Þjóðviljinn - 25.01.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.01.1980, Blaðsíða 15
Föstudagur 25. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Fullvinnsla sjávar- afurða og vardveisla menningarverömæta 1 kastljósi í kvöld verður m.a. varpaö fram þeirri spurningu hvort rétt sé a$ Is- lensk fiskiskip selji tugi þús- unda lesta af óunnum isuoum bolfiski á erlendum höfnum, á sama tima og atvinnuleysi er i ýmsum frystihúsum hér á landi. Nokkrar umræður uröu um þessi mál i fyrirspurnar- tima á alþingi sl. þriðjudag, en þá kom ma. i ljós að alls hafa 216 islenskir togarar selt 30 þúsund 074 tonn af bolfiski erlendis á sl. fimm- tán mánuðum. 1 þættinum verður einnig rætt um hvort stefna beri að fullvinnslu aflans i neytenda- pakkningar hér á landi. Frystihús Sigurðar Agústssonar i Stykkishólmi hefur að undanförnu yerið að koma upp vélasamstæðu til þess að setja brauðmylsnu á fiskstauta, fyrir erlenda markaði. 1 umræöu um þessi mál munu taka þátt þeir Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra, Kristján Ragnars- son formaður Llú, og fulltrúi frá sölusambandi hraðfrysti- húsanna. Umræðunum stýrir Ingvi Hrafn Jónsson frétta- maður. Sjónvarp kl. 21.10 Þá verður einnig i Kast- ljósi tekið til umræðu hvern- ig varðveislu á islenskum menningarverðmætum ým- iss konar er háttað. Ingólfur Margeirsson blaðamaður á Þjóðviljanum mun stýra þeim þætti Kast- ljós s ins. Verður ma. rætt viö þá Bjarna Vilhjálmsson þjóð- skjalavörð og Finnboga Guð- mundsson landsbókavörð. Litið verður inn i viðgerð- arstofu, þar sem handfjatl- aðir eru ýmsir gamlir og verðmætir munir. Einnig verður komið við á ýmsum stöðum ma. á kirkju- loftum þar sem ýmisskonar skjöl Hggja i stöflum i slæmri umhirðu og oft meira ög minna skemmd. , -lg. Ný frönsk sjónvarpskvikmynd ÞRÁHYGGJA Franska sjónvarpskvik- myndin „Þráhyggja" er á dagskrá sjónvarpsins kl. 22.10 I kvöld. Mynd þessi er svo til ný af nálinni, en með aðalhlut- verkin fara þau Francois Brion og Jacques Francois. Myndin fjallar um lögfræð- ing nokkurn sem hefur fengið sig fullsaddan af ráðriki eiginkonunnar. Eins og allir vita eru Frakkar mjög blóðheitir ef svo ber undir, og þar sem skapraunir eiginmannsins ^, Sjónvarp ^O? kl. 22.10 eru miklar, þá álítur hann það eitt vænlegt til árangurs sum sé að koma frúnni fyrir kattarnef. Hvort honum tekst það eður ei, upplýs is t ekki fyrr en i kvöld. Myndin er nærri tveggja tima löng og þýðandi er Ragna Ragnars. —lg Fjölbreytt efni á kvöldvöku Bóndadagur er i dag og þar með er Þorri hafinn. Páls- messa og Miðvetur fylgja i fótsporið. Verkamannafélagið Dags- brún á 74 ára afmæli I dag og þjóðhátiðardagur andfætlinga okkar Astraliubúa og auk þess Indverja er i dag 25. janúar. Þannig mætti lengi telja. tkvöld verðurbóndadagsins minnst á kvöldvökunni. Eins og að vanda verður boðið upp og fjölbreytt og fróðlegt efni. Af þvi bitastæðasta má nefna siðari hluta viðtals Jdns R. Hjálmarssonar fræðslu- Hríngið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrífið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík frá stjóra viö Kagnar Þorsteins- son frá Höfðabrekku. Þá mun Valdimar Lárusson lesa upp nokkur kvæði stór- skáldsins Stephans G. Stephanssonar. „Þar flugu ekki steiktar gæsir" nefnist frásöguþáttur um selaveiðar á húðkeip og með gamla laginu i Jökulsá á Dal. Halldór Pjetursson rit- hófundur skráði frásögnina eftir Ragnari B. Magnússyni. Óskar Ingimarsson les. Þá verður einnig bæði ktír- söngur og einsöngur á Kvöld- vökunni. HUnhefstkl. 