Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 23
Sunnudagurinn 13. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 Bassi og Gummi viö Hljómborö i stuttu Mánaskini. ÞRETTÁNDA- HUÓMLEKAR fyrir ausmn fjall Á þrettándakvöld voru haldnir hljómleikar á Sel- fossi í íþróttahúsi staðar- ins sem voru mjög fjöl- mennir bæði hvað varðar skemmtikrafta og áheyr- og -horfendur. Nokkrir vinir Steindórs Leifs- sonar stóðu fyrir hljómleikunum/ en Steindór slasaðist illa í bílslysi fyrir þrem og hálfu ár^og mun ágóðinn renna til hans til að hann eigi hægara með að afla sér sem bestrar endur- hæfingar. Skemmtikraftarnir gáfu vinnu sina, svo og allir aörir sem hönd lögöu á plóg viö fram- kvæmd þessara hljómleika. Geysivel mun hafa gengiö aö fá fólk til aö starfa og skemmta, og ef blessaö rikiö fæst til aö fella niöur alla þá skatta, sem fylgir venjulegu skemmtanahaldi, veröur ágóöinn u.þ.b. fjórar milijónir. Hljómleikarnir hófust með leik Strengjasveitarinnar, sem er ný, 5 manna hljómsveit, selfyssk aö meirihluta, skipuö þeim Ómari skáldi Halldórs- syni, hljómborð -t- söngur, Sigga Asgeirs rakara, bassi, Skebba trommara frænda Ragga i Brimkló (báöir áður i Mánum), Einari úr Þorlákshöfn, söngur-fgitar, og ónafngreindum, ágætisgitar- leikara, að ég held úr Reykjavik. Strengjasveitin heyrðist mér bera nafn með rentu og ágætis dansleikjahljómsveit. Þeir félagar leggja greinilega metnaö sinn i aö vanda bæöi lagaval og flutning. Vegna óvæntra anna gat ég þó ekki hlustaö eins vel á þá og ég haföi áhuga á. Næst á dagskrá var utansveitarfólk — nefnilega Brunaliöiö (Pálmi var nú annars einusinni með Mánum og Gummi ,,i mörgu reyfunum” er Selfyssingur og gamall Máni, en þetta kvöld spilaöi hann I öllum sveitum nema Strengja- sveitinni.) Jæja, Brunaliðiö er sjálfsagt landsfrægust hljóm- sveit hérlendis um þessar mundir, enda var liöinu vel tekiö á Selfossi. Það flutti nokkur lög af siöustu plötu sinni Labbi I Mánum (aö visu I Kaktusi nú til dags) aö syngja lag sitt „Litli fuglinn”. Myndir: Ragnar Th. Sigurðsson. og engill um Smalastúlkuna og Pálmi Hlátur konung og siðan tvö lög af væntanlegri sólóplötu sinni. Annað þeirra, Eitt litiö andartak, er leikiö i islensku kvikmyndinni Veiöiferö, sem sýna á nú á Listahátiö. Þetta er sómalag eftir Magnús Kjartansson. Næstur var kynntur HLH flokkurinn og æröist þá ung- viöið. Þeir sungu náttúrulega Riddara götunnar, sem mér finnst skolli skemmtilegt þrátt fyrir alla óskalagaþætti. Þeir fengu mikla sönghjálp i Lalalalala og Nesti og nýjum skóm. HLH flokkurinn var algjör breiðfylking að þessu sinni, tæplega tuttugu manns, og hefði einhversstaöar þótt þokkalegt lokanúmer. En Selfyssingar komu meö trompiö úr sinni sveit. Þaö er að visu orðið meira en tiu ára gamalt og búiö aö leggja það á hilluna, en stendur fyrir sinu þegar búiö er að dusta af þvi rykið, — semsagt og sletti frönsku i Eina nótt meö þér (Une nuit avec toi — heyröist mér — eöa þannig) til að æfa sig