Þjóðviljinn - 26.01.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.01.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 26. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Land- búnaðar- stefna Alþýöu- flokksins 1. Niðurgreiðslustefnan verði endurskoöuð, m.a. i sambandi við endurskoðun á vlsitölugrundvell- inum. 2. útflutningsbótakerfið verði endurskoðað: a) Hámark útflutningsbóta verði þegar 1980 lækkað 19% og mið- ist eingöngu við framieiðslu sauðfjár- og nautgripaafurða, þ.e. þeirra afurða, sem út eru fluttar. b) Hámarksákvæði um út- flutningsbætur eigi við hvora afurðagrein fyrir sig sérstak- lega. c) Sett verði hámark á út- flutningsbætur á hverja sölu, þannig að bætur greiðist i hlut- falli við útflutningsverð og fari aldrei fram úr 100% af þvi. d) Hvorki vaxta- og geymslu- kostnaður búvörubirgða né umboðslaun til söluaðila verði greidd af útflutningsbótum. e) Hámark útflutningsbóta, sem nú er 10%, verði lækkaö i á- fóngum á árunum 1980-82 i 7%. 3. Verðlagningarkerfi búvöru verði tekið til heildarendurskoð- unar, þannig að eðlileg skil verði sett milli hagsmuna bænda og vinnslustöðva. 4. Jaröræktarframlög verði lækkuð verulega i áföngum, og fjárfestingarlán til hefðbundinna búgreina verði takmörkuð. 5. Einkasöluréttur Grænmetis- verslunar landbúnaðarins verði afnuminn. 6. Stefnt verði að þvi að hraða greiðslum rekstrar- og afurða- lána til bænda. 7.Hluta þess fjár, sem sparast skv. liöum 2 og 3. verði varið til stuðnings við r.ýjar búgreinar, yl- rækt, fiskeldi, garðyrkju, og til aö auövelda bændum að hverfa frá búi á harðbýlum jörðum. Jaröfræði Reykjanes- Helgi Seljan og Stefán Jónsson um landbúnaöartillögur Alþýðuflokksins skaga Jón Jónsson jarötræðingur mun flytja erindi um jarðfræði Reykjanesskaga á næstu fræðslu- samkomu Hins islenska náttúru- fræðifélags, sem haldin verður i stofu 201 i Arnagarði við Suður- götu mánudagskvöldið 28. jan. kl. 20.30. Jón hefur undanfarin ár rann- askað ýtarlega ýmsa þætti i jarð- fræði Reykjanesskaga og nú sið- ast unnið fyrir Orkustofnun til út- gáfu návæms jarðfræöikorts af Reykjanesskaganum ásamt skýringum. Kverkatak á b ændastéttinni RœöurlinkindFramsóknarþviaö kratarsýnaslíkar tillögur 8«i HelgiSeljan: Stýra á framleiosi- unni gegnum stofnlánin Stefán Jónsson: Óttast að ungt fólk hrekist úr sveitum. Tillögur Alþýðuf lokksins i „sáttagrundvelli" sínum um stórskerðingu útflutn- ingsbóta, niðurfellingu Byggðasjóðs og hálfgild- ings bann við samvinnu- félögum bænda um vinnslu búvara hafa vakið mikla athygli. Er þar gert ráð fyrir slíku kverkataki á bændastéttinni að undrun sætir í öðrum flokkum og þá sérstaklega vegna þess að tillögurnar eru lagðar fram „til sátta" eins og það heitir. Helgi Seljan alþingismaður sagði i gær að sér kæmu tillögur Alþýðuflokksins ekki á óvart, enda hefði hann lengi haft þá stefnu að þrengja bæri ótak- markað að bændastéttinni. Stefán Jónsson alþingismaður sagði að sér fyndist iskyggileg- ast við tillögur kratanna i mál- efnum bænda að I rauninni skák- uðu þeir i skjóli linkindar Fram- sóknarflokksins. Það eitt aö Al- þýðuflokkurinn treysti sér til þess að sýna Framsóknar- flokknum „sáttatillögur" sinar I landbúnaðarmálum væri merki um aðforystumenn Framsóknar hefðu gefið þeim undir fótinn. Helgi Seljan benti á i þessu sam- bandi aö sér hefði komið á óvart hve forystumenn Framsóknar hefðu tekið dræmt undir tillögur Alþýðubandalagsins um auknar niðurgreiðslur á búvörum, og aðeins viljað auka þær til helmings á við Alþýðubandaiag- ið. Þá hefði Framsóknarflokkur- inn gefið ádrátt um það að lækka útflutningsbótastigið. Eina raunhæfa Helgi kvað tillögur Alþýðu- bandalagsins vera þær einu 40 kennarar Breiðholtsskóla ERU Á MÓTI SKOLA SKYLDU í 9. BEKK 40 starfandi kennarar Breift- holtsskóla I Reykjavik eru á þeirriskoðunnú, nær 6 árum eft- ir að grunnskólalögin nýju voru sett, að rangt sé að hafa skóla- skyldu fyrir 9. bekk og eðlilegra að hafa þar fræðsluskyldu yfir- valda. Einmitt þetta atriöi var mjög umdeiit er lögin voru rædd manna á meðal og á þingi á sin- um tima og heyrðust þá raddir i þessa átt einkum utan af landi. Kennararnir hafa undirritað og sent endurskoöunarnefnd grunnskólalaga eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna endurskoðunar grunnskólalaganna frá 1974 sem nú stendur yfir, vilja undirritað- ir kennarar við Breiðholtsskóla, Reykjavik, lýsa yfir, aö þeir leggjas t eindregið gegn þvi að nl- undi bekkur grunnskólans verði gerður að skólaskyldubekk, en mæla með fræðsluskyldu fyrir umrætt aldursstig. Alit okkar er að