20.45 og stendur til 22.15. — ig Selaveiðar með húðkeip og með gamla laginu verða rifjaðar upp á kvöldvöku útvarpsins I kvöld. Þessi selshaus sem myndin sýnir flæktist hins vegar I ne't eins austfjarðabátannalsumar sem leiö. — Mynd: Höröur G. Foss vogurinn var tekinn allur til endurmats viðálagningu fasteignagjalda þetta áriö segir I s vari frá Fasteignamati rikisins. Fossvogurinn var allur endurmetinn Fasteignamat rikisins svarar fyrirspurn ibúa i Brautarlandi Stefán Ingólfsson hjá Fast- ynni nú að leiöréttingum á eignamati rikisins hafði sam- þessum skekkjum. band við Þjóðviljann vegna fyr- Þá sagði Stefán einnig að- irspurnir sem ibúðareigandi I spurður að mesta hækkun á Fossvoginum beindi tií Fast- fasteignamati i Reykjavik á eignamatsins og birtist hér á þessu ári væri á húsnæði I Ár - múlá og Siðumúla. Stafaði bað af þvi að á fyrra mati hefói hús- næði við þessar götur verið metið sem iðnaðarhúsnæði, en á siðustu árum hefur orðið mikil breyting á, þannig að verslunarrekstur hefur yfir- tekið að mestu allt húsnæði við þessar götur. Væri hækkun á fasteignamati húsnæðis i mörgum tilvikum um og yfir 280% á bessnm slóðum. lesendasiðunni sl. laugardag. Stefán sagði að hækkunin á fasteignamati fyrirspyr janda væri ekki 300%, heldur heföi matið nærri þrefaldast eða hækkað um nærri 195%. Það stafaði einfaldlega af þvi að allt Fossvogshverfið var tekið til endurmats hjá Fast- eignamatinu nú fyrir útsend- ingu álagningarseðla fyrir þetta ár. Það stafaði af þvi að eldra mat á hverfinu sem væri frá árinu 1970 miðaðist við það að hverfið væri i byggingu. Þar sem hverfið væri nú orðið fullbyggt, hefði það verið endurmetið til sambæris við önnur ámóta hverfi, I borgar- landinu, eins og t.d. Háaleitis- hverfiö. Stefán sagði að komið hefðu i ljós nokkrar villur á ibúðar- mati i Fossvoginum, og væru þær skekkjur upprunalega komnar úr gamla matinu, en hefðu siðan við nýja matið margfaldað matsverðið um- fram það sem það átti aö vera. Hann sagði að Fasteignamatið Þjóðsagan Einu sinni ætlaði kerling ofan lúkugatið og fram i baðstofu. En i stiganum skrikaði henni fótur, s takks t á höfuðið og háls - brotnaði. En i fluginu heyrðu menn til kerlingar : ,,Ég ætlaöi ofan hvort sem var." Þetta er síðan haft að máltæki ef ein- hverjum ferst hrapallega og lætur sér ekki bilt við verða: ,,Ég ætlaði ofan hvort sem var." xxx Einu sinni komst hundur inn i kirkju þegar presturinn var kominn upp I stólinn. Tekur þá hundurinn að gelta svo hátt að söfnuðurinn truflast og heyrir ekkert til prestsins. Meðhjálparinnhleypur þá til og ætlar að reka hundinn út úr kirkjunni, en af þvi að honum var syo mikið i nug mismælir hann sig svo háskalega að hann segir: „Það heyrist ekki hundsins mál fyrir helvitis kjaftinum & prestinum." Lifnaði ekki lífið dautt ... Þjóðviljinn birti visu á dögunum, sem ort var þegar Svavar Gestssonfékkumboðtilstjórnarmyndunar oghúnvar svona: Lifnar aftur Iffið dautt, leysist allur vandi. Þúsund ára rikið rautt ris i þessu landi. En Svavar myndaði ekki stjórn og skilaði umboðinu. Þá breytt- ist visan: Lifnaði ekki lifið dautt, leystist enginn vandi. Þúsund ára rlkið rautt reis ekki I þessu landi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.