Þjóðviljinn - 17.01.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.01.1980, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Tekjuskiptingin og hraðmót yngri flokka segja kokhraustir bandariskir skíöastökkvarar Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki verið hátt skrifaðir i skiðastökki, en nú á vístað verða breyting á því. „Á olympíuleikunum í Lake Placid munum við koma á óvart, líkt og Japanirnir á Ol 1972 í Sapporo og Austurríkismenn 4 árum seinna í Innsbruck. i báðum þessum tilfellum hirtu keppnismenn frá landinu þar sem leikarnir voru haldnir gull, silfurog brons i skíða- stökki. Við verðum einmitt í toppformi þegar keppnin fer fram 17. og 23. febrúar n.k. Þá munum við a.m.k. næla í gullverðlaun," sagði fremsti skíðastökkvari Bandaríkjamanna, Jim Denney í blaðaviðtali fyrir skömmu. Bandariska skiðastökks- landsiiöið hefur þjálfað Pentti Ranta frá Finnlandi. Hann segir: „Strákarnir hafa undirbúiö sig mjög vel i vetur og um þessar mundir stökkpallan i Lake Placid til aefinga. Þegar að leikunum kemur verða minir menn búnir að stökkva 70—100 stökk hver i Lake Placid. Þannig eigum við aö geta tryggt göðan árangur.” Ranta þessi hefur verið lands- liðsþjálfari i 3 ár og á þessum árum hefur áhugi fyrir skiða- stökki aukist griðarlega i Bandarikjunum. Nú eru liðlega 300 keppnismenn i skiðastökki þar og þeim fer sifellt fjölgandi. Þrátt fyrir bjartsýni þeirra bandarisku má ætla aö skiða- stökkvarar frá A-Þýskalandi, Austurriki, Noregi o.fl. löndum komi til með að berjast um sig- urinn á olympiuleikunum. Jim Denney er þó ekki alveg á sama máli: „Sannið þiö til, Bandarik- in eru með besta landslið i skiðastökki og i okkar hópi er ég bestur. Þvi mun ég berjast um sigurinn á olympiuleikunum.” — IngH Arsþing Knattspyrnusam- bands íslands hið 34. i röðinni verður haldið um næstu helgi, 19. og 20. jan. að Hótel Loftleið- um. Þinghald hefst kl. 13.30 á laugardaginn. Helstu málin, sem fjallað veröur um á þinginu eru skipt- ing tekna af knattspyrnuleikj- um, en svokölluð tekjuskipt- inganefnd mun skila áliti um málið. Þarna má búast við fjör- ugum umræðum. Þá hefur kom- ið fram nokkuð merkileg tillaga um að keppni i 4. og 5. fl. verði i verða aðalmálin á ársþingi KSÍ um næstu helgi svokölluðum „turneringum” eða hraðmótum. Þessa leið hafa handknattleiksmenn fariö og er hún likast til mjög til bóta. Liklegt má telja að Meistara- keppni KSt verði lögð niöur i nú- verandi mynd og þess I stað leiki tslandsmeistarar og bikar- meistarar i júni. Loks er tillaga frá framkvæmdastjórn um að i 16 liða úrslitum bikarkeppn- innar eigi liðið sem kom úr undankeppninni ætið heimaleik. Þetta þýðir að ef t.d. Isafjörður og Fram dragast saman þá eiga tsfirðingar heimaleikinn þar sem þeir voru i undankeppninni. Þessi tillaga sýnist til mikilla bóta fyrir liðin úti á landi, en ekki er ég nú alveg viss um að „þeir stóru” séu tilbúnir að kyngja þessu. — IngH Jim Denney segist vera langbestur i bandariska skfðastökklands- liðinu. 354 þús fyrir 11 rétta t 20. leikviku getrauna komu fram 6 raðir með 11 réttum og var vinningur fyrir hverja röö kr. 354000. Með 10 rétta voru 152 raðir og vinningur fyrir hverja kr. 6.000,- All-langt er um liðið siðan komið hefur fram seðill með 12 réttum, og að þessu sinni hefur jafnteflið hjá Liverpool sett strik I reikninginn. Eftir margra vikna sigurgöngu kom Southampton I heimsókn og með þvi liði leikur hinn kunni lands- liðsmaður Alan Ball, sem hefur liklega oftar en nokkur annar leikmaður i Englandi i dag verið i sigurliði gegn Liverpool á heimavelli þess. Hann kom þangað fyrst sem táningur fyrir 18 árum með Blackpool, sem sígraði, og siðan lék hann lengi með Everton og Arsenal, sem bæði hafa haft sérstök tök á hinu sigursæla Liverpool-liði i gegn- um árin. En ekki er ósennilegt að Liverpool hafi tekið daginn rólega, þvi að miövikudaginn 16. janúar skal liðið mæta sinum erfiðasta andstæðingi Notting- ham Forest, i undanúrslitum deildarbikarsins. Siglingaaðstaðan hefur stórbatnað 6. Arsþing Siglingasambands Islands S.I.L. var haldið aí Hótel Loftleiðum 27. október s.l. Forseti S.I.L. Brynjar Valdimarsson setti þingið og minntist i upphafi látins áhugamanns um siglingar Rún- ars Más Jóhannssonar. A þingi S.I.L. eru tekin fyrir helstu mál sem snerta siglinga- og róðraiþróttir-, eru þar öryggis- mál og aðstaða til iðkunar i- þróttarinnar efst á baugi. Að- staða hefur farið mjög batnandi undanfarin ár, og má þar nefna Fossvog og Arnarnesvog, en þó ber hæst áætlanir Akureyrar- bæjar um byggingu siglingahafn- ar, sem þegar hefur verið byrjaö á. Siglingaiþróttin er greinilega i vexti og má þar benda á aukningu seglbáta á þessu ári en þar bætt- ust 30 nýir i hópinn. Erlend sam- skipti er þáttur i starfi S.I.L., og er fulltrúi þess sat þing norrænna siglingasambandsins i Helsinki kom fram að til boða stendur að senda einn siglingamann með keppnisliðiSvia og Finna á Olym- piuleikana á þessu ára, og einnig dvöl i æfingabúðum til undirbún- ings leikanna. Fulltrúi I.S.