Þjóðviljinn - 24.01.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.01.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. janúar 1980 Fimmtudagur 24. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 9 Lúðvik Jósepsson: Framleiðniaukning í stað gengislækkunar 2% aukning er minna en þaö sem hefir veriö á siöasta ára- tug. Viöurkennter að framleiðni i islenskum iönaöi er 50-60% af þvi sem gerist i okkar ná- grannalöndum. Alþýðubandalagiö leggur til aö gert veröi ráö fyrir 10% framleiöniaukningu í almenn- um iönaði á ári i 3 ár. Hvaöa gildi hefði 7% framleiðniaukning i útflutn- ingsgreinum? Hún myndi skila fyrirtækj- unum meiri hagnaöi en 10-12% gengislækkun. En hvað þýöir 10-12% gengis- lækkun? Hún myndi ásamt erlendum veröhækkunum leiða til 6-8% aukinnar veröbólguhér á landi. Þannig á framleiöni-aukn- ingin að draga úr þörfum á gengislækkun og minnka þann- ig veröbólguna. Þessum undirstöðu-fram- faratillögum Alþýöubandalags- ins höfnuöu Framsókn og Al- þýöuflokkur. Ein af tiiiögum Alþýöubanda- lagsins til viönáms gegn verö- bólgu er aö skipulegt átak veröi gert til aö auka framleiöni. Framleiöniaykning merkir það aö ná vérömætari fram- leiöslu út úr þvi sem unnið er, eða að komast af með minni til- kostnaðviö framleiðslustörfin. Sjávarútvegurinn er okkar þýðingarmesta framleiðslu- grein. Heildarútflutnings verð- mæti sjávarafuröa nam árið 1979 um 205 milljörðum króna. Taliöer að meöalnýting hráefn- is i frystihúsum landsins sé um 36%en ætti að vera um 48%. Þó hafa orðiö miklar fram- farir i mörgum frystihúsum siöustu árin. Arni Benedikts- son framkvæmdastjóri segir i Timanum 12. jan s.l. aö hann telji aö framleiðniaukning i frystiiönaði hafa oröið 30-40% á siöasta áratug. Allir sem til þess þekkja viöurkenna aö hægt væri aö ná miklu betri árangri en nú er gert i fiskiðnaði okkar. Oliu er hægt að spara stórkostlega viö Lúövik Jóspesson: 7% fram- leiöniaukning skilaöi fyrirtækj- unum meiri hagnaði en 10-12% gengislækkun. fiskveiöar. Veiöarfæraeyösla er of mikil. Nýting islenskra loðnuverk- smiöja er langt undir þvi sem þekkist i Noregi. Tillögur Alþýðubandalagsins Steingrlmur Hermannsson tel- ur ekki einu sinni raunhæft aö gera ráö fyrir meðaltalsfram- leiöniaukningu siöasta áratugs. tugs. eru um aö auka framleiöni i sjávarútvegi um 7% i ár. Slikri tillögu svarar Stein- grimur Hermannsson fyrir Framsóknarflokkinn með þvi aö 2% aukning sé nægileg, ann- aö sé óraunhæft. Rekstrar- hagræðing hjá Eimskip Hinn 21. þessa mánaöar tóku gildi nýjar skipulagsbreytingar hjá Eimskipafélagi tslands og skiptist starfsemi félagsins nú aöallega I þrennt, þ.e. flutninga- svið, fjármálasviö og tæknideild. t frétt frá Eimskipafélagi ts- lands segir að meginmarkmiðið með þessum breytingum sé aö styrkja samskipti Eimskips viö viðskiptavini félagsins, þannig aö veita megi þeim betri og persónu- legri þjónustu. Starbmannafjöldi Eimskips breytist ekki vegna þessa nýja skipulags en starfs- mönnum sem aöstoða viöskipta- menn og leiöbeina þeim hefur verið fjölgaö. Meginbreytingarnar eins og þær snúa að viðskiptamönnum félagsins eru þær, að starfandi veröa þrjár flutningadeildir, sem hver um sig annast ákveönar flutningaleiðir. Koma þær i stað SKIPURIT