Þjóðviljinn - 25.01.1980, Page 3

Þjóðviljinn - 25.01.1980, Page 3
Föstudagur 25. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3 Staða og stefna Vest- mannaeyja „Stafta og stefna Vest- mannaeyja" er yfirskrift ráðstefnu sem haidin verður f Eyjum nú umhelg- ina. Veröa þar teknir fyrir málaflokkar eins og fisk- vinnsla, utvegsmál, banka- mál, samvinna verkalýösfé- laga og atvinnurekenda. möguleikar iðnaðar, „eftir- gosmál”, staða aldraðra og staða og hlutverk bæjar- sjóös. Ráðstefnan er öllum opin og Eyjamenn hvattir til þátttöku, en frjálsar um- ræður og fyrirspurnir verða i lok hvers mála- flokks. Að þvi er fram kem- ur i fréttatilkynningu frá undirbúningsnefnd sækja fundinn yfirmenn Otvega- banka íslands i Reykjavik, Bjarni Guöbjörnsson bankastjóri, Hafrannsókna- stofnunar, Jón Jónsson fiskifræðingur og Fram- kvæmdastofnunar rikisins, Sverrir Hermannsson al- þingismaöur. Þá hefur öll- um þingmönnum Suður- landskjördæmis verið boðið til fundarins. Ráðstefnan verður haldin i Litla salnum i Samkomu- húsi Vestmannaeyja og verður sett kl. 13.15 á laug- ardag, 26. janúar. Alltað fjórir framsögumenn verða með stutt erindi i hverjum málaflokki og lýkur ráð- stefnunni siðdegis á sunnu- dag. -vh Hver er staða geð- heilbrigðis- mála hér? Staða geðheilbrigðismála hér á landi og framtiöar- stefna i þeim málum er um- fjöiiunarefni ráðstefnu sem Geöverndarfélag tslands gengst fyrir og stendur i dag og á morgun á Hótel Esju. Veröur reynt að gera úttekt á þessum málum i umræðuhópum, meö pall- borðsumræðum og ályktunargerö að loknum fyrirlestrum. Meðal fyrir- lesara er Jarl Jörstad yfir- læknir við Ulleval sjúkra- húsið i Osló og mun hann greina frá skipulagi geðheil- brigðismála i Noregi. AÖrir fyrirlesarar eru Tómas Helgason prófessor, Jónas Pálsson skólastjóri og Sævar Berg Guöbergsson félags- ráðgjafi, sem allir fjalla um stöðu og stefnur i geðheil- brigðismálum frá mismund- andi sjónarhornum. Umræðuhóparnir verða sex og fjalla um skipulag, geðheilbrigðismál unglinga og aldraðra, vandamál aðstandenda, geöræn vand- mál likamlega sjúkra og fyrirbyggjandi aðgeröir. Boöið hefur verið til ráöstefnunnar sérmenntuöu starfsfólki á þessu sviði auk annarra sem mest fjalla um þessi mál hér á landi. Magnús H. Magnússon heil- brigðisráöherra ávarpar fundarmenn i upphafi ráö- stefnu, en Oddur Bjarnason læknir setur ráöstefnuna og slitur henni. .vh. Fræg kvikmynd í Stjörnubíó: The China Syndrome í dag hefjast i Stjörnubió sýn- ingar á kvikmyndinni The China Syndrome sem hefur fengið nafnið Kjarnaleiðsla til Kina á islensku. Mynd þessi var gerð á siðasta ári og vakti gifurlega at- hygli, ekki sist eftir að svipaðir atburðir og lýst er I kvikmynd- inni geröust i raunveruleikanum þ.e. kjarnorkuslysið I Harris- burg. Kvikmyndin lýsir slysi i kjarnorkuveri i Kaliforniu og þeim geigvænlegu afleiðingum sem slikt getur haft i för með sér. 1 þeim löndum sem eiga orkuver, knúin kjarnorku, ter nú fram mikil umræða um hætt- ur af þeim og má telja fullvist að þessi kvikmynd hefur haft meiri en li'til áhrif á almenningsálitið. 