Þjóðviljinn - 26.01.1980, Page 6

Þjóðviljinn - 26.01.1980, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. janúar 1980 e vO S« s D Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Ingibjörg Haralds- dóttir Fundaröð Alþýftubandalags- ins um Konur og sósialisma fór vel af staft s.l. þriftjudag. Salur- inn aö Grettisgötu 3 var full- skipaftur, og einsog vænta mátti vorukonur i miklum meirihluta meðal fundargesta. Adda Bára Sigfiisdóttir haffti framsögu um efni þessa fyrsta fundar, sem var „Konur og stjórnmál”, og er nánar sagt frá framsöguræö- unni annarsstaðar á siðunni i dag. Mjög góður rómur var geröur aö framsöguræðunni og spunn- ustfjörugar umræöurum margt af þvi sem þar kom fram. Ef lit- ið er á umræðurnar i heild og þær skoðanir sem þar voru viðr- aðar, liggur nokkuð ljóst fyrir að fólk skiptist i tvo hópa: ann- arsvegar þá sem vilja jafnrétti Guftmundur Hallvarftsson Sigrún Hjarta rdóttir Eirikur Guftjónsson Hildur Jónsdóttir Ingibjörg Haraldsóttir Konur og sósíalismi lýðræðisins vegna fyrst og fremst.og eru þvihlynntir þeim „þverpólitisku samtökum” sem Adda Bára talaði um, og hins- vegar þá sem telja að jafnréttis- baráttan sé óaðskiljanlegur hluti af stéttabaráttunni. Þeir siðarnefndu telja að litið sé unn- ið með þvi að koma konum á þing ef þær starfa þar fyrir flokka sem beinlinis stefna að órréttlæti i þjóðfélaginu. Kona sem fer á þing fyrir slikan flokk getur ekki verið góður baráttu- maður fyrir jafnrétti, einsog Stefán Karlsson orðaði það á fundinum, og getur jafnvel dregið til sin atkvæði frá öðrum flokkum, aðeins vegna þess að hún er kona. Varðandi þverpólitisku sam- tökin benti Guftrdn Gisladóttir réttilega á, að þau eru þegar fyrir hendi. Kvenréttindafélag islands er einmitt slik samtök, og i stjórn þess sitja konur sem eru beinlinis fulltrdar þing- flokkanna fjögurra. Nýr liðsmaður ólafur Ragnar Grimsson var á móti hugmyndinni um þver- pólitisk samtök og vildi setja kvennabaráttuna i beint sam- hengi við stéttabaráttuna. Kom það viðstöddum Rauðsokkum skemmtilega á óvart, að Ólafur skyldi með þessum hætti lýsa yfir stuðningi við stefnu Rauft- sokkahreyfingarinnar i þessum Fjörugur fundur hjá Alþýðu- bandalaginu málum, og Silja Aðalsteinsdótt- irbrá sér i pontu og bauð Ólaf velkominn i hreyfinguna. En mergurinn i máli Ólafs var sá, að nauðsynlegt væri að flétta saman hugmyndafræði sósial- ismans og framsæknar hug- myndir um stöðu konunnar i þjóðfélaginu. Hann efaðist um að hægt væri að taka upp þver- pólitiskt samstarf án þess að fórna stétarhagsmunum lág- launakvenna. Hann sagöi lika að ef leiftursóknin fræga hefði sigrað I siðustu kosningum hefðu margar konur komist á þing fyrir Ihaldið — en hefði það verið sigur fyrir jafnréttis- sinna? Það hélt Ólafur ekki. Að lokum benti hann á, að konur ættu að stefna fast að auknum áhrifum I sveitar- stjórnum og I verkalýðshreyf- ingunni. Karlmenn, en ekki sósíalistar Svava Jakobsdóttir sagði að alþingiskvennatalið, sem Adda Bára lagði fram á fundinum bæri þess vítni að sósi'alistar þyrftu þrýsting utanfrá til þess að þeir færu að bjóða fram konu til þings. 