Þjóðviljinn - 24.01.1980, Síða 6

Þjóðviljinn - 24.01.1980, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. janúar 1980 Eimskipafélagið: Aukin svart- olíunotkun Þeim Einskipafélagsskipum fer nú smátt og smátt fjölgandi, sem brenna svartoliu. Fjögur skip félagsins hafa raunar alltaf brennt svartoliu þ.e. Goöafoss, Dettifoss, Mánafoss og Bakka- foss. En nú stendur til aö bæta öörum fjórum viö i svartoliuflot- ann, aö þvi er segir I fréttabréfi Eimskipafélagsins. Veröur sú breyting, sem gera þarf á skipunum, framkvæmd af Alpha-Diesel í Frederikshavn i Danmörku. Þessi fjögur skip eru: Laxfoss, en byrjaö var aö breyta.honum 7. þ.m., Háafossi verður breytt um miðjan febrúar, Lagarfossi um miöjan mars og Fjallfossi um miðjan apríl. Þá er og verið að at- huga möguleika á að breyta Ala- fossi, Úðafossi, Grundarfossi, Urriðafossi og Tungufossi en ekki hefúr enn verið tekin fullnaðar- ákvörðun um hvort horfiö verður að breytingunni. Fimm skip félagsins brenna Marinediesel- oliu: Brúarfoss, Reykjafoss, Sel- foss, Skógafoss og Stuðlafoss. önnur skip félagsins braina gas- oliu. Reiknað er með þvi að heildar- oliuneysla skipa Eimskipafélags- ins áriö 1980 verðium 38.600 tonn. Miðað við núgildandi verð og sigl- inar skipanna er heildarverö þeirrar oliu samtals 11,2 milj. Bandarikjadala. Talsverðu munar á oliuverði í einstacum höfnum. Yfirleitt er það lægst i Bandarikjunum, til- tölulega lágt i Bretlandi og á meginlandi Evrópu en hæst I Danmörku. Reikult verö á oliutegundum veldur erfiðleikum á aö fullyröa nákvæmlega um ávinning af afráðnum og fyrirhuguðum bfeytingum á skipunum. En miðað við svart- og gasoliuverð nú I októberlok og áætlaöan kostnað vegna breytinga á skip- unum þá má ætla að um eitt ár taki að vinna upp kostnað við þær breytingar, sem nú fara fram á Laxfossi. —mhg Skagfirðingar stofna Iðnþróunarfélag Stofnaö hefur veriö Iön- þróunarfélag Skagafjaröar, sem ersameignarfélagmeö heimili og varnarþing á Sauöárkróki, en starfssvæði þess er Skagafjaröar- héraö. Stofnfundur var 14. des. sl. og stofnendur eru Skagafjarðar- sýsla, Sauðárkrókskaupstaður, Kaupfélag Skagfirðinga og Búnaðarsamband Skagfirðinga. Tilgangur Iðnþróunarfélagsins er að efla iönaö á félagssvæöinu og veita til þess stuðning einstak- lingum og fyrirtækjum svo sem kostur er. Eru miklar vonir bundnar við væntanlega starf- semi félagsins. Stofnun Iönþróunarfélags Skagfirðinga á sér nokkurn aödraganda. Mun hugmyndinni fyrsthafa verið hreyftá aöalfundi Kaupfélag Skagfirðinga fyrir 1-2 árum. Gerð voru drög að sam- þykktum fyrir félagiö sem siðan voru send út i sveitarfélögin til athugunar og umræöu þar. Kom þá m.a. til álita hvort hrepps- félögin ættu, hvert fyrir sig, aö vera aðilar að félaginu ef af stofnun þess yrði eða sýslan sem heild og þá sem einskonar sam- nefnari fyrir hreppana. Varð siöarnefnda f yrirkomulagið ofaná. Stjórn Iönþróunarfélags Skaga- fjaröar skipa: Jón Guðmundsson, Oslandi, formaöur, Egill Bjarna- son, Sauðárkróki, varaformaður, Pálmi Jónsson, Sauðárkróki, gjaldkeri, Guðrún L. Asgeirs- dóttir, Mælifelli, ritari, Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslu- maður Sauöárkróki, Hallgrimur Ingólfsson, Sauöárkróki og Konráð Gislason, Frostastöðum, meðstjórnendur. —mhg „GJAFIR ERU YÐUR GEFNAR” Rlkisstjórnin okkar blessuð cr heldur betur I þumlinum viö bændastéttina, eins oghennar var von og visa. Hún hefur nú sent mjólkurframleiöendum reikning upp á 865 milj. kr. og viröist ,,lengi mega bæta pinkli á gömlu Skjónu”. Þegar.verð breyttist siðast á búvörum neitaði rikisstjórnin mjólkursam lögunum um að hækka