Fjármálasvið Voruafgreiðsla Reykiavik Hafnarfirði Stj órn Fors tjóri -t Áætlanadeild Flutnmgasvið Fragtsamræmmg Viöskiptaþjónustu- deild Noröur Amerika Stórflutningar Norðurlond Eystrasalt EIMSKIP Bretland Meginland Evrópu Skipurit yfir deildaskiptingu Eimskipafélags skv. nýja skipulaginu. Sterkari tengsl vid vidskiptavinina Nýtt skipulag tók gildi 21. janúar einnar deildar áöur. Aö auki er komiö á fót sérstakri viöskipta- þjónustudeild en fyrra deildar- skipulag, þ.e. innflutningsdeild, útflutningsdeild og strandflutn- ingadeild, hefur veriö lagt niöur. Nórðurlönd — Eystrasalt Þessi deild annast flutninga til og frá Noröurlöndunum, Eystra- saltslöndunum og flutninga i reglubundnum strandsiglingum innanlands. Skip deildarinnar halda uppi reglubundnum áætlunarsiglingum til eftirtalinna hafiia erlendis: Bergen, Kristian- sand, Moss, Gautaborgar, Helsingborgar, Turku, Helsinki, Valkom, Riga, Gdynia og Kaup- mannahafnar. Innanlands er haldið uppi reglubundnum sigl- ingum öl ísafjaröar, Siglufjarö- ar, Akureyrar og Húsavlkur. Deildin hefur yfir aö ráða sjö skipum. Sveinn Ólafsson er for- stöðumaöur hennar og aðstoðar- forstööumaöur Jóhannes Agústs- son. Bretland — megin- land Evrópu Flutningadeildin sér um hinar vikulegu siglingar til og frá Noröursjávarhöfnum, þ.e. Ham- borgar, Rotterdam, Antwerpen og Felixstowe auk siglina til Wes- ton Foint hálfsmánaðarlega. Þessi deild veitir einnig allar upplýsingar og sér um flutninga frá löndum eins og t.d. ítaliu, Austurríki, Sviss, Frakklandi, Spáni og Portúgal. Sex skip halda nú uppi áætlunarsiglingum á þessu markaðssvæöi. Forstööu- maöur er Birgir Haröarson og að- stoðarforstööumaður Reynir Guömundsson. Norður Amerika — stórflutningur Flutningadeildin annast reglu- legar siglingar til Portsmouth á austurströnd Bandarikjanna auk annarra tilfallandi flutninga til hafna á austurströndinni eða i Kanada. Þessi deild annast jafn- framt alla svonefnda stórflutn- inga, en það eru þeir flutningar sem ekki tilheyra reglubundnum siglingaleiðum og/eða eru i heil- um eða stórum förmum. Hún sér m.a. um alla frystiflutninga og aðra flutninga á sjávarafuröum eins og ámjöliogsild. Hún annast einnig timburflutninga, flutninga á byggingarefni, fóðri og áburði, þegar um er að ræða flutninga i heilum förmum. Til þessara flutninga hefur deildin yfir að ráöa 13 skipum. Forstöðumaður deildarinnar veröur Arni Steins- son og aðstoöarforstoöumaöur Garðar Þorsteinsson. Hver flutningadeild er rekin sem sjálfstæð rekstrareining og eru starfsmenn hverrar deildar sex. Er nýju flutningadeildunum ætlað að geta leyst á einum stað öll viðfangsefni, sem upp koma varöandi flutninga á þeim leið- um, sem undir þær heyra. Verka- skipting á milli flutningadeild- anna fer aöallega eftir flutninga- leiðum og má nefna að sú deild, sem annast innflutning vöru frá ákveðnum stað erlendis, sér einn- ig um framhaldsflutning vörunn- ar innanlands, ef varan er á ákvöröunarstað utan Reykjavik- ur eöa á annan áfangastaö en los- unarhöfn skipsins er. Sama gildir um útflutning, þannig að sú deild sem annast útflutning til viðkom- andi áfangastaöar erlendis sér einnig um að koma vörunni frá upprunastað úti á landi til endan- legs ákvörðunarstaðar