburðar má geta þess að árið 1951 var meðalævi karl- manns i Shanghai 42.7 ár en kvenna 46.7 ár. Það má kannski segja ýmislegt um kommúnism- ann, enhannlengiralla vega lifið. erlendar bækur Foreshortened Time. Andrew Marvell & 17th Century Revolutions. R.I.V. Hodge. D.S. Brewer — Rowrnan & Littleficld 1978. Höfundur segir I formála, að hann hafi hafið rannsóknir sinar á skáldskap Marvells að hætti bók- menntafræðinga. En fljótlega rak hann sig á ýmsa þætti i skáldskap Marvells, sem ekki urðu út- skýrðir með aldarfari eða sam- tima áhrifum, eins og sam- timanum er lýst á yfirborðinu og bókmenntafræðingar láta sér venjulega nægja. Höfundurinn komst fljótlega að raun um að þekking bókmenntafræðinga á sagnfræði var harla rýr og oft beinllnis vitlaus. Höfundurinn álitur að gagnrýnendur bók- mennta gefi sér myndir af liöinni tiö, tali af yfirlæti um tiðaranda og einkenni timabila, án þess að svo mikið sem þefa af þeim stað- reyndum, sem sagnfræðingar heyja sér með rannsóknum frum- heimilda, bréfa og skilrikja. Hodge telur að gagnrýnendur riti fyrst og fremst fyrir aðra gagn- rýnendur og til þess að aðrir megi hafa nokkurn fróðleik og öðlast nokkra þekkingu á heimi bókmenntanna. Hann álítur einnig að heimur gagnrýnandans sé meira og minna lokaður heimur fagsins. Þessi dómur Hodges er reistur á rannsóknum hans á dómum gagnrýnenda um Marvell sem skáld, en hann kemst að annarri niðurstöðu en þeir um gildi Mar- vells og verkajians, með þvi að beita öðrum aðferðum heldur en hin hefðbundna gagnrýnistækni nýtir. Þeim aðferðum lýsir höfundur i bók sinni og eru þær m.a. fólgnar i að afla sér sem vitækastrar vitneskju um viöhorf samtiöarmanna Marvells viö heimi þeirra tlma, kynna sér grundvallarkenningar sem voru undirstaða heimsmyndarinnar eða öllu heldur heimsmyndanna. Höf. telur að rannsókn á visindum 17. aldar ásamt kenningum guð- fræðinnar séu fyrsta skrefið til þexs að skilja bókmenntir aldar- innar. Um þær rannsóknir fjallar þessi fróðlega og marka bók og slðan um þann Marvell og skáld- skap hans, sem sjá má nú I e.t.v. réttara ljósi. í\cVcWari\ey L. Kennsla á vetrarönn 1980 i Laugalækjarskóla Mánud. kl. 19.20-20.50 21.00-22.20 Enska 1 Enska II Þriöjud. 19.30-20.50 Bókfærsla byrj. Sænska 11 21.00-22.20 Bókfærsla II Sænska 1 Miðvikud. 19.30-20.50 Enska III Vélritun 1 Sænska á frh.sk. stigi 21.00-22.20 Enska IV Vélritun II Sænska byrj. Kennsla hefst mánudaginn 14. janúar. Kennslu- gjald kr. 15.000. Innritun fer fram í byrjun kennslu- stundar. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athylgi söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir desem- bermánuð er 15. janúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 7. janúar 1980.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.