Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.01.1980, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 16. janúar 1980. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11 fþróttirg íþróttir íþróttir g Alvörupróf var það „Ég ætla að leiðrétta það sem kom fram i Þjv. fyrir skömmu, að lyfjanotknunarpróf það sem gert var hér 1975 hafi ekki stað- ist allar þærkröfur sem gerðar eru til slikra prófa i dag. Svo var ekki,” sagði Magnús Jakobsson, stjórnarmaður i FRI I samtali við blaðið i gær. „Einn riðill Evrópukeppninn- ar i f jölþrautum fór fram hér á landi l975og var okkur uppálagt að láta fara fram ,,dóp-test” eða lvfjanotkunarpróf. Það var gert. Tekin voru sýni frá 2 iþróttamönnum frá hverri þjóð oglentu Stefán Hallgrimsson og Sigrún Sveinsdóttir i þessu af okkar fólki. Sýnin voru siðan send til London og reyndust þau öll vera neikvæð, þ.e. ekkert at- hugavert,” sagði Magnús að lokum. Bjarni Björnsson, Ægi,er sá sundmaður, sem stendur nú næst þvi að ná lágmarki fyrir olympfuleikana. Hér að ofan er hann á fullri ferð i flugsundi. halda áfram i 4 og 8 landa keppnunum, sem við höfum verið meö i hingað til. Farsælla væri að reyna að komast i Kar- lott-keppnina og fá styrki til þess að vera með þar,” sagði Hörður aðspurður um hvert ætti að beina kröftum landsliðsins á næstunni. Sund er vissulega ein erfið- asta, timafrekasta og mest krefjandi iþróttagrein sem til er og spurningin er sú, hvort það eigi sér vaxtarmöguleika hér á landi sem keppnis- og afreksi- þrótt. Þessu veröur ekki svarað hér, en vonir sundáhugamanna eru nú bundnar við hið unga sundfólk, sem er að koma fram á sjónarsviðið um þessar mund- ir. Það ræður úrslitum. — IngH. sagt hörmulega lélegir i þessum leik Hittnin hjá flestum þeirra var i algjöru lágmarki. einungis Gunnar hitti nokkurn veginn „eðlilega”. Þá er undirritaður ekki viss um það, að rétt hafi verið hjá UMFN að leika pressu um allan völl gegn jafn reyndu liði og Val, liði með marga góða „driplara” og gegnumbrots- menn. Gunnar átti ágætan leik i liði UMFN og einnig náði Guðsteinn sér vel á strik undir lokin, virki- lega baráttuglaður leikmaður. Aðrir voru slakir. Vist er að UMFN tekst vart að ná jafn- lélegum leik á næstunni og enn eru þeir með i toppbaráttunni. Sigur Vals var mun öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Þeirhöfðu undirtökin allan tim- ann og haldi þeir áfram á sömu braut hindrar ekkert lið að ls- landsbikarinn hafni að Hliðar- enda. Valsmennirnir eru jafn sterkir i vörn sem sókn, sér- staklega er svæðisvörn þeirra vel útfærð. Tim Dwyer átti mjög góðan leik i gærkvöldi og hefur sjaldan áður leikið betur. Þá áttu Torfi. Kristján, Rikharður og Þórir góða spretti. En sá leikmaður sem mest kom á óvart var Jón Steingrimsson. Hann iék Njarð- vikingana oft grátt, sivakandi og eldsnöggur. Stigin fyrir UMFN skoruðu: Gunnar 25, Guðsteinn 18, Bee 17. Jónas 7, Július 4, Brynjar 2 og Jón Viðar 1. Fvrir Val skoruðu: Dwyer 36, Torfi 13, Kristján 10, Þórir 10. Rikharður 8, Jón 4, Gústaf 2 og Jóhannes 2. — IngH /•V staðan Staðan i úrvalsdeildinni i körfuknattleik eftir ieikinn i gærkvöldi er þannig: KR 10 7 3 8 28-758 14 Valur 10 7 3 865-819 14 UMFN 10 7 3 839-802 14 ÍR 10 5 5 865-896 10 Fram 9 2 7 697-750 4 IS 9 1 8 778-820 2 nn fóru létt með UMFN i ■ i ■ i ■ i B) I ■ I H I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ i Myndin hér að ofan cr e.t.v. nokkuö táknræn fyrir leikinn i gærkvöldi. Kristján skorar í rólegheitum fyrir Val, en Njarðvikingurinn Ted Bee liggur í gólfinu. Mynd: —gel. Valsmenn opnuðu úr- valsdeildina i körfuknatt- leik upp á gátt í