Þjóðviljinn - 26.01.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.01.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 s!»M.ih,n.iUa kvonr\aharáUa siátiakaráiíii Raudsokkahátidin „Frá morgni til kvölds” Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Verjendur hafa aðeins nefnt tvö vafaatriði Þórður Björnsson flytur siftari ræðu sina fyrir Hæstarétti ( Ljósm. - eik-) Kauðsokkahátiðin „Frá morgni til kvölds” er I dag, einsog allir vonandi vita. Hátiðin hefst kl. 10 f.h. i Tóna- bæ, og verður dagskrá þar kl. 10—12 og 2—6, en I kvöld hefst skemmtun i Fáksheimilinu kl. 21. Dagskráin verður sem hér segir : Kl. 10—12: Hópumræður. Flokkar bjóða fram konur þeg- ar þeir telja það vænlegt. sagði Adda, og sýndi fram á, að þótt ekki væri hægt að rekja framboð- in beint ti‘l kröfukvenna d hendur flokkunum þá fylgdist að ris og hnignun i jafnréttisbaráttunni og kvennaframboð. Framtil 1960 er- KRFt náði oft árangri i lagasetn- ingu og var um leið vettvangur allra framákvenna i stjórnmál- um. komust konur á þing, en frá þvi að KRFt tekur að hnigna um 1960 og þar til rauðsokkar hefja baráttu á nv upp úr 1970 kemur engin ný kona á þing. Adda taldi að til að ná betra hlutfalli fvrir konur á þingi væru öflug þverpólitisk kvennasamtök á borð við þar sem KRFt var fram til 1960 nauðsynleg og brýnt aðsósíaliskar konur ynnu beinlin- is að jafnréttismálum jafnhliða þvi að berjast fyrir sósialisma. Minntist htin eigin ræðu, sem birtist i Þjóðviljanum 1946 og kvaðst sjá, að hún hefði þá verið býsna bjartsýn á að „sósialism- inn leysti varidann”, hann breytti þjóðfélaginu, kæmi á menntunar- og launajafnrétti ásamt breyttu skipulagi heimilisstarfa. Fram- haldið væri sjálfgefið: Jafnræðii hvivetna, — lika á alþingi og i sveitastjórnum. Þetta væri rétt, svo langt sem það næði, en að mörgu væri að hyggja er hugsjónin færi að tak- ast á við veruíeikann. Þróunin Framhald á bls. 17. ............ 1922-1930 ............ 1930-1938 ............ 1946-1949 ............ 1949-1953 ............ 1949-1953 . .1956-1963, 1971-1979 ............ 1959-1974 ............ 1971-1979 ............1974-1978 ........... 1978- ........... 1979- ........... 1979- Fjallað verður um 4 kröfur barnaársnefndar ASl um fæð- ingarorlof, dagvistarheimili, veikindadaga foreldra og vinnutima barna. Þessar kröf- ur eru nú a.m.k. að einhverju leyti komnar inn i kröfugerð ASl og verða væntanlega til umræðu þegar til kastanna kemur i samningunum. Kl. 14.00: Avarp fulltrúa Rauðsokkahreyfingar innar. Kl. 14.20: Söngur — Katjana Kl. 14.30: Annáll i tilefni af 10 ára afmæli Rauðsokka- hreyfingarinnar á þessu ári. Kl. 15.00: Söngsveitin Kjarabót leikur og syngur. Kl. 15.20: Ávarp — Ragn- heiður Jóhannesdóttir bónda- kona frá Bakka i ölfusi. Kl. 15.30: Vals — verðlauna- leikrit Jóns Hjartarsonar. Kl. 16.00: Hlé. 16.20: Kynning á dönsku bók- inni Kvinde kend din krop.sem verið er að þýða og staðfæra til útgáfu á islensku og kemur væntanlega út á þessu ári. 16.45: Söngsveit Rauðsokka- hreyfingarinnar. Kl. 17.00: Bókmenntakynn- ing. Auður Haralds, Asa Sólveig og Norma E. Samúels- dóttir lesa úr verkum sinum. Einnig verða lesin ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur. 17.45: Fjöldasöngur. Kynnir verður Silja Aðalsteinsdóttir. Hjördis Bergsdóttir hefur hannað veggspjald i tilefni hátiðarinnar og verður það til sölu i Tónabæ. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta 1500 krónur. Fróstrur annast barnagæslu I kjallara Tónabæjar kl. 10—18 og verður þar ýmislegt um að vera fyrir börn á öllum aldri. Börn fá ókeypis aðgang. Fáksheimilið verður opnað kl. 21. Aðgöngumiðar á ballið verða seldir við innganginn og kosta 2000 krónur. Þar verður einnig ýmislegt til skemmtun- ar. Bubbi og Tolli Morteins, Hjördis Bergsdóttir og fleiri munu koma þar fram og flytja tónlist, og dansað verður til kl. 3 um nóttina. A það skal bent að strætis- vagnar nr. 6, 7 og 11 stoppa i næsta nágrenni við Fáksheim- ilið við Reykjanesbraut. — sagði Þórður Björnsson rikissaksóknari í síðari ræðu sinni fyrir Hæstarétti — Rök verjenda hafa veriö færð f ram af skarpleika, stundum snilli, en miklu hugmyndaflugi. Og hvað sem liður rétti ákærðra I þessu máli, þá má fullyrða að þeirra hlutur hefur ekki verið fyrir borð borinn hér, sagði Þórð- ur Björnsson, rikissaksóknari, hann hóf siðari ræðu sina fyrir Hæstarétti i Guðmundar- og Geir- finnsmálunum. Þessu næst svaraði rikissak- sóknariþvisem fram hefði komið i ræðum verjenda og honum þótti gefa tilefni til andsvara. Einn verjenda hafði haldið þvi fram, að I ræðu saksóknara hefði aðeins komið fram það sem telja má ákæruvaldinu hagstætt. Þessu andmælti saksóknari, enda hefði þessi verjandi ekki nefnt nein dæmi máli sinu til sönnunar. Kvaðst saksóknari telja að hér hefði verið um mistök verjenda að ræða. Taldi saksóknari aö hann hefði i ræðu sinni einnig dregið fram það, sem verða mætti til málsbóta fyrir ákærðu. Rikissaksóknarihafði orð á þvi, að verjendur hefðu i ræðum sinum hver og einn talið sinn skjólstæðing saklausan en alla hina ákærðu I málinu seka. Þá hefðu þeir verið að gagnrýna sömu hlutina i rannsókn og einn spurt hvers vegna var ekki sak- bending þarna, en annar hvers vegna var um sakbendingu að ræða. Sumir verjenda segja Gunnar Jónsson vitni grunsam- legan ef hann man ákveðna hluti, en aðrir telja hann grunsamlegan ef hann man ekki hlutina. Verjendum svarað Þá vék rikissaksóknari að atriðum úr ræðum verjenda. Hann vék fyrst að þvi atriði úr ræðu Jóns Oddssonar, þar sem hann talaði um simhringingar til Guðmundar Einarssonar rétt áður en hann hvarf. — 1 morgun komu foreldrar Guðmundar ótilkvaddir til rann- sóknarlögreglunnar eftir að hafa lesið i blöðum ummæli Jóns og skýröu frá þvi, að þessar sima- hringingar hefðu átt sérstað eftir að Guðmundur hvarf en ekki áður, sagði saksóknari. Þau könnuðust hvorugt við að hafa sagt að þetta hefði verið áður en hann hvarf. Hilmar Ingimundarson segði að Tryggvi Rúnar hefði aldrei að Hamarsbraut 11 komið, en fyrir liggur játning hans á þvi að hann hafi verið þar, sagöi saksóknari. Jón Oddsson teldi sig hafa sýnt fram á fjarvistarsönnun fyrir Sævar Marinó nóttina sem Guömundur Einarsson hvarf. Samt liggur frammi vitnisburöur Helgu Gisladóttur um að hann hafi farið frá henni kl. 2 þessa nótt, og hægt er að sanna nærveru hans aö Hamarsbraut 11 þessa umræddu nótt, sagði rikissak- sóknari. Ný tímamæling Þórður Björnsson hélt áfram að tina atriði úr ræðum verjenda og sýna fram á að þeir hefðu ekki rétt fyrir sér, og nefndi hann mörg dæmi þar um. Loks kom hann að þvi atriði, hvort Sævar og Erla hefðu verið eins lengi að Kjarvalsstöðum að kvöldi 19. nóv. 1974 og þau héldu fram. Vitnaði saksóknari þar i framburð Vilhjálms Knudsen, sem hitti Sævarþarna þetta kvöld og sagði aðSævar hefði nefnt við sig að hann væri að fara til Kefla- vikur. Þvi næst vék saksóknari að gagnstæðum framburði móöur og systur Sævars og taldi þar ekki um áreiðanlegan framburð að ræða, enda málið þeim skylt. Þá vék Þórður að tima- mælingum lögreglunnar, en það atriði ásamt simahringingum heim til Guðmundar Einarssonar taldi hann vera einu vafaatriðin, sem hefðu komið fram i ræðum verjenda. Um simahringinguna hefur verið fjallað, og varöandi timamælingar lögreglunnar sagði Þórður að nú i vikunni hefðu lög- reglumenn mælt þetta uppá nýtt með ölium nákvæmustu mælum