söluverö mjólkurvara sem nam auknum vinnslu- og dreif- ingarkostnaði og hærra umbúða- verði. Sé miöaö við heilt ár þá nemur sá kostnaöur, sem mjólkurframleiðendur verða aö taka á sinar herðar vegna þess- arar synjunar rikisstjórnarinnar 865 milj. kr. „Gjafir eru yður gefnar...” —mhg, Póstkort og málverk á Sudurgötu 7 Helgi Þ. Friöjónsson opnar I kvöld sýningu I Gelleríinu Suöur- götu 7 og veröur hdn opin til 4. febrúar. Helgi sýnir nd málverk unnin uppúr skissubókum og einnig 16 mynda póstkortaseriu, sem gefin hefur veriö út I 200 ein- tökum. Helgi stundaöi nám i Mynd- lista- og handiðaskólanum og slöan i Frjálsu akademiunni i Haag og Jan van Eyck akademi- unni I Maastricht. Þetta er fimmta einkasýning hans, en auk þess hefur hann tekið þátt I fjölda samsýninga bæöi hérlendis og erlendis. Sýningin er opin kl. 6-10 helga daga og 2-10 virka daga. Frá v.: Mark Reedman, Guöný Guömundsdóttir, Heiga Þórarinsdóttir, Carmel Russill. Mynd: -eik Myrkir músíkdagar: Óma áfram í þögninní Fjóröu tónleikar Myrkra músikdaga veröa á Kjarvalsstöö- um annaö kvöld og hefjast kl. 20.30. Eru þeta kvartetttónleikar en kvartettinn skipa fiðluleikar- arnir Guöný Guömundsdóttir og Mark Reedman, Helga Þórarins- dóttir, lágfiöla og Carmel Russ ill, celló. Kvártettinn flytur eftir- talin verk: Hasselby-kvartett eftir Þorkel Si gurbjörnsson, Movement, eftir Hjálmar Ragn- arsson, kvartett, eftir Snorra Sig- fús Birgisson og Kvartett nr. 15, op. 144, eftir Dimitri Sjosta- kóvitsj. Þorkell Sigurbjörnsson samdi Hasselby-kvartettinn að beiöni menningarmiðstöðvar norrænu höfuöborganna i Hasselby 1968. Mottó verksins eru tónarnir h.a,e,es,b. Kvartett Þorkels er eitt af öndvegisverkum islenskr- ar kammertónlistar, hefur viöa heyrst og er til á plötu en hefur ekki verið flutt hér nýlega. Hjálmar Helgi Ragnarsson stundaði tónlistarnám við Tólist- arskóla Isafjarðar og i Reykja- vik, Institut voor Sonologia i Utrecht og tók nýlega „master’s” próf frá Cornell-ná skóla i New York. Movement var samið sumarið 1976 og frumflutt á Tónlistardögum norræns æskufólks i Reykjavik árið eftir og á Norrænum músikdögum i Stokkhólmi 1978. „Verkið ein- kennist af tilraun til aö semja ein- falda tónlist úr flóknu efni. Allt verkið er i 5/4 takti og er reist á tónarööun,; sem þó eru ekki 12-tóna raðir. Verkið er i boga- formi, (A-B-A)”. Fjórir söngvar, eftir Hjálmar við ljóð Stefáns Harðar Grlmssonar veröa fluttir á tónlistarhátið i Israel i sumar. Snorri Sigfús Birgisson samdi Strengjakvartettinn árið 1977 og var hann frumfluttur i Amster- dam árið eftir. Verkið er i einum þætti, sem skiptist i andstæða, (hæga og þunga, hraða og létta) hluta. Akveöin hljóðfallsmynstur deilast sifellt milli hljóðfæranna yfir samstæðum hljómasam- böndum. Þetta er frumflutningur kvartettsins hér á landi. Tónleikunum lýkurmeö einu af seinustu verkum, — (trúlega hið næst seinasta), —hins mikla rúss- neska tónskálds, Dimitri Sjosta- kóvi'ts, 15. kvartett hans, sem hann samdi i des. 1974. Allir þeir, sem til þekkja, eru á einu máli um aö list Sjostakovits hafi risið hæst I seinustu verkum hans. Kvartettinn er nú fluttur i fyrsta sinn á íslandiog er það mikill tón- listarviðburöur. Allir þættirnir sex bera hraöafyrirmælin „Adagio” og einu verulegu hrööu upphlaupin eru i lokaþættinum. Þaö er illa gert aö tefja önnum kafiöfólk. Og þógátum við Einar ljósmyndari ekki stillt okkur um það, að skjótast á æfingu hjá kvartettinum hennar Guðnýjar á Sjafnargötu 11. En við lofuðum þvi að standa stutt við, enda skílðist okkur að von væri á frekari truflunum af blaðamönnum, þvi „allar erum vér