Þjóðviljinn - 25.01.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.01.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Föstudagur 25. janúar 1980 wimnm Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis ttgefandi: útgáfufélag Þjó&viljans Framkvæmdastjóri: Ei&ur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haroardóttir Umsjónarma&ur Sunnudagsbla&s: Ingdlfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormó&sson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Gu&jón Fri&riks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. lþróttafréttama&ur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson^Gunnar Elfsson Otlit og hönnun: Gu&jón Sveinbjörnsson, Sœvar Gu&björnsson Handirta- og prófarkalestur: Andrea Jónsddttir, Ellas Mar. Safnvör&ur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigri&ur Hanna Sigurbjörnsdbttir, Þorgeir Olafsson Skrifstoía: Gu&rún Gu&var&ardóttir. Afgrei&sla: Kristin Pétursdóttir. Bára Halldórsdóttir, Bára Sieur&ar- dóttir. Slmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrl&ur Kristjánsdóttir Bflstjdri: Sigrun Bár&ardóttir Husmó&ir: Jóna Sigur&ardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdöttir, Karen Jönsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Gu&mundsson. Ritstjórn, afgrei&sla og auglýsingar: Sl&umúla 6, Reykjavlk.slmi 8 13 33. Prentun: Bla&aprent hf. Framleiöni og nýsköpun • Tillaga Alþýðubandalagsins um 7% f ramleiðniaukn- ingu í f iskiðnaði á árinu og 10% f ramleiðniaukningu í al- mennum iðnaði á ári næstu þrjú ár hefur farið mjög fyrir brjóstið á forvígismönnum Alþýðuf lokks og Fram- sóknarf lokks. Það er talað um „óskalista"/ að verið sé „að eyða fyrirfram óvissum árangri" og f leira í þeim dúr. Þrátt fyrir að framleiðniaukning í fiskiðnaði hafi verið 40% á síðustu tíu árum, eða um 4% á ári, telur Steingrímur Hermannsson ekki hægtað vænta nema 2% framleiðniaukningar í ár, sem er um það bil það sem koma mun af sjálfu sérmiðað við óbreyttan afla. Al- þýðuf lokkurinn sér nú sem f yrr enqin önnur ráð en öfga- f ulla aðhaldsstefnu í ríkisf jármálum og peningamálum, ásamt af námi verðbótakerf is á laun og almenna launa- lækkun i landinu. • Það er ekkert nýtt að Alþýðubandalagið haldi fram nauðsyn f ramleiðniaukandi aðgerða til þess að auka af - rakstur þjóðarbúsins þannig að meira komi til skipta. Stundum hefur þessi áhersla verið nefnd ,,lúðvíska" og er það vel/því nú er að koma á daginn að lúðvískan hefur verið á undan tímanurcven kratastefnan styðst við kenn- ingar sem um þessar mundir er verið að afskrifa sem gildar í verðbólgubaráttu í okkar heimshluía. • Sérfræðingar OECDhafa komist að þeirri niðurstöðu aðsúaðhaldsstefna í ríkisfjármálum og peningamálum sem fylgt hefur verið í flestum Evrópuríkjum Efna- hags- og framfarastofnunarinnar hafi leitt til hægari f ramleiðniaukningar en æskilegt sé og magnað atvinnu- leysi. Um sex miijónir manna eru nú atvinnulausir í Vestur-Evrópuríkjum. Jafnframt hafi aðhaldsstefn- an fremur stuðlað að því að festa verðbólguna í sessi heldur en kveða hana niður. Þarna sé ákveðið samband á milli og mikilvægur lykill að þvi að rjúfa vítahring verð- bólgu/ stöðnunar og atvinnuleysis sé framleiðniaukning og nýsköpun í atvinnuvegunum. • Ef þetta er rétt ráðlegging um stef nubreytingu í hin- um háþróuðu iðnríkjum EvrópU/hversu mikiu fremur á hún ekki erindi til okkar íslendinga. Almennt er viður- kennt að íslensk atvinnustarfsemi er á mörgum sviðum á lágu tæknistigi. Framleiðni í iðnaði er hér ekki nema 50-60% af framleiðni í nágrannalöndum okkar. Talið er að meðalnýting hráefnis í frystihúsum okkar sé 36% en ætti að vera 48%. Allir sem til þess þekkja viðurkenna að hægt væri að ná miklu betri árangri en nú er gert í f isk- iðnaði okkar, bæði með minni tilkostnaði og verðmætari framleiðslu, svo ekki sé talað um nýsköpun í fram- leiðsluháttum og vélabúnaði. • Svo Milton Friedman sem ekki er í miklu áliti hjá Þjóðviliamönnum sé kallaður til vitniS/þá benti hann á þa staðreynd í sjónvarpinu á dögunum að ýmis þróunar- lönd