Þjóðviljinn - 26.01.1980, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 26.01.1980, Qupperneq 8
8 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 26. janúar 1980 Lagmetisiðnaður (slendinga hef ur verið mjög í brenni- depli að undanförnu af ýmsum ástæðum. Kvartanir um gallaða vöru hafa komið frá Þýskalandi og Sovétríkjun- um, en einmitt þessa dagana standa yfir viðræður um sölu á gaffalbitum til Sovétríkjanna og jafnframt við- ræður í Vestur-Þýskalandi vegna ,,rækjumálsins." Dótturfyrirtæki Sölustofnunar lagmetis í Bandaríkjun- um hefur verið lagt niður og Norðurstjarnan hf. hefur sagtsig úr Sölustofnuninni. Gylfi Þór Magnússon fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis hefur sagt starfi sínu lausu og Lárus Jónsson stjórnarformaður er f arinn í„frí". Við stjórnartaumunum hefur Heimir Hannesson fekið, en hann er jaf nf ramt formaður Ferðamálaráðs (slands. Þjóðviljinn átti eftirfarandi viðtal við Heimi nú i vikunni. Útflutningsvörur Sölustofnunar lagmetis. Iceland Waters Industries f New York hefur nú hætt starfsemi sinni sem dótturfyrirtæki Sölustofn- unarinnar. Var því mótfallinn aö Norðurstjarnan segði sig úr Sölustofnun lagmetis, segir Heimir Hannesson, nýskipaður stjórnar- formaður Sölustofnunarinnar Agi, stjórnun og eftírlit verður að aukast Heimir Hannesson: Hef fulla trú á þvi að Norðurstjarnan verði áfram virkur aðili að Sölustofnun lagmetis. — Hvers vegna var dóttur- fyrirtæki Sölustofnunarinnar I New York, Iceland Waters, lagt niður? — Það var tekin ákvörðun um það nú fyrir áramót aö leggja dótturfyrirtækið i New York niður. Það þýöir hins vegar ekki að starfsemin þar verði lögð niöur, heldur eru nU hafnar samningaviðræður við fram- kvæmdastjóra þess fyrirtækis um að hann sjálfur ásamt öðrum stofni eigið fyrirtæki, og haldi áfram þvi umboðsmannakerfi, sem komið var i gang, með það fyrir augum aö tryggja islenska viðskiptahagsmuni þar án fjár- hagslegra skuldbindinga af okk- ar hálfu. Ég býst við að viðræðu- ef betri árangur á aö nást i lagmetisiönaöi aðilar okkar fari vestur eftir mjög skamman tima til að ganga endanlega frá þvi. Þetta mál er nU á Urslitastigi, þannig aö ég hef góða ástæðu til að ætla að það muni takast að tryggja þau við- skiptasambönd sem þar eru, án þess að þar sé fjárhagsleg áhætta fyrir islenska aðila. Fundur hefur nýlega verið hald- inn með viðræðuaðilum og islenska ræðismanninum, sem við óskuðum eftir að kynnti máliö fyrir okkar hönd, þangaö til menn hefðu tima til aö halda vestur á bóginn. Skuldasöfnun — Er þaö rétt, að þarna hafi verið orðin mikil skuldasöfnun, 60-80 miljónir eins og heyrst hef- ur ? — Það er rétt að það hefur orðið nokkur skuldasöfnun á þessu fjögurra ára timabili. En þarna fyrir vestan er verulegur lager og það er samningsatriði við hina nýju aðila hvernig sá lager verður metinn. Samningarnir sem eru fram- undan munu ganga Ut á það að yfirtaka á lager gangi upp i greiðslu þeirra fjárhagslegu skuldbindinga sem fyrir hendi eru. — Er lagmetisframleiðslan hér of einhæf fyrir Bandarikja- markað? — Já, það er r étt og það á ekki eingöngu við um Bandarikja- markað, heldur einnig önnur markaðslönd. Framleiðslu- Gallað lagmeti, sjólax. tegundir i islenskum lagmetis- iðnaði eru ekki fjölbreyttar og við megum ekki heldur gleyma þvi að við erum ekki alltaf sam- keppnisfærir i verði, vegna þess að vinnslu- og hráefniskostnaður er oft og tiðum meiri en hjá keppinautunum. Þó að við höfum vöruna, þá er ekki vist að hUn sé samkeppnishæf i verði. Vandræði vegna verðbólgu og gengismunar Til dæmis höfum við átt i viss- um erfiðleikum i sambandi við Kanada. Þetta er auövitað vandamál sem islenskir Ut- flytjendur eiga alltaf við að striða. Verðbólguþróunin á tslandi að undanförnu, sem hef- ur heldur færst I aukana að þvi er virðist, og lika sá mismunur á gengi dollarans og t.d. sterlings- punds, er farið að valda islensk- um Utflytjendum alveg gifurleg- um erfiðleikum. Við sjáum ekki fyrir endanná þessu og e.t.v. er þetta stærsta vandamálið nU. Vandinn i sambandi við Amerikumarkaðinn er lika sá, að menn bjuggust viö að innan þriggja ára væri hægt að byggja upp fyrirtæki sem stæði alger- lega undir sér sjálft. Enfram- leiðslutegundirnar hafa ekki verið nægilega margar og sölu- magnið varð ekki heldur nægi- legt, án þess að ég leggi dóm á ástæður þess, til þess að fyrir- tækið gæti staðið fjárhagslega á eigin fótum. K. Jónsson & Co. stærst — Hefur K. Jónsson & Co. sett Sölustofnuninni stólinn fyrir dyrnar eða stjórnað henni i raun? — Nei. — Hefur ekki mest af út- flutningi á vegum Sölustofnunar- innar komið frá þvi fyrirtæki? — Það er rétt, að árið 1979 voru þeir með stærsta hlutann af Utflutningi. Tveir aðrir voru verulega stórir, þ.e. Norður- stjarnan og Sigló. Og Utflutnings- tölurnar væru kannski verulega lægri ef verksmiðju K. Jónsson hefði ekki notið við. Ég held þvi að þeir hafi ekki sett Sölustofnun lagmetis stólinn fyrir dyrnar á einn eða annan máta, heldur ver- ið mjög styrk stoð i framleiðsl- Pökkunarsalur fyrir gaffalbita hjá K. Jónsson & Co. á Akureyri. Nýbygging hjá K. Jónsson & Co. Framtið fyrirtækisins er nú tvisýn vegna gallaðrar vöru, sem erlendir kaupendur hafa kvartað yfir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.