Þjóðviljinn - 17.01.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.01.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. janúar 1980. 4>JÓÐVILJINN — SIÐA £ A timabilinu 1960-75 fækkaöi ibúum Borgarfjaröarhrepps um nær þriöjung, eöa úr 548 i 246. Myndin er frá Bakkageröisþorpi. Miklu atvinnuleysi i Borgarfjaröarhreppi veldur fyrst og fremst ótraust undirstaöa i atvinnumálum byggöarlagsins, einkum vegna slæmrar hafnaraöstööu, sem hindrar útgerð stærri fiskiskipa. Tillaga Hjörleifs Guttormssonar: Byggðarþróunaráætlun Hjörleifur Guttormsson mælti á þriðjudag fyrir þingsálykt- unartiilögu um byggöa- þróunaráætlun fyrir Borgar- fjarðarhrepp i Noröur-Múla- sýslu, en meöflutningsmenn hans eru Sverrir Hermannsson og Halldór Asgrimsson. Tillag- an er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að beita sér fyrir, að á árinu 1980 verði gerð byggða- þróunaráætlun fyrir Borgar- fjarðarhrepp i Norður-Múla- sýslu á vegum Framkvæmda- stofnunar rikisins i samvinnu við heimamenn. Áætlunin verði lögð til grundvallar við f járveit- ingar og aðgerðir af opinberri hálfu i þágu byggðarlagsins á árinu 1980 og framvegis.” fyrir Borgar- fjardarhrepp i Norður-Múlasýslu þingsjá Ibúum hefur fœkkað um þriðjung I greinargerð með frumvarp- inu kemur fram að staða Borgarfjarðar eystra er um margt erfiðari en annarra Utibú frá V eiðimála- stofnuninni byggðarlaga á Austurlandi, ef frá er talinn Skeggjastaða- hreppur. Ibúum hreppsins fækkaði um nærri þriðjung á timabilinu 1960-1975, eða úr 348 i 246, en siðustu árin hefur ibúa- talan haldist nokkurn veginn óbreytt. Um 20 jarðir með um 100 manns eru i byggð i sveit- inni, en nálægt 140 eru búsettir i Bakkagerðisþorpi, þangað sem allmargir úr sveitinni sækja at- vinnu sina. Verulegt og árvisst atvinnu- leysi hefur verið . hreppnum yfir vetrarmánuðina og veldur þvi fyrst og fremst ótraust undirstaða i atvinnumálum byggðarlagsins, einkum vegna slæmrar hafnaraðstöðu sem hindrar útgerðstærri fiskiskipa, Um afleiöingu atvinnu- ástandsins fyrir ibúaþróunina og þá úttekt sem framkvæma þyrfti fórust Hjörleifi svo orð: Ungt fólk hröklast burt „Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þeirri stað- reynd, að ungt fólk i Borgar- fjarðarhreppi á aldrinum 15-24 ára er að tölu til talsvert yfir meðaltali þess sem gerist á Austurlandi, en ónóg atvinna að vetrarlagi knýr það til að leita að heiman eða búa ella við at- vinnuleysi og mun lægri tekjur en almennt gerist. Það getur þvi ráðið úrslitum um þróun byggð- ar i hreppnum, að ráðin verði bót á þessu ótrygga atvinnu- ástandi fyrr en seinna og það er m.a. ástæðan fyrir að lögð er áhersla á að vinnu við byggða- þróunaráætlunina verði hraðað og þar með fenginn grunnur til að byggja á aðgerðir og raða framkvæmdum þannig, að það fjármagn sem fæst, nýtist sem best á næstu árum. Sú úttekt þarf að sjálfsögðu að ná til allra atvinnuvega og undirstöðuþátta á sviði þjónustu og samgangna. Þannig þarf að gera úttekt á stöðu landbúnaðar i hreppnum og möguleika á að bæta stöðu hans. Skilyrði til bú- skapar eru þar á margan hátt góð, afréttir einkar grösugar og miklir ræktunarmöguleikar, en riðuveiki hefur þar eins og viðar á Austurlandi valdið verulegum búsifjum á nokkrum bæjum. Efla