Í. Þórður Þorkelsson sat þingið og flutti kveðjur þess. Stjórn S.I.L. fyrir næsta ár skipa eftirtaldir aðilar: Forseti: Brynjar Valdimarsson, Ými, Kópavogi. Meðstjórnendur: Steinar Gunnarsson, Brokey, Reykjavik, Ingi Asmundsson, Ými, Kópavogi, Bjarni Hannes- son, Vog, Garðabæ, Gunnlaugur Jónasson, Ými, Kópavogi. Brighton missti af gullkálfi Forráðamenn enska 1. deildarliðsins Brithton naga sig i handarbökin þessa dagana. Þannig er mál með vexti að Brighton hætti við á siöustu stundu að kaupa kornungan knattspyrnumann frá franska liðinu Monaco. Búið var að semja um kaupverðið 125 þús. pund, en vegna þess að bent var á að strákurinn væri ekki einu sinni i byrjunarliðinu hjá Monaco hætti Brighton viö allt saman. Stákurinn, Didier Christophe. hefur i vetur verið lykilmaður- inn i velgengni Monaco-liðsins, sem nú er efst i 1. deildinni þar- lendu og var i franska landsliðs- hópnum, sem valinn var fyrir leik gegn Tékkóslóvakiu nýlega. Fjörugir leikir i vændum? Islendingar leika m.a. gegn Tyrkjum i undankeppni næstu heimsmeistarakeppni. Allt bendir til þess, að i leikjum lið- anna verði litið um markaskor- un. Annars vegar vegna þess að tslendingar eru þekktir fyrir annað en að skora i landsleikj- um og hins vegar vegna þess að Tyrkir virðast ekki siður vera markafælnir þvi i fyrstu 70 leikjunum i deildakeppninni voru aðeins koruð 127 mörk. Vísindin efia alla dáð Þýska knattspyrnuliðið Ein- tracht Braunschweig stendur nú I hatrammri fallbaráttu og er litil vonarglæta framundan. Forráðamenn félagsins brugðu á það ráð fyrir skömmu að fá sálfræðing sér til aðstoðar. Sá vann mjög samviskusam- lega og skilaði skýrslu um leik- mennina, skýrslu upp á 150 sið- ur um hvern einstakan leik- mann. En allt kom fyrir ekki, liðið hélt áfram aö tapa. Ahangendur Braunschweig hafa einfaldari skýringu á slappleika liðsins og benda á, að Harold Nickel, sem liðið seldi til Borussia Mönchengladbach 1 haust sé nú markahæsti leik- maðurinn I „Bundesligunni”. Okkur hér á Þjv. minnir endi- lega að þessi Nickel hafi áður leikið með Asgeiri Sigurvins- syni hjá Standard Liege. Hungraðir forráðamenn Loks voru það leikmanna- skiptin hjá 4. deildarliðunum norsku, Cartherud og Stavanger IF. Fyrrnefnda liðið seldi leikmann til þess siðarnefnda og fékk i staðinn eitt pund af osti, 3 litra af mjólk, fjögur egg, litið brauð og pund af kaffi. Um sannleiksgildi þessa þorum við ekki að fullyröa, en bendum á enska timaritið SHOOT frá 22. des. Lyftingakappinn Gústaf Agn arsson jafnaði tslandsmetið langstökki án atrennu á siöast móti, stökk 3.37 m. Meistaramótið ! atrennulausm stökkum Meistaramót Islands i atrenu lausum stökkum fer fram i sjón varpssal laugardaginn 2. febru ar n.k. og hefst kl. 15.00. Keppnisgreinarnar verða: Karlar: Langstökk, hástökk o þristökk. Konur: Langstökk. Þátttökutilkynningar ásam þátttökugjaldi kr. 300 fyri hverja grein skulu hafa borist t FRI pósthólf 1099 i siðasta lag þriöjudaginn 29. janúar. ÍS-Fram i kvöld Framarinn Símon óiafsson verður I eldlinunni I kvöld. „Við stúdentar höfum æft mjög vel um áramótin, vafalftið betur en fiest hinna úrvals- deildarliöanna. Við erum þvi bjartsýnir á að okkur takist að sigra Framarana,” sagði hinn harðskeytti leikmaður tS, Gisli Gislason, i gær. I kvöld kl. 20 leika i iþrótta- húsi Kennaraháskólans IS og Fram og má segja að sá leikur geti ráöið miklu um hvort liðið fellur niður I 1. deild. Framar- arnir mæta nú með nýja leik- manninn, Darell Shouse,! farar- broddi, og verður gaman að sjá hvernig þeim tekst upp. A undan leiknum i kvöld leika IR og Haukar i minni-bolta og hefst sú viðureign kl. 19.30. Leikirnir i minni-boltanum eru mjög skemmtilegir og full ástæða til þess að hvetja fólk að mæta aöeins fyrr i kvöld og fylgjast með stráklingunum. íþröttír (3 íþróttir 3 íþróttir ( „Vid ætlum aö koma á óvart ” SErlendar &> W knattspyrnufréttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.