Þjóðviljinn - 18.01.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.01.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. janúar 1980. GUÐMUNDAR-OG GEIRFINNSMÁLIN FYRIR HÆSTARÉTTI Þóröur Björnsson rikissaksóknari lauk stórmerkilegri sóknarræöu sinni i Guðmundar og Geirfinnsmálunum f gær eftir 15 1/2 klst. ræðu- flutning. Bækurnar á borðinu eru hluti málsskjala. (Ljósm.-eik-). Sævar Ciecielski á tali við verjanda sinn Jón Oddsson hri. f Hæstarétti í gær. (Ljósm.-eik-). Þetta eru hættulegir og þjóöfélagiö á rétt á því aö vera verndaö gegn þeim, voru lokaorö Þóröar Björnssonar ríkissaksóknara t gærmorgun kl. 10.00 hélt Þórður Björnsson rikissaksókn- ari áfram sóknarræðu sinni i Guömundar- og Geirfinnsmálun- um, og hann lauk henni kl. 15.30 og hafði þá taiað i 15 1/2 klukku- stund á fjórum dögum. Þegar hann var inntur eftír þvi sl. miö- vikudagseftirmiðdag hve lengi hann teldi að hann ætti eftir að tala, svaraöi hann þvi til, að ræðu slna væri erfitt að mæla f tímum, heldur möppum, og benti á fjall- háan starfa af möppum, sem innihéldu ræðu hans. Rikissaksóknari byrjaði á því f gærmorgun aö ræða um þátt Guðjóns Skarphéðinssonar iGeir- finnsmálinu. Hann sagöi aö þátt- ur Guðjóns væri nokkur annar en hinna. Þar væri ekki um rangar sakagiftir að ræða og Guöjón heföi ekki dregið framburö sinn til baka. Ég ætla að skýra frá sannleikanum... Fáar setningar hafa komiö oft- ar fyrir viö yfirheyrslur 1 þessum málum en sú sem hér er notuö i millifyrirsögn. Þannig hóf lika Guöjón mál sitt hinn 8. des. 1976 þegar hann skyröi frá þvi hvernig dauöa Geirfinns Einarssonar bar aögarði. Og þaö var einmitt þessi játning Guöjóns sem leiddi til þess aö máliö upplýstist, aö svo mikiu leyti sem það hefur upp- lýstst i heild sinni, en á þaö eru margir vantrUaöir, og telja Geir- finnsmáliö aöeins anga alls máls- ins. Þar er þó um getsakir aö ræða, en engar staöreyndir. Rikissaksóknari rakti Sfðan hvernig Guöjón skýröi frá förinni til Keflavfkur, þar sem ætlunin vat aö kaupa Geirfinn til aö skýra frá þvi hvar spiritus væri geymd- ur, sem þeir Guöjón, Sævar, Kristján Viöarog Erla ætluöu síö- an aöræna. Var ákveöið aö greiöa Geirfinni 70 þUs. kr. sem Sævar var meö og sagði vera afgang Ur póstráninu. Þeir vissu um ,,Geira”í Keflavík, sem vissi um spíritus, og töldu þeir hann vera sama manninn og Geirfinn Ein- arsson, enda höföu þeir Kristján og Sævar hitt hann i Klúbbnum 17. nóv. 1974, eða tveimur dögum áöur, og hann sagst vera tilkippi- legur til verslunar meö spfra. Guöjón skýröi frá þvi aö á leiö- inni til Keflavikur heföi komiö fram aöeinhver afturkippur væri i Geirfinni, og var þá talaö um aö beita hann fullri hörku, jafnvel láta hann hverfa ef hann væri meö „mUöur”. Geirfinnur kom svo uppi bifreiöina eftir aö Kristján haföi hringt heim til hans og beöiö hann aö hitta þá viö HafnarbUöina. Þegar svo i ljós kom aö Geirfinnur vildi ekkert meö þá hafa og aö þarna var um einhvern