1 ræðu öddu Báru hafði komið fram, að konur væru fyrst og fremst boðnar fram þegar að þætti vænlegt til atkvæðaveiða. Sagði Svava, að þetta vekti spurninguna um það, hvort jáfnréttissjónarmið- in væru jafninnbyggð i Alþýðu- bandalagsmönnum einsog þeir vildu vera láta. Stefnuskrá Abl. er gegnsýrð af jafnréttissjónar- miðum, sagði Svava, en i mái- flutningi flokksmanna gætir oft nokkurs ruglings. Krafan um fleiri konur á þing er sjálfsögð lýðræðiskrafa, sagði Svava, og ætti að setja hana ofar flokkspólitikinni. Hún sagðist viss um að Rauðsokka- hreyfingin gæti haft samstarf við Kvenréttindafélagið um viss grundvallarmál, og hefði slikt samstarf gengið vel á Norður- löndum, þar sem jafnréttismál- in væru mun lengra á veg komin en hér. Svavabenti lika á það, að þörf væri á einhverskonar úttekt, sögulegriog sálfræðilegri, á þvi sem gerist þegar kvennahreyf- ingin er i lægð. Hversvegna tekst ekki að halda uppi þeim áhuga, sem lifnar alltaf öðru hverju? Hún sagði að það skipti miklu máli hvernig kvenna- hreyfingin starfaði á þessum lægðartimabilum, hvernig mál- flutningur hennar væri. Að lokum sagðist Svava harma það, hve sósialistar i Abl. væru litlir jafnréttissinnar. „Þegar að stjórnsýslu kemur, flokka þeir sig til karlmanna, ekki sósialista”, — sagði hún. 80-90% útilokun Ýmsir fleiri tóku til máls á fundinum, og t.d. töluðu Guftrún Helgadóttir og Vilborg Harð- ardóttir um að konur ættu ekki aðstefna aðþvi að verða einsog karlar. „Ef kynin væru eins skipti auðvitað engu máli hver sæti á þingi” — sagði Guðrún. Þær Guðrún og Vilborg voru einnig sammála um að mjög margar konur væru i raun úti- lokaðar frá þátttöku i stjórn- málum, vegna félagslegra að- stæðna og þess fjölskyldu- munsturs sem bindur konuna við heimilið og börnin. Sagði Guðrún að 80-90% kvenna væru þannig settar að þær gætu ekki stundað opinbert lif, þótt þær vildu. Við þessu hafði Stefán Karls- son svar á reiðum höndum: þá þarf að ýta þvi fastar á þessi 10-20% sem geta það og eru reiðubúnar. Þessi fundur var upphafið að heilli fundaröð, einsog áður sagði, og ekki við þvi að búast aðneinar endanlegar niðurstöð- ur lægju fyrir eftur fundinn. Miklu fremur ber að lita á hann sem byrjun á umræðum, sem vonandi eiga eftir að verða hin- ar gagnlegustu. Hvers vegna hafa konur á al- þingi islendinga aldrei verift fleiri en þrjár talsins i senn efta 5%, þótt annarsstaftar á Norðurlönd- um séu þær um 25% þingmanna? Þetta var spurning sem Adda Bára Sigfúsdóttir varpaftifram i upphafi frams öguerindis sins um „Konur og stjórnmál”, um leift og hún visafti til 500 biaftsiftna bókarinnar „Alþingismannatal” sem nær fram til 1975 og iagfti á móti fram hálfrar blaftsfðu „Al- þingiskvennatal” fram aft 1979, sem telur afteins tólf konur kjörnar á þing frá upphafi. Adda Bára rakti þann þátt sem samtök kvenna hafa átt I að koma konum á þing. Fyrsti kvenþing- maðurinn, Ingibjörg H. Bjarna- son, var kosin af lista, bornum fram af konum 1922, en siðan hef- ur kvennalisti ekki komið