Þjóðviljinn - 25.01.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.01.1980, Blaðsíða 9
Föstudagur 25. janúár 1980 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 9 Spurt um innrásina í Afganistan og handtöku Sakharof Þjóðviljinn sneri sér i gær til nokk- urra talsmanna Alþýðubandalagsins og leitaði álits þeirra á þeim ótið- indum sem stærst haf a orðið um sinn, vopnaðri ihlutun Sovétmanna i Afganistan, handtöku Sakharofs, vaxandi ýfingar milli risaveldanna, sem eins getur leitt til þess að kalt strið komist aftur á fullan skrið. Svör þeirra fara hér á eftir: Ragnar Arnalds formaður þingflokks Alþýöubandalagsins Við hljótum að mótmæla ofbeldiog kúgun hvar sem er Þessi grófa íhlutun Sovétrikj- anna i innanrikismál Afganistan virðist byggð á þröngsýnum, hernaðarlegum sérhagsmunum. Það er það óhugnanlega við ákvörðun Sovétmanna, að önnur sjónarmið virðast skipta þá litlu, hvort sem þau varða þjóðarrétt, málstað sósíalismans eða al- menningsálitið viðs vegar um heim. Svipuðu máli gegnir um haldtöku Sakharofs. Þar eru að verki kerfiskallar og harðli'nu- menn sem valda Sovétrikjunum meira tjóni en nokkur fjand- maður þeirra gæti gert. Enginn sósialisti getur réttlætt þessar aðgerðir. Aftur á móti virðast þeir helst geta fallist á leikreglur af þvi tagi sem látnar vorugilda i Afganistan (þótt þeir svo bölvi Sovétmönnum) sem fettlætt hafa lögregluaðgerðir og vopnaða ihlutun Bandarikjstjórn- ar i mörgum heimsálfum á undanförnum árum. Atburðirnir i Afganistan eru sist af öllu rök fyrir þvi að tslend- ingar eigi að þrýsta sér sem fast- ast að bandariska hernum og biðja um aukna vernd. Hernaðari'hlutun Sovétmanna i Afganistan var einmitt á þvi byggð, að i landinu voru fjöl- mennir hópar sovéskra „hernaðarráðgjafa sem höfðu það hlutverk að efla stjórnarher- inn i innanlandsátökum og þá væntanlega að kenna honum að verja sig gegn Bandarikjamönn- um eða þeirra bandamönnum. Þessir hernaðarráðgjafar hag- nýttu sér aðstöðu sina út 1 æsar, og flest bendir til þess, að þessi ihlutun hefði ekki átt sér stað án þessarar aðstöðu, sem-sovéski herinn hafði skapað sér innan landamæra Afganistan. Þetta er enn eitt dæmið um, að smárikjum stafar mest hætta af þeim stórveldum, sem fá hernaðaraðstöðu i landi þeirra. Þetta er það sem gerðist annars vegar i Ungver jalandi og Tékkó- slóvakiu, hins vegar f Viet Nam, Guatemala og Dómeníkanska lýðveldinu, svo að Örfá dæmi séu nefnd. Islendingar og sérstaklega islenskir sósialistar hljóta að mótmæla ofbeldi og kúgun hvar sem er i heiminum og þeir eiga allt sitt undir þvi, að þær reglur öðlist fulla viðurkenningu i sam- skiptum þjóða, að stórveldi sitji ekki með her i landi annarra sjálfstæðra rikja og riki heims- ins hlutist ekki til um innanrikis- mál hver annarrar og sist með vopnavaldi. Olafur Ragnar Grimsson form. framkvœmdastjórnar Abl. Stefnubreyting og alvarlegar hættur Olafur Ragnar Grimsson var einkum spurður um álit hans á , áhrifum siðustu tfðinda á þróun alþjóðamála. — Siðastliðinn áratugur ein- kenndist af viðtækri baráttu fyrir friðsamlegri sambúð stórvelda sem fæli i sér bæðiafvopnunarað- gerðir, aukin efnahagsleg og menningarleg samskipti og viðurkenningu á mannréttindum. A þessum áratug urðu riki utan hernaðarbandalaga öflugri aðili en áður i stefnumótun á alþjóða- vettvangi, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Á þessum áratug virtist sem. valdhafar Sovétrikjanna kysu að stuðla að þessari þróun, þeir hafa talað fyrir slökunarstefnu, boðað nauðsyn afvopnunar og leitað bandalags við hlutlaus riki. Núhafa á fáeinum vikum orðið atburðir sem ógna mjög þessari þróun og vekja upp alvarlegar - spurningar um stefnubreytingu sovéskra stjórnvalda. Innrásin i' Afganistan er af hálfu Sovétrikjanna fyrsta skrefið i beitingu vopnavalds i riki sem tilheyrthefur samtökum hlutlausra þjóða. Sú~ staðreynd hlýtur að hafa i för með sér endurmat á samskiptum þeirra við Sovétrikin. Handtaka Sakharofs kippir stoðum undan þvi sem sovéskir ráðamenn hafa á undanförnum árum staðhæft um einlægan vilja til menningarlegra og skyldra tengsla og þvl sem áunnist hefur á þvi' sviði. Þegar slíkir atburðir gerast samtimis vakna upp alvarlegar spurningar um það, hvert Sovét- rikin kunna að stefna og hverjir ráði þar ferðinni. Að visu mætti segja sem svo, að reikul og oft óUtskýranleg utanrikisstefna Carters hafi hugsanlega grafið undan gagnkvæmu öryggi sem var að þróast i sambúð stórveld- annaog Sovétmennkunni að geta sótt sér einhverja réttlætingu i kenningar og áhrif Carters og samstarfsmanna hans, einkum Brezezinskis. En slikt réttlætir þó á engan hátt þær