erlendis. Framkvæmdastjóri flutninga- sviös er Valtýr Hákonarson,sem veriö hefur skifstofustjóri Eim- skips. Hann er jafnframt stað- gengill forstjóra. Hann sér um Framháld á bls. 13 £ Atlagan gegn honum mun ekki s Is t ætluö til aö kæfa þann þögla s tuön- ing sem talsmenn mannréttindahreyfingarinnar hafa notiö. Árni Bergmann raedir vid skóla- félaga Andrei Sakharofs skodana bródur Sakharof ásamt barnabörnum seinni konu sinnar, Elenu Bonner. Þau eru nú I Amerlku ásamt foreldrum sínum. Sakharof skildi ad mannréttindi eru forsenda þess að heimurinn biargist Meö þvi aö Sakharof og kona hans, Elena Bonner, hafa veriö flutt i útlegö til Gorki hafa alvar- lega tlöindi gerst fyrir sovéska mannréttindahreyfingu. Þrátt fyrir ýmsar hindranir hefur Andrei Sakharof veriö helsti taismaöur þessarar hreyfingar, en I Gorkier hann sviptur mögu- leikum til þess. Sú borg er lokuö útlendingum, og þar er hægt aö loka svo gott sem fyrir sam- skipti hans viö sovétborgara og taka þau litlu samskipti sem hann getur haft fullkomlega und- ir eftirlit lögreglunnar. Og hann mun sviptur þeim möguleikum sem hann þó enn haföi til aö iöka sin vlsindi, hann er sviptur þeim möguleika aö fá aö koma einu sinni I viku I Eðlisfræöistofnun- ina — vinnan er tekin af honum. Ég geri ekki ráö fyrir aö á neinu sllku starfi veröi kostur I Gorki. Svo fórust orð einum af samferðamönnum og skoðana- bræörum Andrei Sakharofs sem við höfðum samband viö út af handtöku eðlisfræöingsins I Moskvu i fyrradag. Viömælandi minn er nú staddur i Evrópu. — Fréttastofur telja aö þessi ákvöröun, aö senda Sakharof i útlegð, sé einskonar svar við refsiaðgerðum Carters Banda- rikjaforseta út af Afganistan og er þá minnt á það, að Carter hef- ur sent Sakharof stuöningsyfir- lýsingu áður. — Já, þetta er að nokkru leyti svar til Carters. Þetta er lika Ögrun við þá bandaríska visinda- menn sem hafa lýst þvi yfir aö það mundi skaða vlsindaleg samskipti við Sovétrikin ef Sakharof yrði mein gert. En þessi ráðstöfun er einnig rökrétt framhald af þeirri stefnu sem sovéskir valdhafar hafa tekið fyrir löngu og beinist að þvi að færa alveg i kaf mannréttinda- hreyfinguna sovésku. Hún hefur þegar misst marga menn. Sumir hafa verið flæmdir úr landi (Tsjalidze, Litivinof, Túrtsjin, Ginzbúrg, Búkovski, Zjores Medvédef, Vajl, Ljú- barski, Grigorenko og margir fleiri), aðrir sitja i fangelsum (t.d. Kovaljof, Orlof, Sjaranski, Glúzman, Rúdnij og fleiri). Jafnt og þétt hefur lögregluvaldið spunniö net sitt utan um þessa hreyfingu og tekiö fyrir vaxtar- möguleika hennar. Þessi hreyfing nýtur viðtæks stuðnings á launmeðal sovéskra menntamanna. Slikur stuðning- ur kemur sjaldan fram I ein- hverjum athöfnum, aögerðum, en hann skapar jákvætt and- rúmsloft kringum helstu persónur mannréttindahreyf- ingarinnar. Atlagan gegn Sakharof hefur einna sterkust áhrif einmitt á þessa þöglu stuöningsmenn lýöræöishreyf- ingarinnar, gerir þá enn ótta- slegnari, mun jafnvel taka fyrir það að menn taki upp i kunningja- hóp einstök tilefni til óánægju. Virkir andófsmenn hljóta svo að skilja útlegð Sakharofs á þann veg að næst komi röðin aö þeim. Andófsferill — Hver voru fyrstu skref Sakharofs á andófsbrautinni? — Viö Sakharof vorum sam- feröa i háskóla og