sem unnt væri að fá, og var not- aður jeppi. Þá kom i ljós, að miðað við þá staði sem ekið var á milli i Reykjavik þarf hraðinn ekki að vera nema á milli 30 og 40 km á klst. Og vegalengdin frá Vatns- stig til Keflavikur er 46,7 km og sé þessi vegalengd ekin á 33 min og 15 sek er meðalhraðinn 84,4 km á klst á Keflavikurveginum. Þetta tók Þórður fram vegna þess, að einnverjandi sagði timamælingu lögreglunnar á sinum tima ranga og að meðalhraðinn hefði þurft að vera um 120 km á klst. Endurteknar játningar Þórður sagði verjendur hafa verið að véfengja framburö og játningar, sumir jafnvel sagt að engar játningar lægju fyrir. Þórður sagðist hafa margsýnt fram á það i fyrri rasðu sinni að fyrir lægju hreinar og óyggjandi játningar allra ákærðu. Bréf frá þeim, þar sem þeir játa sekt sina, og meira aö segja lægju frammi mjög vel unnar teikningar eftir Sævar Marinó um hvernig at- burðirnir i Dráttarbrautinni i Keflavik áttu sér stað. Sagði Þórður þessar teikningar lista- mannslega unnar og heföi Sævar lagt I þær mikla vinnu, dagsett og merkt sér þær eins og listamanni sæmir. Gera menn slikt ef þeir eru saklausir? spurði saksóknari. Það liggur fyrir lögfull sixinun þessað þau Sævar, Kristján,Guð- jón og Erla hafi farið til fundar við Geirfinn I Keflavik þetta umrædda kvöld, sagði rikissak- sóknari. Hægt að vera vitur eftirá Rikissaksóknari vék nokkuð að þeirri gagnrýni sem fram kom um handtöku fjórmenninganna i meinsærismálinu og sagði að það værilítill vandifyrir verjendur að vera vitrir eftir á. Hann spurði hinsvegar hvort hægt sé að álasa rannsóknarmönnunum fyrir að trúa framburöi ákærðu; hvernig áttu þeir að vita um þá mann- vonsku og óþverrahátt, sem að baki meinsærinu lá? spurði Þórður. Saksóknari vék aö gagnrýni þeirri á sjálfa rannsóknina, sem fram heföi komið i máli verjenda. Hann taldi það eflaust rétt að ein- hverja smá hnökra mætti finna á rannsókninni ef vel væri leitað. Það væri til að mynda alltaf spurning hvort yfirheyra ætti fólk sem vitni eða ákærða i svona máli. Ýmislegt svona mætti tina til, en i heild væri þessi rannsókn góð. Hannbenti á að réttargæslu- menn hefðu verið viðstaddir þegar ákærðu gáfu skýlausar játningar. — Ég held að ásakanir á hendur þeim mönnum sem framkvæmdu rannsóknina séu ómaklegar, ég þekki alla þessa menn og hef ráðið suma þeirra sjálfur i vinnu og ég þekki þá að öllu góðu, sem vel hæfa menn i sinu starfi og þvi mótmæli ég þvi þegar aðþvi erlátið liggja að þeir hafi unniö verk sitt illa, sagði Þórður Björnsson. Saga að gerast — Stundum eiga menn erfitt meö að sjá þegar sagan gerist, menn sjá hana stundum ekki fyrr en eftir á. 1 þessu máli er saga að gerast. Þetta sakamál er eins- dæmi hér á landi. Það eru 150 ár liðin siðan menn á Islandi hafa verið ákærðir fyrir tvö mann- dráp, það voru þau Friörik og Agnes, sem drápu Natan Ketils- son og Sigriöi, og svo Sjöundár- málið, og við þurfum að fara enn aftar i söguna til að finna aðrar eins sakagiftir og i þessu máli, allt aftur i mál Axlar-Bjarnar, sagði rikissaksóknari. Hann kvað það mannlegt að bera af sér sakir, en að reyna að koma þeim yfir á aðra i svona málum þekkt- ist varla. — Ef ákærðu veröa sýknuð I þessum málum, þá hefur verið saminn leiðarvisir i þvi hvernig á aö framkvæma manndráp. Ég ætla að ljúka máli minu meö þvi aðsegja aö það er einlæg von min að Hæstiréttur finni sannleikann i þessu máli og komist að sömu niöurstöðu og ég, voru lokaorð rikissaksóknara. Að lokinni ræðu rikissak- sóknara töluðu allir verjendur aftur, örstutt hver, og kom þar ekkert nýtt fram i málunum, en þeir itrekuðu margt af þvi sem þeir höfðu áður sagt. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.