yfirþyrmandi aðgerðir sem nú hefur verið gripið til. Þessir atburðir hljóta að vera öllum sósialistum og öðrum friðarsinnum tilefni til alvar- legrar umhugsunar um þróun heimsmála á nýjum áratug, um leið og þeir lýsa andúð sinni á þvi sem gerst hefur. Ríkisstjórnin um handtöku Sakharovs: Herferðin gegn frjálsrí hugsun nær hámarkí Rfkisstjórnin ræddi á fundi sinuin I gær um handtöku og Ut- legð sovéska nóbelsverðlauna- hafans Andreis Sakharovs og samþykkti svohljóðandi yfir- lýsingu: „A undanförnum vikum og mánuöum hafa fréttir borist frá Moskvu um handtökur og brott- flutning margra þeirra hugrökku karla og kvenna i Sovétrlkjunum, sem leyft hafa sér að gagnryna þjóðfélagskerfi Sovétrlkjanna og virðingarleysi valdhafanna fyrir almennum mannréttindum. Þessi herferð gegn. frjálsri hugsun hefur nil háð hámarki með aðför sovéskra stjórnvalda aö merkisbera hennar, Andrei Sakharov, sem hlaut friöarverð- laun Nobels árið 1975 vegna baráttu sinnar fyrir auknum mannréttindum I heimalandi slnu. Aðgeröir soveskra stjórnvalda varða ekki aðeins borgara Sovét- rlkjanna. Þær eru skýlaust brot á alþjóðlegum skuldbindingum og steinn í götu þeirrar viöleitni að bæta sambUÖ rikja I Evrópu og draga úr spennu i heiminum." Kjartan Olafsson varaformaður Abl. Þessir menn eru hættulegir andstæðingar Illvirki af þvl tagi sem hér er um að ræða, annarsvegar innrás- ina i Afganistan og hinsvegar handtöku Sakharofs, þekktasta sovéska andófsmannsins, þurfa ekki lengur að koma mönnum á óvart. Þróun þess alræðiskerfis sem Kremlverjar byggja völd sln á er komin á það stig, að fátt er svo illt, að ekki megi við þvi búast úr þeim stað. Það er samt sem áður mjög athyglisveröur og sögulegur at- burður, að Sovétrlkm grfpa nú til þess I fyrsta sinn að beita nöktu hervaldi gagnvart riki sem ekki hefur veriö I hernaðarbandalagi viö risaveldið. Slik hernaðar- ihlutun hlýtur aö vekja mönnum ný áhyggjuefniog fela i sér alvar- lega hættu á þróun sem leitt getur til meiriháttar styrjaldarátaka. Hér er um að ræða skýlaust brot á sjálfsákvöröunarrétti þjóða og sýnir svo ekki verður um villst hverskonar heimsvaldastefna ræður rikjum i Kreml. Ofbeldis- verk alræðisstjórnar i risaveldi gagnvart sjálfsákvörðunarrétti smáþjóða og gagnvart eigin þegnum verða ekkert skárri fyrir það, þótt kllnt sé á illvirkin föls- uðum stimpli kommUnisma eöa einhverrar annarrar hugmynda- fræði eða truarbragöa. Það sýnir vel þverstæðurnar I pólitiskri ásýn Kremlverja, að ein skýringin sem gefin var af leppum þeirra I Afganistan hljóðaði upp á það að innrásin væri gerð til þess að forða dygg- um lærisveinum Múhameðs frá tortlmingu af völdum innlends stjórnarherra, sem taldi sig sjálfur vera róttækan byltingar- mann. Sú staðreynd að Sovétríkin hafa reynt að réttlæta innrásina með svonefndum vináttusamningi, sem var i gildi milli rikjanna og látið að þvi liggja að fyrri stjórn- völd hafi kallað á sovétherinn — að þvi er viröist til að binda endi á valdaferil þessara sömu valdhafa — sýnir okkur mjög vel, hve hættulegt það er að rétta Kreml- verjum litla fingur. Hver sá sem það gerir má bUast við að missa hendina alla og jafnvel báðar hendur. Fátt er nauðsynlegra en það að sósialistar og þá ekki sist sósial- istar I Vestur-Evrópu viðurkenni ánhiks og fyrirvara að ráöamenn i Kreml eru ekki pólitiskir lags- bræður okkar á einn eða neinn veg heldur þvert á móti — hættu- legir andstæðingar. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður í hróplegri and- stöðu við almenn mannréttindi og sósíalísk viðhorf Hjörleifur var spuröur álits á handtöku Skakharofs. — Ég tel hana i alla staði for- dæmanlega, en tlðindi af þessu tagi koma ekki sérstaklega á óvart Ur þessari átt. Menn setja þessi mál eðlilega i samhengi við innrás Sovétríkjanna I Afganistan og vaxandi ýfingar risaveldanna. Handtaka þessa þekktasta andófsmanns innan Sovétrikj- anna vekur vissulega meiri a't- hygli en margt annaö sem & und- an er gengið. A þessu ofbeldi gegn Sakharof og konu hans er hins- vegar aðeins áherslumunur mið- að við fiölda hliðstæðra mála og ofsókna gegn andófsmönnum I Sovétrikjunum og viðar I Austur- Evrópu á liðnum árum. 011 bera þau vitni þeirri blindgötu sem hið sovéska kerfi er statt i og á sér langa sögu, en verður æ afdrifa- rikara eftir þvl sem lengra llöur. Meðferð af þessu tagi er að sjálfsögðu í hróplegri andstöðu viö almenn mannréttindi og sósialisk viöhorf. Og aðgerðir af þessu tagi eru augljóslega vatn á myllu kaldastriösafla hvarvetna til viðbótar þeim þáttaskilUm sem oröið hafa með innrásinni I Afganistan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.