1 The China Syndrome leikur Jane Fonda fréttamann sjón- varps, Michael Douglas kvik- myndatökumann og Jack Lemmon vaktstjóra i orkuver- Jane Fonda leikur fréttamann sjónvarpss töðvar I The China Syndrome og kemst heldur betur i kast viö yfirmenn sina og eig- endur kjarnorkuversins er hún vill skýra frá sannleikanum um kjarnorkuverið i Ventana. inu. Leikstjóri er James Bridges. Kaupir KEA Bústólpa og verksmiðju K. Jónssonar? I hvorugu sér ennþá til botns — Viðræður við Bústólpa hafa litilsháttar farið fram að undan- förnu, að frumkvæði forráða- inanna fyrirtækisins og það ætti að liggja fyrir einhvern næstu daga hvort af þessum kaupum verður eða ekki. En eins og sakir standa er máliö á algeru viðræðu- stigi og þvi, að svo komnu, ekkert hægt að fullyrða um niður- stöðuna. Svo fórust Val Arnþórssyni, kaupfélagsstjóra á Akureyri orð, er við spurðum hann hvað hæft væri i þvi, að Kaupfélag Eyfirö- inga og Kaupfélag Svalbarðs- eyrar væru að kaupa fóðurinn- flutningsfyrirtækið Bústólpa. Við spurðum einnig að þvi hvort einhver fótur væri fyrir þvi, að KEA hyggðist kaupa Niöursuðu- verksmiöju K. Jónssonar á Akur- eyri. — Um það er hið sama að segja, sagði Valur. Um þetta hafa farið fram algjörlega óformlegar könnunarviðræður, að frumkvæði eigenda verksmiöjunnar og þá um það áhugamál þeirra, aö styrkja og breikka grundvöll fyrirtækisins, vegna vissra áfalla, sem það hefur orðið fyrir. En þetta mál er i algeri frum- athugun, sagöi Valur Arnþórsson. —mhg. Stefán Finnbogason um laun skólatannlœkna: 200 vinnudagar á ári og 14.4 milljónir króna i árstekjur Ekki er hægt að gera ráð fyrir 250 vinnudögum eins og Þjóö- viljinn gerir i grein sinni I gær er rætt er um árslaun skólatann- lækna. Miðað við fridaga, sumar- fri og árlegt námskeiö, þar sem fram fer fagleg endurhæfing, verða þeir aðeins um 200 og verða þvi árslaunin ekki 22.5 milj. kr héldur töluvert lægri, sagði Stefán Finnbogason yfirskóla- tannlæknir i samtali við Þjóð- viljann i gær. Stefán sagði að tannlæknar hefðu engin lifeyrissjóðsréttindi og væru ekki tryggðir i veikinda- tilfellum og væri það metið til 20% af launatekium. Miðað við 90 þús. króna meöaldaglaun verða þvi árslaunin 14.4 milj. króna eftir að búiö er að draga þessi 20% frá en annars 18 milj. króna. Laun skólatannlækna eru miðuð við svokallaöan launahluta gjaldskrár Tannlæknafélagsins en þar er ekki gert ráð fyrir tækja- og efniskostnaöi enda fá skólatannlæknar hann upp ' i hendurnar. Hér má bæta við að 90 þúsund króna meöallaun á dag i september þýöa að laun einstakra tannlækna eru hærri og siðan hefur orðið ein visitöluhækkun svo að meðaldaglaun ættu að vera nærri 100 þúsund krónum núna. Miðað við 17unna daga i mánuði að meðaltali verða þvi mánaðar- launin 1.7 miljón krónur sem verður að kaliast dágott. G.Fr. Gjaldtaka tannlœkna er í endurskoðun 845 mffljónir kr. 1978 A árinu 1978 námu greiðslúr Tryggingastofnunar rikisins vegna tannlæknatryggðra sjúklinga 845 miljónum króna. Tryggingastofnunin telúr að nú sé ekki nægilega tryggt eftirlit fyrir hendi með gjaldtöku tannlækna miðað við þær háu upphæðir sem riki, sjúkrasam- lög og