Þjóðviljinn - 25.01.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.01.1980, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. janúar 1980 i skák Umsjón: Helgi ólafsson Skákþing Reykjavíkur Jóhann og Har- aldur meö fullt hús (Lokkar fram f4 — peðið.) 19. f5?! (Eins og framhaldið leiðir I ljós á þessi leikur tæpast rétt á sér.) 19. .. exf5 20. Bg5 (Eöa 20. Bxd5 c6! ásamt 21. — Hd8. Hvítur á i öllum tilvikum Línurnar eru nú nokkuð tekn- ar að skýrast á Skákþingi Reykjavlkur. Eftir 5 umferðir er staðan að vísu fremur óljós en þó má gjörla greina hverjir koma til með að berjast um Reykja- vikurmeistaratitilinn. í 5. um- ferð sem tefld var á miðviku- dagskvöidið bar það heist tii tið- inda að Guðmundur bakari Ágústsson tapaði sinni fyrstu skák gegn Haraldi Haraidssyni. Eins og kunnugt er þá hóf hann mótið með þvi að vinna 4 fyrstu skákirnar en nú er sem sagt bundinn endi á þá sigurgöngu, hvað sem hann á eftir að gera siðar. Jóhann Hjartarson vann sina skák og eins og staðan er þegar biðskákir eru ótefldar þá eru þeir Haraldur efstir, báðir með fullt hús eða 5 vinninga. Ein- hverjar likur eru á að Björn Þorsteinsson nái þeim, þvi hann er með eilitið betri biðskák gegn Braga Kristjánssyni. Þá má búast við Margeiri Péturssyni i hóp þeirra fremstu en hann hef- ur 3 vinninga og biðskák gegn Jónasi Pétri Erlingssyni. Annars má búast við að linur skýrist enn frekar I næstu um- ferðum, þvi nú tefla ávallt saman skákmenn með sama eða likan vinningafjölda. Ein skák úr Reykjavikurmótinu flýtur hér með. Hún er tefld i 3. umferö. Það er bakarinn snjalli sem hef- ur hvitt, en andstæðingur hans er enginn aukvisi heldur, marg- reyndur landliðsmaður og einn alsterkasti skákmaður Islendinga um árabil. Hvitt: Guðmundur Agústsson Svart: Bragi Kristjánsson Aljékins vörn 1. e4-Rf5 5. Bc4-Rb6 2. e5-Rd5 6. Bb3-Bg7 3. d4-d6 7. Rg5-d5 4. Rf3-g6 8. f4 (8. 0-0 reyndist Friðrik Ólafs- syni vel i skák hans við Bent Larsen eins og menn rekur ef- laust i minni. Textaleikurinn er þó öllu algengari og hefur reynst Karpov heimsmeistara afar vel.) 8. .. Ra6 (Nýr leikur af nálinni 8. — Rc6, 9. — Bf5, 10. — f6 og eða 11. — Dd7 ásamt langri hrókun er talið gáfulegasta plan svarts.) 9. 0-0-h6 12. a5-Rc8 10. Rf3-Bg4 13. Rc3-Re7 11. a4-e6 14. Re2 (Nákvæmara var tvimælalaust 14. h3! Bxf3 15. Dxf3 Rf5 16. Re2 o.s .frv.) 14. .. Rf5 15. h3-Bxf3 (Athyglisverður möguleiki var 15. — h5! ?) 16. Hxf3-h5 18. Hxg3-De7! 17. Rg3-Rxg3 erfitt með að valda d4 — peðið.) 20. .. Dd7 22. Bxc4-0-0 21. c4-dxc4 23. Dd2-Kh7 (Hvitur hefur litlar sem engar bætur fyrir peðið. Hinsvegar var Bragi farinn að nálgast tima- hrak mikiö og mega það teljast umtalsverðar bætur.) 24. Hel-Hac8 27. Hdl-Hfe8 25. BÍ4-C6 28. Khl-Dc8?? 26. Hb3-Hcd8 (Þar fór heilt peö út um glugg- ann — gæti maður sagt um afleik sem þennan. Leikurinn vitnar um timahrak og langvarandi æfingaleysi.) 29. Bxf7 + -He7 30. Bxg6+ (Velja hefði mátt öruggari leiðir enGuðmundur ákveður að kynda enn meira undir ófriðarbálið. Rétt ákvörðun þegar allar að- stæður eru teknar með i reikn- inginn.) 