Þjóðviljinn - 25.01.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.01.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA Eins og um var getið hér i blaðinu i fyrri viku bera vinnudeilur i Vestur-Evrópu ekki sist keim af bar- áttu fyrir atvinnu. Að sönnu eru ýmsar kaupkröfur á ferð: stálverkamenn i Bretlandi telja sig til dæmis þurfa um 20% kauphækkun vegna þeirrar verð- bólgu, sem nýfjálshyggjustefna frú Thatcher hefur til þessa ekki gert annað en herða á. í Vestur- Þýskalandi hafa verkalýðsfélög farið sér hægt undanfarin ár, en þar hafa þau nú verið að móta launakröfur um ca 10%. En mestar áhyggjur hafa menn af atvinnuleysinu. • í aðildarrfkjum Efnahags- bandalagsins, EBE, einum sam- an eru nú um sex miljónir manna atvinnulausar. Þetta er um 6% af vinnandi fólki. Mest er atvinnu- leysið i Frakkalandi, Belgiu og á Italiu. Og ástandið mun fara versnandi. Atvinnuleysið hefur breiðst út enda þótt ýmislegthafi verið gert til að draga Ur þyi. Fé hefur verið veitt til starfsþjálfunar, fyrirtæki sem ráða nýtt fólk hefur verið mikill að hægt verði að skapa ný störf svo nokkru nemi. EBE-lönd- in búast nú við i mesta lagi 2-2,5% hagvexti, en áður gerðu menn sér vonir um 3-3,5% hagvöxt. Forsendur þessa ástands verða að ýmsu leyti raktar til óvissu i heimsviðskiptum, verðbólgu og stórhækkandi orkuverðs. Aðrir áhrifaþættirbætast við og má þar nefna þessa: — stórir árgangar koma inn á vinnumarkaðinn. Vinnumiðlun — margir þættir koma saman. Sex miljónír atvinnu- leysingia í V-Evrópu • Ástandið fer versnandi • Ný tækni mun breyta stöðunni • Rikisstjórnir fallast heldur á meira atvinnuleysi en verðbólgu og greiðslu- halla mHugmyndir verkalýðshreyfingarinnar verðlaunað, sumstaðar hefur vinnuvikan verið stytt (t.a.m. i Belgiu). Þar að auiri hefur um miljón farandverkamanna frá Norður-Afriku, Tyrklandi, Júgó- slaviu og fleiri löndum misst at- vinnuna i Efnahagsbandalags- löndunum oghaldið heim. Hér við bætist einnig að talið er að hið dulda atvinnuleysi kvenna fari vaxandi: æ fleiri konur telja það þýðingarlaust að leita sér vinnu og eru þvi ekki settar á skrá yfir atvinnulausa. Dökkt útlit Engu að siöur eru atvinnuleys- ingjar nú sex miljónir i EBE- löndunum — og þeim fjölgar. Og næstum þvi helmingur þeirra er 25 ára eða yngri. A nýbyrjuöu ári er ekki búist við þvi að hagvöxtur verði það — konum sem vilja út á vinnu- markaðinn hefur mjög fjölgað. — endurskipulagningar og hag- ræðingaraðgerðir standa yfir i ýmsum greinum (stáliðnaður, skipasmiðar) sem munu hafa fleiri uppsagnir i för með sér. — samkeppni frá „nýjum" iðn- rikjum, einkum i Asiu, mun vaxa, en þar fæst vinnuafl viða fyrir mjög lágt kaup. — ný tækni (smá rafeinda- tækni) fækkar störfum mjög ört. Það er ekki slst hin nýja tækni sem nú siðast var nefnd sem hef- ur gifurleg áhrif á stöðu verka- fólks i Evrópu á næstu árum. Svo gæti jafnvel farið, að um helmingur allra starfa yrði fyrir nokkrum áhrifum af framsókn smátölvanna. Sum störf munu hverfa, önnur munu krefjast meiri starfsþjálfunar, enn önnur Helmingur atvinnuleysingja er ungt fólk og félagslegar afleiöingar gifurlegar. verða enn fábreyttari en þau nú eru. Þegar allt þetta kemur saman blasir viö mynd sem verkalýðs- hreyfingin i Evrópu hefur miklar áhyggjur af. Það er haft eftir full- trúum samstarfsnefnda verka- lýðsfélaga i Vestur-Evrópu, að verklýðssamtökin hafi reynt mik- ið til að fá stjórnir landanna til að láta atvinnuástandið hafa for- gang i efnahagspólitfk, en það hafi ekki tekist hingað til. Flestar stjórnir reyna i staðinn að glima við verðbólguna með þvi að herða þumalskrúfur ýmsar i efnahags- lifinu —og ættu menn að kannast við þær