Þjóðviljinn - 17.01.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.01.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN DIÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandl: Útgífufélag ÞjóBviljans Framkv*mdastJóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttaatjórl: Vilborg Haröardóttir Umtjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Kekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir SigurÖsson Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón ölafsson Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristin Péturs- dóttir. Slmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. NATO-hrokinn tilefnislaus Þeir, sem um stjórnarmyndunarviðræður fjalla, telja það alla jafnan rétta siði, að ekki séu fram settir úrslitakostir fyrirfram um það, hvernig að þeim hlutum skuli staðið. I fréttaskýringu Björns Bjarnasonar í Morgunblaðinu sl. þriðjudag er farið inn á nokkuð aðrar brautir. Maður, sem hefur verið í nánu samstarfi við formann Sjálfstæðisf lokksins, lýsir því sem sjálfsögðum hlut, aðöllum eigi að vera Ijóst, „að Sjálfstæðisflokkur- inn tekur ekki þátt í ríkisstjórn undir forsæti Alþýðu- bandalagsins". Hver bannar honum það?, mætti spyrja. En hér endurtekur sig sagan frá þvi 1978, enda vitn- ar Björn Bjarnason til hennar sem fordæmis. Hann tel- ur, að Alþýðubandalagið geti ekki haft neitt á móti slík- um skilmálum, vegna þess að það haf i rætt við Benedikt Gröndal og gengið til stjórnarsamstarfs við Alþýðu- flokkinn, sem lýsti því yfir 1978, að hann féllist ekki á forsætisráðherra, sem hefði „aðrar" skoðanir en hann. Formúlan var sú, að utanríkisráðherra og forsætisráð- herra yrðu að vera sama sinnis. Með þessum og þvílíkum yfirlýsingum er verið að koma fótum undir þá sérstæðu kenningu, að tvenns konar lýðræði skuli ríkja hér á landi. Annarsvegar hið opinbera og fræðilega lýðræði, sem gerir ráð fyrir að kjósendur séu að velja sér pólitíska forystu, án þess að nokkur f lokkur skuli vera fyrirfram útilokaður frá því hlutskipti að fara með stjórnar- forystu. Hins vegar á svo að koma einhverskonar hefð á, að í raun og veru skuli einn flokkur, sem nýtur fylgis nálægt fimmtungs kjósenda, útilokaður frá slíku hlut- skipti að duttlungum annarra flokka. Um þessa kenningu sína segir Björn Bjarnason, aðstoðarmaður og ráðgjafi Geirs Hallgrimssonar: „Þetta er grundvallarforsenda sem ekki verður snið- gengin nú á tímum þegar það er æ algengara að stjórnar- leiðtogar komi saman til alþjóðlegra funda." Með öðrum orðum — hér er farið fram á einskonar viðurkenningu á þvi, að Alþýðubandalagsmenn séu aðeins til heimabrúks. Einmitt sami maður hefur, ásamt stjórnmálarítstjóra Morgunblaðsins, rætt i fullri alvöru möguleika á „sögu- legum sættum" Alþýðubandalags og Sjálfstæðisf lokks. Fram að þessu hef ur mátt lesa út úr þessum skrif um, að slikar sættir ættu að vera á jaf nréttisgrundvelli, en eitt- hvað hafa Sjálfstæðismenn hresst við að aðrir flokkar létu svo lítið að ræða við þá um þjóðstjórnarmöguleika, úr því að hrokinn er aftur tekinn við af lítillætinu á síðum Morgunblaðsins. Meginmálið í þessu sambandi er, að um stjórnar- samstarf er gerður starfssamningur milli f lokka og þar meðal annars kveðið á um meginatriði utanríkismála- stef nu. Sé engu að síður gengið til stjórnarsamstarfs með grundvallarágreining í utanríkismálum í farangrinum kann að vera eðlilegt, að samið sé um verkaskiptingu innan stjórnar með tilliti til þess á