sveitarfélög greiða til þeirra. Trúnaðartannlæknir Tryggingastofnunar hefur þvi lagt fram tillögur um breytt fyrirkomulag þessara mála og hafa tillögurnar verið kynntar stjórn Tannlæknafélags tslands. Þessar upplýsingar komu fram á Alþingi i fyrradag þegar Magnús H. Magnússon heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra svaraði fyrirspurn frá Alexander Stefánssyni um eftir- lit Tryggingastofnunar rikisins með gjaldtöku tannlækna. þm Frá borgarmálaráði Alþýðu- bandalagsins í Fundarefni: Stjórnkerfi sveitarfélaga. Frummælendur Hallgrimur Guðmunds- son, stjórnmálafræðingur og Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi. Borgarmálaráð ABR. Reykjavík Borgarf ulltrúar og fulltrúar ABR (aðal- og varamenn) í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar eru boðaðir til fund- ar á Grettisgötu 3 laugardaginn 2. febrúar kl. 14. Konur í listum og vísindum Konur i listum og visind- um verða kynntar á af- mælisvöku Kvenréttinda- félags tslands, sem ver.öur haldin á Kjarvalsstöðum á mor gun. Rithöfundarnir Asa Sól- veig og Auður Haralds munu flytja, eigið efni. , „Laugardagur i ishúsi” er heiti smásögu Steinunnar Eyjólfsdóttur sem kýnnt veröur á vökunni. Flutt verða ljóð eftir Þuriþi Guð- mundsdóttur. Sigriður Erlendsdóttir B.A. greinir frá rannsóknum sinum á þátttöku kvenna i atvjnnuiif- inu. Maria Jóna Gunnars- dóttir, byggingatækni- fræðingur ræðir um starfs- vettvang sinn. Elisabet Eiriksdóttir syngur við undirleik Jórunnar Viðar, m.a. lög eftir Jórunni. Elisabet Waage leikur á hörpu. Þrjár stúlkur úr skólakór Garðabæjar, Hildugunnur Rúnarsdóttir, Marta og Hildigunnur Halldór sdætur, syngja nokkur lög. . Gestum gefst kostur á að skoða ljósmyndir eftir Emi- liu Björgu Björnsdóttur, blaðaljósmyndara og kera- mikmuni eftir Borghildi óskarsdóttur. Myndlista- mennirnir: Hjördis Bergs, Gerður Pálmadóttir, Asdis Sigurþórsdóttir, Andrina Jónsdóttir og Kristjána Samper sýna verk sin. Afmælisvakan hefst klukkan 14 og stendur i 2 tima. öllum er heimill aö- gangur. Torfusamtökin: Aðalfundur á laugardag Aðalfundur Torfusam- takanna vcrður haldinn laugardaginn 26. janúar i Fclagsstofnun stúdenta viö Hringbraut og hcfst kl. 14. A dagskrá fundarins er greinargerð frá stjórn, reikningar fyrir siðasta ár, lagabreytingar, stjórnar- kjör og önnur mál og einnig kynna Hjörleifur Stefánsson og Pétur Ottósson hug- myndir frá fyrri tíð um skipulag Gr jótaþorpsins. Lagabr ey tingar tillagan sem fyrir fundinum liggur er til komin vegna nýtilkom- ins leigusamnings rikisins viö samtökin um Torfuna og er fólgin I þvi aö stjórn sam- takanna er faliö aö sjá um rekstur húsanna og heimilt að skipa sérstaka fram- kvæmdastjórn eða ráöa sérstakan starfsmann til að annast hann. t fundarboði er lögö áhersla á aö sem flestir fé- lagar i Torfusamtökunum mæti á fundinn en þar verða lagðar fram hugmundir um hvernig nýta megi húsin, sem samtökin hafa nú til ráðstöfunar næstu 12 árin. Ýmsar hugmyndir eru á lofti og verða þær kynntar og leitað eftir fleiri hug- myndum frá fundarmönn- um.i' -AI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.