fyrir utanlandsför. Þetta er þrumuliö og nú i toppformi — og mig langar að minnast á hvað mér finnst hún Ragnhildur góð, aö hinum ólöstuðum. Rut Reginalds söng út jólin og var i góöu formi. Nú er hún aö veröa stór og veröur gaman aö fylgjast með hvaða stefnu hún tekur þegar hún fer aö ráöa sér sjálf. Rut hefur skemmtilegt „sánd” einhversstaðar i rödd- inni. Eftir hlé byrjaöi Brimkló á „Ég ætla á ball i kvöld” og, svo aö viö höldum áfram með hreppapólitikina, Gummi Sel- fyssingur Ben. söng „Herbergið mitt” og strákarnir héldu.siöan áfram meö „sannar dægurvis- ur” undir forsöng Björgvins Halldórssonar. Raggi er alltaf jafn ákveöinn og skemmtilegur á trommunum og þeir Haraldur falla ágætlega saman. En hvernig er þaö — mætti Arnar ekki fá soldiö meira gitarrými? Annars er þetta pottþétt fyrir Brimklóaraödáendur. Þá var aftur komiö aö Brunaliöi. Ragnhildur söng eins Hér er Steindór Leifsson á hijómleikunum og foreldrar hans sjást næst honum á hægri hönd. Steini hefur samið lög og söng og lék á gitar og faöir hans var I eina tiö gitarleikari I Hljómsv. óskars Guö- mundss. sem var aöaihljómsveitin sunnanlandsfyriruþb. 20 árum. „Helgi” i HLH meö Ragnhildi Gisla: „Ég hef alltaf veriö skotin i svona strák...” Mánar. Grunnskólaliöiö æpti: Mánar, Mánar, Bassi, Bassi, — en Bassi er voöa vinsæll tónmenntakennari á Selfossi og greinilegt aö nemendur hans hafa fjölmennt á staðinn. Mánar fluttu tvö lög af einu stóru plötu sinrii sem kom út j.971 hjá SG-hljómplötum, envþá var hljómsveitin skipuö iþeim ólafi (Labba) Þórarinssyni, söngur+ sólógitar+ þverflauta’ Birni (Bassa) Þórarinssyni, orgel, Guömundi Benediktssyni, söngur+ pianó+ gitar, Smára Kristjánssyni, bassi, og Ragnari Sigurjónssyni, trommur, og þannig skipuð kom hlómsveitin fram nú. Þeir byrjuðu á „Lif þitt” eftir Guðmund Benediktsson og Smára Kristjánsson viö texta Ómars Halldórssonar. Gummi fékk aðeins aö kenna á ein- hverskonar hljóötruflun, þegar hljóðneminn tók upp á að brengla söng hans, en lag nr tvö bætti þá byrjunarörðugleika aldeilis upp — Litli fuglinn — lag Ólafs Þórarinssonar viö ljóö Jóns Thoroddsen. Labba tókst geysivel upp i söngnum og flutn- ingur allur alveg ljómandi. Þá var komið að lokasyrpunni — Tull-fléttu — en Mánar voru með lög Jethro Tull i löngum bunum i dansleikjaprógrammi sinu ,,i gamla daga” og þóttu sérfræðingar i þeirri deild. Nú fléttuöu þeir einkar skemmti- lega saman tveim lögum Jethro Tull, Aqualung og Bourré.t þvi siöarnefnda lék Labbi á þverflautu og hann og Gummi sungu á vixl Aqualung. Þá var gaman aö heyra þá Ragga og Smára mebhöndla rythmann saman á ný, en þeir hafa alltaf verið samhentir og fastir fyrir i „bitinu”. Þetta var óborgan- legt fyrir gamla Mánaaö- dáendur og þá sem áhuga hafa á Islandsrokksögunni. Semsagt: vel heppnabir þrett- ándahljómleikar, þeim til sóma er aö stóöu — og gleðilegt aö sjá svo marga styrkja gott málefni i verki. AJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.