Þjóðviljinn - 24.01.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.01.1980, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 24. janúar 1980 —19. tbl. 45.árg. SKOLATANNLÆKNAR í REYKJAVÍK: Meðaldaglaun 90 þúsund kr. miðað við 80% starf—þýðir 22,5 tnilj. kr. á ári I september 1979 voru daglaon skólatannlækna i Reykjavík, sem eru þó að- eins í 80% starf i/ að meðal- tali 89.231 króna. Miðað við þessi laun í 250 daga á ári eru árslaunin 22.5 miljónir króna. Þetta kemur m.a. fram i bréfi frá fram- kvæmdastjóra Heilsu- Það er dýrt aö opna munninn fyrir tannlækni. Skólatannlækn- ar fá öll tæki upp i hendurnar en fá samta.m.k. allt ao 100 þúsund krónum idaglaun (Ljósm.: eik). verndarstöðvarinnar sem lagt hefur verið fyrir borgarráð. Meðaldaglaun tannlækna i fullu starfi I þessum sama sept- embermánuði yoru 70.241 króna, i 70% starfi 69.858 krónur og i hálfu starfi 55.509 kr. 1 bréfinu er yfirlit yfir meðal- daglaun tannlækna á timabilinu 1. september 1978 til 1. septem- ber 1979 og einnig hæstu greidd daglaun og þau lægstu. Meðal- daglaun tannlækna i fullu sarfi eru þannig 65.150 krónur á um- ræddu árstimabili en komust hæst hjá einstökum tannlæknum i 84.190 kr. á dag en voru lægst 45.415 kr. —GFr Þjóðviljinn ræðir við skólafélaga og samherja jAndrei Sakharofc Handtaka Sakharofs og Utlegö tilGorkier bæoi liður i stigmögnun þess kalda strlðs sem nú er byrjað og vísbend- ing til virkra andófsmanna um að röðin komi senn að þeim. Atlagan gegn Sakharof mun ekki sist eiga að kveða niður þann þögla stuðning viö mannréttindahreyfing- una sem hún hefur notið meðal sovéskra mennta- manna. Svosegir iviðtali AB við einn af samferðarmönnum og skoðanabræðrum Andrei Sakharofs, hins heimskunna kjarneðlisfræðings, en at- laga sovéskra stjórnvalda gegn honum hefur vakið öldu reiði og mótmæla vlða um lönd. SJA OPNU 99 Égfer tilþess að*deyja enþér tilþess að lifa — voru lokaorð Sœvars Ciecielskis fyrir Hœstarétti i gœr Málflutningi fyrir Hæsta- rétti I Guðmundar- og Geir- finnsmálumlauk um kl. 19.00 i gærkveld. Akærðu Sævar Ciecielski, Kristján Viðar og Erla Bolladóttir nýttu þann rétt sinn að mæla fáein orð fyrir réttinum. 011 töldu þau sig saklaus. Sævar Ciecielski sagði þó i lok ræðu sinnar: „Ef háttvirtur Hæstiréttur telur mig sekan vil ég segja þessi orð til vara: Nú er mál komið að vér göngum héðan, ég til að deyja en þér til þess aðlifa. Hvorir okkar fari betri för er öllum hulið nema guð- unum einum." Þarna vitnaði Sævar i varnarræðu Sókratesar. Sjá nánar um málflutninginn fyrir Hæstarétti á bls. 2. -S.dór Sævar Cieielski flytur varnar ræðu sina i gær. Ljósm. eik. Önundur kominn frá Nígeriu Erindis- leysa? „Talaðu við Jóhannes NordaV\ sagði olíu forstjórinn og skellti á önundur Asgeirsson, forstjóri Oliuverslunar tslands, er nii kom- inn heim, en hann hefur undan- farnar þrjár vikur dvalist i Nigeriu og átt viðræður við þar- lend yfirvöld um kaup á hráoliu. Þetta var f jórða ferð Onundar til Nigeriu á skömmum tima. Nigeriumenn hafa hingað til krafist svonefnds „aögangs- eyris", sem á mæltu máli kallast miítur, og hafa fariö fram á allt að 2,2 miljónir dollara til þess að af viðskiptum þessum geti orðið. Mun Onundur hafa reynt að fá Nlgeriumenn til að falla frá bess- um skilmálum si'num, enda hafa gjaldeyrisyfirvöld hér á landi neitað að veita yfirfærsluheimild nema samningur um olíukaup liggi fyrir. Erfitt reyndist að ná tali af On- undi Asgeirssyni i gær og inna hann eftir árangri ferðarinnar. Loks tókst þó að ná sambandi við hann en hann var þá viðskotaillur og taldi að Nigeriuför hans kæmi Þjóðviljanumekkertvið. „Talaöu viö Jóhannes Nordal um þetta", sagði