syndugar, systur”, á viö um þá stétt. Guðný Guömundsdóttir sagði okkur að hún hefði stundað nám i fiöluleik við Tónlistarskólann i Reykjavik en hvarf siðan til framhaldsnáms erlendis i 7 ár, 6 i Ameriku og 11 London. Auknáms ífiðluleiklagði Guðný sig eftir al- mennri músikmenntun og kom heim með tvær háskólagráður i pokahorninu. Siðan hefur hún leikið með Sinfóniuhljómsveitinni og er þar konsertmeistari. Hún hefur og haldið sjálfstæða tón- leika hér inúanlands og farið út i tónleikaferðir nokkrum sinnum á ári. Og nú erhún nýkomin úr einu sliku ferðalagi frá Israel. Var sú för farin fyrir tilstilli Ninu Fleyer, en þær Guðný unnu sam an úti i Ameriku. Nina kom svo hingaö til lands aö áeggjan Guðnýjar og launaði henni siðan Sinfónian i kvöld: Gert er ráö fyrir, aö enn fleiri nemendur frá fleiri skólum en i fyrra taki á þessu ári þátt i keppninni „Skólaskák”, sem nú er aö fara af stað öðru sinni. t fyrra tóku þátt i skákinni 3770 nemendur frá 166 skólum og haldin voru 293 mót áöur en úrslit réöust á veglegu landsmóti að Kirkjubæjarklaustri. Skólaskákin felst i samræmdum skákmótum i öllum grunnskólum landsinsog er keppt 1 eldri og yngri flokki. Skóla- mótunum á að vera lokið fýrir 1. mars og keppa siðan sigur- vegarar skólanna á sýslu- og kaupstaðamótum i mars, en að þeim loknum eigast sigurvegarar „lambið gráa” með þvi að fá hana til tsrael, þar sem þær stöll- ur héldu sameiginlega tónleika i Jerúsalem. „Okkur var ákaflega vel tekiö. Mér var boðið að koma aftur til Israel og ég hef fullan hug á þvi”, sagði Guðný. Helga Þórarinsdóttir nam lág- fiöluleik við Tónlistarskólann i Reykjavik en fór svo út til fram- haldsnáms 1973, fyrst til Eng- lands en siðan til Boston i Banda- rikjunum, þar sem hún er nú við nám. Hún hyggur innan skamms til utanferðar á ný og sagðist sjálfsagt heföi verið farin nú ef þessir skemmtilegu Myrku Framhald á bls. 13 sýslna og kaupstaða við á kjör- dæmismótum. Siðasti hluti skóla- skákarinnar, landsnrtiö, veröur haldið i apri'l og þá keppa sigur- vegararnir frá kjördæmis- mótunum i báðum flokkum um titilinn Skólaskákmeistari Islands 1980. Skólaskákmeistarar i f'—ra urðu Jóhann Hjartarson i eldri flokki og Halldór G. Einarsson frá Bolungavik i yngri flokki. Skólar munu njóta aðstoðar fulltrúa Skáksambandsins og aðildarfélaga þess i einstökum sýslum og kaupstöðum og munu þeir veita alla þá aðstoð sem óskað kann að verða eftir. -vh. Mozart, Smetana og Tsjaíkovský Ursula Fassbind Ingólfsson leikur pianókonsert Mozarts KV 537 á tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitarinnar f kvöld, en hún er nú á förum til tónleikahalds i Þýska- landi og Sviss. Ursula er fædd i Sviss og menntuð þar, i Austurriki og I Bandarikjunum. Hún hefur oft áður leikið meö hljómsveitinni og s.l. 6 ár kennt pianóleik við Tón- listarskólann i Reykjavik, auk þess sem hún hefur samið erindi i útvarpið um tónverk og oft leikið bæði i svissneska útvarpið og það islenska. Undanfarin ár hefur Ursula leikið Goldberg tilbrigði Bachs hér á landi, i Hollandi og i Sviss. önnur verk á efnisskrá Sin- fóniusveitarinnar I kvöld eru Moldá Smetanas og 6. sinfónia Tsjaikovskýs. Hljómsveitarstjóri , —.. ....... er Urs Schneider frá Sviss, við- siöustu á fyrra misseri starfs- kunnur stjórnandi, sem starfað ársins 1979-1980. ,vh. Stærsta skákmót landsins? Skólaskákin fer af stað Leikur pianókonsert Mozarts: Ursula Fassbind Ingólfsson. hefur viða um heim með virtustu hljómsveitum, en þetta er i fyrsta sinn sem hann stjórnar hér. TAMlnilz ornir í Izíí Klzl nm. Li ni r

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.