Þjóðviljinn - 26.01.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.01.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 26. janúar 1980 Miwiwm Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis ttgefandi: Ctgáfufélag Þjóoviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann ' Kitstjórar: Arni Bergmann. Einar Kari Haraldsson. Kréttastjóri: Vilborg Haröardóttir L'msjónarmaour Sunnudagsblaðs: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjdri: Olfar Þormóosson Afgreioslustjóri: Valþor Hlööversson Blaoamenn:Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guojón Frioriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurddr Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaour: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Saevar Guobjbrnsson Handirta- og prdfarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrlour Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ölafsson Skrifstofa: Guorun Gubvaroardóttir. Afgreifisla: Kristin Pétursdóttir. Bára Halldórsdóttir. Bára Sieurbar- dóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigrlBur Kristjánsdóttir Bflstjóri: Sigrún Bárbardóttir Hilsmóöir: Jóna SigurBardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnusson, Rafn Guumundsson. Ritstjörn, afgreiosla og auglýsingar: Sfoumula 6. Revkjavfk.slmi 8 13 33. Prentun: Blaoaprent hf. Kerfi í blindgötu • Sovéska blaöið Izvestía reyndi á dögunum meö aum- legu yf irklóri að réttlæta handtöku Andreis Sakharofs og útlegð. Það var látið að því liggja að hann hefði hvíslað erlendum sendimönnum orð í eyra um störf sín að sovéskum varnarmálum. Þessi ásökun er fáránleg, um hálfur annar áratugur er síðan Sakharof vann á vett- vangi kjarnorkuvígbúnaðar, en þó skiptir það meiru í þessu samhengi, að ef Sakharof hefði nokkru sinni ymprað á slíkum hlutum í rækilega hleraðri Moskvu- borg, þá væri fyrir löngu búið að handtaka hann og dæma. • Hinsvegar er vert að gefa nokkurn gaum að þeirri staðhæf ingu hins sovéska blaðs, að í Sakharof sjái menn aðila sem gæti stuðlað að „hugmyndalegri sundrungu" í sovésku samfélagi. Þetta kemur vel heim við það sem Hjörleif ur Guttormsson alþingismaður sagði í viðtali hér í blaðinu í gær: dæmi Sakharof s er mjog skýr vísbending um að hið sovéska kerf i er statt í blindgötu. Ef að það getur ekki þolað að nokkrir einstaklingar, sem reiðubún- ir eru til að taka á sig hættur útskúf unar og f relsissvipt- ingar, komi á f ramfæri upplýsingum um ýmislegt órétt- læti og mannréttindabrot í landinu, þá er það að sjálf- sögðu ekki vitnisburður um styrkleika kerfisins heldur veikleika. Sumir haf a reynt að heng ja hatt sinn á það, að Sakharof og samherjar hans haf i komið slíkum upplýs- ingum á framfæri við erlenda fréttamenn, en slíkar athugasemdir eru ekki mikils virði. Þeir eru neyddir til þessað snúa sér til almenningsálits utan lands af þeirri einföldu ástæðu að enginn vettvangur er þeim opinn heima f yrir. Ef að ekki væri unnt að hlusta á erlent út- varp, þá mundi almenningur í Sovétríkjunum ekki vita að maður eins og Sakharof væri til; sovésk blöð sæju heldur aldrei ástæðu til að nef na hann með naf ni. • Sakharof málið er liður í stigmögnun versnandi sam- búðar rikja, ýfingum í kaldastríðsanda þar sem korn- sala, íþróttir, menningartengsl og mannréttindi koma í staðinn f yrir eldf laugar og kúlnahríð. En það er líka lið- ur í þeirri þrautseigu viðleitni sovéskra stjórnvalda, að kæfa allir raddir, sem þau ekki geta haft stjórn á. AAeð því móti telja þau sig vera að lýsa styrk sínum, en sú hin sama herferð lýsir í raun ekki öðru en ótta, skorti á sjálfstrausti, pólitískri og siðferðilegri hnignun, sem hef ur þróast allt frá því fyrir og um 1960 þegar gerðar voru nokkrar tilraunir til endurnýjunar og umbóta, sem voru að sönnu f álmkenndar og takmarkaðar, en engu að síður merkar og örvandi. Ragnar Arnalds komst mjög réttilega að orði hér í blaðinu í gær um þá þróun sem handtaka Sakharofs er