hafa náð undraverðum árangri í framleiðsluaukn- ingu á mann á síðustu áratugum. Það er f yrst og f remst vegna þess að þau byrja á lægra stigi en þróuðu löndin og geta hagnýtt sér reynslu og þekkingu annarra. Hið sama gildir raunar um íslenskan atvinnurekstur sem á mörg- um sviðum er á vanþróunarstigi. • Fyrir tilstilli Alþýðubandalagsins var í síðustu vinstri stjórn ákveðið að verja fé til hagræðingar og framleiðniaukandi aðgerða í atvinnuvegunum, en með brotthlaupi Alþýðuf lokksins og stjórnarkreppunni hef ur þaðstarf stöðvastmeðöllu. Hiðsamaer að segja um það undirbúningsstarf sem fram fór til almenns iðnaðar- átaks í ráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar. Svo skammt nær skilningur Alþýðuflokksmanna í þessum málum að starfsstjórn þeirra hvarf frá þeirri ákvörðun að verja tekjum af aðlögunargjaldi til framleiðniauk- andi aðgerða. Skilningur atvinnurekenda er meiri en kratanna og þess vegna hafa til að mynda aðilar að Sam- bandi ísl. skipasmiðja fallist á að taka umrætt fé ekki beint inn í reksturinn, heldur verja því í þá rannsóknar- áætlun sem áformuð var. • Sem skammtímaaðgerð er framleiðniaukningunni ætlað að vega upp á móti stöðugu gengissigi sem annars er fyrirsjáanlegt og koma í veg fyrir 10-12% gengisfell- ingu. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar forsvars- manna í atvinnurekstri hljóta þeir að haf a áhuga á að slá' á verðbólgu með þessum hætti. Til lengri tíma litið er framleiðniaukning og nýsköpun í atvinnuvegunum for-' senda þess að við komumst út úr vítahring verðbólgunn- ar án þess að skerða lífskjör. úrelt aðhaldsstefna sem aðrirflokkaren Alþýðubandalagiðvirðastsameinast um færir okkur ekki nær því marki. —ekh Mippt Skipbrot vaxtastefnu Alþýöuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn höfnuöu þvi i viðræðum viö Alþýðubanda- lagiö að nota vaxtalækkun til þess aö hamla gegn veröbólgu og skapa svigrúm til aukinna launagreiðsla i atvinnurekstri. Ýmist er þaö hagur sparifjár- eigenda eða verðbólguspillingin sem er höfð sem mótbára. Jón Baldvin Hannibalsson sem er duglegur við að halda fram úreltum hagfræðilummum I Al- þýðublaðinu hefur útskýrt skipbrot núverandi vaxta- stefnu með þvi að aðrir þættir i þvi módeli sem kratar setja upp hafi klikkað, það er að segja aðhaldið i rikisfjár- málum og peningamálum og launalækkunin. En málið er ekki svona einfalt þvi hávaxtamemu á íslandi hafa verið staðnir að þversögnum sem eru þeim til mikillar háðungar. Alþýöu- bandalagið féllst á núverandi verðtryggingarstefnu — þaö er lága vexti og verðtryggingu höfuðstóls, eins og áróðurs- menn þessa fyrirkomulags nefna það, vegna þess að eöli- legt verður að teljast að stefnt sé að þvi að lágmarksverð- trygging sé I sparifjáreign manna og lánabrask sé ekki arðvænleg atvinnugrein. En flokkurinn hefur alltaf haldið þvi fram (aö forsenda verð- tryggingar fjárskuldbindinga gagnvart hinum almenna manni sé verðtrygging launa. Annars gengur dæmið ekki upp og greiösluþrot verður hjá almennum lántakendum. Hlægileg kenning Helstu formælendur verð- tryggingarstefnunnar, forystumenn Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks, hafa hinsvegar gert sig hlægilega með þvi að prédika verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga um leið og þeir vilja afnema eöa stór- skerða verðtryggingu launa. Allstaðar þar sem slik verö- tryggingarstefna hefur verið reynd hefur hún reynst illa og i Finnlandi og Israel gáfust menn upp á henni vegna almenns greiðsluþrots Ibúða- lána hjá lántakendum. Nú er verðtryggingarstefna hvergi nærri komin i gegn á lánamarkaði hér og verður llklega aldrei útfærð. Þvi er' réttara að tala um hávaxta- stefnu sem nú er I gildi eöa við- leitni til þess að koma á raun- vöxtum á la Vilmundur. Hávaxtastefna siðustu ára veröur viö okkar aðstæður hvorki rökstudd né réttlætt sem vopn gegn veröbólgu. Hún hefur þvert á móti ýtt undir verölags- og kaupgjaldsskrúfu. Þetta kemur best fram í því að enda þótt meöalvextir séu nil komnir I 37% hafa raunvextir aldrei verið eins neikvæðir eins