Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 21
Sunnudagurinn 13. janúar 1980. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 21 Skák Framhald af 14 siöu. gefa tafliö. Ef hvitur finnur nii einhvern millileik lika dynja ósköpinyfir. Mig grunaöi hættuna i þessari stööu og þaö kvaldi mig og lét mig ekki f friöi. Annars vegar var eins og allt væri i lagi, en hins vegar... Þannig leiö um þaö bil hálf t ár. Kominn var timi til aö fara aö undirbiía sig fyrir nýtt heims- meistaramót Sovétrikjanna. Asamt M. Judovich yngri rannsakaði ég framhaldið 12. Dd3, en við fundum ekkert hræöi- legt fyrir svartan og með þaö fór ég til Bakú. Bréf frá Moskvu Búnar voru ein eöa tvær um- feröir og þátttakendur meistara- mótsins höfðu ekki enn vanist hlýrri haustveðráttu BakU eftir nóvemberslyddu sins heima. Þá- barst mér ábyrgöarbréf, stimplað I Moskvu, frá Michel Judovich yngri. Bréfið hófst á hlýlegum inngangi með hjartan- legum samiíðarkveðjum. Siðan sýndi Judovich fram á þaö á ein- staklega skýran og skilmerki- legan hátt að i leikjarööinni sem sýnd var hér á undan hljóti hvitur aö vinna eftir 15. — Bc5! Og þó svo að enginn annar en við tveir vissum þetta á þessum tima, get- ur varla veriö erfitt að gera sér i hugarlund hvernig mér leiö. Judovich y ngri hafði uppgötvað að eftir 16. Rxe6 De3+ svarar hvitur 17. Hd2!! og svartur á sér ekki viðreisnar von. Eftir 17. — Dxd3 kæmi 18. Rc7+-Kd8 19. Hxd3+-Kxc7 20. Hxf7 + og að á sama hátt og eftir 20. — Kb6 21. b4-Bxb4 22. Rd5+-Ka5 (slæmt er einnig 22 — Kc5 23. Rxb+Kxb4 24. Bf3 með miklum efnislegum yfir- burðum) 23. Hff3! með hótun um mát áa3, — sem ogeftir 20. —Rd7 21. Bg4-Hd8 22. Re4!-Bf8 23. Rg5 ætti svartur enga björgunarvon. Allt þetta heldur gildisinu jafn- velþóhviti kóngurinn standi á bl, þ.e.ef 17. Kbl en ekki 17. Hd2. En i leikjaröðinni 20. — Bd7 21. Bg4-Hf8 kemur vel i ljós styrkur 17. leiks hvits (hróksleiksins). Hvi'tur getur einfaldlega leikið 22. Hxg7 án þess að þurfa að óttast skákina á 1. röð: 22. — Hfl+ 23. Kd2. Stæði hviti kóngurinn á bl, gæti svartur staðist sóknina eftir hið þvingaða 23. Kdl-Bd6! og haldið þeim mannafla sem hann hefur yfir. En hér er ekki hægt að leika 23. — Bd6 vegna 24. Re4! Leiki svartur21, — Hd8,þá blæs hvitur til sóknar eins og sýnt var hér að framan : 22. Re4-Bf8 (ef 22. — Bb6, þá á hvitur mjög rólegt framhald 23. Hxg7 og ekki veröur séð hversu svartur getur losað sig) 23. Rg5. Ég yfirfór útreikninga vinar mins gaumgæfilega aftur og aftur og mér skildist að hér var komið rothöggið á Afbrigðið. Leikurinn 15.