þarf þjónustuiðnað Gefa þarf gaum aö iðnaði, ekki sist þjónustuiðnaði, sem nær alveg vantar i byggðarlag- inu, en saumastofa sem komið var á fót i Borgarfirði fyrir rúmu ári, hefur bætt stöðu at- vinnumála þarna, eins og viðar þar sem slik iðnfyrirtæki hafa risið. Flugsamgöngur mega teljast liftaug byggðarinnar, en Flug- félag Austurlands heldur uppi reglubundnu flugi milli Egils- staða og Borgarfjarðar við Hjörleifur Guttormsson. batnandi aðstæður aö undan- förnu, en þó skortir á margt til að viðunandi sé, ekki sist varö- andi öryggisbúnað við flugvöll- inn. A landleiðina, sem er 71 km milli Egilsstaða og Bakkagerð- is, er ekki aö treysta að vetri til, nema til komi verulegar lagfær- ingar og i þvi sambandi ber að hafa i huga likurnar á aö hafis loki sjóleiðinni til Borgarfjarð- ar, en þær eru sist minni en i öðrum byggðum á Norð-Austur- iandi, eins og m.a. sýndi sig á siðasta ári. Borgarfjörður og þá um leið Ot-Héraö þurfa á sinum „harðindavegi” að halda á sama hátt og Þistilfjörður og . Bakkafjörður og fleiri byggðir á landinu norð-austanverðu.” veröi komið á fót á Austurlandi Síðast liöinn þriðjudag mælti Helgi Seljan fyrir þingsályktun sem hann flytur um útibú frá Veiöimálastofnun. Tiilagan var fyrst iögö fram á siöasta þingi, en komst þá ekki til umræðu. Til- iagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að koma á fót Uti- búi frá Veiðimálastofnun á Aust- urlandi. Skal aö þvi stefnt að úti- búið geti tekið til starfa á árinu 1980.” 1 greinargerð með þingsálykt- uninni kemur fram að undanfarin ár hefur verið unnið mikið starf til undirbúnings aukinni laxarækt á Austfjörðum. Sums staðar hef- ur þegar náðst ágætur árangur, svo sem i Breiðdal. Annars staðar eru tilraunir i gangi, til dæmis i Berufirði, þar sem Veiðimála- stofnunin stendur fyrir hafbeitar- tilraunum með styrk frá Norður landaráði. Þær tilraunir eru sér- lega mikilvægar, þar sem ætla má að niðurstöður þaðan gildi i stórum dráttum um ýmsar aðrar ár á Austurfjörðum. A Lagarfljótssvæðinu hafa und- irbúningsrannsóknir þegar farið fram. Framkvæmdaáætlanir, byggðar á þessum rannsóknum, Helgi Seljan liggja að nokkru fyrir, og hefjast seiðasleppingar samkvæmt þeim væntanlega nú snemma i sumar. Viöa annars staðar er áhugi fyrir hendi, en skortur á vett- vangsrannsóknum hindrar frek- ari framkvæmdir. Veiðimála- stofnunin I Reykjavik hefur gert sitt besta til að sinna þessu svæði, en f jarlægðin takmarkar þá þjón- ustu verulega. Landssaband veiðifélaga telur þvi aðkallandi aðá Egilsstöðum verði komið upp rannsóknaútibúi frá Veiöimála- stofnuninni, svipaðþvi sem starf- rækt er i Borgarnesi fyrir Vestur- landskjördæmi og Vestfirði. —Þm GER/Ð GÓD KAUP okkar leyft verð: verð: London Lamb 1 kg .kr. 3870,- 4301,- Hangiframpartur 1 kg . kr. 1630,- 1743,- ORA grænar baunir, heildós . kr. 460,- 509,- MatarkexFRóN 375,- 415,- Hveiti PILLSBURY’S 5 lbs . . kr. 545,- 609,- Strásykur 1 kg 275,- 308,- KAABER kaffi Rió 1/4 kg... . kr. 820,- 932.- BOTANIK þvottaefni 4 kg... . kr. 3175,- 3530,- Opið til kl. 20 föstudaga og til hádegis laugardaga Verslið tímanlega í helgarmatinn Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A, simi 86111.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.