staðfesting á, að þar stjórnuðu menn, sem baka Sovétríkjunum meira tjón en nokkur f jandmaður þeirra gæti gert. • Varðandi ályktanir sem af ótíðindum síðustu vikna verða dregnar sagði varaformaður Alþýðubandalagsins, Kjartan Olafsson, í víðtali hér í blaðinu að fátt væri nauðsynlegra en að sósíalistar gerðu sér án fyrirvara grein fyrir því, að ráðamenn í Moskvu væru ekki póli- tískir lagsbræður okkar á einn eða neinn hátt. Þarna er komið að veigamiklum atriðum. Andrúmsloft Helsinki- viðræðna og slökunarstefnu er um margt jákvætt: full- trúar ólíkra kerf a staðf esta að þeir geta vel ræðst við um hagvöxtog verslun, um vígbúnað og afvopnun. En þetta andrúmsloft deyf ir nokkuð vitund manna um það, hve óralangt er á milli t.d. talsmanna Sovétríkjanna og vest- rænna sósíalista þegar á dagskrá koma jaf n gíf urlega veigamikil atriði og málfrelsi og önnur skyld mannrétt- indi, ríki og einstaklingur, reisn og virðing mannsins undir sósíalisma. Sovéskir talsmenn munu hafa alla þá hluti á vörum og f ara um þá mörgum orðum — en menn skulu ekki gleyma því, að þeir eru að tala um allt annað en við þegar við tökum okkur þessi orð í munn. — áb klippt „ Ýtrasti kratismi" t fyrradag lagði Benedikt Gröndal fram tillögur Alþýöu- flokksins vegna þeirra stjórnar- myndunartilrauna sem hann hefur nii forystu fyrir. Kratar hafa staöhæft að hér sé um aö ræða umræðugrundvöll er feli i sér vissa málamiðlun, enda séu ,Grálúsugt plagg" „Þetta er fráleitt plagg sem ég tel tilgangslaust og niður- Iægjandi að ræöa. Þeir kalla þetta sjálfir tilraun til mála- miðlunar og segjast hafa hlið- sjón af hugmyndum og tillögum sem komið hafa frá öðrum flokkum. Ekki leynir sér þó þeirra ættarmót. Plaggið er grálúsugt af atriðum sem engin leið er að koma heim og saman verslun við útlendinga um auð- lindir landsins. Ég get þvi ekki séð að þetta sé umræðugrund- völlur á nokkurn hátt og að mér læðist sá grunur að það hafi heldur verið útbúið til þess." Viðrœöur um Stefaníu .Grálúsugf — segir Páll Péturssún um um- ræðugrundvöll Beuedikts Gröndal HEI— „Þetta er fráleitt plagg sem ég tel tilgangslaust og niöurlægjandi aö ræða" ' svaraoi Páll Pétursson, al- ""'•"inn spurfti Um einstök atrifti sagoi hann m.a.: „Landbúnaðarstefnan i tillögunum er alveg forkastan- leg frá orfti til orfts og ekkert atriftihennar nýtilegt.T.d. ætla tillögurnar samdar upp Ur til- lögum sem áður hafi komið fram. Þegar farið er að skoða þessar tillögur krata kemur annað I ljós eða eins og segir i forsiðu- fréttTimansigær, þá erhér um að ræða „ýtrasta kratistma, þar sem lagt er til að samvinnu- félög framleiðenda verði i reynd svo gott sem bönnuð meö þvi að settar verði reglur sem aðskilji hagsmuni bænda og vinnslu- fyrirtækjanna, þvert ofan i margyfirlýstan vilja bænda sjálfra". Tómas Arnason alþingismað- ur segir i viðtali viö Dagblaðið I gær að tillögur krata séu stórt spor aftur á bak miðað við til- lögur Alþýðuflokksins I vinstri- viðræðunum. Harðasta gagn- rýni Framsóknarmanna kemur þó frá Páli Péturssynialþingis- manni, enda eigi aö furða þar eö tillögur krata fela I sér að Byggðasjóður verði lagöur nið- ur og dregiö verulega Ur Utflutn- ingsbótum. I viötali við Timann i gær segir Páll: við stefnu Framsóknarfloksins. Það er miklu fjarstæðara en hinar upphaflegu tillögur Alþýðuflokksins sem ræddar hafa.veriö I stjórnarmyndunar- viöræðum að undanförnu. 