kunnings- skapur okkar á sér orðið langan aldur. Ég held að þessi snjalli maður, sem var kosinn i Vis- indaakademfuna rúmlega þritugur, hafi þá fyrst andæft að ráöi vilja valdhafanna, þegar hann og fleir.i framfarasinnar komu i veg fyrir að Trjapéznikof yröi þröngvað inn i Akademiuna en sá maður var yfirmaður vis- indanefndar flokksins og skrif- finnur en ekki visindamaöur sjálfur. Einnig beitti hann sér gegn ofríki Lysenkos og vald- niðslu hans gegn öörum lif- fræðingum. Svo var það snemma á sjöunda áratugnum, aö Sakharof, sem átti manna mest- an þátt i aö Sovétrikin eignuöust vetnissprengju, mótmælti bæöi ónauðsynlegum og stórhættuleg- um tilraunum með öflugar vetnissprengjur og sneri sér beint til Khrúsjofs af þvi tilefni. Tilraunirnar voru samt geröar — og kostuöu mörg mannslif vegna geislavirks úrfellis. Þetta tilgangslausa sprengjuskak varö Sakharof verulegt áfall og vonum hans um hugsanlega rök- ræöu viö valdhafana. Svo skrifaöi hann frægt rit um Framfarir, friösamlega sambúö og andlegt frelsi (1968). Þetta rit fjallar i anda yfirvegaös velvilja um ýmsa möguleika á aö hin tvö helstu pólitisku kerfi i heiminum geti færst nær hvort ööru, um jákvæöa viðræðu þeirra I milli. Þegar hann var aö skrifa þetta rit var hann enn fullur vona um að hið sovéska samfélag gæti þróast i átt til sósialisma með manneskjulegu yfirbragði. En einu viöbrögö stjórnvalda voru fyr s t aö þeg ja r itið i hel og s vo að reka Sakharof frá þeim störfum sem hann haföi gegnt. Bæöi þetta, örlög Tékkóslóvakiu og svo ekki sist hversdagsleg framganga valdhafanna gegn hverskyns „öðruvisi” hugs- unarhætti sýndu honum aö þess- ar vonir hans fengjuekki staðist. Þaö sem mestu skiptir Andrei Dmitritsj er maöur hreinlyndur og góðviljaöur og hefur óbugandi siðferðiskennd. Og siöan hefur hann helgað sig þvi sem mestu skiptir i samtið- inni, undirstööu allra framtiöar- húsakynna mannkynsins —■ mannréttindum. Sakharof hefur aöstoöað margskonar fólk, sem hefur ólikar skoðanir, einnig minni- hlutahópa. Hann hefur gert það með þeim einum hætti sem hann á kost á: með persónulegri þátt- töku i örlögum þeirra sem órétti eru beittir. Fyrst og fremst hef- ur hann reynt aö koma á framfæri upplýsingum um mál þessa fólks, bæði til almennings i öörum löndum og svo þaðan til sovésks almennings sem getur þá frétt af málunum um erlendar útvarpsstöðvar osfrv..Hann hef- ur einnig veitt þeim sem hand- teknir hafa verið fyrir viöhorf sin siðferðislegan stuðning, heimsótt fólk I útlegð i austur- hluta landsins, hjálpaö fjölskyld- um þess osfrv.. Kona hans, Elena Bonner, hef- ur staðiö dyggilega viö hlið Andreis I þessu.öllu. Hún var andófsmanneskja löngu á undan honum — hún var unglingur þegar foreldrar hennar, sem voru starfsmenn Kommúnista- flokksins, voru handteknir, fólk hvarf allt I kringum hana. Sú fjölskylda vann þá þegar að þvi að hjálpa pólitiskum föngum, senda pakka I fangelsin osfrw. Gaf allt sitt fé Um þaö leyti sem Sakharof var að hefja andófsferil sinn geröi hann eitt sem sýnir vel bæði mannkærleika hans, bernskan hugsunarhátt og góö- vild. Hann afhenti rikinu allt sparifésitt, 140 þúsundir rúblna, gaf það til visindarannsókna sem helgaðar erubaráttu gegn krabbameini. Ég veit að hann fékk