og á slðasta ári, og þvi aldrei eins illa séð fyrir hag sparifjáreig- enda. Vatahœkkun haldlítil Grunnvextir hafa hækkað um 100% frá 1977 en samt sem áöur hefur verðbólguhjólið aldrei snúist hraðar en nú. Vaxtakostnaður er orðinn þyngsti útgjaldaliöur fjölda fyrirtækja fyrir utan laun, enda hefur vaxtakostnaður beirra á sama tima aukist um 50 til 250%. A þvi sést hversu mikil firra það er af forstjóra Þjóöhagsstofnunar og Jóni Baldvin Hannibalssyni að halda þvi fram að vaxtalækkun muni litil sem engin áhrif hafa á afkomu fyrirtækja né verð- bólguhraða. Vilmundur; Heims viðundur i vaxtamálum. Steingrlmur; Verðtrygging lána en afnám verðtryggingar launa gengur ekki upp hjá hotium. Astæðan fyrir þvi að vaxta- kenningar Alþýðuflokksins hafa reynst haldlitlar I fram- kvæmd er einkum sú að hug- myndin um aö vextir ráði sparnaöi er meira en Htið vafa- söm og að hækkun þeirra hafi áhrif á verðbólgu til lækkunar miðar við frjálsan lána- og peningamarkað. A Islandi rikir hinsvegar lánaskömmtun innan ramma lánsfjárætlunar og með útlánaþaki. Auk þess dregur það úr samdráttar- áhrifum vaxtahækkunar að vextir hafa verið frádráttar- bæir frá skatti og rlkissjóður þvi borgað niður að hluta lána- kostnað lántakanda. Sem hag- stjórnartæki koma vaxtabreyt- ingar að litlu gagni í okkar kerfi, nema hvað vaxta- hækkunum er velt út I verðlagið af herðum fyrirtækja og stofn- ana og skrúfa þannig upp verð bólgu, og eru þvi til bölvunar. Raunvöxtum hvergifylgt Fyrir utan þetta er ljóst að sparnaöur manna ræðst fyrst og fremst af stighækkandi tekjum, og þeim áformum sem menn hafa upp-um einkafjár- festingu, en ekki af vaxta- prósentu. Vaxtaprósenta ræður fyrst og fremst sparn- aðarforminu og á hvaða reikn- ingum menn kjósa að geyma sparifé sitt. Hækkun vaxta hefur á hinn bóginn engin áhrif haft á lánseftirspurn og er nú svo komið i kerfinu að lántak- endur reyna i auknum mæli að kria út lán til þess eins að bjarga sér frá greiðsluþroti. Hvergi i héiminum er stefna I peningamálum látin i blindni fylgia hugtakinu raunvöxtum eins og Vilmundur vill aö gert sé gert sé á Islandi. Viðast eru sveigjanleg vaxtakjör i gildi og mismunandi vaxtaprósenta eftir tegundum útlána og innlána, og ræður þá þjóðhags- legtmat á nauðsyn fjárfestinga lánakjörum. Fjölskyldum iþyngt Skrúfuhækkun útlánsvaxta minnkar ekki eftirspurn eftir lánum né dregur úr verð- bólgu. Sambærileg skrúfu- hækkun innlánsvaxta eykur ekki heildarsparnað, enda þótt meira fé renni í gegnum banka- kerfið af þeim sökum. Hávaxtastefna undangenginna ára hefur valdið stórfelldum hækkunum i framleiðslu- kostnaði og lamað að sama skapi getu fyrirtækja til þess að bæta kjör launafólks. Beint og óbeint hefur vaxtastefnan einnig þrýst upp verði hús- næðis og þyngt til muna fram- færslukostnað fjölskyldna. Stefnubreyting? Allstaðar i hinum vestræna heimi er I gildi sveigjanlegt peningakerfi þar sem munur er gerður á kjörum milli skammtima rekstrarlána, persónulegra lána, fjárfest- ingarlána og Ibúðarlána. Allstaðar þar sem reynt hefur verið að verðtryggja Ibúðarlán hafa menn runnið á rassinn ;með það, sérstaklega þar sem á sama tlma er reynt að rýra verðtryggingu launanna og stefna almennum lántakendum I greiðsluþrot. Af framansögðu má ráða að vaxtastefnan hérlendis er kolröng og hefur leitt til ófarnaöar. Þessvegna er fullkomlega réttlætanlegt að leggja til vaxtalækkun sem meðal gegn verðbólgu eins og Alþýðubandalagið hefur gert. Að hafa meðalvexti 27% I ca. 30% verðbólgu að tillögu Alþýðubandalagsins,Istaö þess aö hafa þá 37% I 60% verðbólgu eins og nú er, tryggir augljós- lega hag sparifjáreigenda betur en nú. Það skapar einnig svigrúm fyrir fyrirtæki að taka á sig launahækkanir án þess aö velta þeim út i verð- lagið. Talsmenn öfgafullrar raunvaxtastefnu og verðtrygg- ingarstefnu ættu að taka sig á og viðurkenna þau mistök sem þeir hafa gert og leitt hafa til andstæðu þess sem þeir ætluöust til i upphafi, sumir eflaust af góðum hug og með hugsjónir I brjósti. -ekh. .09 skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.