Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 24
UÓDVIUINN Sunnudagurinn 13. janúar 1980. nafn* Spennandi verkefni t hverri viku er eitthvert eitt mái, eöa einn maöursem oftar er nefndur i fréttum en aörir. Nafn vikunnar sem var að lföa er án vafa Finnur Torfi Stefánsson, nýráöinn umboösfulltrúi I dóms og kirkjumálaráðuneytinu. Einmitt þaö aö hann var ráöinn í þetta starf hefur orðið til þess aö deilur hófust um veitinguna og var vegiö aö dómsmálaráðherra fyrir aö veita fiokksjbrdöur sinum embættiö. Þvi var þaö fyrsta spurn- ingin þegar viö röbbuöum viö Finn Torfa, hvort hér væri um flokkspólitiska embættisveitingu aö ræöa? Þú telur þá ekki, aö það hafi hjálpaö neitl uppá aö þiö eruð flokksbræður i pólitfk? Ég hygg aö þingseta min i á siöasta þipgi hafi veriö frekar metin mér til ókosta og aö ég hafi veriö ráöinn i þetta nýja starf þrátt fyrir þingsetuna en ekki vegna hennar. t hverju er svo starf þitt aöallega fólgiö? — Mér ber aö sinna erindum þess fölks, sem telur aö á hlutsinn hafi veriö gengiö isamskiptum viö stofnanir sem heyra undir döms og kirkjumálaráöu- neytiö. Mér ber aö leiöbeina þessu fólki svo og aö veita almenningi lögfræöilegar leiöbeiningar i samskiptum þess við rikiskerfið. Er sambæirlegt starf til i nágrannalöndum okkar? — Ekki kannski alveg sambærilegt, en þó er viða veitt lögfræöiþjónusta ókeypis þvi' fólki sem ekki hefurefni á aö kaupa sér lög- fræöiþjónustu. Eins eru til störf umboösmanna, sem eigaaö sjá um að einstaklingurinn sé ekki hlunnfarinn af rikinu. Þaö má kannski segja aö mitt starf liggi þarna mitt i milli eins og nú er. Þaö kemur sem sé i þinn hiut aö móta þetta starf, kvlöir þú þvi? — Nei, alls ekki, en ég geri mér grein fyrir þvi aö það getur oröiö vandasamt. Ég verö aö gæta þess aö sinna erindum fdlks meö þeim hætti aö viðunandi sé fyrir þaö og eins verö ég aö gæta þess aö ganga ekki svo harkalega fram i samskiptum minum við opinberar stofnanir aö ég eigi á hættu aö þær snúist gegn mér. Maður veröur aö reyna aö fara þarna milliveg og freysta þess aö leysa málin á þann veg aö allir veröi ánægöir. Þvi má segja aö þetta s é n okk uö spen nand i verkefni fyrir mig. S.dór. Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til löstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 Kvöldsími er 81348 Tóbaksreykurinn liggur sem þoka yfir réttarsaln- um. Dómarinn Alexandra Kollontay situr stif i baki, klædd hvítri blússu og meö hárið bundi í hnút. Fyrir framan hana liggja sönn- unargögnin: m.a. ritverk Stalíns á finnsku fram að nr. 13 frá árinu 1933, bók- menntir um fyrirbærið Stalín og stór flaska af Vodka. Til vinstri situr ákærandinn Nichola j Bucharin. Fyrir miðju stendur sjálfur sökudólg- urinn, hinn ákærði: Josef Stalín. Þannig hefst nýstárleg leiksýn- ing sem frumsýnd var á 100 ára afmælisdag Stalins 21. desember 1979 og ber nafnið „Historian Turmiola” eða „Dómur sögunn- ar”. Sýningin fór fram á æsku- lýðsheimili i Eira, Helsingfors i Finnlandi, og aðstandendur sýn- ingarinnar, aöallega visinda- menn, segja þessa sýningu vera i anda Silimtft-verkunarinnar. Aöeins ein sýning Silimát-verkunin byggist á þvi, að skapa mikiö umtal i kringum verkið og sýninguna fyrir frum- sýningu, en láta aðeins afmark- aðan hóp leikhúsgesta sjá sýning- una, sem sýnd er aðeins einu sinni. Þá er reiknað með aö þeir fáu sem sáu leikverkið i þetta eins sinn og þeir, sem aldrei uröu þessarar ánægju aðnjótandi muni ræða ákaft og mikið um sýning- una. Þannig, segja forsvarsmenn SilimoTt.-verkunarinnar, mun innihald verksins, sem skiptir meira máli en verkið sjálft, ber- ast milli vinnustaða, heimila og jafnvel fjölmiðla. Forsendan að þetta takist, segja þeir ennfrem- ur, er sú, að verkið fjalli um eitt- hvert áhrifamikið umræöuefni, sem lengi hefur veriö haldiö niðri meðal almennings. Trotskí sögumaöur Og það er greinilegt, að Stalin og réttarhöld hans eru um- ræðuefni sem virðist hafa verið haldið frá Finnum. Sögumaður er Trotski i liki afturgöngu, sem m.a. bendir á að Bucharin hafi bjargað sér á ótrúlegan hátt und- an réttarhöldunum 1938 og siðan átt vetrarsetu sem prófessor i þjóðfélagsfræðum við Joensuuhá- skólann i Finnlandi. En aðalpersónan er Stalin. I verkinu er hann kominn til ára sinna, hann er iklæddur slitinni fangaskyrtu, og i fylgd með hon- um eru aðrir sakborningar svo sem Beria og Vysjinski (aðalákærandinn i réttarhöldun- um i Moskvu á fjórða áratugn- um). F'leiri persónur koma við Trotski er sögumaöur leikverks- ins — i gervi afturgöngu! 