30. .. Kxg6 J3. Hg3 + -Kh7 31. Bg5-De5 34. Df4-De6? 32. Bxe7-Dxe7 35. Dg5 (35. Hxg7+! Kxg7 36. Dg5+ og 37. Dxdd8 vinnur strax) 35. .. Hd7 39. e6-Dd3 36. Dxh5 + -Kg8 40. Hf3-Ddl + 37. Hg6-Db3 41. Kh2-Rc7 38. Hf 1-Hxd4 — oe Braei eafst udd um leið. Einfaldasta vinningsleiðin er 41. Hxg7+ Kxg7 43. Df7+ og 44. Dxc7. E — peöiö sér svo um að innbyrða vinninginn. xxxx 1 skákþætti siðasta sunnu- dagsblaðs varð mér á hlægileg villa i aths. við skák Dauna og Jóns L. Villan er við 11. leik svarts en er þar er gefið upp framhaldið 11. — Dxd6 12. Dh5 Dd5 13. Dxd5 exd5 og staðan er i jafnvægi. Þetta er að sjálfsögðu tóm tjara þvi i stað 13. Dxd5 gat hvitur leikið 13. Dxh7 mát! Margar vitleysurnar hef ég nú gert um dagana en þó held ég að þessi taki út yfir allan þjófa- bálk. Vona ég að lesendur fyrir- gefi mér handvömmina i þetta sinn. Raforkumál á Vesturlandi Eins og áöur hefur verið skýrt frá hér i blaöinu er nú komin út áætlun um framkvæmdir á veg- um Ra fm agns vei tna rikisins næstu fimm ár. Hvað Vestur- iand áhrærir litur hún þannig út: A Snæfellsnesi þarf að halda áfram uppbyggingu stofnh'nu- kerfis. Arið 1980 þarf að skipta um vir á linunni Ólafsvik-Grundarfjörður og ár- ið eftir að spennuhækka linuna Ólafsvik-Rif-Gufuskálar úr 11 i 19 kV.Eru þá allar dreifilinur á Snæfellsnesi orðnar 19 kV. Árið 1982 verður að auka spennuafl i Vatnshömrum vegna Snæfells- ness. Áætlað er að bæta við 19 kV úttaki i Vatnshömrum 1981. Vegna mikils spennufalls á linunni frá Vatnshömrum i Vegamót er nauðsynlegt að setja upp lOMVAr þéttahlöður á Ólafsvik 1984. í Saurbæ á Kjal- arnesi þarf aö bæta við aflrofa á árinu 1980. Um raforkumálin á Vestur- landi segir Rarik að öðru leyti að með byggðalinustöð á Gler- árskógum styrkistmjög kerfið i Dölum og leysir það vandamál Dalveitu um töluvert langa framtið. Undir aldamót fer spennuástand að versna i Suður-Dölum. Or þvi má þá f>r% Ll Umsjón: Magnús H. Gislason bætameð 19 kV linu frá Glerár- skógum i Búðardal og fæða stærri hluta Dalveitu ftá Stykk- ishólmi. Undir 1990 þarf að byggja 66 kv. linu frá Stykkishólmi i Grundarfjörð. Ef byggðahnur verða þá komnar úr Vatns- hömrum um Heydal og til Glerárskóga er hægt að styrkja innmötun i Stykkishólmi með þvi að fara inn á þá linu á Skógarströndinni við Heydal. Með þessum framkvæmdum færast aðalflutningslinur norður á nesið þar sem aðal-þéttbýlis- kjarnarnir liggja. — mhg fískur í sókn (Ir vinnslusai fiskrétta verksmiöju SÍS i Bandarikjunum. Sambands- Samkvæmt uppiýsingum Guöjóns B. ólafssonar, f ramk v æmdast jóra Iceiand Seafood Corporation i Banda- rikjunum nam heildarsaia fyrirtækisins 84,1 milj. dollara á si. ári oghaföi aukist um 16.4 af hundraöi frá árinu 1978. Meginþættirnir i þessari veltu eru annarsvegar sala fiskrétta, sem framleiddir eru i fiskrétta- verksmiðju fyrirtækisins vestra og hinsvegar fryst fiskflök, sem seld eru áfram til kaupenda, eins og þau koma frá tslandi. Sala fiskrétta jókst á árinu um 14,4% að magni, en 19,5% að verðmæti. Sala flaka jókst um 12.4% að magni en um 29% aö verðmæti. Guðjón