lokastigi stjórnar- myndunar. En hugmyndin um að forsætisráðherra, sem bundinn er af samstarfssamningi samsteypustjórnar, geti ekki komið fram hvenær og hvar sem er fyrir hönd hennar, þótt grundvallarskoðanir flokks hans séu aðrar en í stjórnarsáttmála, er f jarstæðukennd. Benda má á, að vanhæfni til að fara með utanríkis- mál og gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar útávið getur heldur betur verið sprottin af óeðlilegri þjónslund við erlenda aðila. Þannig hefur til að mynda Benedikt Gröndal, núverandi utanríkis- og forsætisráðherra, verið gagnrýndur harðlega fyrir aðætla að opna þjóðlíf ið fyrir bandariskum dátum og ganga erinda norskra flokks- bræðra og veisluvina í Jan Mayen málinu, m.a. vegna f járstuðnings frá þeim. Það hefur líka bryddað á ýms- um undirmálum og leynimakki NATO-pólitíkusa á íslandi, og er þess að minnast, að 1951 var Alþingi haldið utanvið makkið um hernám Bandaríkjahers, og að dreg- ið hefur verið fram úr leyndarskjölum, að Bandaríkja- stjórn og forystumenn annarra NATö-ríkja hafa leynt og Ijóst gefið íslenskum stjórnmálamönnum fyrirmæli um, hvernig einangra skuli sósíalista í stjórnmálum og halda „óæskilegum" einstaklingum utan stjórnarstofn- ana og opinberra f jölmiðla. Sú saga ber islenskum NATO-pólitíkusum ekki fag- urt vitni né hagsmunagæslu þeirra f yrir Islendinga. Ætli það sé ekki sanni nær, að barátta íslenskra sósíalista og herstöðvaandstæðinga, sem komið hefur því orði á íslendinga, að þeir séu „tregir bandamenn" (reluctant allies), haf i komið í veg fyrir, að litið sé á íslendinga al- farið sem viljalausa hækju Bandaríkjastjórnar á alþjóðavettvangi. —ekh P«lippt Svavar Gestsson. Beðist ásjár fyrir geir Mun Alþýöubandalagið snúa sér til Sjálfstæöisflokksins? er hin dramtíska meginspurning í fréttaskýringu Björns Bjarna- sonar i Morgunblaöinu sl. miö- vikudag. Þaö væri nú gustuk þvi Geir Hallgrimssyni viröist vita ómögulegt aö mynda rikisstjórn sjálfur. Aö mati Morgunblaös- ins er ótækt aö Svavar Gestsson eöa annar Alþýöubandalags- maöur veröi forsætisráöherra en hinsvegar er töluveröur spenningur á þeim bæ fyrir þvi aö Svavar myndi stjórn fyrir Geir Hallgrimsson og eftirláti honum svo forsætisráöherra- stólinn. Þannig fór lika 1974 aö Ólafur Jóhannesson varö aö taka aö sér fyrir Geir Hall- grímsson aö koma saman stjórn þar sem formaður Sjálfstæöis- flokksins fékk aö lokum for- sætisráöherranafnbótina. Nú hefur Geir Hallgrimssyni þris var á sex árum mistekist aö koma saman stjórn fyrir eigiö frumkvæöi. Er þaö furða þótt Björn Bjarnason, einn af nán- ustu samstarfsmönnum hans, biöjist ásjár fyrir Geir hjá kommunum. hannheföi ekki veriö svona yfir- máta formlegur. í fréttinni kemur einnig fram aö veröbólgan hlaupi nú á 85% — stiga hraöa. Þjóöhagsstofnun gerir aö visu ekki ráö fyrir aö veröbólgan veröimeiri en 50% á árinu aö óbreyttu, en ekki er nú allt aö marka sem þaðan kem- ur, og 85 prósentin gætu ef til vill ver'io Komin 'frá Bjarna Braga og Hagfræðideild Seölabankans. 