þakklætisbréf frá forsætis- nefnd Æðsta ráðsins sovéska fyrir „gjöf sem ber sannri föðurlandsást vitni”, eins og þar stóð. En þaö hefur aldrei veriö minnst einu oröi á þessa stab- reynd I sovéskum blööum.Meöal annars vegna þess, aö þetta heföi veriö óþægileg siöferöisleg áminning til þeirra „sjéffa” ýmiskonar i Sovétrikjunum, sem eiga fullt af peningum og mundu aldrei ráöstafa þeim á þennan hátt. I heimsókn hjá Sakharof — Geturöu nokkuö sagt mér af þvi hvernig þaö er aö heimsækja Sakharof og umgangast hann? — Sakharof bjó i Moskvu i venjulegri blokk, i litilli tveggja herbergja ibúö meö eldhúsi, þar hefur og búið tengdamóðir hans og aðrir ættingjar áttu þar og at- hvarf. (Hér má skjóta þvi að, aö sovéskir borgarar vita ekki hvernig Sakharof litur út — þaö hefur aldrei birst mynd af hon- um i neinu sovésku blaði). Sakharof talar ekki mikið, hann talar hægt, og hækkar aldrei röddina. En hann er sá maður sem aldrei segir neitt lágkúrulegt. Allt fær einhverja sérstaka merkingu i hans munni, jafnvel þegar hann talar um veðrið. Menn sem þekkja hver annan vel vita einatt hvað viðmælandinn muni segja næst — en þegar þú talar viö Sakharof, þá er ágiskun þin, getspeki þin alltaf einu stigi á eftir þvi sem hann i raun og veru segir. Þegar viö Sakharof vorum saman viö nám I háskóla gátum viö báöir leyst hvaða dæmi sem var I eölisfræöi. En hans lausnir voru alltaf bestar — þær einkenndust af snilldarlegum einfaldleika. Mér finnst sama heiðrikja hugsunarinnar hafa ráöiö miklu um aö hann geröist baráttumaður fyrir mannrétt- indum. Hann skildi þaö rökrétt af hinum einstöku dæmum órétt- lætis I kringum sig, aö ekkert nema mannréttindi gátu breytt þessu valdi og gætt það þeim eig- indum sem mannlegt félag má ekki án vera. Aö mannréttindi virt i raun væru það eina sem bjargað gæti heiminum. Þegar hann hóf baráttu meö Tsjalídze og Tverdokhlébof, var hann einn af þeim fáu sem gerðu sér grein fyrir þvi, hve miklu þessir hlutir skipta. Te og ostur Hvað get ég fleira sagt af hans persónu? Hann er ágætur teikn- ari, hefði liklega getað orðiö ágætur listamaöur. Einn galdur kann hann skrýtinn: aö skrifa með báðum höndum i einu, með vinstri hendi spegilskrift af þvi sem hann skrifar með hægri hendi. Hann er mesti lestrar- hestur á allskyns bækur. Hann er mikill tedrykkjumaður og vill hest dýfa öllu i te áöur en hann stingur þvi upp i sig, jafnvel ost- bita. Eldhúsið hjá þeim Elenu var alltaf fullt af fólki, einn gest- ur tók við af öörum meö margs- konar erindi og allir fengu það besta sem til var i húsinu. Hringurinn þrengist — Nú hefur verið talaö um það hvernig hringurinn þrengdist um Sakharof. Viltu lýsa þvi dálit- iö. — I byrjun siðasta áratugs var enn tiltölulega auðvelt að hitta hann. Allskonar fólk hringdi og kom i heimsókn. Til dæmis uppfinningamenn sem héldu að Sakharof gæti hjálpað þeim að koma hugmyndum þeirra I gagnið. Um þær mundir gekk meira aö segja sú skrýtla i Moskvu þegar það hafði flogið fyrir aö hækka ætti verðið á vodka: „Nei — Sakharof leyfir það aldrei.” Framhald á bls. 13 Þá var jafnan gestkvæmt I eldhúsinú hjá Sakharof og þaöan komu gestir úr ýmsum áttum. Hér er komin kona utan af tslandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.