99 yy Bullandi kauprán LandbUnaðarstefnan i tillög- unum er alveg forkastanleg frá orði til orðs og ekkert atriði hennar nýtilegt. T.d. ætla þeir að fella að mestu niður Ut- flumingsbætur á bUvöru. Kjara- málastefnan er bullandi kaup- rán i fullkominni andstöðu við launþegásamtökin og samræm- ist á engan hátt stefnu okkar framsóknarmanna. Peninga- málastefnan er vægast sagt stórgölluð og ég er ekki einu sinni til viötals um að leggja Byggðasjóð niður. Þarna felast einnig ótrUleg sttíriðjuplön og Klippari getur tekið undir það meöPáli að ólíklegt er að þess- ar tillögur krata hafi verið lagð- ar fram i alvöru sem umræðu- grundvöllur. Þó er ekki þar með sagt að samstarf Framsóknar og krata sé úr sögunni, þvi lik- legt er aðþessar öfgafullu tilög- ur krata séu hugsaðar sem leið hjá Benedikt til þess að geta sem fyrstlátið umboðið af hendi og Forseti tslands þá falið það öðrum. Astæðaþessaer m.a. sú staðreynd að slðustu daga hafa farið f ram óformlegar viðræður milli Alþýðuflokksmanna, Framsóknarmanna og Sjálf- stæðismanna um samsteypu- stjórn þessara fbkka. t þessum viðræöum hefur komið fram að Framsóknarmenn geta ekki fallist á að Alþýðuflokkurinn hafi fory stu I slikri stjórn heldur eigi forsætisráðheraembættiö að koma I hlut Framsóknar- manna, sem sigurvegara síð- ustu kosninga. Einnig spilar hér inn I valdabarátta I Alþýðu- flokknum. Staðreyndiner sú að Benedikt nýtur ekki trausts inn- an þingflokksins til að gegna forsætisráðherraembætti i nýrri rlkisstjórn. Aöferð Benedikts til að koma i veg fyrir að Kjartan Jóhannsson yrði hugsanlega forsætisráðherra nýrrar sam- steypustjórnar er þvi sU að láta þessa stjórnarmyndunartilraun mistakast. Það er þvi ekki óllklegt að Steingri'mi Hermannssyni verði á næstunni falið að reyna stjórnarmyndun og „Stefania" gæti þvi hugsanlega verið orðin að veruleika um næstu mán- aðarmót. Að vlsu getur stjórn- armyndun undir forystu Stein- grims strandað á því að Sjálf- stæðisflokkurinn vill ekki ganga til sliks samstarfs nema aö tryggt sé að slík stjórn yrði undir forystu Geirs Hallgrims- sonar. þm. og skorið Flest blöd og tímarit undanþegin söluskatti Gefur „Frjálst framtak" ekki út í ágóðaskyni? Fiölmörg blöð og tímarit eru undanþegin söluskatti. í söluskattslögunum eru þau ákvæði, að „dagblöð, hliðstæð blöð og tímarit, sem ekki eru gefin út í ágóðaskyni eru undanþeg- in söluskatti." Að sögn Ölafs Stefánssonar í fjár- málaráðuneytinu eru öll tímarit söluskattsskyld nema þau hafi fengið undanþágu hjá ráðuneyt- inu. Olafur sagði líklegt að mikill meirihluti tímarita hefði þessa undanþágu. Athygli vekur að á þeim langa lista tímarita, sem undanþágu hafa fengið frá greiðslu söluskatts, eru flest blöð fyrirtækis þess sem kallar sig „Frjálst framtak" og hefur hingað til verið talið gefa út sín blöð m.a. í ágóðaskyni. Frjáls verslun, Sjávarfrétt- ir, Iðnaðarblaöið, og tþróttablað- ið greiða ekki söluskatt, en öll þessi blöð eru gefin út af „Fr jálsu framtaki". Tiskublaöiö Lif, sem sama fyrirtæki gefur út, er hins vegar söluskattskylt. Við spurðum Ölaf hvort fyrr- nefnd blöö á vegum „Frjáls framtaks" sem ekki eru sölu- skattskyld, væru þá ekki gefin út i ágóðaskyni samkv. skilgrein- ingu ráðuneytisins, ,,Nei, væntanlega ekki", sagði hann. ólafur sagði að þetta ákvæði I söluskattslögunum heföi fyrst og fremst veriö skilgreint á þann veg, að efni blaðsins væri metið, þ.e. hvort það væri einkum afþreyingarefni. T.d. heföi Vikan ekki fengiö undanþágu, þótt hún hafi sótt um hana. t þessu sambandi má benda á, að á undanþágulistanum eru m.a. Mánudagsblaðiö og The White Falcon, vikublað „varnar- liösins" á Keflavíkurflugvelli, að ógleymdum Kaupsýslutfðindum og EldhUsbókinni. Væntanlega eru þessi blöö þekkt fyrir menn- ingar- og fræðsluefni fyrst og fremst. Ólafur sagði aö undanþágu- ákvæði söluskattslaganna væru vissulega tUlkuð nokkuð rUmt. Timarit með fræðandi efni væru undanþegin greiðslu söluskatts þo þau séu gefin út af hlutafélagi og ágóöasjónarmið ráði þar ein- hverju, eins og hjá þeim ritum sem t.d. „Fr jálst framtak" gef- ur Ut. Söluskattur er nU 22%, en 1960, þegar hann var fyrst tekinn upp, nam hann aðeins 3%. Það liggur þvi i augum uppi, að það getur skipt sköpum um þaö hvort blöö bera sig, að þau fái undanþágu frá söluskatti. Þau blöð, sem fengiö hafa slika undanþágu, hafa hingað til ekki verið svipt henni. Fyrir nokkrum árum fór fram könnun á þvi hvort ein- hverjar þessar undanþágur skyldi afturkalla, en úr þvl varð ekki. -eös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.