Þjóðviljinn - 24.01.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.01.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. janúar 1980 GUÐMUNDAR OG GEIRFINNSMALIN FYRIR HÆSTARÉTTI: Verdandi rithöfundar vöktuðu Andreu meinaður að- gangur að Litla-Hrauni Eins og skýrt var frá í Þjóö- viijanum i siðustu viku, játaði Andrea Þórðardóttir á sig að hafa borið skilaboö fyrir Sævar Ciecielski tfl stúlku sem er vitni gegn honum i Guðmundarmálinu og beðið hana að breyta fram- burði sfnum. Þar sem Sævar er i gæsluvarð- haldi er þetta að sjálfsögðubrot á reglum, en Andrea hefur unnið við að stytta föngum á Litla Hrauni stundir með kvöldvökum o.fl. ogaðstoöaöþá á ýmsan hátt i sambandi við snúninga utan fangelsisins. En eftir aö þetta komst upp hefur Helgi Gunnarsson fangelssisstióri á Litla Hrauni bannaö Andreu aögang aö fang elsinu á meðan dómur er ekki failinn i Guðmundar og Geir- finnsmálunum. Hann staðfesti þetta I samtali við Þjóðviljann i gær. -S.dór. Rétt fyrir kl. 19.00 i gærkvöld lauk mál- flutningi i Guðmundar og Geirfinnsmálunum fyrir Hæstarétti. Hafði þá málflutningur tekið um 37 klukkustundir en hann hófst mánudaginn 14. janúar. Taliö er að dómur Hæstaréttar i málinu falli innan eins mánaöar, en varla þó fyrr en eftir 3 vikur, enda er hér um gríðarlega viöa- mikið mál að ræða, málskjölin sem fyrir Hæstarétti liggja uppá um 25 þúsund siöur af A 4 stærð. Vegna plássleysis i blaöinu i dag verða frásagnir af varnar- ræðum þeirra Guðmundar Ingva, verjanda Erlu Bolladóttur, Bene- dikts Blöndals,verjanda Guöjóns Skarphéðinssonar, siðari ræðu rikissaksóknara, Þórðar Björns- sonar, og siðari ræðum vetjenda að biða til morguns. ■—S.dór Kristján Viöar Viöarsson LÖGREGLAN HÓTAÐI MÉR LÍFLÁTI — ef ég ekki tæki þátt i meinsœrinu. Lýsi mig saklausan af ákæru um manndráp Eins og skýrt er frá i frétt á forsiöu Þjóöviljans i dag, neyttu 3 ákærðu i Guömundar og Geirfinnsmálunum þess réttar sins aö taka til máls fyrir Hæstarétti undir lok málflutnings þar. Kristján Viðar Viðarsson sagði: ,,Ég vil lýsa þvi yfir að ég er saklaus af þeirri ákæru að hafa banað Guðmundi Einars- syni og Geirfinni Einarssyni. Geirfinn hef ég aldrei séð og aldrei talað viö þann mann. Guðmund Einarsson þekkti ég sem barn og búið. Varöandi rangar sakagiftir vil ég taka fram að ég er saklaus. Ég var þvingaður til ,aö nefna þessi nöfn, lögreglan hótaði mér lif- láti annars. Ég þekkti ekkert þessa 4 menn, þeir hafa aldrei gert mér neitt og ég hef heldur ekki gert þeim neitt. Að lokum vona ég að Hæstiréttur veröi hlutlaus I þessum málum og dæmi samkvæmt þvi;’. Þessi orðræöa Kristjáns er næstum þvi orörétt, en ekki alveg, en efnislega er hún rétt. —S.dór og vona að frá Hœstarétti fái ég þá uppskeru sem ég hef til sáð Hér fer á eftir þaö sem Erla BoIIadóttir sagði fyrir Hæsta- rétti i gærkveld . Þaö er ekki_ nákvæmlega orðrétt þótt lltið vanti þar uppá, en efnislega var það á þessa leiö: „Af minpi hálfu er ekki þörf á að bæta miklu við það sem fram hefur komið hjá verjendum i málinu. Hér eru allir mér færari á sviði laga- greina. Ég vil segja þaö, aö allt þetta mál hefur haft djúpstæö áhrif á mig. Ég var allt önnur persóna en ég er i dag, þvi I dag er mér batnað, en ég hef öölast mikla lifsreynslu. Það stakk mig áðan þegar verjendur vor ( að fjalla um þessi mál, að allan timann sem rannsóknin stóð yfir reyndum við að segja sann- leikann en okkur var ekki trú- að. Aö öðruleyti fékk ég alltaf áheyrn og mér var trúað og tekiömarká þvi sem égsagði. H Þaösem ég hef nú sagt er satt | ogégvona að mér verði trúað ■ nú og tekið mark á þvi sem ég | sagði. ■ I dag er það einlæg von min ■ að sannleikurinn komi i ljós og * vona að frá Hæstarétti fái ég J þá uppskeru sem ég hef til I sáðj’ -S.dór. ■ HIBIBil ■■ ■■MMI wA réttar höldin SÆVAR MARINÓ CIECIELSKI: Þaö hefur vakið athygli þeirra sem fylgst hafa með málflutningi Guðmundar-og Geirfinnsmálanna og nokkrir menn hafa verið viðstaddir þau uppá hvern dag. Blaöamenn hafa orðið að gera þetta Ilka og ekki þótt það nein skemmtiseta, þannig að menn undruðust þrásetu þe s s ara manna. Þvi heyrist núfleygt að þeir séu byrjaðir eða i þann mund að hefja bókaskrif um málin. Ekki er vitaö hvort þar á að vera um sagnfræðilegar bækur að ræöa eða skáldsögurbyggðar á þessum málum. S.dór Vitnaöi í varnar- ræðu Sókratesar Ég á enga vini lengur vegna þessara mála Sævar Ciecielski hélt all langa ræöu fyrir Hæstarétti I gær, flutti hana skörulega og vitnaöi m.a. I varnarræðu Sókratesar. Hann virtist óstyrkur þegar hann ætlaði upp i ræðustólinn og spurði gæslu- menn sina hvort ekki mætti fresta málflutningi til morguns. Þaö var ekki fáanlegt og fór hann þá i pontu og mæltist efnislega á þessa leiö og næstum orörétt: Nú eru vegamót i þessum málum, þegar þau koma fyrir Hæstarétt. Þvi vil ég fá tækifæri til aö-andmæla. Ég þekkti þessa menn ekkert og átti ekkert erindi viö þá. Hvarf þeirra er mér jafn mikil ráðgáta og öörum. Gæsluvaröhaldið hefur bitnað mjög hart á mér og þaö hefur veriö móöur minni og ættingjum mikil raun. Ég var I algerri ein- angrun i Siðumúlafangelsinu I 2 ár og ég mun aldrei ná mér eftir þaö. Ég haföi ekki skriffæri, bækur, tóbak, jafnvel ekki sængurver. Ég undirritaði skýrslur viö yfirheyrslur, en ég dró framburð minn jafnóöum til baka, ég kærði jafn óöum en gat ekki kært vegna þess aö ég fékk ekki aö hitta réttargæslumann minn mánuöum saman. Ég kærði varðhaldsúr- skurö en vegna þess aö lög- fræöingur minn var ekki við- staddur fór sú kæra aldrei áfram. Ég á aö hafa sagst hafa sparkaö i Guömund Einarsson; þegar sá framburður fékkst fram var ég orðinn úrvinda af þreytu vegna yfirheyrslna og ég gafst upp. Og þann 30. april kóperaði ég það sem Kristján Viðar hafði sagt af sömu orsökum. Ég benti á skýrslu sem til væri hjá fikniefnadómstól sem gætii: sannað mitt mál, en mér var ekki trúaö. Mér var sagt að Albert Skafta- son heföi sagt aö ég hefði verið I húsi i'Hafnarfirði og ég játti þvi i örvilnun. t Geirfinnsmálinu komu þeir inni klefa til min og sögðu aö ég heföi fariö með Erlu Bolladóttur til Keflavfkur og þeir hótuðu barnsmóður minni og þröngvuöu mér þannig til aö sknifa undir skýrslu um þetta. Siðar var mér svo sagt að Erla og Kristján Viðar heföu sagt aö ég hefði verið með 1 Keflavik. Ég sat þvi fastur I snörunni eftir að mér haföi veriö þröngvað til aö skrifa undir fyrri skýrsluna. Ég dró þessa játningu strax til baka vegna þess að ég var ekki meö sjálfum mér þegar ég undirritaöi skýrsluna. Erla og Kristján báru uppá mig söguna og þiö vitið ekki hvað þaö er að lenda i svona vitleysu. 8. mai var skýrsla tekin af mér um nótt og um morguninn dró ég allt til baka og trúði þvi ekki þá að þeir ætluðu aö nota þetta gegn mér. Þvi næst vék Sævar að ásök,- unum um aö hann hefði reynt aö hafa áhrif á vitni'og að vinir hans hefðu hótað vitni ef þaö ekki breytti framburöi. „Það er sviviröa að halda þessu fram, ég hef misst alla vini og kunningja, ég hef misst þá alla útaf þessum málum. Ef Hæstiréttur telur mig sekan, þá vil ég segja þetta til vara: Nú er mál komiö að vér göngum héðan. Ég fer til að deyja en þér til þess að lifa. Hvorir okkar fari betri för er öllum hulið nema guöunum einumj’ —S.dór Erla Bolladóttir flytur mál sitt fyrir Hæstarétti. Hún bannaði myndatöku ( Ljós m.: eik) ERLA BOLLADOTTIR: Ég vona að I sannleíkurinn; komi í ljós I Kristján Viðar Viðarsson: Málflutningi lokið Hann stóð ium 37 klukkustundir — talið að dómur Hœstaréttar falli innan mánaðar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.