tilhneigingar hérlendis. Eða eins og Norðmaðurinn Nál- sund frá samstarfsnefnd verka- lýðsfélaga Evrópu segir: ,,Æ fleiri rikisstjórnir virðast i raun fremur reiðubúnar til að faDast á enn meira atvinnuleysi — þótt engin játi það opinskátt. Menn eru hræddari við verðbólgu og greiðsluhalla við útlönd en félags- legar afleiðingar atvinnuleysis." Stytting vinnutimaiis Þetta eru sjónarmið sem verkalýðshreyfingin i Evrópu hefur ekki viljað fallast á. I stað- inn hefur Evrópusamstarfsnefnd- in mótað kröfugerð sem gerir ráð fyrir þvi, að vinnutiminn sé skor- inn niður um 10% án kjaraskerð- ingar ,,i náinni framtið". Lagt er til að þetta sé gert með ýmsum ráðum: Vinnuvikan verði 35 stundir. Sumarleyfi sex vikur. Eftirlaunaaldur verði 60 ár. Skólaganga verði minnst til sex- tán ára (þar sem svo er ekki enn) og siðan sé starfsmenntunartæki- færum fjölgað. Raðherranefnd EBE hefur hingað til daufheyrst við þessum tillögum — enda sitja nú allviða um álfuna ihaldsstjórnir sem hugsa með allt öðrum hætti en verkalýðshreyfingin. — AB — aðalheimild DN Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Grænlendinga að EBE i sumar Grænlendingar áhugasamir um fjölþætt samstarf við íslendinga segir Pétur Thorsteinsson sem er nýkominn heim úr opinberri heimsókn til Grænlands Grænlendingar hafa mikinn áhuga á að taka upp samstarf við Islendinga i sambandi vib ferða- mál og ferðamannaþjónustu, en nokkur áhugi er sagður vera hjá erlendum ferðamönnum að heim- sækja bæði ísland og Græniand i sömu ferðinni. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi sem utanrikisráðuneytið efndi til I gær vegna ferðar Péturs Thor- steinssonar ráðuneytisstjóra til Grænlands I sfðustu viku, en það er öimur ferðin sem Pétur fer I umboði islenskra stjórnvalda til Grænlands. Að sögn Péturs átti hann vin- samlegar viðræður við lands- stjórnina i Grænlandi, en það er Siamut-flokkurinn sem nú fer með stjórn mála á Grænlandi, eftir að Grænlendingar fengu sjálfstjórn 1. mai á siðasta ári. Aðallega snerust umræð- urnar um sameiginleg hags- munamál Grænlendinga og Islendinga sem eru fiskveiðar og landhelgismál. Grænlendingar hafa þegar fært út i 200 milur fyrir sunnan 67. breiddargráðu. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um frekari útfærslu en danska stjórnin hefur enn öll völd varðandi utanríkis- og land- helgismál á Grænlandi. Pétur sagði, að nokkuð hefði verið rætt um réttindi til handa Islendingum til veiða á djup- rækju á Grænlandshafi, en allar slikar leyfis veitingar eru i höndum Efnahagsbandalagsins, þar sem Danir eru aðilar að því bandalagi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að EBE Simaut-flokkurinn, sem eins og áður sagðifer með stjórnmála á Grænlandi, hefur hins vegar á ¦ 8 Pétur Thorsteinsson skýrir blaðamönnum frá ferðum sinum til Grænlands. Til vinstri er Berglind Asgeirsdóttir upplýsingafulltrúi utanrikisráðuneytisins. Mynd — Eik. — stefnuskrá sinni, að Grænland segi sig úr efnahagsbanda- laginu, og hefur verið ákveðið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Grænlendinga að bandalaginu siöar á þessu ári. Pétur sagði, að að sögn Siamut-manna væru þeir nokkuð bjartsýnir um sigur i kosn- ingunum. 011 fiskafurðasala frá Græn- landi er i höndum Konunglegu dönsku verslunarinnar en talað hefur verið um að Grænlend- ingar taki yfir verslunina eftir u.þ.b. 5 ár. Siamut-flokkurinn hefur hins vegar uppi áætlanir um að taka við sölunni á næstu tveimur árum. Hafa þeir haft mikinn áhuga á að kynna sér skipulag sölumála hér á landi, og eins hafa þeir mikinn áhuga á skipulagningu stjórnarfarsins hér á landi og Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.