4 _ , r Rucharin er ákærandinn i leikrit- inu „Dómur sögunnar”. sögu: morðingi Trotski i gervi finnsks áfengislæknis, Antonio Gramsci, Nedesjda Krupskaja og fleira gott fólk svifur um sviðið, auk margra ónafngetinna per- söna, sem hlýða skipunum eða gefa skipanir, þegar hið undar- lega leikverk fer af stað. Glæpir Stalíns I fyrsta þætti undirstrikar Bucharin hina götóttu þekkingu almennings á Stalin og yerkum hans: Stalin var einvaldur, hann skellti skollaeyrum við miðstjórn flokksins (hún kom ekki saman öll striðsárin, eitt sinn liðu 13 ár milli flokksráðstefnanna) og hann beitti mönnum sem Beria til að framkvæma skuggaverk sin. Af 139 meðlimum i miðnefndinni sem kosnir voru á 17. ráðstefnu flokksins 1934, voru 98 handteknir og drepnir á timabilinu 1937-38. Það er óhugsandi að flokksráð- stefnan hefði getað kosið slika glæpamenn eins og Stalin kallaði þá, til að gegna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Sömu örlög hlutu 1108 sendimenn (af 1966) sem sóttu flokksráðstefnuna 1934. Hvernig gat það gerst, spyr ákærandinn, að þeir sem dæmdir voru i opnum réttarhöldum, viðurkenndu afbrot sem þeir höfðu aldrei framið? Bucharin viðurkenndi að hann hefði verið njósnari fyrir Japani, Englend- inga og Þjóðverja, samtimis þvi aö hann væri trotskiisti og hægri- maður og hefði reynt að myrða Lenin, Stalin, Sverdlov og Maxim Gorki o.s.frv. Hinir tryggu kommúnistar neyddust til að viðurkenna afbrot vegna þess að þeim voru settir eftirfarandi kostir: Ef þú viðurkennir ekki glæpi þina, þá styður þú fasist- ana, sem halda þvi fram að rétt- arhöldin séu sjónarspil.- Varnarræöa hins ákœröa Akærandinn heldur áfram ræðu sinni og bendir á hve farsællega kommúnisminn hafi farið af stað, og gerir Stalin ábyrgan fyrir þvi hvernig fór: „Hvers vegna eyði- lögðuð þið alít þetta lifandi og skapandi afl?” ,Ég gerði það ekki”, svarar Stalin, og hefur hina marxiska vörn sina. „Ég eyðilagði flokkinn, en það var hann sem skapaði for- sendurnar fyrir eigin eyðilegg- ingu. Ég var aðeins verkfærið. En ef einhver annar hefði verið við forustu, hefðu Sovét- rikin ekki verið til i dag. Menn sætu sundraðir og hver og einn ræddi sina einkalausn að sinum eigin þjóðlega kommúnisma.” „En hvað með sósialismann?” þrumar ákærandinn. „Tja,” segir Stalin, „Það er erfitt að halda i prinsipin þegar praktisk pólitik er annars vegar.” og bætir við: „Það veit sérhver kommúnisti, sem setið hefur i rikisstjórninni.” Stalin heldur áfram vörn sinni og vitnar i franska heimspeking- inn Althusser, sem tekist hefur að smygla Stalingagnrýni sinni inn i fangelsi hins ákærða. Persónu- dýrkunin er ekki marxiskt hug- tak, hún útskýrir ekkért. Þess vegna verður að útskýra fyrir- bæriðStalin út frá framleiðslunni og stéttarbaráttunni. „Ég get þess vegna ekki viður- ; kennt þá skoðun ákærandans, að Stalin þurfti á persónudýrkun að halda”, segir Stalin. „Ég er tor- trygginn og eigingjarn. Ég er fyrst og fremst barn kerfisins, og ég sá til þess að það var styrkt. Það eruð þið sem bjugguð til Stalíndýrkunina, ekki ég. Þið munuð aldrei geta drepið þessa dýrkun, hún er enn að byltast i brjóstum ykkar. Þið eruö allir samsekir, þið viljið dæma mig til að losna sjálfir við dóm. Þið eruð nógu heimskir til að halda, að stalinisminn deyi, þótt ég deyi!” Útlegö til Finnlands 1 siðasta þætti er Stalin orðinn gjörbreyttur, hann er niðurbrot- inn og viðurkennir allar syndir sinar. Ahorfendur vita ekki hvað gerst hefur, en óljóst læðist sá grunur að leikhúsgestum að þarna sé fortiöin lifandi komin: Fordæming Stalins á eigin verk- um minnir óþægilega mikið á játningu Bucharins i réttarhöld- unum 1938. Stalin er að lokum dæmdur i út- legð til litils lands þar sem hann á að eyða ævikvöldinu: Finnlands. (-im tók saman)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.