misskQning aö ræða fóru þeir allir fjórir Utúr Fólks* vagen-bifreiö þeirri sem Guðjón ók suöur til Keflavikur, en Erla og Sævar höföu tekiö á leigu hjá bilaleigunni Geysi. Voru þeir þá staddir i Dráttarbrautinni og þar hófust átökin, sem leiddu til dauöa Geirfinns, sem þeir allir þrir hef öu átt þátt i, en mismikiö þó. Guðjón lýsti svo skelfingunni sem greip hann þegar honum var ljóst aö maöurinn var látinn og hann segist minnast þess aö Sævar hafi sagt viö sig á leiöinni til Reykjavikur, meö likiö i aftur- sætinu og kápu Erlu Bolladóttur breidda yfir, aö nú væri hann samsekur um morö. Guöjón tók engan þátt i greftrun liksins upp I Rauöhólum, en þangað segjast Sævarog Kristján hafa farið meö þaö, kveikt i þvi og grafiö siöan. Erla Bolladóttir ók þeim þangaö uppeftir. 1 3ja manna sakadómi siöar reyndi Guöjón aö draga úr þessu öllu, bar við minnisleysi, sem rfkissaksóknari taldi þó ekki hafa veriö til staöar,heldur tregöu hjá Guöjóni. Hann heföi þó aldrei dregiö framburö sinn til baka. Þáttur Sigurðar óttars Hreinssonar Þegar rikissaksóknari hafði lokiöviöaöfarayfir þátt Guðjóns Skarphéöinssonar I málinu tók hann fyrir þátt Siguröar Óttars Hreinssonar. Það var Sigurður Óttar, sem ók sendiferöabifreiö- inni R-40025 fyrir annan mann. Hann var fyrir nokkru hættur þvi 19. nóv. 1974. Samt haföi hann haldiö eftir lykli aö bifreiöinni. Siguröur sagöi viö yfirheyrslu að hann heföi fengiö bilinn lánaöan umrætt kvöld: en eigandi bifreiö- arinnar segir þaö ekki rétt; hann hafi aldrei viö sig talaö. Aftur á móti var bifreiðin ólæst eins og alltaf og Siguröur haföi lykil aö bílnum og gat þvi tekiö hann. Þann 14. desember 1976 kvaöst Siguröur Óttar ætla aö skýra frá sannleikanum I málinu, en hann hafði áður neítaö allri þátttöku I þessu máli. Hann skýröi svo frá þvi aö Kristján heföi beöiö sig aö fara á sendijferöabifreiö til Kefla- vikur til aö aka spiritus I bæinn. Siguröur geröi þetta og fór sam- kvæmt fyrirskipun Kristjáns þangaö sem malbikiö i Keflavik endaöi. Þetta geröi hann, og þeg- ar Kristján svo hitti hann þar, skipaöi Kristján honum aö aka niöur aö Dráttarbrautinni, slökkva ljósin, drepa á bilnum og menn biöa. Aiit þetta geröi Siguröur. Sföanskýröihann frá þvi,aö hann heföi heyrt mannamál, rifrildi og skömmu siðar heföi Kristján komiö tii sin, mjög æstur og skip- aðsér aö fara aftur til Reykjavik- ur, ekkert yröi úr þessu. Meira sagöist Siguröur ekki vita. Siguröur staöfesti þennan framburö meö eiöi. Eftir aö málfiutningur haföi fariö fram i héraði og aö þvi dró aö dæma i málunum, kom Siguröur og baö um aöfá aö gefa framburö I mál- inu 13. des. 1977. Þá dró hann allt sem hann hafði skýrt frá til baka, sagðist aldrei hafa fariö til Kefla- vikur ogekkert ummáliö vita. En svo linaöist þessi neitun hans og bar hann þá viö minnisleysi. Rikissaksóknari benti á, aö ákærðu og Siguröur Óttar lika heföu marg-staöfest framburöi slna fyrir lögreglu og dómi, og siöan spuröi