Onundur og skellti simtól- inu á. Blaðamaður fór að ráöi for- stjórans, en tókst ekki að ná i seðlabankastjórann. ' Samtök kvenna á framabraut: Hluti af al- þjódlegum samtökum Samtök kvenna á framabraut, sem mí hafa ákveðið að reyna að sameina islensk kvennasamtök um kveiiframb jóðanda til for-' setakjörs I sumar, eru Islands- deild alþjóðlegra samtaka sem stofnuð voru I Genf árið 1930 að þvl er Ingibjörg Einarsdóttir tjáði Þjóðviljanum i gær. Þessi alþjóöasamtök heita International Federation of Busi- ness and Professional Women. Eiga þau fulltrúa i aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna og áttu þátt Framhald á bls. 13 Sérfræðingar innan OECD leggja til stefnubreytingu Aukin framleiðni - vopn gegn verðbólgu Ríkjandi aöhaldsstefna i ríkisfjármálum málum festir veröbólgu i sessi og eykur i stjórnarmyndunarviðræðum þeim sem fram fóru undir stjórn Svavars Gestssonar lagði Al- þýðubandalagið m.a. fram skýrslusérfræðingahóps á vegum OECÐ til tækni- og vísindanefndar stofnunarinnar. Þar er lögð rik áhersla á nauðsyn framleiðniaukninar og tækninýjunga til þess að vinna á verðbóiguvanda, og varað við þvl að aðhald I rikisfjármálum og peningamálum, sem hefur verið helsta ráðið gegn aukinni verð- bólgu i OECÐ-ríkjunum, stuðli frekar að þvi að festa verð- bólguna i sessi samhliða auknu atvinnuleysi heldur en að kveba hana niður. í skyrslunni sem er frá þvi í september s.l. segir aö vafasamt sé hversu árangursrik aðhalds- stefna i' rikisfjármálum og peningamálum hafi reynst i baráttunni gegn verðbólgu. Það sé þvi miður ljóst aö verðþensla sé áberandi I flestum OECD rikjum enda þótt atvinnuleysi og þröng hagvaxtarskilyrði séu á þvi stigi að fyrr á tlmum hafi nægt til þess að slá verulega á verðbólgu. Sérfræðingarnir benda á að hægari. framleiðni- aukning sé tengd aðhaldsstefnu stjórnvalda. Þó álitamál kunni a& vera hvort slikt sé verðbólgu- tilefni, þá sé það mikilvæg ástæða þess hve verðþenslan sé þrálát og erfitt að hægja á henni. Það er niðurstaða sérfræðing- anna að með aukinni framleiðni og örari aðlögun tækninyjunga i framleiðslukerfinu megi dempa verðbólgu verulega. Þeir halda þvi fram að hægari framleiðni- aukning i OECÐ rikjunum ásamt aðhaldsstefnui rikisf jármálum og peningamálum hafi gert verð- bólguvandamálið enn illvigara úrlausnar en áður var. Almennt sé það nií viðurkennt, segja sérfræðingarnir, að aðhalds- stefnan hafi I besta falli haldið vandamálinu i skefjum, en ekki leyst það.Framleiðniaukning og nýsköpun (innovati) geri kleift að mæta kröfum þeim sem uppi eruog leiði ekki til eins sjálfkrafa sambands peningalaunahækkana og verðbólgu og nú. Þótt þetta sé ekki full lausn á verðbolguvand- anum telja sérfræðingar OECD að hún gæti bæði i bráð og lengd orðið mikilvægur lykill að lausn- inni. og peninga- atvinnuleysi Benda má á I þessu sambandi að framleiðni I almennum iðnaði er á tslandi um 50-60% af þvl sem tlðkast i nágrannalöndum okkar og tæknistig framlei&slustarf- semi vi&a i islenskum atvinnu- rekstri miklu lægra en annars- staðar. Svigrúm tslendinga til þess að fara leið framleiðniaukn- ingar og nýsköpunar út úr verð- bólgunni að tillögu Alþý&ubanda- lagsins ætti þvi a& vera mun meira en flestra annarra OECD-landa I Evrópu. Samkvæmt si&ustu EFTA-tiðindum er verðbólgn siðustu 12 mánuði i Evrópu- löndum OECD 11.7%, en á sama tima 41.9% á Islandi. Sl&ustu 20 ár hefur verðbólga á Islandi verið 3-4 sinnum meiri en OECD-meðaltalið og leiðir það enn hugann að sambandi milli lágrar framleiðniaukningar og verðbólgu. -ekh. 800 undirskriftír gegn mengun á Siglufirði Sjá baksiöu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.