skólaskylda i niunda bekk muni fremur letja nemendur en hvetja til náms, enda sé eðlilegast að nemendur sem náð hafi 15 ára aldri stundi nám af frjálsum vilja, en jafn- framt sé riki og sveitarfélögum gert skylt að halda skóla fyrir umrætt aldursstig." _ . Hrefna Hjálmarsdóttir ogÞröstur Rafnsson ihlutverkum Barbtlnar og Andra. raunhæfu I málefnum bænda. Það hefði sýnt sig að niöur- greiðslur ýttu undir innanlands- neyslu búvara og miðað viö þær búsifjar sem bændur hefðu orðið fyrir væri algerlega óverjandi að lækka útflutningsbótastig, að minnsta kosti við núverandi að- stæöur. Stefán Jónsson bætti þvi við að i Iöku meðalári gerðu bændur ekki betur en að fram- leiöa kjöt og mjólk ofan i lands- menn og þessvegna yrðum við að tryggja þeim sambærileg kjör við aðrar stéttir m.a. greiðslu útflutningsbóta á 10 til 20% um- framframleiðslu i góöu meðal- ári, ef Islendingar ætluðu að við- halda þeirri þjóöarnauösyn að halda uppi sjálfstæðri búvöru- framleiðslu og byggð um allt land. Helgi Seljan sagði að Alþyðu- bandalagið hefði alltaf haft þá stefnu að i málefnum land- búnaöarins væri hægt aö stýra meira gegnum stofnlánin, og setja m.a. takmörk varðandi stórbúarekstur.sem værihelsta skýringin á umframframleiðslu- vandanum I sambandi við mjólkurafurðir. Helgi kvaðst einnig andvigur þeirri hugmynd Alþýðuflokksins að skilja á milli afurðagreina i sambandi við út- flutningsbætur. íhugunarefní Stefán Jónsson kvaðst hafa af þvi þungar áhyggjur að ungt fólk i sveitum myndi hreinlega flosna upp á næstunni, vaxtabyrði og bankakostnaður samkvæmt Olafslögum iþyngdi nú verulega fólki sem væri að koma undir sig fótunum i búrekstri, og þar við bættust harðindi og fjandskapur viö bændastéttina á Alþingi. Hætt væri við að i sveitum landsins sætu aöeins eftir miðaldra skuldlausir bændur, sem ættu eftir tiltölulega stuttan bú- skapartima, en unga fólkið hrektist burt. Stefán sagði að lokum aö sér þætti það Ihugunarefni fyrir bændur hvernig það mætti vera að sifellt væru að birtast I út- varpi, sjónvarpi og blöðum yfir- lýsingar frá formanni Fram- sóknarflokksins og ritara, svo og formanni Alþýðuflokksins og ritstjór a Alþýðublaðsins, að litill sem enginn munur væri á stefnu Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks i efnahagsmálum. Liklega heyrðu landbúnaðarmál til efna- hagsmála og þvi létu þessar stöðugu yfirlýsingar harla undarlega i eyrum þeirra sem bæru góðan hug til búskapar- mála. —ekh Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins: íhlutun Sovét- ríkjanna fordæmd Æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins hefur for- dæmt íhlutun Sovétríkj- anna í innanríkismál Afganistan og á fundi nefndarinnar 22.1. var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins fordæmir ihlutun Sovétrikjanna i innanrikismál Afganistan. Vera sovéska her- liðsins i Afganistan er skýlaust brot gegn sjálfsákvorðunarrétti smáþjóðar og i beinni andstöðu við sósialisma og þjóöfrelsi. Viö krefjumst þvi þess að Sovét- menn kveðji tafarlaust á brott allt herlið sitt i Afganistan. Rétt er aö br ýna fyr ir Is lendingum þá hættu sem smáþjóðum er búin með erlendri hersetu og aðild að hernaðarbandalögum." Leikfélag Neskaupstaðar: Sýnir Andorra á afmœlinu Leikfélag Neskaupstaðar var stofnað 1950 og er þvi 30 ára á þessu ári. Vel er við hæfi, að ráð- ist sé f stórvirki á slikum tima- mótum og hefur félagið valið til sýningar leikritið Andorra eftir Max Frisch, en þetta er 31. verk- efni þess. Frumsýning á Andorra verð- ur nk. þriðjudagskvöld kl. 20,30 i Egilsbúð. Leikstjóri er Magnús Guðmundsson og er þetta 5. leik- ritið sem hann setur upp fyrir félagið, en tveir ungir og upp- rennandi leikarar spreyta sig á aðalhlutverkunum, þau Þröstur Rafnsson og Hrefna Hjálmars- dóttir, sem leika Andra og Barblin. Andorra er eitt helsta verk hins þekkta höfundar Max Frisch og i þvi fjallar hann um til hvers fordómar geta leitt. An- dorra á ekkert skylt við sam- nefnt smáriki né nokkurt annað raunverulegt smáriki. Hið raun- verulega i þessu verki býr að- eins I okkur sjálfum. I LeikhUs- málum 1962 segir um verkið. „Maður er hrakinn út i dauðann af þvi hann er „öðruvisi", af þvi hann fellur ekki I gróp fyrirfram ákveðinna skoðana, „Gyðingur", sem að lokum er alls ekki „Gyðingur". Starfsemi leikfélagsins hefur verið dýrmætur þáttur i menn- ingarlifi Neskaupstaðar um 30 ára skeið og er þess vænst að Norðfirðingar láti ekki þessa sýningu framhjá sér fara. Nú- verandi formaður félagsins er Anna Margrét Jónsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.