Þjóðviljinn - 18.01.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.01.1980, Blaðsíða 16
D/ÖÐVIUINN Föstudagur 18. janúar 1980. Mikil loðnu- yeidi 1 fyrrinótt var mikil loönuveiöi á miöunum suövestur af Halan- um. Flest skipin, 38 aö tölu, fengu fullfermi og landa I höfnum frá Krosshesi aö Þorlákshöfn. Fara þessar hafnir langt meö aö fyll- ast. Er loönuaflinn þá oröinn á bilinu frá 50 þúsund til 60 þúsund tonn. Um hádegi i gær var komin bræla á miöunum og var ekki út- séö i gærkvöldi hvort veiöi yröi i nótt aö þvi er Þjóöviljanum var tjáö hjá loönunefnd. — GFr Olíugjald lækkar niður 15% Þjóöviljinn hefur eftir áreiöan- legum heimildum aö fyrirhugaö sé aö lækka oliugjald úr 9% i 5%, sem liö i aögeröum varöandi ákvöröun fiskverös. 1 samtali viö Þjóöviljann vildi Kjartan Jóhannsson sjávar- útvegsráöherra hins veear ekki tjá sig um máliö þar eö ákvöröun fiskverös væri enn þá til umfjöllunnar hjá yfirnefnd verö- lagsráös sjávrútvegsins. —þm. Fyrirframgreiösla opinberra gjalda: Verður 68% af álögum fyrra árs Samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti i gær veröur fyrir- framgreiösla skatta 65% af þeim sköttum er mönnum bar aö greiöa á árinu 1979. Þá var samþykkt aö útsvarsgreiösla yröi allt aö 70% af útsvari ársins 1979. Þar sem innheimta rikis og sveitarfélaga er sameiginleg eins og t.d. Reykjavík þýöir þetta aö fyrirframgreiöslan veröur um 68%. Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81257 og 81285, afgreiösla 81527 og Blaöaprent 81348. V 81333 Kvöldsimi er 81348 W *■ xat Hitaveitan i Þorlákshöfn I Kyndingarkostnaður lækkar um meira en helming meö tilkomu hitaveitunnar i Þorlákshöfn. Myndin | sýnir leiðsluna iútjaðri þorpsins«en hún er um 11 km aö iengd. (Ljósm.:gel). m I ■ I Tengd hafa verið 120 hús Hinn 8. desember s.l. var fyrsta húsið I Þorlákshöfn tengt við hina nýju hitaveitu og aö sögn Stefáns Garðarssonar skrifstofustjóra hreppsfélagsins eru nú búið að tengja um 120 hús. Vatniö kemur úr holu i landi Bakka i Olfusi sem er i 11 km fjarlægö frá Þorlákshöfn. Vatniö úr þessari borholu er 125 stiga heitt en er hleypt úr I kerfiö 100 stiga heitu. Hitatapiö á leiöinni er áætlaö um 1 stig á km og kemur þannig I húsin 84- 88 stiga heitt. Hitaveituframkvæmdirnar kosta I heild um 700 miljónir króna, en meöalhúseigandi þarf aö borga um 1 miljón króna til aö fá vatniö inn. Kyndingar- kostnaöur á mánuöi er um 24-36 þúsund krónur en sambærilegur oliukyndingarkostnaöur er 70- 100 þúsund krónur. Allt þorpiö veröur tengt núna nema 42 hús i svokölluöu Eyjahrauni sem veröa látin biöa næsta sumars. Fr Járnblendiverksmiöjan: Kaupir lækningatækín og annast heilsugæslu Flutningar kísilryksins til Akraness: Ávallt talin besta lausnin aö mati Heilbrigöiseftirlitsins, segir John Fenger fjármálastjóri járnblendiverksmiöjunnar „Sementsverksmiöjan sendi bréf um flutninga á kisilrykinu til Heilbrigöiseftirlits rfkisins” sagöi John Fenger fjármálastjóri járnblendiverksmiöjunnar í gær, er Þjóöviljinn innti hann eftir þvi hvort formlegt leyfi til flutning- anna heföi fengist. „Ég veit ekki hvort formlegt leyfi fékkst, en hvaö sem þvi liöur var Heil- brigöiseftirlitinu kunnugt um aö