— Bc5 var útilokaðurog svart- ur þurfti enn á ný að leita svars i hinni eilifu spurningu Hamlets: ,,Að vera eða vera ekki?” Ég endurtek: Enginn vissi um þetta ennþá og enn um stund yrði ég að heyja baráttu við ósýni- legan andstæðing. En hver hug- mynd hefur sinn vitjunartima og andstæöingur minn gat á hverri stundu klæðst holdi. Almennt fannst mér ég ekki heldur hafa siðferðislegan rétt til að beita Af- brigðinu meö þá von i brjósti aö hinn aðilinn fyndi ekki réttu leiö- ina. Siöferðisleg sannfæring var nauðsynleg og óhjákvæmileg, en hún gat þvi aðeins orðið að veru- leika að heild leikjaraöanna á borðinu réttlætti hana. örlögin höguðu þvi þannig til aö mér gafst frestur. A meistara- mótinu þurfti ég aðeins einu sinni að standa fyrir máli minu i Af- brigðinu er ég tefldi gegn hinum frábæra taktiska meistara Rasjid Nesjmetdinov, en i þeirri skák var til umfjötlunar allt önnur grein þess. Eftir mótið hafði ég nægan tima. Enn á ný — og hversu oft var þaö ekki orðiö? — hófst ég handa við að rannsaka stööuna eftir 12. Dd3. Ég tók til gaumgæfi- legrar athugunar fjölmörg svör svarts. Loks valdi ég það sem mér virtist illskásti kosturinn 12. — Dh4+ 13. g3-Dxf6 14. Hfl-De5 15. 0-0-0 Ha7, þó svo að staðan eftir 16. Rf3 vektiekki óskipta að- dáun mina. Ég ætla að ræða um rannsðknir minar á þessari stöðu siðar, en núna langar mig að viðurkenna að eftir allar hinar óhemju viðamiklu rannsoknir minar á Afbrigðinu sem þá lágu að baki mér, hafði einhvers konar andúð á þvi vaxið hið innra með mér. Þannig var mál með vexti að auk hins mjögsvo óþægilega leiks þeirra Bronsteins og Mutsjniks, 12. Dd3, steðjuðu nú vandræði að Afbrigðinu úr annarri átt. Stór- meistarinn V. Simagin, mjög frumlegur og vandvirkur skak- maður, hafði lagt það til að leika tveimur leikjum fyrr 10. De2!? i þeim tilgangi að halda fram- varðarstöðunni á e5, framkvæma langa hrókun sem fyrst og hefja sókn gegn svarta kónginum sem strandaður er á miðjunni. Mér tókst ekki á þessum tima að ráða fram úr þvi verkefni að berjast á tveimur vigstöðvum i einu, finna varnir gegn tveimur hættulegum kerfum samtimis. Til þess hafði ég hvorki afl né sálarró. Þó ég ynni að öðru verkefninu gat ég aldrei varist þeirri hugsun aö lfklegast væri þetta allt klepps- vinna, —aðekki mundi vera hægt aðfinna vörn við hinum leiknum. Og allt i einu fannst mér eins og Afbrigðið hefði sýkst af holds- veiki: sárgrériáeinumstað i dag til þess að birtast svo aftur á morgun annars staðar. Það var þá sem þyrmdi yfir mig og mér fannst ég verða að segja skilið viö Afbrigðið. „Núernóg komið! Égerorðinn þreytturá endalausri leit, þreytt- ur á þvi að biða stöðugt ömurlegt skipbrot. Nú er kominn timi til aö taka Urslitaákvörðun! ” Eftir meistaramót Sovétrikj- anna i Bakú tefldi ég Afbrigðið tvivegis af gömlum vana árið 1962, gegn Ortega á Kúbu og Nikitin á meistaramóti skákkl- dbbsins „Búrevéstnik” og það var allt og sumt. „Þakka þér fyrir allt, kæra Af- brigði. Alasaðu mér ekki fyrir hugarfarsbreytinguna, — fyrir- gefðu! ” Þurftu þetta nú að verða enda- lokin! A þvi augnabliki er Af- brigðið missti töfra sina i minum augum, tók múgur manns upp á að tefla það. Það kom upp i hverju móti, fyllti öll skáktimarit og blöð. Afbrigðið var komið i tisku! Annars vegar kitlaði hin þögula almenna viðurkenning hégóma- girnd mina, enda hafði ég i þrjú löng ár