fram. Slðar gekk Ingibjörg til liðs viö thalds flokkinn og sat á þingi til 1930 er Guðrún Lárusdóttir tók við af henni, fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og sat til 1938. Þá kom löng eyða fram til 1946, aðKatrin Thoroddsen varkosin á þing, en hún var i baráttusæti á Þuríum aö finna nýjar baráttu- adferðir sagöi Adda Bára og lagöi fram hálfrar siöu „Alþingiskvennatal” lista Sósialistaflokksins og vann flokkurinn einn hafi virt þessa það. Kvennasamtökin höfðu gert kröfu kvenna. Etv. olli krafa kröfu um eina konu fyrir hvern kvenna þvi, að flokkurinn fór að flokk 1943, en aðeins sósialistar svipast um eftir konu i framboð, brugðust þarna við og minntist en þar fyrir utan var Katrln Adda Bára forslðu Þjóðviljans á mjög gott framboð, dáður og kosningadegi með glæsilegri dugandi læknir og gjörvileg' og ræðu Katrinar þar sem hún legg- snjöll kona. Katrin hætti 1949, þá ur ma. áherslu á að Sósialista- var flokkurinn i þrengingum kalda striðsins, og 4. sætið tap- aðist. Ekki er gott að fullyrða um þátt Kvenréttindafélagsins i framboði þeirra tveggja kvenna sem þá komust á þing, Rannveigar Þor- steinsdóttur, sem sagði fjárplógs- starfsemi strið á hendur og varð fyrsti þingmaður Framsóknar i Reykjavik, og Kristinar L. Sig- urðardóttur fyrir Sjálfstæðis- flokk, en hún var kvenréttinda- kona og átti til að greiða atkvæði með kommum i ákveðnum mál- um. Mikil pólitisk valdaátök voru i KRFÍ á þessum árum og haft á orði að fleiri gætu svarað kröfum kvenna en kommar. Ragnhildur Helgadóttir, ung kona sem fyrst ogfremst tilheyrði flokknum, en ekki KRFl, kom á þingfyrir Sjálfstæðisflokkinn 1956 og Auður Auðuns, þekkt kvenrétt- indakona, 1959. Aratuginn 1960-70 kemur enginný kona inná þing og kvenréttindahreyfingin er i lægð, en upp úr þvi er risandi alda kvennahreyfingar og 1971 skynja sósialistar enn sinn vitjunartima og finna, einsog 1946, konu sem er mjög gott framboð, þegar Svava Jakobsdóttir er kosin á þing fyrir Alþýðubandalagið. Konur þurfa aðveramjög góð framboð i sjálfu sér til að koma til greina, minnti Adda Bára á, þótt sama krafa sé ekki gerð til allra karla. Sigurlaug Bjarnadóttir kom á þing 1974, fyrsta kona kosin utan- af landi, Alþýðuflokkurinn komst á blað 1978 með Jóhönnu Sigurð- ardóttur og 1979 eru þær kosnar, Guðrún Helgadóttir og Salome Þorkelsdóttir. Sveitarstjórnarmenn 1970—1978 Kjörnir fulltrúar 1970 1974 1978 Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur fjöldi % fjöldi % fjöldi % fjöldi % fjöldi % fjöldi % Kaupstaöir 121(93)9(7) 154 (91 15 (9) 176 (911 18 (9 Kauptúnahr 214(95)12(5) 187 (95) 10(5) 175 (92) 15 (8) öll sveitarfélög 1125 (98) 28(2) 1095(96) 42(4) 1076 (94) 71 (6) Alþingiskvennatal IngibjörgH. Bjarnason. . GuðrúnLárusdóttir .... KatrinThoroddsen....... Kristin L. Sigurðardóttir Rannveig Þorsteinsdóttir Ragnhildur Helgadóttir. . Auöur Auðuns .......... Svava Jakobsdóttir..... Sigurlaug Bjarnadóttir .. Jóhanna Sigurðardóttir . . Guðrún Helgadóttir..... SalomeÞorkelsdóttir ...

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.