hann hvort meira væri aö marka þegar þeir neit- uöu. Er frekar ástæöa til aö ætla aö þeir segi þá satt en þegar þeir staöfestu framburöi sfna? spuröi Þóröur. Raðaði brotunum saman. Þóröur Björnsson tók nú til viö aö raöa öllum brotum i þessum málum saman. Hann benti á hve samhljóöa framburöur ákæröu væri. Hann benti einnig á og baö dómara aö taka vel eftir þvi, hvort liklegt væri, aö ákæröu, ef saklausir væru, heföu tekiö sig saman i' upphafi og logið sökum á fjóra saklausa menn eins og þau geröu i upphafi. Kemur þaö tii mála aö saklaust fólk taki uppá sliku? spuröi rikissaksóknari. Sævar Ciecielskihefur boriö, og raunar Erla lika, aö þau hafi veriö á sýningu aö Kjarvalsstöö- um aö kvöldi 19. nóv. 1974. Þaö hefur verið staöfest aö svo er og einnig aö þau fóru þaöan kl. 20.30 til 20.45. Þaö hefur veriö prófaö hvortþau heföu getaö fariö á alla þá staöi sem þau segjast hafa komiö á þetta kvöld og hvort þau heföu samt getaö veriö komin til Keflavikur uppúr kl. 22.00 um kvöldið, þá er þaö vel hægt. Þetta er staöreynt meö skeiöklukku og ávallt stoppaö álika lengi og þau sögöu til um. Rikissaksóknari benti einnig á aö ákæröu heföu veriö meö i aö setja atburöinn i Dráttarbraut- inni ásviö. Þar heföu þau sagttil um og lýst þvi hvernig atburöirn- ir gengu fyrir sig. Leiörétt þegar þeim fannstrangtaö fariö o.s.frv. Er lfklegt aö þau heföu gert þaö, ef þau væru saklaus? spuröi sak- sóknari. Hann benti einnig á aö Sóknarræðan tók 15,30 klukkust. rikissaksóknari lauk sóknarræöu sinni i gœr — vörnin hefst i dag Þóröur Björnsson, rikissak- sóknari lauk i gærdag kl. 15.30 flutningi sóknarræðu sinnar I Guömundar- og Geirfinns- málunum, og haföi hann þá talað i 15 1/2 klukkustund, og mun þaö vera lengsta sóknar- ræöasem ríkissaksóknari hef- ur flutt fyrir Hæstarétti. 1 dag kl. 10.00 hefst málflutningur verjenda, og mun Páll A. Pálsson tala fyrstur, en hann er verjandi Kristjáns Viðars Viöarssonar. Þetta mál er fyrsta prófmál Páls fyrir Hæstarétti. Þegar allir verjendur hafa talaö, talar rikissaksóknari aftur og siöan verjendur. Þaö er þvi nokkuö ljóst, aö mál- flutningurinn fyrir Hæstarétti mun standa út alla næstu viku, jafnvel lengur. — S.dór. sendiferöabifreiöinni heföi veriö komiö fyrir á þeim staö sem þau sögöu hana hafa veriö á. Þá sagöi Guöjón Skarphéöinsson aö þetta væri ekki rétt, þessi bifreiö .væri meö 1-nUmeri, en súsem þau voru meö heföu veriö meö R-númeri. Þetta var rétt, skipt haföi veriö um nUmer. Ennfremur benti Guöjón á, aö þær rauöu rendur sem nú væru á bilnum heföu ekki veriö á honum. Þetta var.hka rétt, þær höföu beriö settar á siö- ar. Þóröur Björnsson rakti þann þátt málsins sem f jallar um ferö Erlu Bolladóttur frá Keflavik til Reykjavfkur 20. nóv. 1974. Akæröu eru sammála um þaö aö þegar langt var komiö aö ganga frá Geirfinni hafiSævar sagt Erlu aöfara burt. HUn sagöist þá hafa gist I auöu húsi um nóttina. Þetta hús er enn til og stendur rétt viö