þessi starfsemi fór fram” sagöi hann ennfremur. John Fenger sagöi aö Heil- brigöiseftirlitiö heföi alltaf litiö svo á, aö æskilegasta lausnin til aö koma kisilrykinu i lóg, væri aö flytja þaö til Akraness, þar sem þvi er blandaö i sement. Heilbrigöiseftirlitiö er fram- kvæmdaaöili ráöuneytisins gagn- vart starfsleyfi verksmiöjunnar á Grundartanga og eru velflest at- riöi I starfsleyfinu háö eftirliti þess. — eös „Okkur ber samkvæmt starfs- leyfi heilbrigðisráðherra að sjá um heilsugæslu og hafa nána gát á þvi hvort menn verði hér fyrir einhverjum sjúkdómum,” sagði Jón Sigurðsson forstjóri járn- biendiverksmiðjunnar á fundi með fréttamönnum I gær. Hann sagöi aö fyrirtækinu heföi ekki borist erindi frá Heilbrigöis- eftirliti rikisins þar sem leitaö væri álits á hugmyndum um rannsóknastofu fyrir atvinnu- sjúkdóma I tengsium viö sjúkra- húsiö á Akranesi. Allir starfsmenn Grundar- tangaverksmiöjunnar hafa veriö sendir I læknisskoöanir á Akranes. Undanfarna mánuöi hefur veriö unniö aö frambúöar- lausn þessara mála I samvinnu viö yfirlækni sjúkrahússins á Akranesi. Hún er i þvi fólgin aö sögn Jóns, aö járnblendiverk- smiö.ian kaupir þau tæki sem taliö er aö sjúkrahúsiö áAkranesi þurfi á aö haida til aö geta fylgst meö heilsufari starfsmanna verk- smiöjunnar. Þetta eru einkum tæki til athugunar á starfsemi lungna annarsvegar og ástandi heyrnar hinsvegar, en hættan á sjúk- dómum er mest varöandi heyrn og öndunarfæri. Búiö er aö panta hluta af lungnarannsókna- tækjnum, en mestur hluti heyrnarmælingatækjanna hefur veriö keyptur. Þessi tæki veröa einnig notuö fyrir aöra sjúklinga á Akranesi. „Hugmynd forstööumanns Heilbrigöiseftirlitsins er aö setja upp miklu meiri rannsóknar- starfsemi á Akranesi en þessa,” sagöi Jón Sigurösson. Sagöist hann hafa heyrt nefndar laus- legar kostnaöartölur slikrar rannsóknastofú upp á 100 miljónir króna. „Þessi hugmynd hefur ekki borist til min meö formlegum hætti,” sagöi Jón- eös Ákærð fyrir flestar tegundir afbrota t gær þegar rikissaksókn- ari haföi lokiö ræöu sinni i Guömundar- og Geirfinns- málunum og öörum þeim sökum sem ákæröu er boriö á brýn, kemur I ljós aö ákæröu i þessum málum eru ákærö fyrir vel-flestar teg- undir afbrota sem menn þekkja. Þau eru ákærö fyrir: Tvö manndráp, þjófnaöi, innbrot, meinsæri, póstrán, skjalafals, fikniefnaneyslu, fikniefnasölu, fikniefna- smygl, Ikveikju, likrán, ósæmilega meöferö á likum, nauögun, bflstuld, aö hylma yfir meö sakamönnum, hjálpa ekki nauöstöddum. Mörg málanna fléttast inn I Guömundar- og Geirfinns- málin, en önnur eru sjálf- stæö. — S.dór REYKJAVIK; 1500 íbúðir í eigu fólks utan af landi? Stefán Ingólfsson hjá Fast- eignamati rikisins álítur aö um 1500 ibúöir I Reykjavik standimeira og minna auöar og séu I eigu utanbæjar- manna. tbúatala höfuö- borgarinnar sé marklaus, þvi borgin hafi ekki sýnt til- buröi til þess á undanförnum árum aö.láta skrá fólk sem á Ibúöir I Reykjavik á Ibúa- skrá. A s.l. ári nam fjárfesting I ibúöarhúsnæöi um 90 mil- jöröum og húsbyggjendur munu hafa veriö 3000-3500 talsins. eos Okkur vantar blaðbera í Skerjafjörð strax! UOBVIUINM Simi 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.