stöðugt staðið fyrir mál» stað Afbrigðisins irioð svörtu einn manna, en á hinn bóginn fann ég til blandaðra tilfinninga af skömm og vafa, Það væri allt annaö ef menn hefðu teflt Af- brigðið áður fyrr, er það var ekki annað en órannsakaður hvitur blettur á landakortinu og þegar sérhverskák var eins og ferðalag til ókunnugra landa. En núna, þegar svo þungbær reynsla hafði dunið yfir höfuð svarts...! Þess vegna var lika þessi efi. Ég skammaðist min fyrir Af- brigðið, sem stöðugt nýir og nýir skákmeistarar voru farnir að tefla af furðu mikilli léttuð, án þess að sökkva sér ofan i athuga- semdir eða rannsóknir sem fyrir lágu, án þess að reyna að öðlast djúpan skilning á hinu óvanalega byrjunarkerfi þar sem ekki var hægtað beita almennu stöðumati, enda varð það til þess að þeir biðu einn ósigurinn af öðrum. Þrátt fyrir rödd skynseminnar tók ég sérhvern slikan ósigur sem persónulegt áfall og hjarta mitt herptist saman i hvert sinn er ég sá á prenti þessa vanalegu 20-25 leikja skák með kaldhæönislegu „Svartur gaf” i lokin. Oftar en einu sinni flaug mér i hug: ætti ég ekki að kasta mér aftur út i baráttuna, ætti ég ekki aö neyta alls mins afls til aö endurreisa Afbrigðið hressa upp á slæman orðstir þess? En ég hafði ekki krafta til þess og stundarákvöröun mina um að kasta Afbrigðinu fyrir róða stað- festi ég með eftirfarandi orðum: „Sama er mér þó svartur haldi áfram að tapa, svo lengi sem það eru aðrir en ég og svo lengi sem það er ekki kallað mitt Afbrigði. Ég er búinn að fá nóg af þvi!” Afturhvarf Og i mörg ár snerti ég alls ekki við Afbrigðinu. Hvorki við rannsóknir né i keppni. Og jafnvel nú veit ég ekki hvort ég hefði nokkurn tima snúið mér aö þvi aftur ef ekki hefði komið til þetta samtal viö Botvinnik sem getið er um fremst i þessari bók. — Þegar sú hugsun var fullmótuð hjá m'ér aö ég mundi einmitt skrifa um Af- brigðið tók ég til við að fara yfir gamlar skákir, minar eigin og annarra. Ég tók fyrir hægt og nákvæmlega stöður sem áður höfðu verið rannsakaðar gaumgæfilega, sannreyndi enn á ný þaðsem áðurhafði margsinnis veriö sannreynt. Og undriö gerðist: Eftir tiu ára hlé sá ég Af- brigðið i algerlega nýju ljósi. Skyndilega var eins og upp risi tilfinning sem bæld hafði verið niður einhversstaðar i afkomum sálarinnar: en hvað, ef.... En hvað ef Afbrigðið er mér ekki dautt? Hvað ef það lifir?! Dagheimilið Hörðuvöllum Hafnarfirði óskar eftir starfskrafti allan daginn Upplýsingar i síma 50721 GREIDENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 23.janúar. Það eru tilmæli embættisins til yðar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. Meö því stuðlið þér aó hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI áskríft ttJÚÐVIUINN / sima 81333 3 Hringið eða skrifið, og þér fáið Þjóðviljann sendan heim Ég óska eftir áskrift að Þjóðviljanum: l NAFN HEIMILISFANG SÍMI ÞJÓÐVILJINN SÍÐUMÚLA 6, 105 REYKJAVÍK. SÍMI 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.