Dráttarbrautina og nefnist Rauöa myllan. Um morguninn fékk hún far meö vörubifreiö. Bílstjórinn, Guömundur Jónsson, gaf skýrslu um þetta. Hann sagöisthafa spurt hanahvar hUnynni ogsagðist hUn vinna I frystihúsi i Grindavik. Ekki vildi hún segja hvaö þaö heitir. Hún baö um að fá aö fara úr viö Grindavikurafleggjarann og geröi þaö. Guömundur tók fram i skýrslunni aö hún hafi ver- iö illa búin, kápulaus. Þaö kemur heim og saman viö þaö sem Sævar sagöi, aö þeir heföu breitt kápu Erlu yfir lik Geirfinns i aftursæti bifreiðarinnar, þegar þeir fluttu þaö til Reykjavikur. Guömundur Jónsson sagði aö sérheföi fúndist framkoma stUlk- unnar skrýtin og heföi hann séö hana standaeftir á veginum, eftir aö bifreiö, sem var að fara til Grindavíkur, haföi hægt á sér hjá henni. Aftur á móti þóttist hann þekkjahana Ivörubifreiö sem tók framúr hans bifreið á leiö til Reykjavikur. Annar bifreiöastjóri, sem núer látinn, gaf á sinum tima skýrslu, þar sem hann sagöist hafa tekið illa klædda stUlku upp þennan morgun viö Grindavikurafleggj- arann. Hún fór úr i Hafnarfiröi, sagöist ætla aö heimsækja þar ættingja. Báöir bilstjórarnir voru við sakbendingu. Guömundur Jónsson þekktiErlu strax Ur hópi stúlkna, en hinn maöurinn þekkti hana ekki, en tók fram aö hann hefði ekki tekiö svo vel eftir henni og gæti hún allt eins veriö í þess- um hópi án þess að hann þekkti hana. Þórdis Bára Hannesdóttir, vin- kona Erlu og sem vann meö henni um ti'ma, sagöi i Sakadómi 12. april 1976, aö Erla heföi sagt sér seint á árinu 1974, aö hún heföi gist I mannlausu húsi I Keflavik heila nótt og fariö á puttanum til Reykjavikur daginn eftir. Af hverju heföi Erla átt aö vera aö skrökva þessu aö vinkonu sinni? spuröi rikissaksóknari. Varöandi kápu Erlu var hUn notuö til aö breiöa yfir likiö. Sævar tók hana svo meö sér, en gleymdi henni I húsi viö Berg- þórugötu. Hann kom siöar og sótti hana þangaö og fleygöi henni i ruslatunnu af þvi að blóöblettir voruíhenni aö sögn Sævars. Um þetta hefur vitni boriö. Játuðu öll á einum mán- uði Þóröur Björnsson benti á, aö ákæröu játa öll afdráttarlaust á svipuöum tima. Fyrst játaöi Kristján Viöar, þann 15. okt. 1976, og var þar um afdráttarlausa játningu aö ræöa. Sævar játaöi afdráttarlaust 27. október. Guö- jón játaöi afdráttarlaust 28. nóvember og Erla 30. nóvember. Þá rakti ríkissaksóknari hlut hvers og eins ákæröu i Dráttar- brautinni i Keflavik aöfaranótt 20. nóv. 1974. Þar studdist hann viö framburö hvers og eins um hin a. Útkoma hans var sú, aö þeir Sævar, Kristján og Guöjón bæru sameiginlega ábyrgö á dauöa Geirfinns Einarssonar. Einnig aö þeim hafi öllum veriö ljóst hvaö þeir voru aö gera. Loks las hann upp úr skýrslu geðlækna, þar sem sagt er aö ákæröu séu allir sakhæfir. Loka- orö rikissaksóknara voru svo þau sem i fyrirsögn eru, um aö þessir menn séu hættulegir og þjóöfé- lagiöeigi rétt á vernd fyrir þeim. — S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.