1 þriöja lagi veröur aö telja þaö vafasamt aö sú rlkisstjórn sem nú situr aö völdum geti siö- feröilega variö þaö aö deila út feitum embættum til krata út um allt sjórnkerfið, eins og orö- ið er og er I bigerö. „Hér er ekki einu sinni um aö ræöa rikis- stjórn sem nýtur stuðnings meirihluta Alþingis, og getur fylgt ákvörðunum eftir meö venjulegum hætti hér á A1 þingi, heldur gervistjórn, sem ekki hefur stuðnig viö gerðir sinar”, sagöi Geir Gunnarsson m.a. á þingi i gær. Vilmundur Gylfason dóms- málaráöherra og þeir aðrir kratar sem látiö hafa hátt um vilja sinn til siöbætandi áhrifa i opinberu lifi veröa undir þvi aö sitja að til þeirra séu gerðar mjög ákveðnar siöferöilegar kröfur. Jafnvel meiri en ann- ; arra. Það er sá kross sem siöa- postular verða aö bera. Engu er likara en Vilmundur og Co séu aö kikna undir þessum þunga siöferöiskrossi og spillingar- áhrifum valdsins. —ekh Léleg málsvörn Málsvörn krataráðherra fyrir ráöningu Finns Torfa Stefáns sonar fyrrv. alþingismanns i dómsmálaráöuneytiö er klén. 1 fyrsta lagi er flumbrugang- ur þeirra krata um eöli, tilgang og afmörkun embættisins meö eindæmum. Fyrst á þetta aö vera einhverskonar tyftunar- stjóri yfir dómurum landsins, þá umboösmaður I likingu viö „ármenn” þjóöþinga á Noröur- löndum og loks hafa þeir kratar bakkaö niöur i það aö hér sé um Vilmundur Gylfason. ogi skorðé Kommar eru fréttaefni Þaö þykir ætiö saga til næsta bæjar þegar Alþýöubandalags- manni er falin stjórnarmyndun á Islandi. Annað er eiginlega ekki frétt i sambandi viö stjórn- armyndunarumleitanir hér i augum erlendra fjölmiöla. Þetta er i samræmi viö góöa siðu í fréttamati og ofur eölilegt þvi jafnaöarlega er hiö óvenju- lega og spennandi meira frétta- efni en hiö venjulega og ófrum- lega. Og viö lesum i Reuter-skeyt- um ilmandi vandlætingu yfir þvi aö dr. Kristján skuli leyfa sér aö biöja „leiötoga kommúnista Svavar Gestsson að mynda rEkisstjórn”. (Reuter er greini- lega búinn að setja Lúövik af). Bót er þó i máli aö þess er ekki vænst aö tilraunin beriárangur. En Reuter verður þó aö viöur- kenna að það hafi verið „form lega rétt” af forseta að biöja kommúnistaleiötogann um greiöann þvi kommar séu altént þriðji stærsti stjórnmálaflokk urinn i landinu. Hinsvegar ligg- ur milli lina aö forsetinn heföi nú getaö látiö þetta ógert ef aöræöa embættismann sem eigi aö veita ókeypis lögfræöilega aöstoö á vegum ráöuneytisins. Niöurstaðan veröur þó sú sama og i upphafi aö hér sé um aö- stoöarmann dómsmálaráöherra aö ræöa sem ráöinn er flokks- pólitiskri ráöningu. „Alþýðu- flokksmaöur hefur fengiö vinnu hjá kerfinu”, segir Dag- blaös-Jónas. Ólögmœtt? 1 ööru lagi er Vilmundur Gylfason meö þessari embættis- sveitingu sinni að gera ná- kvæmlega sama hlutinn og hann og Sighvatur Björgvinsson gagnrýndu hvaö harðast þegar Magnús Torfi Ólafsson var ráö- innblaöafulltrúi vinstri stjórnar á sínum tima. Nú er það ekki siölaust þótt lagaheimild skorti fyrir ráöningu, þótt máliö hafi ekki farið eins og skylt er fyr- ir fjárveitinganefnd o.s.frv. Ef til vill er dómsmálaráöherrann aö sanna meö þessu kenningu sina frá dögum kjallaragrein- anna í siödegisblöðunum um aö allir stjórnmálamenn séu eins aö þvi leyti aö valdiö spilli þeim. En þjóöin stóö ábyggilega i þeirri meiningu og sérstaklega kjósendur Vilmundar aö hann ætlaöi sér á þing og i ráöherra stól einmitt itl þess að afsanna þessasina kenningu og innleiöa siöbót I stjórnmálakerfið. Krossinn þungi Enginn hvati? 1 einum af mannvitsleiöurum Alþýöublaösins sl. miövikudag er þetta ritaö: „Viöast hvar i opinberum rekstri er engan innbyggðan hvata aö finna... ” osfrv. En hvaö um Sighvat? Hann hefur aö minnsta kosti haldiö þvi á lofti að hann persónulega sé nægilegur hvatitil þess aö spara rikisrekstrinum miljaröa króna. Er hér ómaklega vegiö úr launsátri aö fjármálaræö- herra Alþýöuflokksins? Björn Bjarnason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.