upplýsti, að heildar- sala á fislfféttum muni ekki hafa aukist I Bandarikjunum á árinu 1979. Skýrslur um neyslu eða innflutning á fiskflökum I Bandarikjunum fyrir allt árið 1979 liggja enn ekki fyrir, en töl- ur fyrir fyrstu niu mánuði árs- ins sýna litilsháttar samdrátt eða um 1%. Er ljóst af þessum samanburði aö fyrirtækið hefur aukið markaðshlutdeild sina á árinu og það bæði við um fisk- réttina og fiskflökin. — mhg ------------------1 Magrari en margir héldu . Nákvæmar mcrkingar hafa vcriö teknar upp á mörgum vörutegúndum á undanförnum árum. Mjólkuriðnaðurinn á ís- landi hefur rutt þar brautina að þvi er Upplýsingaþjónusta iand- búnaðarins segir okkur, — og á öllum helstu mjólkurvörum er alinákvæm skilgreining á nær- ingargildi vörunnar og efna- innihaldi. Innihald af flestum næringar- efnum hefur verið gefiðupp sem prósenta af þunga vörunnar. Þó hefur ein undantekning verið frá þessari reglu. Fita i ostum hefur alltaf verið gefin upp sem prósenta af fitu i þurrefni osts- ins. Ef sama regla hefði gilt um nýmjólk þá hefði staðið á mjólk- . urumbúðum fituinnihald ,,30%” i stað þess sem nú er, 3,8%, sem hún raunverulega er, þegar miðað er við heildarþyngd vör- unnar. Mest seldi ostur á Islandi hefur verið merktur 45+. Flest- ir neytendur hafa þvi gengið út frá þvi að osturinn væri 45% feitur. Svo er ekki; fituinnihald þessa osts er aðeins 26%. Ostur sem hefur verið merkt- ur 30+, inniheldur 17% fitu. Reiknað er með að á næstu dögum og vikum verði komnir i allar verslanir ostar með þess- um nýju merkingum. Þeir, sem eru vanir að kaupa 45+ ost biðja nú um 26% feitan ost. Þótt það breyti ekki orkugildi ostsins þá ætti það að gleðja alla, sem áhyggjur hafa af of mikilli likamsþyngd, að vita, að osturinn er alls ekki eins feitur og flestir héldu. — mhg. Keflavík: 44.628 lestir móti 59.957 í fyrra Talsvert minni afli var lagöur á land i Keflavik á sl. ári en á árinu 1978. Aö þessu sinni nam hann 44.628 lestum en 1978 59.957 iestum. En þaö einkum loðnan, sem þarna setti strik i reikning- inn en hún barst engin tii Keflavikur eftir iokun Fiskiöj- unnar á sl. hausti. Af heildaraflanum nam báta- fiskurinn 11.100 lestum en tog- ararnir komu meö 12.400 lestir. Af sild og loðnu barst 21.000 tonn að landi i Keflavik. — mhg Freyr í þvi tölublaöi Freys, sem siöast hefur rekiö á fjörur okk- ar, er eftirgreint efni: Forystugreinin fjallar um nýja landgræðsluáætlun. ólafur R. Dýrmundsson, ráöunautur, segir frá kynnisferð til Norð- ur-Ameriku. Einar Hannesson skrifar um veiöiárnar við Hvammsfjörð. Var ekki reiðu- búinn að setjast á skrifstofu nefnist viðtalið viðBjörn Lárus- son, bónda á Auöunnarstöðum I Viðidal. í Danmörku eru loð- dýraræktendur nú viðurkenndir sem bændur, grein úr Lands- bladet danska. Hólmgeir Björnsson ritar um köfunarefn- isjafnvægi I ræktarjörð. Hákon Bjarnason skrifar „Féin orð um ævisögu Klemensar á Sáms- stöðum”. Loks er grein um stór- sekki til áburöarflutninga, að- ferð, sem léttir erfiði og sparar vinnuafl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.