gærkvöldi þegar að þeir sigruðu efsta liðið, UMFN af stakasta öryggi, 85-74. Nú eru 3 lið, KR, Valur og UMFNefst og jöfn i úr- valsdeildinni, öll með 14 stig. Valsmennirnir mættu mjög ákveðnir til leiks i gærkvöldi. Hjá þeim fór saman mikil grimmd i varnarleiknum og öryggi i sókninni. Valur tók for- ystuna, 2-0, 6-3, 12-7 og 26-16. Hittnin hjá Njarðvikingunum var alveg i lágmarki, einkum var furðulegt að sjá Guðstein og Bee mistakast i hverju skotinu á fætur öðru. Þá má segja, að pressuvörn þeirra hafi ekki heppnast nógu vel. Valsmenn héldu sinu striki 36-22 og 43-31 i hálfleik. Njarðvikingunum tókst að minnka muninn niður i 8 stig með góðri hittni og sæmilegri svæðisvörn, 47-39, en þeir duttu fljótlega niður á sama lága planið og Valsmenn gengu á lagið, 55-41, 59-47 og 70-51. Þess- um 19 stiga mun héldu Valsararnir næstu min. og jafn- vel bættu nokku við sig, 81-60, 21 stigs munur og rúmar 3 min. til leiksloka. Nú loks vöknuðu sunnanmenn og börðust af mikl- um djöfulmóð. en það "ar held- ur seinti rassinn gripið.munur- inn var ot mikill til þess að hægt væri að vinna hann upp. UMFN skoraði 14 stig gegn 4 loka- minúturnar og lokatolur urðu 85-74 fyrir Val. Njarðvikingarnir voru vægast Sundið stendur mjög höllum fæti sem keppnisíþrótt á íslandi í dag Hvað er til ráða? „Fjármálin eru eilifðarhöfuð- verkur hjá okkur. Þetta er spurning hvort okkur tekst að halda i horfinu eða draga saman seglin,” sagði formaöur Sund- sambands tslands, Hörður S. Óskarsson, í samtali við Þjv. fyrir skömníu. Höröur skrifaði mjög athygl- isverða grein i málgagn SSI. Sundmál eftir að landsliðið kom heim úr keppnisferö s.l. sum ar. Fer hluti greinarinnar hér á eftir: „Þrátt fyrir ágætan árangur er þó engum blöðum um það að fletta að framfarir okkar i sund- iþróttinni eru langtum minni og hægari en þeirra þjóða sem við öttum kappi við og er það eitt útaf fyrir sig ærið umhugsunar- efni. Eg ætla að skjóta hér fram nokkrum atriðum til umfjöllun- ar seinna og lesendum til ihug- unar strax. 1) Félagsstarf og út- breiðslustarf SSI í molum og ekki nógu virkt það litla sem það er. 2) Þjálfarar félaganna ekki nógu menntaðir og fá litla sem enga mögu- leika á að bæta við sig og fylgjast með því besta sem er að ske í dag. 3) Sundstaðir illa í stakk búnir til að full- nægja sundinu sem keppnis- og afreksíþrótt- ar. 4) Vinnuálag barna og unglinga alltof mikið ein- mitt á þeim tíma sem það á hvað mesta möguleika á að ná upp hámarksgetu sinni í íþróttinni. 5) Af skiptaleysi at- vinnuveitenda og fyrir- tækja af þeim sem eru sérstakir afreksmenn og hafa sýnt ótvíræða mögu- leika og getu á Evrópu- og heimsmælikvarða. 6) Æðstu forystumenn iþróttamála eru staur- blindir fyrir sundinu sem keppnis- og afreksíþrótt. 7) Sveitar- og bæjarfé- lög sinnulaus fyrir því fólki sem skarar fram úr og þarf þá meiri stuðn- ingi að halda til að efla hæfileika sína. 8) Skólakerfið gerir ekki ráð fyrir að afreksí- þróttamaður njóti sömu möguleika og aðrar greinar eða afburða- námsmenn svo sem í tón- mennt, ritlist, söng, skák og ýmsum raungreinum. 9) Ríkisvaldið aðstoðar frekar presta, lækna og skólastjóra við að koma sér upp húsaskjóli en af- reksíþróttamanninn." Hinar Norðurlandaþjóöirnar hafa ekki fariö varhluta af þess- um málum og stefnan hjá t.d. Norömönnum er sú, að þeir senda sina bestu sundmenn til Bandarikjanna og freista þess að þar nái þeir toppárangri eftir æfingar og keppni við bestu hugsanlegar aðstæður. Heima reyna þeir síðan að halda i horf- inu.” „Ég er nú þeirrar skoðunar að við eigum ekki að stefna aö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.